This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 17 years ago.
-
Topic
-
Í framhaldi af atburðum dagsins, þá veltir maður fyrir sér hvort ekki væri ráðlegt að hafa meira áberandi tengil á forsíðu vefsíðu klúbbsins við heimasíðu Veðurstofunnar og aðrar veðurspásíður. Mönnum gæti dottið í hug að að það vefðist fyrir einhverjum að koma sér í samband við veðurspár. Fólk er nú ekki alltaf að hlusta á útvarp og/eða horfa á sjónvarp á þeim tímum sem veðurfregnir eru fluttar og á það ekki síst við um þennan árstíma, þegar margt annað tekur athyglina. Ekki er síður gagnlegt að kíkja á bloggsíðu Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, http://esv.blog.is/blog/esv/
en hann birtir oft ágætar helgarspár til viðbótar við alls kyns fróðleik um veður.
Bara svona til umræðu og skoðunar
Góðar kveðjur til allra ásamt með þakklæti til björgunarsveitanna, sem hafa að venju komið til hjálpar þegar á reið.
You must be logged in to reply to this topic.