Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vatnskældur intercooler LC80
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Lárus Rafn Halldórsson 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.04.2007 at 20:25 #200221
Langar til að sjá ofan í húddið á LC80 sem er með vatnskældum intercooler. Mér skilst að þeir séu til og mig langar aðeins að kynna mér þetta. Endilega hafa samband við mig í 8935414
Agust -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.04.2007 at 21:32 #589754
Ég er svolítið skeptískur á þessa vatnskældu kæla. Ég þekki það svosem ekki hvort þeir virki betur sem er þá vissulega góð ástæða til að nota þá. En ég væri lítið hrifin af því að tengja element sem vatn streymir í gegnum á loftinntakið hjá mér. Þessir kælar eru væntalgega eins og allur annar vélbúnaður……….. bilar á endanum, og hvað þá- frostlögur beint inn á grein á dísilbíl???? Það hvort það fer vatn inn á grein ræðst væntanlega af því hvort það er meiri þrýstingur á kælikerfinu eða frá túrbínu, ég held að undir álagi sé mun hærri þrýstingur á greininni en hvað gerist þegar slegið er af og þrýstingurinn fellur???
.
Væri ekki frekar ráð að verða sér út um stærri (stærra flatarmál eða þykkari) loftkældan kæli???
.
Freyr
29.04.2007 at 21:54 #589756Mér finnst þetta vera hálfgerð vandamálalausn, þar sem sennilega er verið að bregðast við plássleysi og ,,of" löngum lögnum að/frá millikæli, sem er best staðsettur framarlega í vélarrúmi, til að nýta trekkinn þar.
Sérstaklega á boddýhækkuðum bílum verður til fínt pláss ofan á vélinni fyrir millikæli, sem jafnframt er gjarna staðsettur þar original, en (vanda)málið með það er að losna við varma frá vélinni og lofta draslið sem best.
Það að loft-kæla vatn, til að kæla svo aftur loft, hljómar ekki skynsamlega í mínum eyrum. Bara aukið flækjustig held ég.
Hins vegar hef ég ekki prófað þess háttar búnað sjálfur, þannig að ég get ekki svarið fyrir neitt í þessum efnum, en varmafræðin segir manni að þrepin eigi að vera sem fæst í þessu tilfelli….
16.05.2007 at 23:45 #589758Ættu þá ekki allar vélar að vera loftkældar?
Varmafræðin segir líka að vatn leiði betur varma en loft og flytji þar með hraðar/meiri varma.
Allavega er ég fljótari að kæla heita hluti með 10°vatni en 10° lofti, gæti verið að það sé öðruvísi hjá öðrum.
kv. Atli E.
17.05.2007 at 11:07 #589760Hjá Atla þetta hefur marga kosti styttri lagnir minni biðtími eftir að túrbína blási það eru miklu minni þrýstitöp í þessum kælum en í stórum loft í loft kæli.
vatnið og góður varmaskiftir í coolernum svínvirka ég hefði ekki stóru áhyggjurnar af leka á þessum búnaði yfirleitt lítill þrístingur á kælivökvanum í coolernum þá er hægt að velja misstóra kæla fyrir framan vatnskassann og þannig ráða svolítið sjálfur hve mikil kæling verður í coolernum þetta tekur mun minna pláss en stóru kælarnir og oft hægt að setja í staðinn fyrir kæla ofan á vél eins og td í 3l pattanum þar sem coolerinn ofaná er vita gagnslaus á lítilli ferð og í hjakki upp brekkur. Jæja hættur rausinu
kv Gísli
17.05.2007 at 23:44 #589762Jæja, ég er búinn að lesa mér til um vatnskælda kúlera og búinn að mynda mér mína skoðun.
Vatnskældir kúlerar henta ekki öllum og oftast ekki "street racing" eða lengri tíma akstri, og frekar notaðir í spyrnukeppnir .
Enda er þá yfirleitt um extreme notkun að ræða og loftið kælt niður fyrir ambient temp með ísvatni. þetta er að sjálfssögðu bara hægt í stutta stund og í þessum tilfellum er hætta á útfellingu raka (eða daggarmyndun sem talað var um í öðrum þræði).
Vatnskældir kúlerar ná yfirleitt ekki að kæla eins vel og loftkældir en þrýstingstap yfir þessa kæla er minna en af venjulegum. Þeir eru líka hentugir þar sem lítið pláss er fyrir loftkælda kæla ofaná vél eða menn (eins og ég) vilja ekki fá túrbó-lagg af því að leiða slöngur fram fyrir vatnskassa fyrir loftkældan kúler þar.
Ég ætla að gera tilraun með þetta. er með frekar stórann vatnskældan kúler og ætla að hafa fjandi stórt element fyrir framan vatnskassa hjá mér.
svo þarf ég að finna einhverja leið til að mæla hita á loftinu fyrir og eftir kæli…. einhverjar hugmyndir?
