Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Vegakort 4×4 ???
This topic contains 49 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
05.11.2006 at 14:35 #198893
Umræða hefur verið af og til um kortamál, -bæði í tengslum við önnur mál svo sem meintan utanvega akstur, en einnig hvort 4×4 eigi að gefa út vegakort.
Ég tel tímabært að taka á þessu máli af fullri alvöru, við eigum nú þegar talsvert ferlasafn svo og lýsingar(flokkun) á fjölda leiða. Koma þarf þessu á aðgengilegt tölvutækt form a.m.k. fyrir alla félaga í 4×4, hins vegar er álitamál hvort við eigum að prenta kort og selja.
Það vantar rétt kort með réttum upplýsingum, það má gera svo miklu betur en gert hefur verið hingað til. Með réttum upplýsingum má koma í veg fyrir stóran hluta utanvegaaksturs. Ef slóð er þekkt þurfa ferðamenn ekki að leita annarra leiða!
Vissulega er ekki hægt að gera fullkomið kort í fyrstu atrennu, en það má alltaf bæta inn í. Spennandi kostur væri að hafa meiri upplýsingar á bak við veginn, kofann eða hvað sem er, -með því að klikka á vegslóðann fengist lýsing á honum o.s.frv.Í gegnum tíðina hef ég haft gaman af að grúska í kortum, og mér til gremju séð hvernig Landmælingar Íslands (LMÍ) hafa leyft sér að taka út / setja inn leiðir bara eftir dyntum einhvers og einhverra. Vegir, skálar og ár rangt staðsett. Og nú nýlega keypti ég Íslandsatlas Eddu. Kortagerðarmanni sem hafði aðgang að öllum okkar ferlum og allri okkar þekkingu tókst að klúðra fjölda atriða, t.d. er Fjallabaksleið syðri merkt sem sams konar leið og leiðin um Skófluklif-Hólmsárbotna, Þjórsá austan Búrfells er horfin, Hvanngilsskáli er austan vegar uppi í fjalli. Svo mætti lengi telja.
Mig langar til að vitna í grein í Fréttablaðinu 13.okt. 06, bls.8, „Arnar (Sigurðsson markaðsstjóri Loftmynda ehf.) segir að aðeins einn þriðji allra vega og vegslóða á landinu sé merktur inn á kort LMÍ. Aðeins helmingurinn af allri umferð á Íslandi fer um vegi sem sýndir eru á kortum Landmælinga…“ Einar Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra segir m.a. í sömu grein „Við erum á því að það þurfi að fara í frekari vinnu þar sem markmiðið verður að gefa út kort af slóðum og vegum sem heldur.“
Í Bændablaðinu 24.okt 06 er stutt grein um samstarf Loftmynda ehf. og Bændasamtakanna, -þar sem kynntur er tilraunasamningur um „vefrænt aðgengi BÍ að landfræðilegum gögnum Loftmynda“ (95% landsins). Þannig geri veftól ráðunautum mögulegt „að hnita inn útlínur túna og annars ræktaðs lands inn í gagnagrunn og geyma þar upplýsingar um stærðir túnanna ásamt margvíslegum grunnupplýsingum.“
Kannski er þarna kominn grundvöllur til að gera rétt og metnaðarfullt vegamyndkort (eða vegmyndakort) af hálfu 4×4, með fulltingi annarra hlutaðeigandi aðila.
Baráttukveðjur,
Ingi
Ps. Biðst forláts á því að nota ekki gæsalappir á réttan hátt, en kerfið virðist ekki gefa kost á því! -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.11.2006 at 22:18 #566680
Flott hjá Dagný.
Mín skoðun er skýr hvað það varðar að mig hryllir við þeirri tilhugsun að ferlar verði látnir skilgreina hvar má aka og hvar ekki.
Það er í sjálfu sér gott mál að "ferla" alla slóða og hægt er að nota slíkt safn til margra góðra verka.
En að nota ferlasafn alfarið til þess að skilgreina hvar má aka og banna allan akstur fyrir utan ferla er að mínu mati hreinasta ofstæki og hrikalegur ósigur fyrir ferðafrelsið ef svo verður. Bara algjör heimska.
Auðvitað á að treysta ferðafólki til að meta að einhverju leyti hvar óhætt er að aka eins og Dagný dregur réttilega fram á málflutningi sínum á Alþingi.
Menn einblína á gróðurskemmdir og venjulegt fólk sem veit fátt um hálendið annað en að hafa horft á myndir í fjölmiðlum af ljótum förum eftir jeppa og mótorhjól í grónu landi telur að það verði að stoppa þetta lið með því að banna allan akstur utan vega. Þetta ranga viðhorf hef ég því miður heyrt oft undanfarið og þetta þarf að leiðrétta með umfjöllun og greinaskrifum.
Ég tel að akstur utanvega sé bara einfaldlega í góðu lagi mjög víða á landinu og að við eigum ekki að láta bjóða okkur algjört bann við honum.
Snorri
R16
23.11.2006 at 22:56 #566682Það að loka öllum leiðum sem ekki finnst veghaldari að er fáránlegt og sýnir eingöngu afstöðu þeirra sem eru haldnir þeirri áráttu að öllu verður að miðstýra, á ensku "control freak" eins og Jeffrey Skilling CEO ENRON var haldin.
