Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vatnskældur Intercooler??
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Atli Eggertsson 14 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.02.2010 at 17:24 #210458
Hafa menn eitthvað prufað þetta?
Einn félagi minn er með svona í patrol 2.8.Er þetta sniðugt eða bara alveg jafn gott og vel staðsettur vindkældur intercooler?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.02.2010 at 20:44 #681224
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vatnskældir intercoolerar eiga heima í bátum og annars staðar þar sem ekki er gott aðgengi að kælilofti.
Í bíl er þetta líkast til bara vesen, enda ekki um langar lagnir að ræða þó að fara þurfi fram í grill.
kkv
Grímur
03.02.2010 at 20:58 #681226Bara bull mundi ég halda.
Milliklælirinn kælir sogloft/útilof sem hefur hitnað hefur upp við þjöppunina í afgasþjöppunni. Með kælingunni minnkar eðlisrúmmál loftsins þannig að þjappan nær að troða meira lofti (lesist súrefni) inn-i sprengihólfið. Það verður til þessa að við náum að stja inn meira eldsneyti og fáum meiri kraft.
Við fáum líka í bónus betri nýtni þar sem hluti af orkunni í afgasinu er troðið inní vélina aftur.
Kælivatnshringrásin á vélinni er alla jafnanum 80-100°C heit og hún er kæld með útiloft sem er á okkar kalda landi +/-15°C að öllu jöfnu. Varminn er semé á leiðinni í útiloftið og millilending í kælivatni er í besta falli tap á mögulegri kælingu uppá nokkrar gráður ef um er að ræða sér kælivatnshringrás og og í versta falli lítil eða engin kæling þar sem vatnið er nálega jafn heitt og þjappaða lofitð.
Það er líka MJÖG óskynsamlegt að þvælast með loftið sem er að fara inní dísil vél í gengum varmaskipti með vatni því að ef einhver leki verður þá er vélin ÓN’YT.
Ergo BULL
l.
l.
03.02.2010 at 21:42 #681228Ég hef nú oftast séð pínulítinn vatnskassa og dælu sér fyrir millikælinn. Þá ertu með rör sem er fullt af minni rörum. Minni rörin eru fyrir loftið og ytra rörið er fyrir kælivökvann. Dælan dælir inn í intercoolerinn og þaðan fer vökvinn í litla vtnskassann. Það væri bara vitleysa að nota kælikerfi vélarinnar í svona system.
03.02.2010 at 22:10 #681230
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Menn eru eitthvað að föndra við þetta í spyrnubílum og þessháttar, jafnvel með klakabox til að kæla vatnið. Þar eru allt aðrar aðstæður, 30°+ lofthiti og rugl.
Flöturinn til að kæla "inn-loftið" þarf alltaf að vera nokkurn veginn jafn stór, hvort sem vatn er notað sem milliliður eða ekki.
Að halda að pínulítill vatnskassi dugi til að sjá alvöru forþjöppun fyrir kælingu er misskilningur.
kkv
Grímur
03.02.2010 at 22:21 #681232Eitthvað hefur þetta verið notað í LC80.
ég átti allavega svoleiðis dós með svona intercooler. Fróðir menn gáfu þessu nú ekki háa einkunn í þeim bíl.
Benni
03.02.2010 at 22:33 #681234
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Gaman að heyra að einhvrjir hafa prófað þetta.
Það er auðvitað ekkert sem kemur í staðinn fyrir alvöru prófun.
Það væri gaman að heyra hvernig þetta hefur gert sig í praxís, svona til að gera út um málið
kkv
Grímur
03.02.2010 at 22:56 #681236sæll
ég á svona vatnskældan intercooler en hef aldrei þorað að setja hann í af aðeins einni ástæðu sem reyndar er komin fram hérna.
það er að ef það kemur gat á elimentið og kælivatnið fyrir intercoolerinn sogast inná strokk þá er vélin ónýt.
það er alltaf sér vatnskerfi fyrir þetta ásamt hringrásardælu og náttúrulega einhverjum lítrum af vatni. dælur bila og vatnskerfi leka.. auk þess sem þetta er talsvert þyngra held ég en ál-intercooler með rörum ég held að þetta sé ekki vesenisins virði þótt hugsanlega sé auðveldara að koma þessu fyrir og maður fái minnna túrbólagg en með kúler með löngum lögnum.
Ég ætla allavega frekar að reyna að koma WinterFooler framfyrir vatnskassa hjá mér ef ég fer í þetta vesen.
lalli
04.02.2010 at 10:01 #681238Vatn hefur margfalt meiri varmaleiðni enn loft.
Þess vegna er hægt að ná mun betri virkni með vatnkældum kæli enn loftkældum.
(af sömu ástæðu og við dýfum hlutum í vatn ef við viljum kæla á snögt enn förm ekki að blása á hlutinn)Vélar með rúmmáls-miklar sog-greinar lagnir og forþjöppu hafa langa svörun þegar gefið er í. (minni snerpa)
Með vatnskæli er hægt að lágmarka rúmmál sog-greinar.Það er rétt að það verður að hafa sér kælikerfi fyrir þetta, þar af leiðandi er hægt að hafa hlutfallslega minna element á "sog-greininni" enn er á elementinu sem kælir vatnið. Einnig er hægt að komast af með minna element á sog-grein með vatnskældum enn á loftkældum kæli.
Ef menn eru hræddir við vatn og vélar, þá eru framleidda vélar í þýskalandi sem heita "Deutz" og nota ekki vatn.
kv. Atli E.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.