Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Vegakort 4×4 ???
This topic contains 49 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.11.2006 at 14:35 #198893
Umræða hefur verið af og til um kortamál, -bæði í tengslum við önnur mál svo sem meintan utanvega akstur, en einnig hvort 4×4 eigi að gefa út vegakort.
Ég tel tímabært að taka á þessu máli af fullri alvöru, við eigum nú þegar talsvert ferlasafn svo og lýsingar(flokkun) á fjölda leiða. Koma þarf þessu á aðgengilegt tölvutækt form a.m.k. fyrir alla félaga í 4×4, hins vegar er álitamál hvort við eigum að prenta kort og selja.
Það vantar rétt kort með réttum upplýsingum, það má gera svo miklu betur en gert hefur verið hingað til. Með réttum upplýsingum má koma í veg fyrir stóran hluta utanvegaaksturs. Ef slóð er þekkt þurfa ferðamenn ekki að leita annarra leiða!
Vissulega er ekki hægt að gera fullkomið kort í fyrstu atrennu, en það má alltaf bæta inn í. Spennandi kostur væri að hafa meiri upplýsingar á bak við veginn, kofann eða hvað sem er, -með því að klikka á vegslóðann fengist lýsing á honum o.s.frv.Í gegnum tíðina hef ég haft gaman af að grúska í kortum, og mér til gremju séð hvernig Landmælingar Íslands (LMÍ) hafa leyft sér að taka út / setja inn leiðir bara eftir dyntum einhvers og einhverra. Vegir, skálar og ár rangt staðsett. Og nú nýlega keypti ég Íslandsatlas Eddu. Kortagerðarmanni sem hafði aðgang að öllum okkar ferlum og allri okkar þekkingu tókst að klúðra fjölda atriða, t.d. er Fjallabaksleið syðri merkt sem sams konar leið og leiðin um Skófluklif-Hólmsárbotna, Þjórsá austan Búrfells er horfin, Hvanngilsskáli er austan vegar uppi í fjalli. Svo mætti lengi telja.
Mig langar til að vitna í grein í Fréttablaðinu 13.okt. 06, bls.8, „Arnar (Sigurðsson markaðsstjóri Loftmynda ehf.) segir að aðeins einn þriðji allra vega og vegslóða á landinu sé merktur inn á kort LMÍ. Aðeins helmingurinn af allri umferð á Íslandi fer um vegi sem sýndir eru á kortum Landmælinga…“ Einar Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra segir m.a. í sömu grein „Við erum á því að það þurfi að fara í frekari vinnu þar sem markmiðið verður að gefa út kort af slóðum og vegum sem heldur.“
Í Bændablaðinu 24.okt 06 er stutt grein um samstarf Loftmynda ehf. og Bændasamtakanna, -þar sem kynntur er tilraunasamningur um „vefrænt aðgengi BÍ að landfræðilegum gögnum Loftmynda“ (95% landsins). Þannig geri veftól ráðunautum mögulegt „að hnita inn útlínur túna og annars ræktaðs lands inn í gagnagrunn og geyma þar upplýsingar um stærðir túnanna ásamt margvíslegum grunnupplýsingum.“
Kannski er þarna kominn grundvöllur til að gera rétt og metnaðarfullt vegamyndkort (eða vegmyndakort) af hálfu 4×4, með fulltingi annarra hlutaðeigandi aðila.
Baráttukveðjur,
Ingi
Ps. Biðst forláts á því að nota ekki gæsalappir á réttan hátt, en kerfið virðist ekki gefa kost á því! -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.11.2006 at 15:50 #566640
Mæli eindregið með því að menn ræði þessar hugmyndir sem hér er hreyft áfram. Það má svo sem reikna með að Loftmyndir muni taka talsvert hátt gjald fyrir afnot af kortagrunni sínum, enda liggur í honum mikil og dýr vinna. Ef það verður niðurstaðan úr þeim dómsmálum, sem verið hafa til umfjöllunar að undanförnu, að vegir og slóðar verði skilgreindir sem slíkir svo það liggi alveg ljóst fyrir hvað sé utanvegaakstur og hvað ekki, þá þarf okkar félag og félag vélhjólamanna að koma að þeirri vinnu og hana verður að vinna með einhverju því móti sem Þorvarður Ingi leggur til. Hinsvegar er spurning hvort hægt er að komast hjá því að farið verði í slíkar skilgreiningar, því þær eru að sjálfsögðu líka takmarkanir á ferðafrelsi okkar og annarra og hætt við að þær verði miskunnarlaust notaðar sem slíkar. Það var viðtal í fréttatíma að því mig minnir á RÚV annað hvort í gær eða á föstudag við mann, sem kallaður var "framkvæmdastjóri Landverndar" og ljóst að fréttamaður leit á hann sem "átórítet" í þessum málum. Nú hélt ég að Landvernd væru bara frjáls félagasamtök og sem slík hefðu þau ekki meiri áhrif en okkar félag, en það er kannski bara vanþekking mín. En það mátti skilja á þessum einstaklingi, að nú yrði farið í að merkja og skilgreina þá vegi og slóða sem Landvernd samþykkti sem slíka svo hægt væri að ganga fram með oddi og egg í að lögsækja menn sem ekki ækju leiðir, sem þeim væri ekki að skapi.