Að vera veghaldari felur í sér ábyrgð og vald, að bera ábyrgð á veginum, en F4x4 gæti verið veghaldari allra slóða á hálendi Íslands, ef notaður væri fyrirvari eins og Landmælingar Íslands notar yfir ábyrgð þeirra á egin kortum, sjá tilvitnun:
"LMÍ bera enga ábyrgð á því hvort afhent efni hentar til þeirra nota sem viðskiptavinur ætlast til. Allt efni eru afhent eins og það er á hverjum tíma í gagnasöfnum LMÍ þegar afhending fer fram. Viðskiptavini er kunnugt um að gæði efnis eru mismunandi eftir uppruna, bæði hvað varðar nákvæmni og áreiðanleika og bera LMÍ ekki ábyrgð á afleiðingum sem hljótast kunna af því. LMÍ eru því ekki ábyrgar fyrir beinu eða óbeinu tjóni sem viðskiptavinur og/eða viðskiptavinur hans kann að verða fyrir vegna notkunar á efni frá LMÍ eða afleidds efnis nema að því marki sem kynni að falla undir lög um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991. Að öðru leyti undanþiggja LMÍ sig tjóni að því marki sem lög leyfa. Hvers konar ábyrgð, ef til kæmi, vegna afhendingar eða notkunar gallaðs efnis takmarkast við uppsett gjald fyrir afhendingu hins
gallaða efnis. Viðskiptavinur ber alla ábyrgð gagnvart LMÍ á vinnslu og notkun þriðja aðila á gögnunum."
Tilvitnun lýkur.
Fyrirvari F4x4 sem veghaldari gæti verið svona:
F4x4 ber enga ábyrgð hvort viðkomandi slóði er fær, eða að hann endi þar sem notandi ætlar, eða hvort skurður, gígur, eldfjall eða þvíumlíkt væri til trafala á slóðanum. Engin ábyrgð er tekin á því hvort ætlaður slóði er neðansjávar eða ofan, ekki er tekin ábyrgð á að sýslumenn sveimi yfir og nappi menn, eða engin ábyrgð er tekin á nokkrum sköpuðum hlut og væri því best fyrir ferðamenn að panta sólarlandaferð í stað þess að reyna ferðast um Ísland.Kveðja Dagur
23.11.2006 at 22:56 #566684Sú tillaga að láta ferlasafn ráða alfarið því hvar má aka og hvar ekki þykir mér, eins og svo mörgum öðrum, algerlega fáránleg.
Hins vegar er hætt við að við ofurefli sé að tefla, en við skulum samt ekki gefast upp strax.Ég vil minna á það góða starf sem frumkvöðlar f4x4 unnu á sínum tíma með þáverandi yfirvöldum hvað breytingar á jeppum varðar, og komust að ásættanlegri niðurstöðu, sem ég tel að hafi verið til hagsbóta fyrir alla, ekki bara yfirvöld heldur líka jeppamenn. Þar urðu til reglur sem settu SKYNSAMLEG mörk á breytingar og umfang þeirra með það að markmiði að LEYFA framþróun án þess að fórna öryggishagsmunum.
Ég tel að líklegasta leiðin til árangurs sé einmitt eitthvað í þá veruna, reglur sem fórna ekki hagsmunum náttúrunnar en leyfa skynsamlega umgengni um hana.
Svo virðist sem búið sé að ákveða að notast við eitthvert kortafyrirbæri til að takmarka umferð um landið okkar, en eftir standa nokkrar spurningar; mega bændur áfram nota vélknúin ökutæki utan þeirra vega við smalamennskur? Mega björgunarsveitir aka utan vega við leitir og/eða æfingar? Mega náttúruverndarfélög aka utan vega við uppgræðslustarf á hálendinu? Fá einhverjir aðrir hagsmunaaðilar svipaðar undanþágur?
Ég vil taka fram að eftirfarandi hugmyndir þykja mér EKKI ákjósanlegar, en tel að mætti varpa þeim fram sem neyðarúrræði í vörn okkar fyrir áugljósum hagsmunum, og aðferð til að þóknast skriffinskuköllum sem í raun ekkert vita hvað þeir eru að ráðskast með:
Félagsmenn í "viðurkenndum" samtökum á borð við f4x4 og VÍK gætu fengið ca. einnar kvöldstundar fræðslunámskeið sem gæfi réttindi til að aka utan skilgreindra vega. (Svipað og veiðikort gefur réttindi til að veiða).
Sem enn meira neyðarúrræði mætti til friðþægingar bjóða upp á t.d. tvöfalda sekt ef einstaklingur með utanvegaréttindi gerist uppvís að náttúruspjöllum.
kv
Grímur Jónsson
23.11.2006 at 22:58 #566686Gott að einhver vaknaði!
