Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Vegasafnið
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Gústav 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
11.10.2007 at 00:23 #200945
Hvað kemur til að vegasafnið http://vegir.klaki.net/vegir/
er ekki lengur virkt?Gústav
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.10.2007 at 14:58 #599572
Ég var að kíkja á gripinn, prófaði að endurræsa gagnagrunn og server en án árangurs. Vonandi finnst lausn.
-Einar
11.10.2007 at 22:17 #599574Þessi grunnur er alveg ómissandi, fletti honum oft, það hefur vonandi ekki verið slökkt á honum vegna verkefnis LMI og f4x4, vona samt ekki. Leyfðu okkur að fylgjast með endurlífgun sem tekst vonandi.
Gústav
18.10.2007 at 00:22 #59957618.10.2007 at 07:06 #599578Einar hlítur að redda síðunni ef það er hægt.
LMÍ ferlasöfnunin og vegasafnið á klaki.net eru alls ótengd verkefni.
18.10.2007 at 11:10 #599580Það hefur varla farið fram hjá neinum sem skoðar þessa síðu að ferlasöfnun klúbbsins virðist vera að bera góðan árangur. Jón Snæland virðist halda myndarlega utan um þetta og alltaf tilbúinn að bjarga fólki um ferla sem það biður um. En það er eitt sem ég skil ekki, þar sem þetta eru nú m.a. samansafn ferla fá mörgum félagsmönnum klúbbsins, af hverju er þetta bara sett á netið? Mætti vera lokað og aðeins fyrir félagsmenn. Það væri hægt að hugsa sér marga kosti sem fylgdu því.
Jón myndi sleppa við þá vinnu að vera senda einstaka ferla á fólkÞað myndi verða vatn á baráttumyllu klúbbsins við að halda slóðum opnum ef þeir yrðu gerðir opinberari.
Fólk gæti skoðað ferla og komið með athugasemdir.
18.10.2007 at 11:40 #599582Ég tek undir þetta sem Ella skrifaði hér að ofan. Það er orðið tímabært að gera ferlasafn F4x4 aðgengilegt á netinu. Það ætti það mínu mati vera á lokuðu svæði einungis opið fyrir félagsmenn samanber umræðuþræðir um innafélagsmál.
Kristján Kristjánsson
18.10.2007 at 21:25 #599584Jú auðvita væri það gott að koma upp ferlasíðu. Og verður það örugglega að veruleika.
Fyrr en seinna, enda geng með það í maganum. Ef einhver hefur áhuga á því að hjálpa til með slíka vinnu væri því að sjálfsögðu tekið fagnandi. En á með geta menn send mér fyrirspurn um ferla sem þeim vanta og reyni ég að leysa úr því.
19.10.2007 at 00:04 #599586svo Ofsi minn skrifa nafnið rétt, nema þú hafir verið að svara Gústaf, en ég heiti Gústav, stór munur þar á ;).
En hvað sem því líður þá ertu búinn að gera klúbbnum svo gott og ómetanlegt starf alltaf á vaktinni svo þú átt bestu þakkir fyrir ásamt öllum hinum sem hafa verið í fararbroddi fyrir klúbbinn.
En þið sem eruð að gera alla hluti okkur hinum til góðs gætuð samt verið með smá fréttir hér á innanfélagsvefnum um það hvernig málin eru að ganga, eins og til dæmis með vegasafnið.
Kveðja Gústav
19.10.2007 at 00:31 #599588Jón hinn Ofsalegi hefur nú annað slagið skrifað inn stöðuna, sagt frá fjölda ferla og samanlögðum kílómetrafjölda, það vill nú bara oft vera þannig á þessum blessaða vef okkar að hlutirnir hverfa oft í "hávaðanum" sem oft er í kringum það sem minna máli skiptir en t.d. þetta sem er eitt af því sem skiptir okkar möguleika á að ferðast einna mestu máli.
Þessi pæling um birtingu þessara upplýsinga (þ.e. ferlunarverkefnnið) á vefnum er auðvitað upp á borðinu og oft verið rædd. Það tekur bara tíma og þarf að búa til eitthvert nothæft vefviðmót til að gera þetta aðgengilegt. Það er engum til gagns að hrúga þessu bara inn á óskipulagðan hátt þar sem ekki er hægt að finna neitt.
Það er spurning hvort klúbburinn þurfi ekki að fara að ráða sér forritara í hluta úr starfi líka bara… 😉 Skilst að það sé hægt að fá þá fyrir lítið á Indlandi þessa dagana…
23.10.2007 at 03:27 #599590Vegasafnið [url=http://vegir.klaki.net/vegir:6j9ot84f]http://vegir.klaki.net/vegir[/url:6j9ot84f] er nú aðgengilegt.
Þetta komst í lag efitr að gagnagrunnur var settur upp á ný af öryggisafriti. Ekki er fundin skýring á biluninni, hugsanlega er þetta afleiðing af árás, eða eitthverskonar forritunarvillu.-Einar
23.10.2007 at 06:54 #599592Það er merkilegt að jordanhenry66 sé nýskráður en kominn með yfir 1800 pósta og trónir á topnum yfir top users. Virðist vera einhverskonar DOS árás eða álíka.
Það virðist vera póstur frá honum í hverjum þræði og allt eitthvað random bull sem er líklega frá einhverju forriti til að gera árásina.
kv, Bergur.
23.10.2007 at 09:28 #599594Það voru á síðunni svokölluð "comment spam" merkt tveim notendum, öll frá því seamma í sumar. Þar af voru 10 merkt notandanum elawley en 99 voru frá jordanhenry66. Ég er búinn að eyða þessum færslum og bannfæra notendurna. Það væri vel þegið ef menn létu mig vita ef þeir verða varir við meira af þessu.
-Einar
23.10.2007 at 13:04 #599596gott að safnið er komið í lag, þetta er ómissandi gagnagrunnur.
Gústav
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.