05.11.2006 at 16:43 #566642Landvernd
Hvað varðar Landvernd, þá er Landvernd í sömu stöðu og Ferðaklúbburinn 4×4. Þ.a.s í flokki frjálsra félagagasamtaka. En þeir eru lögformlegir umsagnaraðilar þingmála. T,d hefur Fagráð landverndar verið að fjalla um samgönguáætlun og stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Það hefur reyndar umhverfisnefnd 4×4 einnig verið að gera. Það má einnig benda á að Ferðaklúbburinn 4×4 er með 3 fulltrúa í Landvernd og einn fulltrúa í Fagráði Landverndar, þar sem veittar eru umsagnir um ýmis mál t,d vegagerð, friðlönd ofl ofl. Það má einnig bæta því við að SAMÚT ( samtök útivistarfólks ) fer með sambærilegt vald og Landvernd ef hægt er að flokka það sem vald, að hafa tillögurétt.
Þátttaka 4×4.
Hvað varðar þátttöku 4×4 í allri þessari vinnu sem hefur verið í gangi eða er að fara af stað. Þá má segja að við séum nokkuð vel innsett í þau mál. Og erum við í tengslum við hluteigandi aðila. Þó svo ekki sé hægt að fara út í smá atriði á þetta stórum vettvangi eins og lokað Innanfélagsmál er þó.Á vegi.
Vefsíðan Á vegi sem opnuð var í vor, sem allir kannast væntanlega við. Þá hafði klúbburinn þau áhrif að þar sem voru merktir löglegir slóðar eða lokaðir, því var breytt á þann hátt að leiðirnar voru merktar gráar. Þ.a.s þær voru óflokkaðar. Og í raun hægt að líta á kortið eftir það sem hvert annað landakort. Það var annars eðlilegt að mál færu á þann veg enda var verkið ekki full unnið. Enda að öllum líkindum pressað í gegn af fyrrverandi umhverfisráðherra Sigríði Önnu, sem vildi reisa sér minnisvarða við brotthvarfið. En sem betur fer er hún hætt þingmennsku.Kortagerð ofl
Það hefur legið nokkuð ljóst fyrir að farið verður út í það að skilgreina hvern einasta vegarspotta á landinu, og má segja að tilraunir hafi verið gerðar til þess þegar. T,d með vinnu slóðanefndarinnar, þar sem hafinn var vinna við það að skilgreina slóðir og umgengnin um hálendið. Þeirri vinna var einfaldlega hætt við tilkomu Sigríðar Önnu.
Það er alveg ljóst að farið verður út í þessa vinnu nú þegar í vetur og veit ég ekki annað en Ferðaklúbburinn 4×4 komi að því máli. En þá má benda félagsmönnum á það, sem hluta þeirra hefur þótt erfitt með að skilja. Að allar slóðir verða ferlaðar, og gögnum safnað um þær. Hvort sem menn vilja eða ekki. Því það virðist loða við stóran hóp félagsmanna að þeir líti á fullt af slóðum sem einhverskonar einkavegi eða leynislóðir. Og vilja ekki aðstoða klúbbinn við gangaöflun vegna þerra. Því kemur að því fyrir en seinna að þessar slóðir flokkast ekki inn í neinn slóðaflokk og verður því talið að um utanvegarakstur sé að ræða þegar þær eru eknar. Því reikna má með lagabreytingum, eða einhverjum aðgerðum stjórnvalda í kjölfar þessara 3 varnarsigra okkar í Héraðsdómi Suðurlands.