Ég bendi á að ég skrifaði að "margir af áhrifamönnum klúbbsins hafa talið best að gera ekki neitt". Ég nefndi þig hvergi á nafn og hef reyndar ekki heyrt þig halda slíkum sjónarmiðum á lofti – fyrr en þá nú ef þú ert að gangast við þeim…
Þú talar um að mér hafi orðið lítið ágengt í málaflokknum í minni formannstíð (fyrir 6 árum) sem er rétt. Ég vældi og skældi í mönnum, kom með tillögur og hvatti menn til dáða um að hafa frumkvæði í þeirri baráttu sem mér þótti þá einsýnt að væri framundan í þessu efni – hvatti menn til að hugsa og skilgreina slóðahugtakið o.fl. o.fl. Ég einfaldlega fékk engan hljómgrunn hjá t.d. þáverandi umhverfisnefnd sem mér þótti eðlilegast að myndi leiða þá vinnu.
Ég tek fram að það var ekki ætlunin að halda fram ómálefnalegri gagnrýni, eða upphrópunum og niðurrifi og finnst leitt ef menn upplifa skrif mín þannig. Miklu frekar hef ég með vísan til fortíðar viljað hvetja menn til framtíðar í þessu efni. Ég hins vegar kem hlutum e.t.v. klaufalega frá mér á prenti og þessi upplifun þín er klárlega staðfesting á því.
Það er rétt að ég veit ekki mikið um fundahöld núverandi stjórnar (enda engar upplýsingar um þau fyrirliggjandi). Vonandi er þar á ferðinni jákvæð og árangursrík vinna, enda er betra seint en aldrei í þessu efni sem öðru!
Þetta með fjölmiðlana skildi ég ekki alveg – en það má einu gilda hvaða leiðir eru farnar, ef raunverulegur og ásættanlegur (og betri) árangur næst eins og þú talar um.
En að lokum þetta, hefur þú ekki áhyggjur af þeirri lýsingu og framtíðarsýn sem fram kom í ræðu ráðherra í þinginu? Þótt ráðherra sé hin mætasta persóna og hafi góðan talanda, þá getum við ekki bara leyft okkur að hlusta á ómin frá málflutningi hennar, sem æðsta yfirmanns þessa málaflokks, heldur þurfum við að halda einbeitingunni og hirða líka um innihald orðanna.
Vonandi er ráðherra samt bara óheppinn eins og ég, með klaufalega framsetningu – meinar vel en er misskilinn….
Ferðakveðja, BÞV
23.11.2006 at 23:17 #566688Það er áhugavert að lesa [url=http://www.althingi.is/altext/133/11/l22125522.sgml:3bbgkaer]umræður á Alþingi[/url:3bbgkaer], og raunar ekki síður pistla Björns Þorra hér að ofan. Pistill Björns ber það með sér að hann telji að allt sé að fara til andskotans, nú þegar hann er ekki lengur í forsvari fyrir klúbbinn. Það er svo sem ekki nýtt að Björn sé svartsýnn. Ræða umhverfisráðherra ber með sér að hún er ný í þessu starfi, og hefur ekki náð að átta sig á fínni þáttunum í málinu.
Staðreyndin er sú að málið er flóknara en flestir halda. Við njótum mjög mikils frelsis til að ferðast. Þetta frelsi okkar er þyrnir í augum eins tiltekins embættismanns, honum hefur tekist að fá til liðs með sér einn eða tvo illa upplýsta sýslumenn, og að mata ráðherra á villandi málflutningi.
Þetta breytir því ekki að lögin eru okkar megin, og ég sé fátt sem bendir til þess að það standi til að reyna að breyta þeim á næstunni. Ef til þess kemur, þá erum við í góðri aðstöðu til þess að koma sjónarmiðum okkar á framfæri við Alþingi.-Einar
23.11.2006 at 23:20 #566690II. kafli. Stjórn vegamála og veghald.
5. gr. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega samkvæmt lögum þessum. Vegamálastjóra er þó heimilt að fela einstaklingi, fyrirtæki, sveitarstjórn, stofnun eða samtökum þessara aðila veghald einstakra vegarkafla að nokkru eða öllu leyti.
6. gr. Nú er heimild 5. gr. notuð og skal þá Vegagerðin hafa eftirlit með að lagning og viðhald vega þeirra eða gatna, sem um er að ræða, sé framkvæmt á viðunandi hátt. Sé um vanrækslu að ræða að dómi Vegagerðarinnar skal hún gefa veghaldara fyrirmæli um að framkvæma nauðsynlegar umbætur innan hæfilegs frests. Ef umbætur eru ekki gerðar getur Vegagerðin látið framkvæma þær á kostnað veghaldara og/eða rift samningi við hann.Það er að mínu viti byggt á fákunnáttu (eða hrapalegum misskilningi) að ætla að byggja á þessum ákvæðum um veghaldara þegar kemur að því að BANNA etv. akstur á vegum sem enginn veghaldari er að.
