This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.11.2004 at 12:21 #194924
Jæja þá féll Noregur.
Þessi vinsæla og góða síða hefur sungið sitt síðasta..
Ég er að koma inn á spjallið eftir langan tíma, vegna þess að ég nenni ekki að fletta mörgum blaðsíðum til þess að skoða og kanski skrifa eitthvað.
Já ég sagði NENNI.
Síður eiga ekki að vera svona, allt á að blasa við á forsíðunni.
Gamla síðan uppfyllti þetta, en hana vantaði samt upplyftingu.
Nú þarf að fylgjast mjög vel með heimsóknunum og notkuninni á spjallinu, það má alls ekki dala.
Vefstjóri, vinsamlega upplýstu okkur um þetta reglulega.
kv
Þröstur Unnar Guðlaugsson
f: E-1419 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.11.2004 at 12:49 #509408
Skoðaðu þetta
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4041#27843
og þetta
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4023
kv. vals.
24.11.2004 at 14:09 #509410Skil ekki hvað þú átt við, með þessari tilvísun.
kv
Þröstur
24.11.2004 at 14:54 #509412
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er hjartanlega sammála þér Þröstur. Það hafa farið fram nokkrar umræður um nýja vefinn hér á spjallinu og ýmsar skoðanir farið fram.
Ég hef áður lýst yfir áhyggjum af því að síðan sé að fara niður á við og miðað við hvernig hefur fækkað hér á spjallinu þá virðist ég (því miður) hafa rétt fyrir mér.
Emil og Skúli hafa lýst yfir fullum stuðningi við Castor strákana, sem Einar (eik) hefur bent á að séu að vinna síðuna í aukastarfi með skóla eða annarri vinnu. Einar og fleiri hafa einnig bent á að þeir séu ekki hrifnir af því sem komið er fram af nýju síðunni og ég tek undir með þeim.
Um leið finnst mér reyndar einnig að það sé mjög lítið komið fram af síðunni í raun og veru. Aðeins þessi svuntu-forsíða, sem að mínu mati er töluvert slakari en sú sem var fyrir (úr öskunni í eldinn segi ég). Ástæðan fyrir að Castor strákarnir fengu það verk að endurnýja síðuna ku hafa verið að þeir áttu tilbúið kerfi sem uppfyllti kröfurnar sem klúbburinn gerði. Ég spurði fyrr og spyr því aftur; hvar eru þá þessi kerfi?
Ég vil einnig ítreka spurningar mínar til Skúla og Emils, því ekki hafa fengist nein svör eða viðbrögð við þeim:
* Hvernig hljómar verkáætlun fyrir verkið?
* Hvenær á verkinu að ljúka?
* Hver er kostnaður klúbbsins af verkinu?Var keyptur köttur í sekk hér eða er til nánast fullkláruð útgáfa af nýrri síðu? Ef svo er hefði ég (og e.t.v. fleiri) áhuga á að sjá hana og tjá mig um hana áður en hún er sett í loftið.
Ég vil taka fram að ég er mjög þakklátur Emil og Skúla fyrir að standa í þeirri vinnu sem felst við endurnýjun síðunnar. Og ég finn til með þeim að þurfa að verja þessa endurnýjun, en menn mega ekki gleyma því að eins og staðan er núna myndi ég segja að síðan hafi versnað ef eitthvað er og áhuginn minnkað.
24.11.2004 at 15:21 #509414Langar að bæta við einni spurningu.
*Hvernig hljómuðu hin tilboðin, og frá hverjum komu þau?
Og annað, menn eru að tala um að gefa þeim tíma tila að klára verkið.
En svona hef ég aldrei séð heimasíðu unna,,,fyrst er síðan smíðuð og fullfrágengin og á meðan sú vinnsla fer fram þá er gamla síðan í loftinu, og þegar nýja síðan er tilbúin þá er hún einfaldlega sett inn og gamla tekin út.
Þannig að " gefa þeim tíma" eru útúr kú.
Ef þetta væri unnið svona fyrir mitt fyrirtæki, væri samningi slitið strax.Það er leiðinlegt að þurfa að vera að þessu þrasi, en samt finnst mér nú einhvernvegin að þetta komi mér við, þar sem ætlunin var að nota þessa síðu mikið, eins og hingað til.