Hvað varðar kortagerðina, þá hafa auðvita komið upp hugmyndir að kortagerð. Og þá jafnvel á vegum Ferðaklúbbsins 4×4. Og voru þau mál meðal annars rædd á landsfundi.
Hvernig svo sem að þessum málum verður staðið, þarf Ferðaklúbburinn 4×4 að efla gagnagrunn sinn og halda honum í sem besta horfinu. Þegar það að kemur að hann komi að gagni.
Samstarf.
Ferðaklúbburinn 4×4 hefur verið í samstarfi við ýmsa aðila undanfarinn misseri. Og má nefna nokkra. T,d Landmælingar íslands, umhverfisstofnun, umhverfisráðuneytið, Vélhjólaíþróttarklúbbinn VÍK ofl. Og á ég von á því að þetta samstarf eigi einungis eftir að eflast á næstunni. Því þegar farið verður út í skilgreiningar á slóðum, þurfa margir aðilar að koma að þeim málum, þar sem fjallafólk einsog við og sveitarfélög ásamt gangnamönnum hljóta að vera lykilmenn vegna þekkingar sinnar á staðháttum.
Nóg að sinni.
05.11.2006 at 19:32 #566644Ég held að það megi segja að það sé verið að taka á þessum málum öllum saman af töluverðri alvöru og með allavega allnokkrum árangri. Það felst fyrst og fremst í því að koma málum þannig fyrir að við séum með puttana í því sem gerist.
Það er nokkuð klárt mál að nýfallnir sýknudómar eru ekki endapunktur. Það sem formaður Landverndar sagði þarna í viðtalinu var raunar það sama og talsvert hefur heyrst undanfarin ár sem er að það þurfi að vera hægt að koma með einhverjum hætti í veg fyrir að nýjir slóðar verði til hingað og þangað með utanvegaakstri. Þetta fer raunar alveg saman með stefnu 4×4 í þessum málum. Það markmið sem klúbburinn hefur verið að vinna eftir er að við fáum áfram að ferðast eftir þeim slóðum sem notaðir hafa verið síðustu áratugi og ef einhverjum þeirra sé lokað sé það ekki gert tilviljanakennt eða eftir duttlungum einhvers eða einhverra heldur liggi þá skýr og réttmæt ástæða að baki. Á hinn bóginn sé unnið gegn utanvegaakstri og utanvegaakstur sem veldur náttúruspjöllum sé refsiverður. Við getum kannski sagt að þetta sé einskonar ‘status quo’ stefna, þ.e. slóðar á hálendinu séu áfram nokkun vegin eins og þeir eru í dag og breytingar frá því, hvort sem er að loka slóðum eða bæta við, sé meðvituð ákvörðun og þjónar einhverjum tilgangi, en sé ekki bara vegna þess að einhverjum dettur í hug að loka leið eða að einhverjum dettur í hug að keyra einhvers staðar og myndar þannig för sem aðrir elta á eftir.
Í dag er brotin löm í þessu á báðum hliðum. Það kemur fyrir að slóðum sé lokað án þess að einhver réttmætur aðili standi að baki því eða það fari í eitthvað lögmætt ferli. M.a. virðist vera að fyrir skömmu hafi dómari á Austurlandi úrskurðað slóða lokaðan vegna þess að það var búið að grafa skurð þvert yfir hann. Það kemur líka fyrir að búnir séu til nýjir slóðar af því að einhverjum dettur í hug að keyra einhvers staðar og skyndilega er komin slóð sem er að sjá jafn skýr og klár og hver önnur. Í sumar sá ég mjög skýrt dæmi um þetta þar sem hópur jeppa hafði ekið leið þar sem engin slóð hafði verið áður og eins hefur maður heyrt um þetta á hjólaslóðum í nágrenni borgarinnar. Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir þessari hlið málsins og sýknudómarnir núna ýta á það að eitthvað verði gert til að koma í veg fyrir þetta. Það sem við þurfum að vinna að er lausn sem tryggir að við fáum áfram að aka á raunverulegum slóðum sem hafa verið í notkun síðustu áratugi, en hindrar þessa nýmyndun slóða. Sýslumaður Árnessýslu lét sér detta í huga að lausnin væri að miða við F vegi og þá sem eru á kortum LMI en sem betur fer gera flestir sem að þessum málum koma sér grein fyrir að sú leið er engan vegin fullnægjandi. Við höfum t.d. mætt fullum skilningi á því bæði í umhverfisráðuneytinu og umhverfisstofnun og sýknudómarnir hafa vonandi kveðið þennan draug niður. Kortagerðin sem Þorvarður Ingi talar um er held ég eina raunhæfa leiðin. Það er þessi ‘status quo’ leið, semsagt safna gögnum um allar slóðir og/eða kortleggja þær þannig að útkoman sé einhver grunnur sem allir geta verið sáttir við. Slíkt kort verður auðvitað aldrei endanlegt, en breytingar á því fara þá í eitthvað ákveðið skipulagsferli.
