FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Vefsmíðin

by Emil Borg

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › Vefsmíðin

This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jóhann Þröstur Þórisson Jóhann Þröstur Þórisson 20 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 15.11.2004 at 11:32 #194850
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant

    Sælir félagar.

    Þar sem töluvert hefur verið rætt og ritað hér um framgang vefsmíðinnar eru nokkur atriði sem ég vil nefna.

    Eftir að hafa fengið u.þ.b. 10 tilboð í vefsmíðina tókum við tilboði fyrirtækisins Castor miðlun. Sú ákvörðun var byggð á nokkrum atriðum, t.d. fyrri verkum þeirra, notendaviðmóti vefumsjónarkerfisins sem þeir bjóða, framsetningu tilboðs o.fl. Það sem vóg þó einna þyngst var sú staðreynd að þeir hafa nú þegar smíðað öll þau kerfi sem við þurfum á að halda, þ.e. auglýsinga, spjall og myndaalbúms kerfi, enginn annar sem bauð í verkið hafði gert það. Jafnvel ekki fyrirtæki sem buðu tæplega milljón hærra. Einnig er þetta eina tilboðið sem inniheldur ábyrgð á verkinu.

    Þær gagnrýnisraddir hafa verið háværar að starfsmenn Castor séu nýgræðingar í þessum störfum, skólapiltar, hamborgarasteikjarar, blautir bakvið eyrun og algerlega óhæfir í verkið. Ég blæs á þá gagnrýni. Því er ekki að leyna að þeir hafa flestir önnur störf með vefsmíðinni. Eins og bent hefur verið á er t.d. einn þeirra starfsmaður Rúv, og er þar forritari í fullu starfi. Ég sjálfur lít á það sem meðmæli með manninum. Er ekki líklegt að maður sem sér um útsendingarkerfi Rúv sé með eitthvað vit í kollinum? Það tel ég mjög líklegt.

    Einnig hefur verið gagnrýnt að verkið taki langan tíma. Í upphafi þessa verks var haldinn fundur með stjórn klúbbsins og vefstjóra. Á þeim fundi kom fram að smíði nýs vefs væri gríðarlega flókin, og tæki líklega uppundir ár að klára verkið, og kostnaður lægi trúlega nærri milljón. M.a. á þeim forsemdum þótti okkur ekki óeðlilegt að taka tilboði sem var með þriggja til sex mánaða verktíma. Ég sjálfur trúi því að við fáum betri vef með því móti heldur en ef skilatími væri t.d. 3 vikur.

    Tveir menn hafa sent okkur í stjórn klúbbsins bréf með formlegum athugasemdum við val okkar á vefsmiðum. Það sem stendur upp úr í þeim athugasemdum er sú staðreind að annar þeirra óttast mjög að nýr vefur [HTML_END_DOCUMENT]verði ekki smíðaður í ASP.NET,>/B> en hinn óttast að sama skapi að hann verði smíðaður í ASP.NET. Fyrir mér sannar það að bæði kerfin hafa margt sér til ágætis, en nýji vefurinn er smíðaður í ASP.NET, og XHTML.

    Eins og þið hafið tekið eftir er ýmislegt öðru vísi á forsíðu vefsins í dag en áður. Eins og ég hef áður sagt og skrifað er þetta ekki endanlegt útlit. Vefspjall og auglýsingar munu byrtast á forsíðu, en ekki fyrr en nýtt spjallkerfi verður tekið í notkun. Einnig verða fleiri breytingar sem koma í ljós smám saman. Að lokum verður svo tekið í notkun nýtt aðgangsstýrinakerfi.

    Varðandi flutning á hýsingunni er eitt sem ég vil nefna. Hana átti að vera löngu búið að flitja. Ástæðan fyrir þeim töfum er sú að hluti gagnagrunnsins sem vefurinn keyrir á finnst ekki. Hver ástæðan er veit ég ekki, og kann ekki að útskíra. Það væri auðvelt að flytja hýsinguna án grunnsins, eða þess hluta hans sem ekki finnst, en við það glötuðust allar þær upplýsingar sem á vefnum eru, og því er það ekki vænlegur kostur.

    Að lokum vil ég biðja ykkur að sýna biðlund og þolinmæði. Leifið okkur að klára verkið og gagnrýnið það svo. Gagnrýni er eðlileg og sjálfsögð, en er ekki eðlilegt að geyma hana til verkloka?

