FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Vefmyndavél í Setrinu

by Hörður Bjarnason

Forsíða › Forums › Spjallið › Skálamál › Vefmyndavél í Setrinu

This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Agnar Benónýsson Agnar Benónýsson 12 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.07.2012 at 13:26 #223927
    Profile photo of Hörður Bjarnason
    Hörður Bjarnason
    Participant

    Fékk þessa flugu í höfuðið áðan, og veit ekki hvort hún hafi verið rædd.
    En er einhver grundvöllur fyrir þessu, þ.e.a.s gengur þetta upp, t.d með kostnað og rekstur á svona vél.
    Gengur þetta ekki fyrir sólarsellu og rafgeymum?

    Eitt er víst að gaman væri að geta fylgst með mannaferðum þarna uppfrá, snjódýpt, veðri og skyggni. Gæti vélin t.d. verið staðsett ofan á Setunni og myndi beinast að Setrinu með Kerlingarfjöll í bakgrunn.

  • Creator
    Topic
Viewing 17 replies - 1 through 17 (of 17 total)
  • Author
    Replies
  • 21.07.2012 at 23:32 #755961
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Ég nefndi þetta við einn í skálanefnd fyrri partin í sumar en það er ekki ofarlega á lista hjá þeim núna allavega. Nú er það smíði á skemmunni sem á hug þeirra allan. Svona öryggis-myndavél gæti komið að góðum notum ef þær fást til þess gerðar. Þá að fylgjast með veðri, færð og allri umferð um skálann. Hún gæti aukið not skálans, bætt innheimtu gjalda og orðið til þess að menn ganga betur um. Ef myndavélin nær að sinna mörgum öryggiskröfum er ég fylgjandi þessari hugmynd.
    Kv. SBS.





    22.07.2012 at 12:37 #755963
    Profile photo of Gunnar Sigurfinnsson
    Gunnar Sigurfinnsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 243

    Það er hægt að hafa þetta mjög einfalt til að fylgjast með veðri og snjóalögum, tengt við sellu og gsm, eins og Helgi er með í Veiðivötnum: http://helgi.dk/?page_id=61
    Svo má fara alla leiðina upp í stjórnanlega hreyfimynd: http://www.goandroam.com/webcams/cams:controllable/
    Eða velja einhvern milliveg, t.d. með hreyfiskynjara þó veit ég ekki hvernig hann plumar sig í snjókomu eða hríð.





    22.07.2012 at 13:47 #755965
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    sælir ég hef skoðað þetta örlítið, en hef mikinn áhuga á að sjá hvaða búnað þeir í vegagerðinni eru að nota, en hef líka verið að reyna að finna einfaldann og ódýrann búnað til að setja upp þarna…. þar sem við þurfum að notast við gsm samband er sennilega ekki hægt að vera með video feed, en það væri samt skemmtilegast





    22.07.2012 at 18:27 #755967
    Profile photo of Hörður Bjarnason
    Hörður Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 438

    Já líklega væri stanslaust video streymi fullmikið.
    Þó það væri ekki nema ein mynd á dag eins og á hekgi.dk, þá væri það bara snilld.





    22.07.2012 at 21:41 #755969
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Jú þessi hugmynd er nú ekki ný af nálinni og hefur verið rædd á almennum félagsfundi. Það var í sambandi við skálagjalda sem ekki voru borguð og skemmdir á húsinu. Það væri alveg brilljant hugmynd að hafa svona vél ofan á gömlu setunni með gleyðlinsu. En þá er spurning,,,,,; Hvaða með búnað eins og Míla er að nota á fyrrverandi gosstöðvum? Kv. MG





    22.07.2012 at 23:04 #755971
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    ég var að senda mílu fyrirspurn um myndavélarnar þeirra, gaman að sjá hvað kemur útúr því





    23.07.2012 at 00:50 #755973
    Profile photo of Björn Oddsson
    Björn Oddsson
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 279

    Þessi vél er sú sama og Vegagerðin notar:

    http://vedur2.mogt.is/kverkfjoll/webcam/test.php

    http://www.mobotix.com (D14)

    GSM modem sem sendir myndir á hálftíma fresti.

    Hér eru myndbönd með samsettum myndum:

    http://vimeo.com/user7073284

    ……..og veðurstöð í Kverkfjöllum (1750 m yfir sjávarmáli):

    http://vedur2.mogt.is/harbor/?action=St … arborid=13





    23.07.2012 at 22:57 #755975
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    Sæll Björn og takk fyrir þetta, það væri flott að vera með svona flottann búnað uppí Setri, en er ekki viss um að menn vilji leggja útí svona fjárfestingu fyrir að hafa vefmyndavél uppfrá.
    Mér þætti gaman ef menn tækju saman hvernig þeir vildu útfæra þetta, þá ættum við að geta gert okkur grein fyrir kostnaðinum við framkvæmdina og þegar það er komið er hægt að leggja þetta fyrir stjórnina en mögulega þarf að taka þetta upp á aðalfundi…..
    En aðalatriðið er að átta sig á því hvernig við getum útfært þetta og svo að átta sig á kostnaðinum….