Kv – Skúli
12.11.2006 at 21:33 #566646Sælir félagar.
Ég er sammála þessu – hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá eru þessi mál í mikilli deiglu nú um stundir og við skulum ekkert gleyma því að kannski er aðalástæðan mikill utanvegaakstur, sérstaklega vélhjóla á liðnum mánuðum og misserum. Það er auðvitað óþolandi að t.d. Reykjanesskaginn og Fjallabaksleiðirnar eru meira og minna útstrikaðar af hjólaslóðum á stórum köflum, langt upp í hlíðar.
Menn þurfa að sameinast um að leysa ágreining um hvað teljist utan vegar og hvað ekki á málefnalegan hátt, þannig að allir geti sem best við unað. Ef Ferðaklúbburinn 4×4 vill ekki taka forystuna í þeirri vinnu, þá gera það bara einhverjir aðrir. Hvort sem það verða menn frá Landvernd, umhverfisráðuneytinu, alþingi eða dómstólunum, þá verða settar skýrari reglur í þessu efni, enda ekki vanþörf á.Spurningin er bara hvort mennirnir sem eiga hvað mestra hagsmuna að gæta í því hvernig til tekst (jeppamenn landsins) ætla að sofa áfram þyrnirósarsvefninum í málinu og láta aðra um að móta lög og reglur í þessu efni.
Ferðakveðja, BÞV
12.11.2006 at 22:29 #566648[url=http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=133&mnr=333:k0kwdmg4][b:k0kwdmg4]Fyrirspurn á Alþingi[/b:k0kwdmg4][/url:k0kwdmg4]
12.11.2006 at 22:44 #566650Sæll Snorri.
Ég vissi ekki að málið væri komið inn á borð hjá Alþingi. Þetta er akkúrat það sem ég á við. Málið verður tekið á dagskrá og reynt að koma á það einhverju skikki – það er morgunljóst.
Ég hefði helst viljað að Ferðaklúbburinn 4×4 tæki frumkvæðið í þessu máli og kæmi fram með þá lausn sem menn telja skynsamlega og farsæla m.t.t. allra þeirra hagsmuna sem uppi eru í málinu. Það er óþægilegt að fá mál aðeins til umsagnar – dæmin sanna að þegar t.d. lagafrumvarp er komið á prent og búið að leggja það fram, þá er mikil tregða til að breyta því svo nokkru nemi. Þess vegna er mikilvægt að eiga frumkvæðið, enda eru líklega fáir betur til þess fallnir en félagar í F4x4 sem eru hoknir af reynslu um þessi mál.
Ferðakveðja, BÞV
12.11.2006 at 23:26 #566652Vildi ekki setja þetta á opinn þráð.
Margrætt vídeó sem var í vörslu sýslumanns var einnig nefnt í Hagavatnsmálinu.
Úr spjalli mínu við Kristján í síma:
Fyrst tók sýslumaður fram að myndband hefði veri tekið af "utanvegaaksturbrotunum".
Á öðrum fundi var einning mynst á þetta myndaband og ætlaði sýslumaður að "athuga það".
Á þriðja fundi með sýslumanni kannaðist hann ekkert við neitt myndband.
Ég nefndi við Kristján að mynnast á þetta í dóminum og tók hann vel í það.
Vegna þessa vil ég aðeins bíða og sjá.Kveðja Dagur
12.11.2006 at 23:53 #566654Ég held að það megi alveg halda því fram að 4×4 hafi átt nokkurt frumkvæði í þessu máli að undanförnu og úr því það er komin fram fyrirspurn til umhverfisráðherra held ég að viðræður okkar við ráðherra komi til með að skila sér ágætlega. Í þeim höfum við útskýrt okkar sýn á þessi mál og með hvaða hætti við viljum að unnið sé að þessum málum. Í fyrravor komum við einnig á fundi í UST með forstjóra þeirrar stofnunar ásamt fulltrúum frá ráðuneytinu og LMI. Á þeim fundi var settur í gang vinnuhópur þriggja aðila, einum frá 4×4 (Ofsi), einum frá UST og einum frá LMI sem á að vinna í þessu kortamáli. Þar sem hlutirnir gerast að vísu hægt í þeim hóp er verið að vinna í þessu innan 4×4, þ.e. fara í gegnum þá ferla sem við eigum.
