This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sæll öll.
Ég er með smá hugmynd um þessa síðu til að bæta hana og hún er sú að setja hér á síðuna uppl um skála á hálendinu þ.e.a.s hvað þeir heita, hvar þeir eru og þá staðsetningu á gps og við hverja maður þarf að tala við til að fá þá leigða.
Þessi hugmynd kviknaði vegna þess að ég og fleiri erum hugsum að fara uppá hálendið yfir áramótin en erum frekar hugmyndasnauðir hvaða skála við eigum að fara í og þá við hverja maður á að tala.
Var verið að benda mér á skála sem heitir ef ég man rétt Ingólfsskáli, en annars eru ábendingar vel þegnar , vegna þess að ég þekki ekki nöfn eða staðsetningu á svo mörgum skálum á norðanverðu hálendinu eð þá hver er með þá á sínum snærum.
Ferðaplanið er þetta keyra eftir vinnu á föstudeginum norður í Skagafjörð og ná þar í eina manneskju fara þaðan uppá hálendið, vorum að hugsa um Kellingarfjöll eða Fremstaver en það finnst mér full löng keyrsla svona að kvöldi til og nótti.
Kv
Snorri Freyr
You must be logged in to reply to this topic.