This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Ívar Örn Lárusson 12 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Ég veit ekki hvort ég eigi að pósta þessar pælingar undir vefsíðan eða undir innanfélagsmál. Ég er ekki sérlega virkur félagsmaður en borga glaður því mér finnst mikilvægt að jeppamenn eigi sér öflugan málsvara. Ég nota stundum auglýsingarnar og kíki á spjallið reglulega. Þegar ég gekk í klúbbinn fyrir nokkrum árum, sennilega 2008. Þá var f4x4.is forystusíða í jeppamennsku bílaferðum á Íslandi. Ég er ekki viss um að svo sé lengur. Ég hef tekið eftir að umræður eru litlar og ég skoða núna fyrst jeppaspjall.is áður en ég kíki á f4x4.is. Það sem verra er að mér finnst miklu líflegra á jeppaspjallinu.
Ég hef lengi haft þetta á tilfinningunni en fékk einhverskonar áþreifanlega vísbendingu í vikunni. Ég fann nokkur gömul dekk í skúrnum og þann 12. júlí auglýsti ég þau til sölu fyrir lítið á f4x4.is. Ég fékk enign viðbrögð og hafði svso sem ekki búist við miklu. Ég ákvað svo að skella inn auglýsingu á jeppaspjallið í gær og seldi dekkin áðan.
Ég veit ekki alveg hvað mönnum finnst um síðuna og félagið, en ég er þeirrar skoðunar að 4×4 eigi að hafa metnað til að halda úti alvöru vefsíðu um jeppamennsku og ferðalög. Á sama hátt og félagið á að hafa metnað til að vera alvöru ferðafélag sem mark er á takandi. Félag sem stendur með ferðamennsku og náttúrunni, öryggi og skynsemi.
Ég get ekki séð að old.f4x4.is standi undir þessum væntingum um þessar mundir.
You must be logged in to reply to this topic.