This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 22 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.01.2003 at 14:34 #192057
Sæll vefstjóri og aðrir lesendur.
Ég var að velta því fyrir mér hvort ekki væri kominn tími á að breyta skráningunni sem notuð er til að skrifa í vefspjallið? Mér finnst að þetta eigi að vera félagsbundið spjall og því ekki fyrir hvern sem er.
Sem lausn þá var ég að hugsa um að menn þyrftu að nota félagsnúmerið sitt til að skrifa.
Ekki finnst mér samt ekki nein ástæða til að loka auglýsingunum á sama hátt enda hagnast allir á því að það sé opið.
Með félagskveðju
R-2136 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.01.2003 at 14:52 #467038
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það væri gaman að fá að sjá rökstuðning fyrir þessari skoðun þinni…
26.01.2003 at 17:55 #467040Ég er nýbúinn að skrá mig sem notanda á síðuna en er ekki (ennþá) meðlimur í félaginu.
Ég ætla ekki að segja félagsmönnum hvernig þeir eigi að reka vefsíðuna sína en mér þætti miður að sjá á bak möguleikanum á að leita hér ráða og svara við spurningum mínum.
Ég þykist líka vita að einhverjir notendur sem eru utan félagsins hafi lagt hér inn góða punkta og ráð og stuðlað þannig að því að þekking og vitneskja um áhugamál okkar dreifist meðal þeirra sem vilja.
Málið er nefnilega að hér er nánast óþrjótandi hafsjór upplýsinga og reynslu og ég hefði haldið að það væri öllum til góða að sem flestir kæmust þar að með sín "tvö sent", eins og þeir segja handan hafsins

Langaði bara að koma minni skoðun á framfæri.
Vona að spjallið haldist opið.Kv. Gráni gamli
26.01.2003 at 22:20 #467042
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Meira hvað sumir eru alltaf hrifnir af því að loka öllu. Þurfa alltaf að hafa eitthvað fyrir sjálfa sig. Geta ekki deilt þessu með öðrum. Það er bara fínt að hafa þetta opið spjall. Ekkert að neyða menn til að vera félagar, þó það sé mjög skynsamlegt. Vil að þessar umræður um að loka, verði felldar niður.
Kveðja
Fjarki!!!!
26.01.2003 at 22:27 #467044
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Blessaðir, ég verð nú að vera pínu sammála Fjarka í þessu máli. Á dagskrá að skrá sig í félagið. En mér finnst voða leiðinlegt að þurfa alltaf að vera skrá sig í alla skapaða hluti til að taka þátt. Bara hafa þetta opið fyrir alla og hafa þannig fleiri með, en það eru náttúrulega misjafnar skoðanir.
K.v. Jónas
26.01.2003 at 22:37 #467046Ég geri mér alveg fulla grein fyrir því hverskonar upplýsingabrunnur og skemmtisíður vefspjallið getur verið, en það getur líka boðið upp á andstæðu sína og eintóm leiðindi.
Mér hefur þótt mikið skrifað þarna sem eingöngu er ætlað til rifrilda og rugls og því datt mér þetta í hug til að reyna að láta takmarka það.Oft er byrjað á mjög góðum þráðum sem fara svo út í algera vitleysu, meting, niðurlægingar og þar fram eftir götunum.
Þetta er varla tilgangur þessa vefspjalls. Það hafa örugglega þó nokkur vefspjöllin verið lögð niður út af þessu.Skrifum skýrt og skorinort og pössum upp á stafsetningua.
Með félagskveðju
R-2136
26.01.2003 at 22:57 #467048Ég er á því að spjallið eigi að vera öllum opið. Við skráningu inn á vefinn þarf að gefa upp fullt nafn og því ættu menn síður að geta skrifað skítkast án nafns.
Engir nema spjallnotendur sjálfir geta stöðvað rugl og bullumræðu, besta leiðin er að svara ekki slíku, eða svara með skilaboðum í "öðrum tón" sem hvetja menn til að hemja sig.