Kv
Þröstur
24.11.2004 at 16:06 #509416Auðvita eigið þið rétt á því að gagnrýna vinnuna eða síðuna því þetta er síðan okkar allra. En að vefsmiðunum þá ættu menn ekki að vera stórorðir því síðan er í raun ekki kominn í loftið en kemur vonandi fullsköpuð á næstu vikum fram. Þessar raddir um hvað vefsmiðirnir starfa við eða hverslags yfirbygging er á þeirra fyrirtæki þá ættu menn að kann hvernig yfirbygging er á stæstu fyrirtækjum landsinns og þessir sömu aðilar geta farið niður á Suðurlandsbraut í hús Eddu miðlunar en þar eru til húsa fyrirtæki Björúlfs t.d Samson einn póstkassi og ein skrifstofa. Það á ekki að skoða umbúðirnar heldur innihaldi það er það sem skiptir máli. Sumir sem hafa unnið lengi hjá ríkinu halda að mikil yfirbygging sé lausn á málunum eru búnir að lesa sig vittlausa á austantjalds bókmentum frá fyrri hluta síðustu aldar. En nú er kannski lag fyrir Emil að fara að stofna Internetnefnd og kannski löngu kominn tími á það.
Jón Snæland
24.11.2004 at 16:58 #509418Þröstur, skil ekki að þú skiljir ekki. Þessar spurningar sem þú komst með hafa komið áður fram og svör við þeim, en ekki ég ætla að meta gæðin á þeim. Einvörðungu það að það er ný búið að fara fram umræða um þetta málefni.
Ég hef einnig sagt að ?betra hefði verið heima setið en af stað farið? og einnig ?gefum þeim tíma og gagnrýnum svo?. Það má alltaf deila um það hvernig standa á að svona verkefni og hefði ég kosið að gamlasíðan hefði fengið að vera í friði þar til nýja væri tilbúinn en úr því að svona er komið ?gefum þeim chance? því þessir strákar (emil og Skúli) eru að vinna þetta í sjálfboðavinnu (að ég held) og megum við hinir vera þakklátir fyrir það.
kv. vals.
24.11.2004 at 17:02 #509420Sæll Ofsi
Ég var ekki að gagnrýna yfirbyggingu einhvers, aðeins að mér finnst rangt staðið að smíðinni, þ.e að hleypa þessu öllu af stað, í raun og veru án þess að vera byrjaðir að smíða.
Og áskil mér allan rétt á að vera stórorður.
Bestu kveðjur
Þröstur
24.11.2004 at 17:10 #509422Sæll Vals
Skil ekki að þú skiljir ekki að ég skilji ekki.
Var búinn að lesa, en svörin sem mig vantar finn ég ekki.
Gæði svara felast í því að spyrjandinn skilji..skilurðu?
?gefum þeim tíma og gagnrýnum svo?. Þetta svar er ég einmitt að gagnrýna, það var alveg óþarfi að fara af stað með lélega forsíðu og ekkert meir, í staðin fyrir að opna vefinn tilbúinn.
9.826 manns vinna sjálboðavinnu á hverjum degi(að ég held), og geta tekið gagnrýni.
kv
Þröstur
24.11.2004 at 19:51 #509424Það er rétt hjá Vals að spurningar Þrastar hafa flestar komið fram áður, en hafi þeim verið svarað meira en að litlu leiti, þá hefur það farið fram hjá mér.
Annars er ég búinn að finna "work around" fram hjá anmörkum "nýju síðunnar", ég fer einfaldlega beint inn á spjallsíðuna, því fylgir að vísu að ég missi af tilkynningum og aulýsingum, en ekki verður á allt kosið.