Það sjá allir heilvita menn hvað það mun þýða í raun…
Ferðakveðja, BÞV
23.11.2006 at 23:26 #566692Ég held að menn verði að átta sig aðeins á raunveruleikanum eins og hann er. Í dag er akstur utan vega bannaður og hefur verið það frá síðustu breytingu á náttúruverndarlögum. Það að aka utan vega þrátt fyrir að engin ummerki sjáist er því bannað…. Það er eftir þessum lögum sem verið er að vinna í dag og ég held að það sé mikil bjartsýni að halda að þessu verði breytt til baka – jafnvel þó að skoðanir Snorra og fleiri séu farnar að óma á Alþingi. Við höfum einnig haldið þessum skoðunum á lofti, en talað fyrir daufum eyrum.
Það sem er framundan í þessum málaflokki er því að öllu líkindum kortagerð og skilgreining á veghaldi. Það er sú framtíð sem við erum og höfum verið að búa okkur undir með söfnun ferla og skilgreiningu leiða. Þannig erum við hvað best undir það búin að halda í þær leiðir sem okkur er annt um. Þetta er því miður raunveruleikinn og nú þegar er unnið hörðum höndum í þessari vinnu, þ.e. þessum kortum.
Auðvitað væri best ef við gætum bakkað aftur til fortíðar – en því miður þá er staðan sú að með gríðarlegri fjölgun ferðamanna og miklum átroðningi á hálendinu þá telja ráðamenn almennt ekki mögulegt að opna hálendið fyrir akstri hvar sem mönnum langar…. Þó svo að skynsamir menn skilji ekki eftir ummerki.
Hvað veghaldið varðar þá er ég nú ekki jafn svartsýnn og Björn og ég tel að þeir slóðar sem ekki lúta neinu veghaldi í dag verði settir undir umhverfisráðuneyti eða stofnanir þess. Það verður síðan okkar ferðamanna að gæta þess að þessar leiðir verði í lagi og opnar.
Þessi mál eru vissulega öll mjög mikilvæg fyrir ferðafrelsi okkar. En ég verð þó að viðurkenna að ég hef mun meiri áhyggjur af því að aftur verði reynt að hafa áhrif á heimild okkar til að aka á snjó og minni menn á í því samhengi að litlu munaði að það yrði tekið af okkur við síðustu lagabreytingu.
Eins tel ég að sú andstaða og í raun harka sem færst hefur í umræðu um breytingar á bílum og þær kröfur um árlega viktun og fleiri sem í bígerð eru verði að meira og alvarlegra máli fyrir okkur og því er það mitt mat að klúbburinn verði að beina sínum takmörkuðu kröftum meira í þá átt á næstu misserum.
Benni
23.11.2006 at 23:34 #566694Það er rétt einsog Benni bendir á, að það er ekki hægt að flagga öllu því sem klúbburinn hefur verið að gera. Því oftast er betra að vinna á bakvið tjöldin frekar en að vera með upphrópanir í fjölmiðlum, þó svo að það eigu stundum við.
Auðvita erum við í hjarta okkar algjörlega sammála Dagný og þakklátir henni fyrir að koma okkar hugsunum á framfæri og ekki gat ég heldur séð að öll nótt væri úti eftir að hafa lesið ræðu ráðherra. Enda er hún Jónína hliðholl ferðafrelsinu og ferðamönnum. Og kemur ekkert fram í hennar málflutningi sem þarf að hræðast sérstaklega og er hún traustsins verð og þeim aðilar sem við höfum verið að vinna með. Þ.a.s Umhverfisstofnun, umhverfisráðuneytið og Landmælingar Íslands.
Eitt mikilvægt atriði kemur ekki fram í þessum umræðum, en það eru hugmyndir þungavigtarfólks um skilgreiningu þessara slóða sem hafa engan veghaldara. Sú umræða fór ekki fram í sölum alþingis og vitneskja mín um þann þátt málsins gerir mig allavega rólegan að sinni. Þangað til annað kemur í ljós, en það sem er í kortunum í dag. Verður maður kannski órólegur á ný. Þessar hugmyndum er að vísu ekki hægt að flagga að sinni en verða þó vonandi fljótlega gerðar opinberar.Þessar umræddu einskinsmannsleiðir og tilgangslausu slóðir. Í mínum huga veit ég varla að til séu slíkar leiðir. Ég held að nánast allar leiðir hafi tilgang en séu í raun í umsjón einhvers. T,d mætti benda á að, skálar á íslandi eru á milli 400-500 og segir það okkur að slóðir liggja að 99% þeirra og hljóta þá slóðirnar að verða í umsjón skálahaldara ef ekki aðrir finnast til þess. Svo Bjössi verður að fara að kaupa sér traktor til þess að halda Bárðargötunni við.
1 Slóðir að skálum
2 Slóðir sem stytta leiðir milli staða
3 Fornar þjóðleiðir
4 Leiðir að náttúruperlum
5 Gangnamannaslóðir
6 Slóðir á vegur orkufyrirtækja
7 Slóðir á vegur Vegagerðarinnar
8 Slóðir á vegum sveitarfélaga
9 Einkaslóðir
10 Leiðir á jökla, sem UST hefur verið fylgjandi að séu til og jafnvel fjölgað
23.11.2006 at 23:40 #566696eitt sem mætti kannski benda órólegum jeppamönnum á, vegna þessarar umræðu. Er sú staðreynd að í flestum tilfellum þegar fjallað er um slóðamál á hinum ýmsu vettvangum. þá er nánast undantekningarlaust minnst á Ferðaklúbbinn 4×4. Og er það eingöngu vegna þess að 4×4 hefur verðið sýnilegt þar sem hlutirnir skipta máli.
