This topic contains 49 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 18 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Umræða hefur verið af og til um kortamál, -bæði í tengslum við önnur mál svo sem meintan utanvega akstur, en einnig hvort 4×4 eigi að gefa út vegakort.
Ég tel tímabært að taka á þessu máli af fullri alvöru, við eigum nú þegar talsvert ferlasafn svo og lýsingar(flokkun) á fjölda leiða. Koma þarf þessu á aðgengilegt tölvutækt form a.m.k. fyrir alla félaga í 4×4, hins vegar er álitamál hvort við eigum að prenta kort og selja.
Það vantar rétt kort með réttum upplýsingum, það má gera svo miklu betur en gert hefur verið hingað til. Með réttum upplýsingum má koma í veg fyrir stóran hluta utanvegaaksturs. Ef slóð er þekkt þurfa ferðamenn ekki að leita annarra leiða!
Vissulega er ekki hægt að gera fullkomið kort í fyrstu atrennu, en það má alltaf bæta inn í. Spennandi kostur væri að hafa meiri upplýsingar á bak við veginn, kofann eða hvað sem er, -með því að klikka á vegslóðann fengist lýsing á honum o.s.frv.Í gegnum tíðina hef ég haft gaman af að grúska í kortum, og mér til gremju séð hvernig Landmælingar Íslands (LMÍ) hafa leyft sér að taka út / setja inn leiðir bara eftir dyntum einhvers og einhverra. Vegir, skálar og ár rangt staðsett. Og nú nýlega keypti ég Íslandsatlas Eddu. Kortagerðarmanni sem hafði aðgang að öllum okkar ferlum og allri okkar þekkingu tókst að klúðra fjölda atriða, t.d. er Fjallabaksleið syðri merkt sem sams konar leið og leiðin um Skófluklif-Hólmsárbotna, Þjórsá austan Búrfells er horfin, Hvanngilsskáli er austan vegar uppi í fjalli. Svo mætti lengi telja.
Mig langar til að vitna í grein í Fréttablaðinu 13.okt. 06, bls.8, „Arnar (Sigurðsson markaðsstjóri Loftmynda ehf.) segir að aðeins einn þriðji allra vega og vegslóða á landinu sé merktur inn á kort LMÍ. Aðeins helmingurinn af allri umferð á Íslandi fer um vegi sem sýndir eru á kortum Landmælinga…“ Einar Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra segir m.a. í sömu grein „Við erum á því að það þurfi að fara í frekari vinnu þar sem markmiðið verður að gefa út kort af slóðum og vegum sem heldur.“
Í Bændablaðinu 24.okt 06 er stutt grein um samstarf Loftmynda ehf. og Bændasamtakanna, -þar sem kynntur er tilraunasamningur um „vefrænt aðgengi BÍ að landfræðilegum gögnum Loftmynda“ (95% landsins). Þannig geri veftól ráðunautum mögulegt „að hnita inn útlínur túna og annars ræktaðs lands inn í gagnagrunn og geyma þar upplýsingar um stærðir túnanna ásamt margvíslegum grunnupplýsingum.“
Kannski er þarna kominn grundvöllur til að gera rétt og metnaðarfullt vegamyndkort (eða vegmyndakort) af hálfu 4×4, með fulltingi annarra hlutaðeigandi aðila.
Baráttukveðjur,
Ingi
Ps. Biðst forláts á því að nota ekki gæsalappir á réttan hátt, en kerfið virðist ekki gefa kost á því!
You must be logged in to reply to this topic.