  • Creator
    Topic
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)
  • Author
    Replies
  • 15.11.2004 at 11:52 #508678
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Hvernig getur gagnagrunnurinn fyrir spjallið verið týndur? Gögnin í honum eru sýnileg á vefnum, þar með eru þau ekki týnd. Þessi staðhæfing er svona álíka gáfuleg og að útskýra rafmagnsleysi með því að rafmagnið komist ekki upp í móti.
    Á spjallinu eru um það bíl 4000 þræðir. Ég gerði smá tilraun um daginn þar ég prófaði að hlaða niður 100 þráðum. Það tók innan við 20 sekúndur. Með þessum hraða myndi það taka innan við 800 sekúndur ( 13 mánútur ) að sækja allt spjallið yfir netið.

    Nú er komið á daginn að það hefur verið fallið frá þeirri kröfu að verkinu yrði lokið innan þriggja mánaða. Hvenær rennur sá dagur upp að það verði leyflegt að tjá skoðun sína á árangriunum?

    -Einar





    15.11.2004 at 14:43 #508680
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Þakka þér fyrir greinagóð svör Emil. Alveg er hægt að gagnrýna einhverja málsmeðferð eins og Einar gerir en ég held að best sé að leifa ykkur, Castor og öðrum sem að smíði vefsins koma, að fá frið við þetta starf. Verkáætlun eða tímaáætlun sem ég get lesið út úr skrifum þínum segir mér að bíða rólegum fram yfir þorrablót og fara þá að skoða málið upp á nýtt.

    Ég vil fyrir mína parta þakka þér fyrir að stand í þessu, það er eflaust ekki spennandi að standa í svona vinnu með alla þessa varga vakandi yfir sér og ég er viss um að þið munið allir njóta ávaxtanna þegar upp er staðið.

    kv. vals.





    15.11.2004 at 15:46 #508682
    Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson
    Jack Hrafnkell Daníelsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 728

    Ég geri ráð fyrir að gagnagrunnurinn sé keyrður á SQL gagnagrunni fyrir ASP og á Microsoft. Ástæða þess að hluti gagna finnst ekki er sennilega sá, að hann er undir hidden files og þarf að stilla SQL formið til að sýna allar skrár og töflur. Þá er hægt að sjá allt efni og vista það niður og flytja.

    Ég ráðlegg hins vegar, (af reynslu) að loka vefnum á meðan það er gert, svo ekki komi inn gögn á meðan sem svo tapast. Þessi flutningur gæti átt sér stað á bilinu 12 á miðnætti þar til því er lokið og þá ætti að vera hægt að opna vefinn aftur hjá nýjum hýsingaraðila eftir að vera búinn að skilgreina SQL þjón upp á nýtt í config skrám í rót.

    Ég vonast bara til að sjá nýtt og betur uppsett spjallborð með tíð og tíma, þar sem þetta er að mörgu leiti mjög óþægilegt.





    15.11.2004 at 16:26 #508684
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég verð að taka undir þær gagnrýnisraddir sem heyrast hér á vefnum. Mér finnst vefurinn hafa versnað til muna frá því að það var tilkynnt á forsíðunni að nýtt vefkerfi hefði verið tekið í notkun.

    Nýja kerfið virðist bara vera svunta framan á gamla vefinn. Dæmi: Smellið á "Tilkynningar" efst á þessari síðu. Það er alls ekki það sama og það sem birtist á forsíðunni. Forsíðan (sem nú hefur slóðina f4x4.castor.is en ekki old.f4x4.is) er mjög hæg að hlaðast.

    Emil segir að stór ástæða þess að Castor strákarnir hlutu verkið var sú að þeir hafa nú þegar smíðað öll þau kerfi sem vefsíðan þarf á að halda. Þá spyr ég hvar eru þau kerfi? Hví hafa þau ekki verið tekið í gagnið? Emil spyr hvort ekki sé eðlilegt að geyma gagnrýni til verkloka. Ég veit ekki í hvaða bransa hann er, en hjá mér er það þannig að best er að lagfæra á meðan verið er að smíða í stað þess að bölva því hvað erfitt er að laga eftirá. Ef forsíðan gefur forsmekk af því sem koma skal þá verða menn að láta heyra í sér í stað þess að byrgja óánægjuna inni og bíða til verkloka (hvenær?).

    Einar og fleiri hafa gefið það í skyn að einstaka kerfi séu betur eða verr fallin til þess að hanna svona vefsíðu. Ég hef litla skoðun á því hvaða kerfi er fyrir valinu en vil þó benda mönnum á að þessi kerfi eru aðeins verkfæri til smíðarinnar og öll eflaust vel verkinu vaxin. Mér finnst því að menn eigi að horfa á það sem snýr að þeim við notkun síðunnar, þ.e. útlit og virkni (hvort tveggja lítur illa út í dag að mínu áliti).