PS gleymdi samt einu, sem ég hef áhyggjur en það er áhugaleysi hins almenna félagsmanns. T,d mætti benda á að þráður um Litludeildarferð er með jafn marga pósta en þó mikið meira lesinn og er það nokkuð athyglisvert í ljósi þess að hér er verið að fjalla um grunnin í allri jeppamennsku
24.11.2006 at 00:05 #566698til að sjá þessa umræðu verða menn að vera loggaðir inn, en allir geta séð allt annað.
hefur Ofsi eða einhver annar tölur um hvað margir logga sig inn af heildarfjölda lesenda síðunar.kveðja Dagur
24.11.2006 at 00:25 #566700Sæll Ofsi
Það gæti verið vegna þess, að þegar er verið að
fjalla um innanfélagsmál þá þarftu að (logga)þig inn.??
Maður nennir því ekki alltaf, þegar er rétt verið
að skoða það nýjastakv,Tómas
24.11.2006 at 00:30 #566702Benni bendir okkur réttilega á nöturlegan raunveruleikann eins og hann er nú.
Ferðafrelsið farið með lögum árið 1999 og einungis hægt að heyja varnarbáráttu í heimi sem er byggður á fáránlegri hugmyndafræði (að mínu mati) um að allt sé bannað sem ekki er á "ferli".
Vissulega eru skoðanir sem ég set fram hér á lokuðum vef um það hvað sé rétt að banna og þá hvernig, ekki í samræmi við það sem ráðamenn þjóðarinnar og mikill fjöldi náttúrverndarsinna telur rétt. Það er þá ekki í fyrsta sinn í mannkynssögunni að ráðamenn þjóða vaða í villu og dæmi eru um að ráðmenn og almenningur skipti um skoðun þegar réttar/breyttar/nýjar upplýsingar koma fram. Eitt frægasta dæmið er þegar hætt var að taka fólk af lífi sem sagði að jörðin væri ekki flöt.
Ég tel að skoðanir mínar (og fleiri) um að akstur utanvega sé víða í lagi séu útbreiddari meðal ferðamanna og annara sem fara um landið en virðist við fyrstu sýn.
Ég les það jafnvel úr pistlum formanns að hann gæti tekið undir þá hugmyndafræði um að akstur utanvega gæti í einhverjum tilvikum átt rétt á sér.
Hins vegar tek ég undir með formanni og fleirum að við þurfum að starfa í takti við það umhverfi sem við erum "lentir í".
Ég bendi þó á að við þurfum að passa okkur á því að samsinna ekki um of þeim öfgasjónarmiðum sem ég tel að séu uppi meðal ráðamanna (og margra annara) og reyna eftir megni að rétta okkar hlut.
Snorri
R16
24.11.2006 at 01:40 #566704Hvur andsk… bara allt að gerast. Maður kemst ekki í háttinn fyrir lesefni á vefnum.
Þessi umræða á Alþingi er athyglisverð og mér sýnist á henni að það sé nú all nokkur skilningur þarna á okkar sjónarmiðum, svona hjá flestum ræðumönnum.
Draumaveröldin væri auðvitað sú að fá að ferðast á sömu forsendum og fyrir 20 árum og túristarnir létu sér nægja að fara Kjöl og Sprengisand í rútu og fjöldi þeirra sem væru að flækjast á jeppum að ráði á hálendinu væri þriggja stafa tala. Þá værum við ekki að sjá neitt vandamál, við værum að ná til allra og allir gætu verið nokkuð vel með á nótunum hvað er í lagi og hvað ekki, hvernig umhverfisvæn jeppamennska sé framkvæmd. Því miður erum við komin nokkuð frá þessari mynd. Það þýðir ekki að stærra hlutfall þeirra sem ferðast á jeppum séu slóðar á slóðum, eiginlega held ég þvert á móti, hlutfall þeirra sem hugsa sé stærra í dag, en það sem er 1% hópsins í dag er kannski álíka fjölmennt og 10% voru þá og það er fjöldinn sem skiptir máli, ekki hlutfall (skilur kannski enginn hvað ég á við en þá verður að hafa það)
Það sem verra er, þetta á bara eftir að versna. Eina sem getur komið í veg fyrir það er efnahagskreppa í heiminum þannig að stórlega dragi úr ferðamannastraum. Það er nefnilega þannig að þó stundum sé því haldið fram að í stað álvera geti komið ferðaþjónusta, þá getur hálendinu stafað mjög mikil hætta af ferðaþjónustu. Sérstaklega þegar hún gengur út á magn og afköst, s.s. ná nógu andsk.. mörgum ferðamönnum til landsins. Það myndi hjálpa til að koma því þannig fyrir að Ísland verði dýrara, eftirspurnin þá minnka og við þá að ná meiri pening af hverjum og einum, en líklega myndi eitthvað af kostnaðarliðunum lenda líka á okkur innlendu ferðamönnunum. Og kannski er það líka nauðsynlegt!!