18.05.2007 at 00:10 #589764Ég setti vatnkældan intercooler við vélina í 62 cruiser (12-ht vél) sem ég átti. Hann setti ég nú eingöngu þarna uppá grínið af því að ég fékk hann á góðu verði og mig vantaði eitthvað að gera. Ég hafði enga sannfæringu um að þetta væri betra en loft/loft kælir fyrir framan vatnskassann.
Áður höfðu ég og frændi minn gert mælingar á eins cooler í eins bíl, við teipuðum tvo eins hitaskynjara utan á stútana sitthvoru megin á coolernum, svo vöfðum við þetta með einhverjum einangrandi tuskum til að reyna að einangra hitann frá vélinni frá og ströppuðum allt draslið fast. Við vönduðum okkur vel við að ganga eins frá báðum skynjurunum.
Við notuðum hitamæli frá VDO því þeir eru með eins skynjurum fyrir inni og útihitann.
Þessar lagnir leiddum við inn í bíl og fórum út að keyra, ég man nú ekki tölurnar sem við sáum en það munaði einhverjum gráðum á þessu.Þetta voru engin geimvísindi hjá okkur, geri mér grein fyrir þvi, en við allavegna sannfærðum okkur um að þetta væri að virka 😉
Á minn bíl setti ég líka nokkuð stórt húddscoop með það í huga að moka köldu lofti inn á ferðinni og moka þannig heita loftinu niður frá coolernum. Ég gerði engar mælingar á hitanum fyrir eða eftir scoopið.
Mér fannst ég finna mun á vinnslunni, ég var sannfærður um að þetta væri að gera góða hluti fyrir mig. Reyndar náði ég bara að fara í eina jeppaferð á bílnum eftir að ég setti kælinn í þannig að ég fékk ekki mikla reynslu á þetta. Það er alltaf gaman af svona tilraunum.
18.05.2007 at 00:56 #589766Líttu bara ofan í húddið hjá Tryggva Ágúst, hann er með vatnskældan cooler og segir hann virka ógurlega.
18.05.2007 at 09:29 #589768Afhverju eru menn ekki með dælu og freon til að kæla? Aircondition júnitið er að kæla alveg svakalega það loft sem fer inní farþegarými, afhverju breyta menn því ekki og kæla loftið inná mótor? Hver þarf loftkælt farþegarými á Íslandi?
Erlendis hefur maður heyrt um keppnisbíla með einhverskonar intercooler sem notast við þurís, það er líka sniðugt, ef maður er í styttri ferðum
18.05.2007 at 11:13 #589770Mig langar mikið að sjá ofaní húddið hjá Tryggva…. hvernig næ ég sambandi við hann??
getur einhver sent mér upplýsingar um það (eða tryggvi, hafðu samband) á lalli(hjá)slepja.com eða hringja í mig..
18.05.2007 at 14:18 #589772held ég að sé ekki með vatnskældann intercooler. Nokkuð viss um það. En ég veit um 3 bíla, 2 eins og breytt í þýskalandi og einn með Setrab kælir. Undanfarið hef ég verið að velta fyrir mér kitti frá Australiu, http://www.dencodiesel.com, þar sem allir hlutir koma tilbúið að setja ofan í. Langar til að prófa þetta því´mig grunar að Loftkældur intercooler sé ekki að virka eins og skyldi við hjakk og upp á jökli á rólegri ferð með vindinn í bakið. Kælarnir sem denco diesel bjóða eru með viftu sem ég er ekki alveg viss um hvernig stjórnast, auto eða manual, á eftir að skoða þetta betur. Svona sumarverkefnis pæling.
Agust
18.05.2007 at 14:32 #589774Þú nærð á Tryggva í 898 1398 og eins og ég segi þá er hann með vatnskældan cooler sem virkar bara ágætlega hjá honum. Mín skoðun er hinsvegar sú að loftkældur virki betur hér hjá okkur svo framalega sem notuð er rétt stærð en hef svosem ekkert nein séstök rök fyrir því önnur en einhverntíman þegar ég var að afla mér uppl. um þetta og var að lesa um coolera þá fékk ég svona á tilfinninguna að vatnskældir virkuðu betur í þeim löndum sem hiti er talsvert meiri en hér heima á fróni hvað svosem er til í því? Einnig má velta því fyrir sér hvort væri betra að færa cooler upp á vél og þar með stitta verulega í rörum sem er mikill kostur og náttúrlega setja "skóp"ættli það virki betur?
18.05.2007 at 22:11 #589776Sko, mér hættir nú alltaf til að fara að tala um bátavélar og sjálfsagt allir orðnir leiðir á því. Hinsvegar er Yanmar mótor í bátnum mínum – sem er náttúrulega Toyota eins og allir vita – og coolerinn á honum er vökvakældur, en eins og þeir sem til þekkja vita, er ekki venjulegur kælikassi yfirleitt í bátavélum,heldur er á þeim sjókæling, sjó er dælt í gegnum búnað sem flytur varmann frá vélinni og svo fer þetta venjulega út með pústinu, en það er önnur saga. Hvað um það, þessi millikælar virka bara ágætlega í þúsundum bátavéla og því skyldi ekki vera sama að segja um bílvélar?