Kv – Skúli
13.11.2006 at 08:28 #566656Það sem kemur mér leiðinlega á óvart er hversu lítill áhugi virðist vera fyrir þessu stórmáli hjá hinum almenna félagsmanni. Það er hægt að eyða þúsund orðum í brotin drif og beyglaðar felgur, en þegar kemur að einu stærsta hagsmunamáli okkar, rétturinn til að aka alla vegi landsins og utan vega ef ekki er valdið landspjöllum, þá þegja flestir þunnu hljóði. Vera má að það sé til bölvunar að ekki kemur fram um hvað er verið að fjalla í innanfélagsmálum þegar þráðurinn er lokaður, -ekki hefur verið slegið inn lykilorðum. En það er annað mál.
Ég hélt reynda að baráttumál þetta væri í raun tapað, en ljóst er að enn eru margir lausir endar. Við þurfum að hafa forsögu um þetta mál, -vera í fararbroddi en ekki í skotgröfunum í vörn, -eins og svo oft vill brenna við hjá okkur. Ég legg til að eitthvað af okkar digra 4×4 sjóði verði notað í þessari baráttu til kynningar á okkar málstað, við fáum varla fleiri tækifæri.Ingi
13.11.2006 at 09:25 #566658
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég mundi frekar orða þetta þannig að áhuginn er meiri en hann virðist. Þó svo fáir séu að tjá sig á vefnum þá held ég að flestir ef ekki allir sem stunda ferðamennsku í óbyggðum vilja ekki láta þrengja þann rétt sem við höfum í dag.
Á síðasta landsfundi f4x4 var ekki hægt að greina annað en að fundargestir væru á því að klúbburinn ætti að taka af skarið og ganga á undan í þessu máli sem varða ferðafrelsi í óbyggðum og mikilvægur þáttur í því væri að gefa út vegakort 4×4.
Það er töluvert verk að gefa út gott kort og mikilvægt að vel takist til og úr verði vandað og gott kort sem gagn væri af. Svona kortagerð kostar fjármuni og spurning hvort að þeir finnist allir hjá klúbbnum eða hvort fá þurfi fleiri að verkinu?
ÓE
13.11.2006 at 10:49 #566660Ég er á því að mikill áhugi sé á þessu máli og margir hafi áhyggjur af framtíð frjálsrar ferðamennsku. Hins vegar er þetta svo alvarlegt mál að menn gera sér grein fyrir því að það er vandmeðfarið og því hika menn við að láta skoðun sína í ljós nema að vandlega athuguðu máli.
Það verður nefnilega oft svo að eftir því sem mál verða alvarlegri og mikilvægari þá tjá sig færri um þau. Magn skrifa á vefnum er því ekki mælikvarða á áhuga manna á mikilvægum málum.
Snorri.
13.11.2006 at 11:24 #566662Ég hef nú stundum fengið þau viðbrögð við mínum innslögum í þetta málefni að líklega væri best að gera ekki neitt, það tryggi best áframhaldandi ferðafrelsi. Því miður held ég það sé ekki réttur skilningur. Hvað sem okkur finnst um það verður farið í að skilgreina "leyfða" slóða í óbyggðum og afréttum. Því held ég að það sé rétt sem sumir hafa bent á , að það sé mikilvægt fyrir okkur að hafa hönd í bagga með það hvaða slóðir verða skilgreinar sem leyfðar. Málin verða mun örðugri viðureignar eftirá. Nú er mér sagt að slóðanefnd sé að störfum fyrir klúbbinn og ekki efa ég að það komi að verkum góðir menn og gegnir og fróðir um lönd og leiðir. Það hlýtur því að vera hlutverk stjórnarinnar að hafa samband við þá aðila, sem um mál þessi véla á "æðri" stöðum og gera þeim viðvart um að þekking og skrásetning liggi fyrir innan vébanda klúbbsins og koma öllum gagnlegum upplýsingum á framfæri. Látum nú ekki náttúruverndarfasistana ráða för í þessu efni.
