This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 19 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Ég verð bara að láta aðeins heyra frá mér varðandi þennan óskapnað sem hefur verið settur í gang.
Það að taka einhvern besta og skemmtilegasta vef sem fyrirfannst á netinu og henda honum í ruslið og skipta svo út fyrir þessa gríðarlega illa uppsettu, óaðgengilegu og ótilbúnu vefsíðu er náttúrulega bara vítavert.
Auðvitað var gamla síðan ekki alveg fullkominn en hún var nú samt ansi nálægt því og með smá breytingum hefði hún getað orðið það.
Ég hef talað við marga fastagesti F4X4 og hafa þeir allir sömu sögu að segja….GLATAÐ.
Það sem gamla síðan hafði var að hún tók vel á móti nýjum notendum, var einföld og skýr sem er algjör andstæða við nýju síðuna.
Í kerfisfræðinámi er course sem heitir notendaviðmót, það er alveg augljóst að þessir vefhönnuðir eru ekki kerfisfræðingar.Ég veit að það eru margir búnir að tuða yfir þessu en ég bara verð að fá að vera með líka
Mér finnst klúbburinn hafa farið mörg skref afturábak með þessu framtaki sínu.
Kv: Kátur
sem er bara ekkert kátur.
You must be logged in to reply to this topic.