This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhann Þröstur Þórisson 20 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Þar sem töluvert hefur verið rætt og ritað hér um framgang vefsmíðinnar eru nokkur atriði sem ég vil nefna.
Eftir að hafa fengið u.þ.b. 10 tilboð í vefsmíðina tókum við tilboði fyrirtækisins Castor miðlun. Sú ákvörðun var byggð á nokkrum atriðum, t.d. fyrri verkum þeirra, notendaviðmóti vefumsjónarkerfisins sem þeir bjóða, framsetningu tilboðs o.fl. Það sem vóg þó einna þyngst var sú staðreynd að þeir hafa nú þegar smíðað öll þau kerfi sem við þurfum á að halda, þ.e. auglýsinga, spjall og myndaalbúms kerfi, enginn annar sem bauð í verkið hafði gert það. Jafnvel ekki fyrirtæki sem buðu tæplega milljón hærra. Einnig er þetta eina tilboðið sem inniheldur ábyrgð á verkinu.
Þær gagnrýnisraddir hafa verið háværar að starfsmenn Castor séu nýgræðingar í þessum störfum, skólapiltar, hamborgarasteikjarar, blautir bakvið eyrun og algerlega óhæfir í verkið. Ég blæs á þá gagnrýni. Því er ekki að leyna að þeir hafa flestir önnur störf með vefsmíðinni. Eins og bent hefur verið á er t.d. einn þeirra starfsmaður Rúv, og er þar forritari í fullu starfi. Ég sjálfur lít á það sem meðmæli með manninum. Er ekki líklegt að maður sem sér um útsendingarkerfi Rúv sé með eitthvað vit í kollinum? Það tel ég mjög líklegt.
Einnig hefur verið gagnrýnt að verkið taki langan tíma. Í upphafi þessa verks var haldinn fundur með stjórn klúbbsins og vefstjóra. Á þeim fundi kom fram að smíði nýs vefs væri gríðarlega flókin, og tæki líklega uppundir ár að klára verkið, og kostnaður lægi trúlega nærri milljón. M.a. á þeim forsemdum þótti okkur ekki óeðlilegt að taka tilboði sem var með þriggja til sex mánaða verktíma. Ég sjálfur trúi því að við fáum betri vef með því móti heldur en ef skilatími væri t.d. 3 vikur.
Tveir menn hafa sent okkur í stjórn klúbbsins bréf með formlegum athugasemdum við val okkar á vefsmiðum. Það sem stendur upp úr í þeim athugasemdum er sú staðreind að annar þeirra óttast mjög að nýr vefur [HTML_END_DOCUMENT]verði ekki smíðaður í ASP.NET,>/B> en hinn óttast að sama skapi að hann verði smíðaður í ASP.NET. Fyrir mér sannar það að bæði kerfin hafa margt sér til ágætis, en nýji vefurinn er smíðaður í ASP.NET, og XHTML.
Eins og þið hafið tekið eftir er ýmislegt öðru vísi á forsíðu vefsins í dag en áður. Eins og ég hef áður sagt og skrifað er þetta ekki endanlegt útlit. Vefspjall og auglýsingar munu byrtast á forsíðu, en ekki fyrr en nýtt spjallkerfi verður tekið í notkun. Einnig verða fleiri breytingar sem koma í ljós smám saman. Að lokum verður svo tekið í notkun nýtt aðgangsstýrinakerfi.
Varðandi flutning á hýsingunni er eitt sem ég vil nefna. Hana átti að vera löngu búið að flitja. Ástæðan fyrir þeim töfum er sú að hluti gagnagrunnsins sem vefurinn keyrir á finnst ekki. Hver ástæðan er veit ég ekki, og kann ekki að útskíra. Það væri auðvelt að flytja hýsinguna án grunnsins, eða þess hluta hans sem ekki finnst, en við það glötuðust allar þær upplýsingar sem á vefnum eru, og því er það ekki vænlegur kostur.
Að lokum vil ég biðja ykkur að sýna biðlund og þolinmæði. Leifið okkur að klára verkið og gagnrýnið það svo. Gagnrýni er eðlileg og sjálfsögð, en er ekki eðlilegt að geyma hana til verkloka?
You must be logged in to reply to this topic.