Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Vegakortið
This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.06.2006 at 14:34 #198110
AnonymousStardalsleið.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.06.2006 at 15:04 #554830
Staraldalsleið liggur með Leirvogsá frá Skeggjastöðum inn að bænum Stardal.
Leiðin liggur að mestu sunnan við Leirvogsá og með Tröllafossi og yfir Leirvogsá á vaði ef leiðin er ekin í austur. Þessi leið er á vegakorti Umhverfisráðuneytisins og LMÍ. Og er þar merkt sem ökuleið fyrir almenning. Þ.a.s lögleg akstursleið.
Við Skúli H Skúlason fórum könnunarleiðangur inn á leiðina í dag og ókum inn að leiðin austanfrá við bæinn Stardal. Þar var fljótlega komið að lokunarskilti og hliði. Þar ókum við í gegn. Lokunarskiltið er líklega komið frá eiganda austurhluta leiðarinnar því líklega er um einkaveg að ræða. Í vesturenda leiðarinnar er einnig lokunarskilti og er þar skilti sem segir Allur akstur bannaður, Reiðvegur. Það skilti er sett upp af Mosfellsbær.
Leiðin var blaut og ekki á færi minnstu jeppa, ekinn til vesturs. Til austurs má reikna með því að mikið breyttir jeppa myndu lenda í vandræðum í moldarbrekkunni sem sýnd er á mynd af rauðum Landrover.
Leggjum við Skúli til að ferðalangar láti það vera að aka þessa leið í trássi við landeiganda og hestamenn. Þrátt fyrir það að þetta sé talin lögleg leið á vegakortinu marg umrædda.
Að sögn bænda á Skeggjastöðum hefur leiðin verið reiðleið um aldir og einungis vestasti hluti hennar notaður af veiðimönnum. Þarna er töluvert að villuslóðum og gróður og moldarkenndur jarðvegur og veðst leiðin fljótt upp er reynt er að aka hana.Skúli H Skúlason
Jón G Snæland
18.06.2006 at 21:06 #554832Ég einmitt slysaðist þessa leið í dag. Var bara á rúntinum. Ég fór þessa leið vestan megin og ég get svarið fyrir það að þetta skilti stóð ekki upprétt þegar ég fór þarna um kl.16:00. Allavega tók ég ekki eftir því. Ég tók aftur á móti eftir skiltinu sem var við Stardal.
Ég varð ekki var við nokkra drullu. Ef þetta er sú brekka (sem Land Roverinn er í) sem ég held að hún sé þá er hægt að fara annan slóða vinstra megin, þ.e.a.s ef maður kemur að vestan, sem er ekki nokkur drulla í.En það eru svosem nokkrir staðir þar sem gæti alveg orðið drulla í ef að það myndi rigna mikið.
Og kannski ekki gott fyrir litla óbreytta bíla að fara þetta. Það á líka við um 31" RAV. Múhahaha!!! 😉
18.06.2006 at 21:12 #554834jamm þá hefur þú farið eftir að við vorum búnir að fara þarna um, reyndar fórum við niður hjá stíflunni og neðan bæinn. en hefðum frekar átt að fara ofan við bæin. en það skiptir þó ekki máli þar sem þessar leiðir sameinast. PS drullan er ofan við bröttu brekkuna svo þú tapaðir af fjörinu. Annars hefði verið skemmtilegt að hafa Rav með í för, mhn verður að koma með næst
18.06.2006 at 21:12 #554836Það er þarna eins og svo víða að hægt er að velja ýmis afbrigði. Þú hefur líklega farið inn á leiðina aðeins áður en komið er að Skeggjastöðum og þá hefurðu ekki farið framhjá skiltinu sem Slóðríkur Ofsans er við á neðstu myndinni. Við Jón sáum þennan veg á heimleiðinni frá Skeggjastöðum og er líklega vegur sem veiðimenn nota þarna. Þú hefur þá líklega farið inn á leið sem ekki var merkt lokuð en komið af henni á stað þar sem hún er merkt lokuð, þ.e. skiltinu á efstu myndinni. Svona er Ísland í dag.
Kv – Skúli
18.06.2006 at 21:51 #554838Svona er jeppalífið skemmtilegt.
18.06.2006 at 23:17 #554840Þetta er skemmtilegt að sjá – að gamla leiðin sem maður fór ríðandi árum saman sé orðin opin jeppum.
Það væri forvitnilegt að vita hvað hestamönnum í Mosfellsbæ finnst um þetta – enda búnir að halda þessu við sem reiðleið árum saman.
Eins þætti mér forvitnilegt að vita hvernig ferðaþjónustubændur í Laxnesi taka því að mæta þarna bílum og hjólum í sumar þegar þeir fara með sýna túrista ríðandi upp að Tröllafossi….
Benni
P.S. Ofsi – heitir áin ekki Leirvogsá og rennur úr Leirvogsvatni (eða Svanavatni, já eða Álftavatni)
Allavega heitir hún Leirvogsá neðar og rennur m.a. um land Leirvogstungu og í Leirvog við Mosfellsbæ.
Áin er talin besta Laxveiðiá landsins og er ein sú dýrasta – en að vísu liggur þessi slóði að mestu ofan við Tröllafoss en laxveiðin nær þangað.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.