13.11.2006 at 16:33 #566664ég er samála honum. Enda sanna aðalfundir 4×4 það á liðnum árum. Peningar klúbbsins fara að stórum hluta í skála og kamra. Það mætti sjálfsagt fara löngum orðum um þennan málaflokk. En læt þetta duga að sinni.
21.11.2006 at 17:38 #566666Á morgun verður tekin til umræðu fyrirspurn Dagný Jónsdóttur til umhverfisráðherra um réttaróvissu vegna laga um náttúruvernd.
[url=http://www.althingi.is/altext/133/s/0356.html:djk5rv18][b:djk5rv18]sjá hér[/b:djk5rv18][/url:djk5rv18]Dagný hefur kynnt sér vel okkar málstað, fróðlegt verður að fylgjast með þessu.
Mér skilst að umhverfisráðherra sé einnig vel upplýstur um okkar málstað eftir fundi með formanni og umhverfisnefnd f4x4.
Snorri.
21.11.2006 at 17:53 #566668Ekki furða að Dagný skuli hafa kynnt sér okkar málstað, þetta snertir hana persónulega líka sem jeppakonu. Hún ekur að mér skilst um á bresku landbúnaðartæki á amk 35" gúmmíhringjum.(Eða ók síðast þegar ég vissi)
21.11.2006 at 20:22 #566670Til að halda þessu rétt til haga, þá er Dagný Jónsdóttir alþingismaður í sambúð með Atla Karli Ingimarssyni sem er einn af okkar reyndustu jeppaferðamönnum.
Atli á Chevrolet S10 pickup með 350 Chevy og á 44" hjólum, einn með öllu. Þessi jeppi prýddi lengi forsíðu old.f4x4.is.
Dagný hefur sjálf mikinn áhuga á útivist og náttúru landsins. Eftir því sem ég kemst næst þá er henni annt um að skynsamlegar reglur gildi sem bæði veita eðlilegt frelsi til útvistar og ferðalaga og jafnframt tryggja að ekki verði óþarfa spjöll af völdum umferðar.
Með ferðafrelsis-baráttukveðju.
Snorri
23.11.2006 at 20:48 #566672Sælir félagar.
Ég var að komast að því nýlega að ferðamaður var dæmdur SEKUR nýlega í héraðsdómi vegna aksturs um veginn niður á Skeiðarársand, sem nb. er víða stikaður og hefur verið ekinn í meira en 45 ár! Var honum gert að greiða kr. 50.000 í sekt. Um er að ræða einn af "gullleitarmönnunum" svo kölluðu, sem hafa verið að aka þennan sama slóða síðan upp úr 1960. Fyrir þá sem ekki hafa ekið slóðann, þá standa við hann tvö hús, hann er merktur inn á kort, opinn hverjum sem er og hefur verið ekinn án athugasemda í alla þessa áratugi. Að vísu hafa landeigendur reynt að sporna við því að illa búnir bílar séu að þvælast þarna, enda sandbleytur og vandræði við hvert vegmál… Þeir eru orðnir leiðir á því að þurfa að sækja illa búna bíla á sandinn.
Sem betur fer fékkst áfrýjunarleyfi til að koma þessu máli fyrir Hæstarétt, enda arfavitlaus niðurstaða hér á ferð.
Ég vissi t.d. ekki af þessu máli þegar ég flutti málin tvö vegna mótorhjólamannanna um daginn en datt í hug að láta ykkur vita. Þetta sýnir enn og aftur að það er sótt að okkur úr ýmsum áttum og út um allt – og meira að segja misvitrir dómarar eru tilbúnir að taka slaginn gegn okkur og núgildandi lögum!Lifi frelsið til handa þeim sem frumkvæði hafa – aðrir þurfa að lúta frumkvæði annarra – bæði um frelsi og helsi…
BÞV
23.11.2006 at 21:16 #566674Sælir félagar.
Það er ljóst að við eigum öflugan og skynsaman talsmann í Dagnýju Jónsdóttur alþingismanni. Ég hvet ykkur til að kíkja inn í umræðuna á vef alþingis, en haldnar voru 5 eða 6 ræður um málið.