Kannski er ég aðeins kominn út fyrir efnið en vildi bara aðeins fljúga með þetta til að árétta það sem Benni er að segja hérna fyrir ofan sem er að við lifum í öðru umhverfi í dag heldur en var í árdaga klúbbsins. Við þurfum því að laga okkur að þeim raunveruleika. Ég er sammála Snorra hvað varðar staði þar sem akstur utan vega er nauðsynlegur en skaðlaus, t.d. á áraurum þegar leitað er að vaði eða í jökulruðningum til að komast frá vegi á jökul, því enginn vegur heldur á slíkum stöðum. Það þarf samt að vinnast í næsta áfanga, kannski maður láti kæra sig næsta vor í ruðningunum eftir Hvanná svo dæmi sé tekið, það myndi draga málið aðeins fram. Hins vegar held ég að þessi kortaleið sem talað er um í dag sé eina raunhæfa leiðin. BÞV stakk á sínum tíma upp á að sett verði fram skilgreining á slóð, eins og hann minnir enn og aftur á hér að ofan, en sú leið þótti ekki fær eða framkvæmanleg þá og er held ég ekki enn. Ég hallast að því að sá mæti og ágæti maður hafi móðgast yfir að þeirri leið hafi verið hafnað, því síðan hefur hann verið sannfærður um að enginn sé að vinna neitt að viti í þessum málum. Björn minn, þetta var ágæt hugmynd og vel þess virði að skoða og ég mátaði ýmsar útgáfur af skilgreiningu niður á blað (eða tölvuskjá) en hvernig sem þetta var útfært gat slík skilgreining aldrei náð yfir alla slóða sem skiptu máli, eða að öðrum kosti sagði hún ekki neitt. Mér datt að vísu ekki í hug þessi skilgreining með veghaldið, verð að játa það.
24.11.2006 at 08:24 #566706Ég er nokkuð sáttur við þá skilgreiningu á vegi sem er í núverandi lögum, þá sem er í umferðarlögum. Ég held að sú skilgreining sem bölsýnismaðurinn Björn Þorri var að óska eftir um árið, hefði ekki orðið hagstæðari fyrir okkur.
Eins og ég les þessa skilgreiningu, þá liggur vegur inn i Þórsmörk, og frá Jökulheimum á Grímsfjall, óháð því upp á hverju Hvanná og Tungná, kunna að hafa tekið. Það er nefninlega ekki tilskilið að vegur sé mannvirki eða að hann sé yfir höfuð sýnilegur. Ef leið er notuð til umferðar, þá telst hún vegur.
Það er svo annað mál að það gæti þurft að taka nokkrar löggur, sýslumenn og jafnvel dómara í lestrarkennslu.
Fyrir þá sem nenna að lesa sér til um þær reglur og lög, sem nú eru í gildi, þá eru tenglar á vef [url=http://um44.klaki.net/reglur.html:3f7oeuzt]umhverfisnefndar.[/url:3f7oeuzt]-Einar
24.11.2006 at 13:36 #566708Bara til að upplýsa þá áttum við Jón góðan fund í morgun með ráðamönnum um þessi mál. Þar var meðal annars kynnt hugmynd um verklag og framhald vinnu í slóðamálum. Fundum verður síðan framhaldið á mánudag. Skoðunum um að hverfa aftur til eldri laga var einnig haldið á lofti.
Þessir fundir eru allir af frumkvæði 4×4 sem og það sem þar er rætt…. Bara til að það sé nú ekki að flækjast fyrir mönnum….
Benni
24.11.2006 at 15:18 #566710ég tel að þessi vegakortaútgáfa verði aldrei tæmandi og til þess eins fallin að skerða ferðafrelsi ásamt því að færa yfirvöldum á silfurfati tæki til að klekkja á saklausu fólki sem er á ferð um landi í lögmætum tilgangi.
Að mínu mati ætti ferðaklúbburinn að berjast með kjafti og klóm fyrir því að fá náttúruverndarlög breytt til fyrra horfs.
Það vantaði ekki frekari bönn í gömlu náttúruverndarlögin. Það sem vantaði var að fylgja þeim eftir og kenna fólki að bera virðingu fyrir landinu og bera ábyrgð á gerðum. Að þessu hefur Ferðaklúbburinn unnið frá upphafi. Ef ekki var hægt að fygja eftir réttlátum náttúruverndarlögum , þá er ekki frekar hægt að fylgja eftir ofurbönnum.
Umhverfiráðherra sagði í ræðu sinni að lög mættu ekki brjóta í bága við réttlætiskennd fólks. Við hljótum að vera sammála því og þess vegna verður að standa þannig að málum að við getum ferðast um landið án afskipta þyrlusveita yfirvalda enda sél tilgangur ferðainnar lögmætur og valdi ekki landspjöllum.Hjalti R-14
24.11.2006 at 15:45 #566712Það er óþarfi að breyta lögunum, því þar er vísað í reglugerð varðandi undanþágur frá almenna akstusbanninu,. Reglugerðin frá 1998, var góð, en þetta versnaði í reglugerðinni sem sett var 2005. Eftir sem áður er ferðafrelsið mjög mikið, vegna þess hve víðtæk skilgreiningin á vegi er.