    Eftir nokkra leit fann ég aðra vefi sem Castor strákarnir hafa komið nálægt: http://www.fsha.is, http://www.muninn.is, http://www.sfi.is og fleiri (til að finna þessa vefi þarf að fara á http://www.castor.is, smella á veflausnir, smella á viðskiptavinir). Þessir vefir finnast mér allir mjög keimlíkir og lítið skemmtilegir. T.d. á http://www.fsha.is má sjá dæmi um vefspjall ("Spjallið") sem mér finnst vera verra en núverandi (sem er ekkert til að hrópa húrra fyrir).

    Að lokum í tæknileg málefni: Emil segir að gagnagrunnur finnist ekki. Ef gögn úr þessum grunni eru notuð á vefnum, hvernig getur þá verið að þau séu týnd? Einhver hlýtur að vita hvar þau eru fyrst síðan virkar. Einnig bendir Emil á að síðan eigi að vera skrifuð í XHTML en ef staðfestingartól er notað til að fara yfir forsíðuna finnast 34 villur í henni (sem kannski útskýrir hvers vegna hún er svona hægvirk?).

    Ég spyr því eins og aðrir:
    Hvernig er verkáætlun fyrir verkið?
    Hvenær á verkinu að ljúka?
    Hver er kostnaður klúbbsins af verkinu?

    Ég komst sjálfur í kynni við klúbbinn gegnum þessa vefsíðu og mér finnst hún vera mikilvægur þáttur í félagsstarfinu (við höfum ekki allir tíma eða tækifæri til að mæta á fundi). Mér finnst því leitt að sjá hana fara til spillis og einnig þykir mér leiðinlegt að sjá hversu umdeild hún er orðin.

    – Gulli á Toyotunni





    15.11.2004 at 16:52 #508686
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Öllum frjálst að gagnrýna og sjálfsagt að láta skoðanir sínar í ljós, en auðvitað mun ýmislegt af því sem nú er verið að gagnrýna hverfa þegar vinnan hefur verið kláruð eins og Emil bendir á. Það er t.d. alveg rétt að að hluta til er nýja síðan svunta yfir þá gömlu, þ.e. linkarnir efst vísa flestir ennþá á gamlar síður. Sumar undirsíður þarna þarf að skrifa aftur en aðrar e.t.v. aðeins að færa í nýjan búning. Ein undirsíða er þó komin í nýjan búning og það eru netföng. Það var stór framför og mikilvæg því nú er hægt að uppfæra þetta gegnum vefumsjónarkerfið og fyrir bragðið eru upplýsingar þarna orðnar réttar að því ég best fæ séð.

    Ég hjó aðeins eftir setningu hjá Gulla: ?..finnst því leitt að sjá hana fara til spillis og einnig þykir mér leiðinlegt að sjá hversu umdeild hún er orðin. Það er reyndar ekki nýtt að vefsíðan sé umdeild því hún hefur verið það mjög svo síðustu ár og mörg dæmi hægt að sjá hér á spjallinu um það. M.a. þess vegna var farið í það að stokka upp. Það sem í mínum huga skiptir mestu varðandi þessa uppstokkun er að fá vefumsjónarkerfið að fullu virkt þannig að hægt sé að uppfæra efni vefsins og það hvíli ekki á herðum eins manns eins og áður var. Þar liggur að mínu mati stóri gallinn við gamla vefinn. Allar aðrar betrumbætur eru bara bónus fyrir mér.

    Kv – Skúli





    15.11.2004 at 17:06 #508688
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Sælir

    Ég ætla alveg að láta það vera að gagnrýna síðuna á þessum tímapunkti – ég bíð frekar rólegur þar til uppfærslum er lokið og vonandi hef ég þá ekki nokkurn hlut út á að setja.

    En bara ein spurning – af hverju í ósköpunum var verið að setja tæplega hálfunnið verk í loftið og kalla þar með öll þessi ósköp yfir sig ?

    Hefði ekki verið nær að setja upp tilraunavef og fá nokkra vel valda röflara til að rýna þann vef og setja síðan fullunnið verk í loftið þegar það er að fullu tilbúið.

    kveðja
    benni





    15.11.2004 at 17:26 #508690
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta er góð spurning Benni, ég hef einmitt spurt mig að þessu. Eftir á að hyggja hefði verið betra að fara þá leið að bara klára málið og dúndra svo nýjum vef fullsköpuðum í loftið. Þetta var auðvitað bara eitthvað helv.. bráðlæti og trú á að menn vildu sjá eitthvað nýtt.