Umhverfisráðherra sagði í niðurlagi svarræðu sinnar: "Áfram verður haldið vinnu við að skilgreina vegi og vegaslóða utan þjóðvegakerfisins og ég hef sett af stað starf sem miðar að þessu í nánu samráði við sveitarfélög sem hlut eiga að máli þess efnis hver tilgangur einstakra vega sé og hverjum þeirra megi loka. Eins og ég sagði er veghaldið mikið atriði og það er ástæðulaust annað en að þeim vegum á hálendinu verði lokað fyrir umferð vélknúinna ökutækja þar sem tilgangur vegar er óljós eða enginn aðili, opinber eða einkaaðili, gengst við veginum sem veghaldari. Ég vil í þessu sambandi ítreka skipulagsskyldu sveitarfélaga í þessum efnum svo og lögsögu samvinnunefndar um skipulag miðhálendis Íslands."
Að vísu nefndi hún "gott samstarf" við F4x4 og Vík fyrr í ræðu sinni. Engu að síður geta menn séð að umræðan er öll í þeim farvegi hvort; a) vegurinn sé á korti, b) hvort hann hafi tilgang, c) hvort ljóst sé hver sé veghaldari og d) hvað sveitarfélögunum finnist um hann….
Ráðherra lýsir því beinlínis yfir að ástæðulaust sé annað en LOKA þeim vegum sem hafa óljósan tilgang EÐA enginn aðili opinber né einkaaðili gangist við veginum sem VEGHALDARI.
Þar hafið þið það – teningunum er kastað, ráðamenn eru búnir að mynda sér skoðun um viðmið í þessu efni! Þessi orð ráðherra þýða auðvitað á mannamáli að öllum vegum sem Vegagerð ríkisins, sveitarfélög eða einkaaðilar (Landsvirkjun og Rarik) sinna ekki sem veghaldarar með tilheyrandi viðhaldi og ábyrgð – VERÐUR LOKAÐ. Við erum að tala um 60-70% af hálendisvegum og slóðum á þessu skeri!!!
F4x4 hefur ekki haft nennu til að leiða umræðuna, slóð hefur ekki verið skilgreind né tilraun til þess gerð, enda hafa margir af áhrifamönnum klúbbsins talið best að gera ekki neitt! Ótrúlegt en satt!
Ég á þó enn séns í stöðunni – ég geng í Vík og treysti á þá…
Ferðakveðja, BÞV
23.11.2006 at 21:17 #566676Þessi fyrirspurn Dagnýjar á Alþingi er mjög góð, vel orðuð og framsett eins og Dagnýjar var von og vísa.
Það er að mínu mati mjög gott að fá þessa umræðu inn á alþingi núna, rétt í sama mund og við erum að ræða þessi mál við Umhverfisráðuneytið og um leið og umhverfisstofnun er farin að hreyfa við kortamálum aftur. Við höfum reynt að koma því sjónarmiði að að skynsemin verði að fá að ráða og að illa sé hægt að skilgreina alla slóða, en tölum nokkuð víða fyrir daufum eyrum.
En það breytir ekki þeirri staðreynd að ráðuneytið og embættismenn virðast allmennt telja að kort sé sú lausn sem þarf til að binda enda á þessa óvissu sem lögin bjóða uppá.
Við í stjórn erum að vinna á fullu í því að koma okkar sjónarmiðum á framfæri, jafnhliða því sem að við erum að vinna í að gera ferlasafn okkar tilbúið til kortaútgáfu. Hvort síðan verður af slíkri útgáfu skal ósagt látið. En ég tel hins vegar mjög líklegt að það verði reynt að fá botn í þessi mál fyrir kosningar í vor og í raun vona ég að það takist á meðan við erum með ráðherra sem er jafn hliðhollur okkur og raun ber vitni.
Benni
23.11.2006 at 22:04 #566678Það er ágætt að fá gagnrýni á sig frá fyrverandi formanni klúbbsins sem varð þó ekki mjög ágengt í málaflokknum. Betra væri þó ef gagnrýnin væri málefnaleg og bæri jafnvel í sér tillögur til úrbóta á því sem mönnum finnst hafa miður farið, en ekki eingöngu upphrópanir og niðurrif.
Ég held að Björn viti greinilega lítið sem ekkert um alla þá fundi og þær viðræður sem við höfum átt í og eigum í (sá næsti í fyrramálið). Þær eru að vissu leit kveikjan að þeirri umræðu sem uppi hefur verið undanfarið. Það hafa bara ekki allir þann stíl að básúnast í fjölmiðlum þegar það að vinna málin í samstarfi við þá sem hafa með þau að gera skilar mun meiri og betri árangri.
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.