Lögregluaðgerðir síðasta sumars gefa hinsvegar fullt tilefni til þess að við förum fram á lagfæringar á reglugerðinni, þannig að hún samrýmist 1. grein Náttúruverndarlaganna, en þar stendur m.a.:
[b:23tlfzh4]"Lögin eiga að auðvelda umgengni og kynni þjóðarinnar af náttúru landsins…"[/b:23tlfzh4]
Takmarkanir á umferð, sem ekki byggja á verndun náttúrunnar stangast því á við markmið laganna. Bönn sem gilda um suma en ekki aðra, stangast á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.Ég er sammála Hjalta varðandi það að ég óttast það að menn séu að nálgast þessa kortagerð á hættulegum forsendum. Í núgildandi lögum og reglum er hvergi minnst á slík kort, þó slíkt hafi verið að finna í eldri lögum.
Að mínu mati þá er ferðafrelsi almennings mun meira samkvæmt lögunum frá 1999, heldur en eldri lögum.
-Einar
24.11.2006 at 18:58 #566714Það má ljóst vera, að okkur óbreyttum félagsmönnum er fráleitt öllum ljóst hvaða starf forráðamenn klúbbsins á hverjum tíma inna af höndum, hvort sem er í stjórninni sjálfri eða nefndum. Þaðan af síður hvaða viðræðum þeir hafa staðið í við ráðamenn. Slíkt er bara eðli félagsmála og það verða þeir sem kjörnir eru til trúnaðarstarfa að hafa í huga, ef þeim þykir það sem einhver okkar setjum hér inn á þennan upplýsinga- og spjallmiðil byggja á fáfræði einmitt á þessu sviði. Svo sýnist mér auðsætt á ýmsu sem hér að ofan kemur fram, að stöku einstaklingar hafa eldað grátt silfur lengi og e.t.v. orðin allmikil stífni í þeim málum. En hvað umhverfisráðherra og ætlanir hennar í málefnum óbyggða og ferðaleiða varðar, þá óttast ég talsvert þá tilhneigingu stjórnmálamanna í krappri stöðu, eins og hún verður áreiðanlega í vor, að reyna að kaupa sér vinsældir tiltekinna hópa í þjóðfélaginu til að fá fylgi þeirra við sig. Örflokkurinn, sem hún tilheyrir, er á útleið í íslenskri pólitík, enda er hann í sjálfu sér nítjándu aldar fyrirbrigði. Hún þarf því á einhverju drastísku að halda ef hún ætlar að gera ráð fyrir að komast inn sem þingmaður aftur og ef haft er í huga, að fylgi það sem hennar flokkur hefur haft, hefur líklega ekki síst leitað til Vinstri grænna, sem hafa sett umhverfismál á oddinn og stundum verið ansi róttækir í þeim efnum. Henni gæti því verið í mun að reyna að ná einhverju af því fylgi til baka með því að hafa uppi stefnu sem líkist því sem þar tíðkast og ganga kannski í einhverjum þáttum lengra en þeir hafa gert. Af þeim sökum held ég að hafa þurfi mikla aðgát og fylgjast vel með hvað er að gerast á vettvangi löggjafans. Svo er það reyndar ekki gott að þessi Dagný mun ekki hafa í hyggju að halda áfram í pólitík og verður því ekki málsvari okkar á þingi eftir næstu kosningar.
24.11.2006 at 21:38 #566716Sælir félagar.
Auðvitað þarf að upplýsa menn um það hvað verið er að gera, enda reiknar maður með því að klúbbur sem hefur yfir að ráða jafn öflugum netmiðli, að upplýsinar um það sem er að gerast varðandi grundvallarhagsmunamál félagsmanna; ferðafrelsið, upplýsi félagsmenn um hvað er að gerast og kalli eftir viðbrögðum þeirra. Hvernig annars er hægt að reikna með viðbrögðum og hugmyndum?
Bara til að fyrirbyggja upphrópanir um þessa athugasemd, þá er hún ekki sett fram til að rífa niður, vera með svartsýni né hvað þá heldur bölsýni. Ég vona svo að mín persóna (þó glæsileg sé) þurfi ekki að þvælast frekar fyrir mönnum í umræðunni – þetta snýst hvorki um mig né aðrar persónur eða leikendur á leiksviði ferðamennskunnar, heldur um grundvallartilgang félagsins og hagsmuni jeppamanna á Íslandi.
Líka til að fyrirbyggja annan misskilning sem ég hef heyrt varðandi þau sjónarmið sem ég hef verið að benda á; Mín draumsýn er alls ekki sú að hér vaði allt í boðum og bönnum, aðeins megi aka merktar leiðir á tilteknu korti né nokkuð annað í þeim dúr.
Hins vegar hef ég bent á að umræða þarf að fara fram í grasrót klúbbsins um framtíð þessara mála – hana hefur að miklu leyti skort. Sú umræða og hugsanlegar lausnir sem út úr henni kæmu væru síðan veganesti fyrir forsvarsmenn klúbbsins í hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum og öfgamönnum sem helst vilja setja alla 4wd bíla í brotajárn – bara til öryggis! Þessir aðilar eru til – við verðum að horfast í augu við það og bregðast við og tæta hagsmuna okkar.