18.05.2007 at 23:03 #589778Yanmar og allir hinir mótorarnir sem eru með sjókældan intercooler eru með mótstreymiskæli sem gera ráð fyrir sjávarhita (við ísland frá -1°C til +9°C). Þessir kælar "geta "kælt loftið allt niður í 2°C. og neðar við lítið álag og það er gert ráð fyrir því í stærðarvali við mótorinn.
Við viljum hins vegar ekki kæla meira en það að miða við daggarútfellingu við það hitastig sem við erum að keyra nominal kaldast við að vetri til.
Vatnskældur vs. loftkældur millikælir er aðeins spurning um hönnun, báðir geta verið góðir og einnig ekki góðir, allt spurning um rétta stærð.
Kveðja
Elli
18.05.2007 at 23:51 #589780JÆJA!
nú kemur þetta daggarútfellingarröfl aftur. Er þetta eitthvað voða fansí orð sem allir fróðir menn um vatnskælda interkúlera verða að veifa í tíma og ótíma í kringum sig eða hefur þetta eitthvað að segja?
Er einhver sem getur útskýrt hvað þetta fyrirbæri er í alvöru? Hefur þetta eitthvað að gera með að það falli út raki og myndi dropa í soggreininni þegar kælt er niður fyrir umhverfishita? Hvers vegna eru menn að röfla um það í einni setningu og röfla svo um það í næstu setningu að þessir kælar geti ekki kælt jafn vel og loftkældir kælar? Myndi þá ekki falla út raki líka í loftkældum kælum? Breytist þetta strax og farið er í lofthita undir frostmarki?
Ég óska hér með eftir svari frá einhverjum sem -veit- hvað hann er að tala um og getur útskýrt það fyrir svona aula eins og mér.
afsakið óverðskuldaðan pirring,
Lalli
19.05.2007 at 17:10 #589782eða möo 20°C 100% rakt loft heldur í sér meiri raka en 0°C og 100% rakt. þegar loftið kólnar fellur út raki.
loft er tekið inn á turbínu, segjum 15°C heitt. svo hitnar það upp í 100°C í túrbínuni, kælt niður í 25°C.(allar tölur ágiskun) þá er engin raki sem fer inn í loftið á leiðinn (skulum við vona) og þar af leiðandi fellur enginn raki út. það er sama loftið notað inn á vélina og til þess að kæla og nánast engar líkur á að kæla loftið inn á vélina niður fyrir 15°C með 15°C heitu lofti.
Rakaútfelling er ekki vandamál og verður ekki í svona vélum.
ef við erum að tala um risastórar skipavélar er ekki gott að fá dropa inn með skolloftinu því það fer í spíral inn í strokkinn og skemmir olíuhimnuna sem smyr hringina. og þar eru vatnskældir milllikælar og auðvelt að kæla of mikið.
19.05.2007 at 19:33 #589784fyrir að bjarga geðheilsu minni
þetta er einmitt það sem ég vildi sjá, útskýringar á málinu…
En hvernig er rakastig lofts sem er undir frostmarki? er þetta bara alveg eins? er "raka-rýmd" lofts alltaf minna eftir því sem það kólnar meira? þarf maður að hafa einhverjar áhyggjur af þessu svo lengi sem maður nær ekki að kæla loftið í mótornum niðurfyrir umhverfishita?
Hvernig breytir þrýstingur loftsins þessum jöfnum? getur það haft einhver áhrif á þetta "daggarmark" að loftið er þjappað?
19.05.2007 at 20:51 #589786þatta var meinloka hjá mér henry gamli kemur þessu ekkiert við hann fjallar um að vatn geti innihaldið meira loft með vaxandi þrístingi. En ég fletti þessu upp að ganni og það er rétt munað hjá mér að eiginleiki lofts til að inihalda vats eim eykst lítilega með hækkandi þrísting. þannig að daggarmarkið ætti hækka líka. svo að þetta vandamál getur tæplega verið til staðar nema í sjókælum og svoleiðis búnaði.
guðmundur
20.05.2007 at 12:31 #589788þar sannast hið fornkveðna stærra er betra.
settu bara eins stóran kæli og þú kemur fyrir. þegar umhverfishiti lækkar ætti vélin að skila meiru, en eins og áður, rakaútfelling verður ekki vandamál þó hitinn fari niður fyrir frostmark.
20.05.2007 at 22:58 #589790En ef þú setur of stóran cooler er þá ekki hætta á "laggi" ég er ekki endilaga sanfærður um að því stærra því betra reglan eigi við hér…
20.05.2007 at 23:01 #589792samkvæmt því sem ég veit best að þá er 100% raki alger bleyta, semsagt pollur af vatni.
Haffi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.