En mér finnst reyndar líka að spjallið sé orðið einhæfara og minna spennandi en það var, mér finnst líklegt að hringlið eigi þátt í því en kannske er þetta eitthvað sem hefði gerst hvort sem er.-Einar
24.11.2004 at 20:35 #509426
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Ég taldi vera komið fram svar við flestum spurningum varðandi vefsíðuna og hef því heldur látið undir höfuð leggjast að svara, en hér eru beinar og skýrar spurningar sem sjálfsagt er að svara (var þó aðeins í vafa þar sem það kemur ekki fram í prófíl Gulla73 fullt nafn né félagsnúmer, þetta eru jú mál sem aðeins varða félagsmenn). En líklega liggur þetta ekki ljóst úr því spurningarnar koma fram og reyndar hef ég heyrt villandi upplýsingar í gangi
Fyrst varðandi verkáætlun, þá var ákveðið að fyrsta skref yrði að setja upp drög að forsíðu að svo miklu leiti sem hægt er samhliða gömlu síðunni (s.s. svuntan). Hugsanlega hefði verið betra að ?lansa? þessu öllu í einu eins og hér er bent á, en á hinn bóginn hefur það leitt til margra góðra athugasemda að setja þennan forsmekk í loftið. Þetta var okkar hugmynd og því ekki hægt né ástæða til að rifta samningi á þessum forsendum. Við semsagt töldum að það gæti verið gaman fyrir félgsmenn að fylgjast með málinu á þennan hátt, en nú hefur verið tekin sú stefna í ljósi reynslunnar að setja ekki fleiri breytingar í loftið fyrr en heildarmyndin er komin. Einnig breyttum við netfangasíðunni strax og virkjuðum vefumsjónakerfið á hana þannig að hægt sé að setja þar inn réttar upplýsingar en það var orðið verulega brýnt mál að okkar mati. Næsta mál er að setja upp gagnagrunn fyrir vefinn og importa gömlu gögnunum í hann. Sú vinna hefur tekið nokkurn tíma þar sem gamli vefurinn er ekki í einum gagnagrunn heldur í þremur gagnagrunnum og gerir það málið flóknara en ella. Þriðja skerfið verður svo að endurgera hinar ýmsu upplýsingasíður á vefnum, sem margar hverjar eru orðnar mjög úreltar og koma þeim nefndum og deildum sem þarna verða í gang við að uppfæra sitt efni. Með því verður vefurinn að því lifandi tæki sem ég vil sjá hann verða. Þetta er verkátælunin líklega í sinni grófustu mynd.
Tímaramminn í samningnum gerir ráð fyrir að þessari vinnu verði fulllokið á 6 mánuðum, en við höfum pressað á að vefurinn verði komin í öllum grunnatriðum í gang á 3 mánuðum og göngum útfrá að það standist. Það þýðir að á nýju ári verði komin nokkuð skýr mynd í gang. Upphaflegt markmið okkar var reyndar að verkefnið klárist á starfsárinu, en í ljósi þess tímaramma sem Castor setti upp höfum við sett markið hærra.
Kostnaður hefur verið gefinn upp á félagsfundi, en er eðlilega ekki gefinn upp á galopnum vettvangi eins og hér á vefnum. Sama gildir um upplýsingar um önnur tilboð sem fram komu. Get þó fullyrt að miðað við flest önnur tilboð er þetta tilboð ekki hátt (er þó ekki lægsta tilboðið sem barst) og sömuleiðis miðað við mat aðila sem við leituðum til og þekkja til þessa bransa. Við hefðum auðveldlega getað tvöfaldað, jafnvel þrefaldað það sem við borgum fyrir þetta. En auðvitað kostar þetta fullt af pening.
Varðandi fækkun á spjallinu og vandamál sem menn hafa verið að kvarta yfir varðandi spjallið á síðustu vikum (?timeout? villan) þá erum við ennþá alfarið í gamla spjallinu sem kemur nýja kerfinu raunar ekki við. Hvort það að nýjustu þræðir sjáist ekki á forsíðunni orsaki minna líf hérna skal ég ekki fullyrða um, fyrir mér er eitt ?músaklikk? ekki hindrun. Þetta var hins vegar mjög sniðugur fídus á gömlu síðunni og verður líklega tekinn upp aftur. Hins vegar finnst mér útlit nýju síðunnar mun skemmtilegra og nútímalegra (eðlilega, hin var jú komin til ára sinna).
Ég sé engin merki þess að við höfum keypt köttinn í sekknum og t.d. sá forsmekkur sem ég hef séð af vefumsjónakerfinu finnst mér lofa góða. Hvernig var nú aftur máltækið: ?mey skal að morgni lofa?
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.