Af skrifum Benna má ráða að verið sé að vinna ötullega í þessum málum nú, enda fullt tilefni til þar sem farið er að hundelta saklausa ferðamenn um allar trissur. Því ber auðvitað að fagna. Um leið kalla ég eins og Ólsarinn og fleiri eftir því að fyrirsvarsmenn klúbbsins upplýsi okkur um gang mála. Sameinaðir stöndum vér…Ferðakveðja, BÞV
24.11.2006 at 22:40 #566718Upplýsingar. Um hvað er verið að vinna að bak við tjöldin, verður að sjálfsögðu ekki birt hérna á vefsvæðinu. Við gætum allt eins birt vangaveltur okkar í Fréttablaðinu ekki satt. Þess vegna furða ég mig á þessum óskum.
Hinsvegar vinnum við þannig að viðhalda megi ferðafrelsinu sem mestu að sjálfsögðu. En við verðum auðvita að vinna með þeim aðilum sem ráða og oft þarf málamiðlanir ef samkomulag á að nást. Þessi markmið sem við stefnum að þessa stundina verða kynnt félagsmönnum um leið og færi gefst.Pólitísku útskýringarnar hjá Guðbrandi, ég kem nú ekki til með að kokgleypa þær, enda hefur framsókn verið spáð útrýmingu í hverjum kosningunum á eftir öðrum, en það hefur ekki gengið eftir. Og mætti minna á það hverjir hafa haft undirtökin í íslenskri pólitík frá dögum vinstristjórnar Ólafs Jóhannessonar. Einnig mætti minna á hverjir hafa verið vinnudýrin á liðnum misserum. Það er alveg klárt að stundum má gera betur eða á annan hátt, en í megin atriðum erum við á réttri leið og höldum sjálfstæði okkar, takk veri hægri stjórn, en innlimumst ekki í súpuskálina í Brussel þar sem illa upplýstir miðevrópumenn eiga að ráðgast með jaðarbyggiðnar. Lík og 101 hyskið vill ráðgast með hálendið sem það hefur ekki hunds vit á. Stöndum því vörð um það sem við höfum og komum ekki Kolbrúnu Halldórs í samgönguráðuneytið, því þá komumst við að því hvar Davíð keypti ölið. Nóg um pólitík, þó hún geti verið skemmtileg á köflum.
Okkar markmið inn í framtíðina hljóta að vera þau að viðhalda ferðafrelsinu, og kemur stjórnin til með að reyna verja það á þann hátt sem okkur er möguleg. Einn þátturinn í því er að kortleggja landið, því það er greinilega vilji stjórnvalda. Og að standa utanvið það væri óábyrgt af okkar hálfu. Eftir að landið hefur verið kortlagt. ( Þ.a.s ferilgögn verða aðgengileg ) þá á eftir að vinna úr gögnunum, hvernig það verður gert er svo önnur saga, en þar þarf klúbburinn að hafa aðgengi og þann skilning leggur umhverfisráðherra einnig í málið ásamt fleirum sem skipta máli. Hvað framtíð umhverfisráðherra varðar þá gerum við okkur fulla grein fyrir því að, við getum fengið enn einn umhverfisráðherrann á næst ári enda erum við búin að hafa þrjá umhverfiráðherra á allt of stuttum tíma. Svona u.þ.b þegar þeir eru að verða búnir að koma sér aðeins inn í málin eru þeir farnir og er það bagalegt, reyndar mjög bagalegt. Þetta hefur orðið til þess að síðustu ráherrar hafa allir byrjað á sömu vinnunnu, þó með aðeins ólíkum hætti og eftir að þeir hafa horfið í önnu störf hefur vinnan stöðvast og botninn horfið úr vinnunni. Í sumum tilfellu hefur þetta kannski ekki orðið til skaða, því stundum hefði verið berta heima setið. En einnig hafa verið í gangi ágætis mál sem hafa dáið drottni sínum.
Aðeins að þessum marg umræddu dómsmálum sem BÞV minntist á, þá getur hann verið nokkuð öruggur á því að það líða ekki sérlega mörg augnablik í lífi stjórnarmann og umhverfisnefndarmanna án þess að við hugsum ekki um þau mál, reynda eru vissi aðilar komnir með þau á heilann. Og ég held að vissir menn fari inn á vefsvæði Héraðsdóms Suðurlands mörgum sinnum á dag. Hvað varðar niðurstöðu þessara dóma í Folaldadalsmálinu, þá lít ég á þá sem smá varnarsigur svona svipað og sigra Kessilringer við Monte Cassino. En ef við fylgjum hans fordæmi þá ættum við í það minnsta að notfæra okkur, hans tækni og tefja undanhaldið ef ekki er annað er í stöðunni. Nema þreyta andstæðinginn að samningaborðinu, með því að sína honum fram á það að við erum verðugir andstæðingar og einnig samstarfsaðilar sem sínum ábyrð
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.