    Kveðja Bæring





    25.07.2012 at 20:47 #755977
    Profile photo of Unnar Már Sigurbjörnsson
    Unnar Már Sigurbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 193

    Sælir

    Ég hef unnið að undirbúningi fyrir svona vefmyndavél frá því í vor. Ég setti fram tilkynningu um þetta á síðasta aðalfundi. Það sem gerst hefur í þessum málum í sumar er að Securitas , umboðsaðili Mobotix véla á Íslandi hefur sett fram tilboð. Ég hef ekki náð í stjórnina til að leggja boðið fyrir þá en það stendur til. Einnig hef ég átt fund með Vegagerðinni en þeir eru afar reynslumiklir í þessum málum og hafa yfir yfirgripsmikilli þekkingu að ráða sem ég hef náðarsamlegast fengið aðgang að.

    Það er nefnilega í mörg horn að líta varðandi þetta atriði enda borgar sig varla að fara af stað í svona verkefni nema að það sé gert almennilega. Á þessum stað dugar enginn sjoppubúnaður…

    Ég vona að ákvörðun um framhald þessa máls verði komið í ljós fyrir fyrsta fund haustsins í Reykjavík.





    25.07.2012 at 21:42 #755979
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    Gott mál. gaman að sjá hvað kemur útúr þessu, eins hef ég mikinn áhuga á að fá að sjá hvaða búnað þið ætlið að nota í þetta, En Unnar varst þú þá ekki að græja veðurstöðina? Geturu sagt mér hvað þessi stöð heitir, er möguleiki að hún geti sent frá sér inná mótem? Væri gaman að blanda þeim upplýsingum inná myndina.





    26.07.2012 at 09:02 #755981
    Profile photo of Unnar Már Sigurbjörnsson
    Unnar Már Sigurbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 193

    Jú, veðurstöðin er komin í lag hjá mér en varðandi það hvort hún geti sent eitthvað frá sér þá a) hef ég engar upplýsingar um það og b) þá virðist hún vera eldri en farsíminn þannig að ég efast um að möguleikinn sé fyrir hendi.

    Þar sem veðurstöð Veðurstofunnar er ekki nema 2 km í burtu þá gæti dugað að samkeyra upplýsingar þaðan varðandi veðurfar sé sá möguleiki fyrir hendi en þetta er allt í skoðun…

    P.s. Viðbót: Veðurstöðin er af gerðinni Davis. Týpunúmerið hef ég ekki höfðinu á mér en ég er sjálfur í súmarfríi og stöðin er á vinnuborðinu mínu.





    26.10.2012 at 11:03 #755983
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Góðan dag

    Er eitthvað að frétta af þessu máli ?

    Nú eru LÍV komnir með vefmyndavélar í Laugafelli, Landmannalaugum og í Mosaskarði sem taka eina mynd á dag og er þetta algjör snilld til að fylgjast með snjóalögum á hálendinu. Svona vefmyndavél í Setrinu myndi væri frábær viðbót í þessa flóru !

    Vil hvetja Skálanefnd / Stjórn áfram í þessu verkefni og þó ég búi ekki yfir neinni sérþekkingu á þessu sviði þá býð ég fram krafta mína ef á þarf að halda :)

    kveðja
    Agnar





    30.10.2012 at 11:04 #755985
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Gaman væri að vita hvort þetta mál er í ferli hjá klúbbnum !





    30.10.2012 at 21:43 #755987
    Profile photo of Unnar Már Sigurbjörnsson
    Unnar Már Sigurbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 193

    Sæll Agnar

    Þetta mál er enn í ferli hjá klúbbnum eftir því sem ég best veit. Búið er að fá tilboð í myndavél og stjórn félagsins er með það hjá sér til umfjöllunar. Þetta er verk sem þarf að vanda vel til svo að vélin verði ekki ónýt á skömmum tíma. Nánari upplýsingar hef ég ekki tiltækar að svo stöddu.

    Það þarf örugglega laghenta menn í uppsetningu þegar/ef af verður.

    Kv.
    Unnar

    p.s. LÍV menn vilja meina að hlekkir inn á vélarnar séu á heimasíðunni þeirra en þegar ég gái á þann stað sem þeir beina mér, þá gríp ég í tómt. Gæti einhver póstað hlekkjunum hér inn ?





    30.10.2012 at 22:52 #755989
    Profile photo of Kristján Hagalín Guðjónsson
    Kristján Hagalín Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 168
    • Svör: 1298

    http://liv.is/webcam





    31.10.2012 at 14:33 #755991
    Profile photo of Gunnar K Karlsson
    Gunnar K Karlsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 18

    væri goðu humind





    07.11.2012 at 11:21 #755993
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Gott að vita að þetta er í ferli.

    Svo er um að gera að setja upp hæðarstiku stutt frá myndavélinni :)





  • Author
    Replies
Viewing 17 replies - 1 through 17 (of 17 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.