This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 19 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Ég er að fara í ferð á föstudag, Gæsavatnaleið að Kárahnjúkum.
Hvað segið þið veðurglöggir menn um færð og veður um helgina norðan Vatnajökuls?
Jeppaferðar:
Farið verður á eigin bílum frá Reykjavík föstudaginn 23. september kl. 08:00 frá Select við Vesturlandsveg og ekin Gæsavatnaleið. Gist verður í nýjum skála Ferðafélags Akureyringa „Dreka“ skammt frá Öskju aðfaranótt laugardagsins.
Undir hádegi verður slegist í hópinn með félögunum að sunnan og Kárahnjúkasvæðið skoðað. Áætlað er skipulagðri jeppaferð ljúki þar með en þeir sem vilja geta fylgt hópnum eftir niður á Reyðarfjörð til að skoða álversframkvæmdirnar.kveðja gundur
You must be logged in to reply to this topic.