Mér finnst persónulega allt í lagi að menn skjóti aðeins hver á annann, ef mönnum ofbýður þá er best að svara ekki.
Semsagt, leyfum frelsinu að njóta sín en látum í okkur heyra ef okkur líkar ekki umræðan.
Snorri Ingimarsson
R-16
27.01.2003 at 00:54 #467050Ég er sammála þeirri skoðun að vefspjallið megi vera opið. Ef hins vegar menn vilja setja einhverjar hömlur á párið þarna ætti að vera létt krossapróf í íslenskri málfræði sem standast þarf áður en aðgangur fæst.
Það myndi gera heilmikið fyrir "læsileika" textanna frá sumum.
Áður en einhverjir fá "flog" yfir þessu skeyti tek ég það fram að það er ekki bókstaflega meint og engin einstök dæmi nefnd, þ.m.t. þau sem heyra undir þennan þráð, nema síður væri.
Nefni þetta bara til árétta ábendingar um að menn ættu að lesa yfir það sem þeir skrifa áður en spyrnt er á "send" takkann. Það myndi auka líkurnar á að maður nenni að stauta sig framúr sumu hraflinu.
27.01.2003 at 22:46 #467052Hver fjandinn er að ykkur, Rover og magnum. Ég held að þið séuð ekki vittlausari en svo að þið vitið að fólk er misjafnt, sumir eru góðir í einu en ekki öðru. Ég er einn af þeim sem tek það það til mín þegar þið skammist yfir íslenskunni, á ég sem sagt að hætta að skrifa á síðunna " svar óskast" Ætlar þið þá að taka að ykkur fyrir mig að ritskoða mína pistla varðandi Skálamál í framtíðinni. Svo ættuð þið að athuga það að þeir sem taka þetta til sín þora ekki að svara ykkur. SKAMMIST YKKAR.
Og hvaða vitræn rök eru fyri því að takmarka aðgang að vefspjallinu, ég get ekki séð þau. Nema þegar lítilmenni þora ekki að skrifa undir nafni. Hvernig sjáið þið framtíðina á síðunni eiga bara íslenskufræðingar að fá að skrifa á vefspjallinu og verða þeir að vera félagar í klúbbnum, og þá verða þeir að sjálfsögðu að vera búnir að greiða félagsgjöldin. Hvað skildu margir íslenskufræðingar vera í 4×4 sem búnir eru að greiða félagsgjöldin.PS Maggi þetta var skrifað í bræðiskasti, og nennti ég ekki að lesa þetta yfir, og spurði ekki kelluna ráða nema kannski 10-15 sinnum.Og svo barði ég SENDA takkan.
jÖm SnaiLanB.
28.01.2003 at 01:12 #467054Jæja, þá er ég búinn að vekja "ofsalegann" (Steingrím J. Sigfússon í öðru veldi).
Það var ekki ætlunin að með þessum þræði að drepa niður málefnalegt, skemmtilegt og bráð nauðsynlegt spjall né heldur að vekja upp langvarandi deilur eða bræðisköst, Fyrirgefðu Nonni, heldur að reyna að sporna við alls ókunnugum skrifurum sem ekki vakir neitt fyrir nema sleggjudómar og leiðindi.Hugsun mín með þessu var sú, að það eru allir mögulegir að skrifa um hitt og þetta sem endar stundum í tómri vitleysu, bendi á langlífasta þráð vefspjallsins þ.e.a.s. byrjaði sem "Pajero breytingar".
Eins og þú bendir réttilega á þá eru fullt af skrifendum sem ekki skrifa undir nafni hvað þá félagsnúmeri, enda eru ekki allir félagsmenn og konur.
Um skrif þín almennt var ég ekkert að setja út á og ekki ætla ég að ritskoða þau, en endilega haltu þeim áfram. En margir pistlarnir eru þannig að erfitt, ekki ómögulegt, en erfitt er að fá einhvern botn í þá.
Ég hef talað við fullt af fólki sem á ekki til orð yfir þessu og skrifar ekki þarna vegna þess.
Bestu félagskveðjur
Magnús
R-2136
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
