This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Hér eru nokkrar vegalengdartölur sem geta hentað til að kvarða vegmæla og ökumæla í bílum:
Reykjanesbraut:
Fjarðarbraut (Krýsuvíkurvegur), brú – Vatnleysustrandarvegur 11,93 km
Vatnsleysustrandarvegur – Grindavíkurvegiur 12,98 km
Grindavíkurvegur – Víkurvegur (Fitjar) 6,03 km
Víkurvegur – Flugstöð (vegamót koma) 6,50 km
Öll leiðin frá Fjarðarbraut til Flugstöðvar 37,44 kmSuðurlandsvegur:
Rauðatorg (v. Breiðh.braut hjá Rauðavatni) – Þrengslavegamót 18,89 km
Þrengslavegamót – Hveragerði (hringtorg v. Þorlákshafnarveg) 16,06 km
Öll leiðin frá Rauðavatnstorgi til Hveragerðis 34,95 kmTölurnar fékk ég úr Vegaskrá VR. Mér fannst of mikill munur á kílómetrateljara og ökumæli í bílnum mínum og vildi komast að hinu sanna í málinu. Eftir eina ferð til Hveragerðis og til baka veit ég nú að skattmann ætlar að rukka mig um 73 kílómetra þegar ég ek bara rétt tæpa 70.
Ég er ekki alveg nógu hress með niðurstöðurnar því að dekkin eru næstum óslitin og ég er nýlega búinn að fá mælinn stilltan og ísettan. Einhvern tíma heyrði ég að allt að +/-10% skekkja væri leyfð á ökumælum. Veit einhver nánar um það ?Kveðjur
Ágúst Ú Sigurðsson
You must be logged in to reply to this topic.