This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 17 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Leiðari Moggans í morgun var alveg ágætur. Hins vegar fannst mér grein Jakobs Björnssonar fyrrverandi orkumálastjóra í Mogganum á laugardaginn ekki eins góð. Niðurlag hennar hljóðar svo:
.„Meðal þeirra sem hafa andmælt Norðurvegi er klúbbur sem nefnir sig 4×4. Þau andmæli sæta nokkurri furðu. Í ljósi þess að gróðurhúsaáhrifin eru langsamlega alvarlegasti umhverfisvandi nútímans getur klúbbur manna sem ástundar skemmtiakstur á eldsneytisfrekum jeppum um óvegi og vegleysur naumast talist mjög trúverðugur talshópur umhverfisverndar nú á dögum.“
Félagsmönnum er sem sagt óheimilt að hans mati að tjá sig um þessi mál, og umhverfismál almennt ef út í það er farið. Þessu er hér með komið á framfæri.
You must be logged in to reply to this topic.