This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.01.2007 at 00:09 #199332
[HTML_END_DOCUMENT]
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.01.2007 at 00:40 #574774
Fínar breytingar hjá ykkur – Síðan er öll orðin hin glæsilegasta og á vefnefnd hrós skilið fyrir sína vinnu.
Benni
10.01.2007 at 01:37 #574776Að setja tímamörk á breytingar á sínum eigin skrifum er algerlega fáranlegt.
Nú spyr ég, hver er ávinningurinn að einstaklingar geti ekki breytt pósti sínum daginn eftir?LG
10.01.2007 at 07:46 #574778Ávinningurinn á nú að vera nokkuð augljós. Þ.a.s orð skulu STANDA.
Það gengur auðvita ekki að menn séu að taka út pistla sína eftir á eða breyta þeim all verulega. T,d hafa u.þ.b 1500 pistlar horfið með þeim hætti á síðastliðnum 12 mánuðum.
Og standa því ertir nokkrir þræðir samhengislausir. ( sjá Óvissuferð ofl ).
Við gætum t,d hugsað okkur hvernig margir þræðirnir litu út ef ég þú færum í fýlu og eyddum út pistlunum okkar. Ofsi 1446 og Lúther 881 pistlar, eða samtals 2327 pistlar.
Margir af þessum pistlum eru upphafspistlar þráða, sem væru munaðarlausir ef þessu væri eytt út
10.01.2007 at 08:58 #574780Eins og Ofsi sagði orð skulu standa. Ef menn eru ekki tilbúnir til að standa við það sem þeir segja eiga þeir að sleppa því að skrifa hérna. Og ef menn eru að skrifa eitthvert bull hérna í ölæði (eins og stundum hefur sést) þá eiga þeir að hafa vit á að halda sig frá tölvunni. Það er búið að pirra mig mjög hérna að lesa þæði sem eru dottnir úr öllu samhengi vegna þess að færslum hefur verið eytt eða þeim breitt efnislega. Með þessari breitingu hafa menn tækifæri til að laga augljósar villur en síðan verða menn að standa við sitt. Gott mál.
10.01.2007 at 10:01 #574782Gott að einhver annar sá þennan fyrsta-mánaðarbögg… ég var farinn að halda að ég væri bara orðinn klikkaður.
Að takmarka svona breytingar á skrifum eftir á er ekki vanalegt á svona síðum. Á flestum spjallvefum er þessi takmörkun ekki til staðar (flestir sýna samt: "Alls breytt X sinnum síðast xxxx af xxxx ef breytingar eru gerðar). Þetta virðist hins vegar vera landlægt vandamál á þessum vef og því eðlilegt að það sé tekið á því.
Var kannski lengt í timeout á login líka? Held að bara heimabankarnir séu með styttra idle-timeout en f4x4.is 😉
10.01.2007 at 10:03 #574784Góð breyting og eflaust hægt að bæta meiru við síðar þegar
það á við. þegar menn skrifa hér inn stundum í hita leiks
getur ímislegt farið úrskeiðis og gefið ranga mynd af því sem er verið að tala um og þá er maður kanski kominn á
grátt svæði og vill þá breita skrifum sínum sem er ekki gott.
( Hér eru fullt af stafa villum ) Lesblindur ,Hljóðvilltur og
hvað með það, flestir eru með skrif sín á hreinu bara ekki ég
kv,,,MHN
10.01.2007 at 12:40 #574786Nú þegar búið er að breyta @ í (hjá) þá er ekki lengur hægt að ýta beint á netfangið og outlook opnast sjálfkrafa til að senda mail. Mér finnst það ekki nógu gott, af hverju var þessu breytt?
10.01.2007 at 12:54 #574788Þessi breyting var gerð eftir að margir höfðu kvartað yfir að þeim hefði farið að berast ruslpóstur eftir að hafa skráð sig á vefinn. Þetta er auðvitað aukaskref að copy/paste og breyta, en ég hygg að þetta geti orðið til að minnka líkur á ruslpósti.
-haffi
10.01.2007 at 12:55 #574790Það er svo mikið af forritum sem hirða upp netföng af vefsíðum sem menn nota svo til að senda manni ruslpóst. Þetta er mikið betra að mínu áliti
10.01.2007 at 14:15 #574792Sæll Tryggvi, ég hef sett time-out á TODO listann okkar.
-haffi
30.01.2007 at 10:25 #574794Var ekki einu sinni nóg?
30.01.2007 at 10:25 #574796E… tvisvar dugði ekki heldur… en allt er þegar þrennt er!
30.01.2007 at 10:25 #574798Það var eitthvað búið að laga time-out en er það aftur farið í sama horfið? 5 mínútur eða hvað sem það nú var? (Eða er ég bara orðinn geðveikari…)
30.01.2007 at 10:34 #574800Ég leit á þetta sem leyst, sbr: [u:7vbxpzna][b:7vbxpzna][url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=vefsida/8991:7vbxpzna]þetta.[/url:7vbxpzna][/b:7vbxpzna][/u:7vbxpzna] En ég skal prófa aftur í kvöld.
-haffi
31.01.2007 at 10:56 #574802Mér finst alveg óþolandi að þegar að maður er að skrifa inn texta hérna og svo sendir maður inn og þá fær maður bara BANNAÐ og það er búið að logga mann út og maður þarf gjörusvo vel að byrja aftur. og svo virðist þetta vera mjög misjafnt hvað maður fá langan tíma til að skrifa textan hérna án þess að loggast út, áðan var ég að skrifa heilar 3 línur sem tók mig innan við EINA mínotu og átti ég nú ekki von á öðuru en að ég hefði nægan tíma, en nei það komu þessi óþolandi skilaboð BANNAÐ.
Til hvers að vera með tíman svona knappan og hver er ávinningurinn af því????
Svo finnst mér tímin sem maður hefur til að leiðrétta skrif sín helst til knappur og sé ég ekki alveg tilgangin í því að vera að loka á menn að geta leiðrétt skrif sín.
Virðingafylst Addikr
31.01.2007 at 11:43 #574804Tíminn til að skrifa innlegg á að sjálfsögðu að vera lengri en 3 mínútur. Það er ekki verið að reyna að takamarka þann tíma. Ég taldi þetta komið í lag, smbr. prufuna sem ég linkaði á en þetta virðist ekki alveg ganga. Ég þarf að skoða þetta betur í kvöld, gat það ekki í gær þ.s. ég var að radíonördast.
–
Varðandi tíma til að breyta innleggjum þá var sú breyting einfaldlega nauðsynleg að mínu mati. Ýmsir aðilar voru að misnota breytimöguleikann til að skapa leiðindi. Sú breyting var bara af hinu góða.
–
-haffi (vefnefnd)
31.01.2007 at 13:01 #574806Ég er sammála Hafsteini varðandi breytingar eftir á. Það var í byrjun þessarar viku að ég tók eftir því að tíminn sem manður hefur til þess að skrifa innlegg frá því að maður loggar sig inn, var kominn niður í örfáar mínútur. Var áður af stærðargráðunni klukkutími.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.