    Kv – Skúli





    15.11.2004 at 17:29 #508692
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Eflaust hefði þá einhver annar bara kvartað og viljað fá að sjá vefinn í smíðum, því þannig "væri betra að koma með ábendingar fyrirfram".

    Ekki hægt að gera öllum til geðs….

    -haffi





    15.11.2004 at 18:02 #508694
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Mér sýnist að í núverandi stöðu væri til mikilla bóta að setja aftur inn gömlu forsíðuna en nota netfangasíðuna til að sýna nýja kerfið og að gefa mönnum kost á að prófa nýju fídusana. Eitt af því sem vantar á nýju síðunni er tengill á síðuna þar sem hægt er að breyta aðgangsorði. Þetta var á gömlu síðunni og sýndi hvort maður væri loggaður inn eða ekki.

    Varðandi hvað eigi að vera á forsíðunni og hvað ekki, þá tel ég að þar sé eðlilegt að vera með fyrirsagnir og og ágrip af því sem er nýtt á síðunni, hvort sem það er spjall, auglýsingar, tilkynningar eða tilboð. Nú er á forsíðunni hellingur að linkum á útrunnin tilboð, slíkt á ekki heima þar.
    Notkun á fjölda af litlum gifmyndum fyrir tengingar líkt og er hægramegin á síðunni nú, er úrelt og sést sjaldnar á síðum sem hafa fylgst með þróuninni.

    Það þarf að laga hýsinguna, ég er búinn að bíða í næstum hálftíma eftir að koma þessu inn, út af villum (plássleysi) í kerfinu.

    -Einar





    15.11.2004 at 18:18 #508696
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    hæbb
    Ég hef nú búið til nokkrar svona síður, og meðal annars búið til vefumsjónarkerfi fyrir þær. Það sem ég hef venjulega gert til að geta sýnt það sem koma skal þegar er verið að gera nýja síðu, er einfaldlega með því að setja nýjusíðuna upp á nýju dir sem heitir nytt. Þannig að fyrir þessa síðu væri það old.f4x4.is/nytt
    ég held að þetta sé oft kallað beta-útgáfa. Allavega sýnishorn af því sem koma skal, en virkar ekki endilega á allan hátt.

    Þetta hefur allavega reynst mér mjög vel í gegnum tíðina, og ég legg til að gamli fronturinn verið settur upp aftur svo við sjáum auglýsingar og spjall. Og setja svo þennan nýja front á eitthvað svona. Ég meina, linkarnir á henni þurfa ekki einu sinni að virka! Nóg að sjá lookið þegar þetta er ekki komið lengra!

    Baldur
    tölvunörd





    25.11.2004 at 11:40 #508698
    Profile photo of Jóhann Þröstur Þórisson
    Jóhann Þröstur Þórisson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 579

    Sælir vefsmiðir mig langaði að segja frá því að ég á gamla fartölvu sem ég nota í bílinn, ég fór á netið á henni í gærkveldi til að sækja textaskrá en það svosem kemur málinu ekki við, heldur það að ég kíkti á f4x4 síðuna en brá heldur ég gat með engu móti lesið það sem stendur á forsíðunni það voru svo litlir stafir, er hún sett upp í svo stórri upplausn að ekki sé hægt að lesa orðin á gömlum skjám?
    Kv Jóhann

    ps. eða verður maður bara að fá sér stækkunargler!!!!!





    25.11.2004 at 16:12 #508700
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    samkvæmt mínum bókum ætti þetta að vera öfugt, þ.e. tölvan er með svo stóra upplausn að stafirnir verða svona litlir. Ég get allavega ekki sé betur en þessi síða sé sett upp í þessum standard 8-10 pt letri :)
    allavega verða þeir stærri hjá mér ef ég sett minni upplausn á, meikar sens þar sem maður stækkar hvern punkt við að minnka upplausn.

    tölvunördakveðjur
    baldur





    25.11.2004 at 22:22 #508702
    Profile photo of Jóhann Þröstur Þórisson
    Jóhann Þröstur Þórisson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 579

    Sæll Baldur
    Þetta er rétt hjá þér ég prófaði að setja annan skjá á sömu stærð og þá urðu stafir og myndir risa stórt.
    Ég hef hinsvegar ekki hugmynd um hvað er að bögga hina tölvuna.
    Kv Jóhann.





  • Author
    Replies
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.