Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vatnskældur intercooler
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Gíslason 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.06.2006 at 13:07 #198179
Daginn
hefur einhver hér prófað að nota vatnskældan intercooler í jeppa? maður getur sparað sér hellings turbo-lagg með því að sleppa að leggja frá bínu og fram fyrir vatnskassa og til baka, og þetta virkar líka þegar keyrt er hægt (annað en intercoolerar sem eru top-mounted og þurfa loftflæði frá húdd-skópi)
helstu gallar og kostir aðrir en þetta? er hægt að fá svona millikæla smíðaða hér á landi?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.06.2006 at 13:43 #555572
Það var svona cooler í Toyotunni sem ég var með um daginn.
Ég svo sem hef ekki samanburðinn við annað í þeim bíl en mér var þó sagt af mér fróðari mönnum að þetta virkaði ekki jafn vel og hitt…. En af hverju fékk ég aldrei að vita, nema þó að sá vatnskældi væri frekar minni en hinir…
Benni
30.06.2006 at 13:51 #555574Air-to-water. If we use water as the cooling medium instead of outside air, we can see a big improvement for several reasons: Water can absorb more energy with a lower temperature rise. This improves our DTlm, makes it bigger, which makes Q go up and outlet temps go down. A well designed water cooled exchanger also has a much bigger U, which also helps Q go up. And since both DTlm and U went up, you can make the area A smaller which makes it easier to fit the intercooler in the engine compartment. Of course, there are some practical drawbacks. The need for a water circulation system is one. A big one is cooling the water down after it is heated (which means another radiator). This leads to another problem: You heat the water, and cool it down with outside air like the Syclone/Typhoon. [b:2dy6yaza]You can’t get it as cool as the outside air, but maybe you can get it within 20 degrees of it. Now you are cooling the turbo air with water that is 20 hotter than the outside air, and you can only get within 15 degrees of that temperature so coming out of the intercooler you have turbo air that is 35 degrees hotter than outside! (turbo air is 15 deg over water temp which is 20 deg over outside temp). You could have easily done that with an air to air intercooler! [/b:2dy6yaza]But… if you put ice water in your holding tank and circulate that… Then maybe the air temp coming out of the intercooler is 15 deg above that or 45 to 50 deg. Hang on! But after the water warms up, you’re back to the hot air again. [b:2dy6yaza]So, great for racing, not as good for the street.[/b:2dy6yaza]
–
[u:2dy6yaza][url=http://www.gnttype.org/techarea/turbo/intercooler.html:2dy6yaza]Tekið héðan[/url:2dy6yaza][/u:2dy6yaza]
–
-haffi
30.06.2006 at 14:28 #555576Sæll
það er tvennt sem ég sé plús við..
í erfiðu færi á jöklum er fjandi kallt úti, talsvert undir frostmarki oft og þá ætti þetta nú að ná að kæla helvíti vel þótt það muni 20 gráðum á cooler hita og útihita.
Annað er að vélin dregur loft í gegnum vatnskælihlutann um leið og hún dregur loft í gegnum venjulega vatnskassann, (eins og gerist við front mounted intercooler) svo þetta virkar þótt bíllinn sé á lítilli sem engri ferð… en passar samt undir húddið (því þetta er minna en venjulegur top-kúler, og engar viftur eða scope á húddið eru nauðsynleg) OG! minna túrbó lagg, sem skiptir kanski ekki svo mikklu, en er kostur fyrir okkur beinskiftu kallana.
er þetta alltof lítill kostur miðað við flækjustig? á maður að hætta að röfla bara og setja front kúler og málið dautt?
30.06.2006 at 14:38 #555578Þetta er náttúrulega flóknara, t.d. þarf spes vatnsdælu fyrir þetta lokaða kerfi, og etv. dýrara. En þetta myndi án nokkurs vafa hækka dótastuðulinn.
-haffi
30.06.2006 at 16:54 #555580Það vill svo til að ég á svona cooler ásamt dælu og elementi til sölu ef þið hafið áhuga
verð 25þ fyrir allt draslið
s 893 1527
gísli
30.06.2006 at 22:30 #555582Var að hressa pattan minn við um daginn með því að fá mér cooler ásamt nýrri túrbínu, það var smá vesen að koma collernum fyrir þar sem ég er með special edidcon, hefði fengið mér vatnskældan ef buddan hefði verið þyngri. Isleifur hjá turbo ehf setti þetta í hjá mér og að hans sögn þá er sá vatnskældi mun betri en aftur á móti dýrari.
01.07.2006 at 00:11 #555584Sko….. þetta er svona:
Vatnskældur hentar betur í löndum sem er meiri hiti en hér heima. Loftkældur cooler er þar að leiðandi betri við OKKAR aðstæður og eftir því sem kaldara er þeimur betri er sá loftkældi.
Svona er mín niðurdtaða og reindar fl. eftir bæði pælingar og að prufa og bera samann.
Sjáið bara muninn á mér og TNT báðir á eins jeppum (LC80 24v) ekki bara það að tryggvi eigi ekki roð í mig heldur er afgashitinn hjá honum líka hærri! það sem munar líklega er að hann er með mjög lítinn vatnskælir en ég með mjög stóran loftkælir.
01.07.2006 at 08:27 #555586Nú þarf ég að taka fram, að ég hef ekki reynslu af öðru en loftkældum coolerum. Top-mounted cooler eins og er t.d. á Pajero virkar með scoop, en hann hefur nú líka aðstoð frá blæstri. Túrbínan í Pajero er líka þannig, að lag-ið frá henni er talsvert, hún kemur snögglega inn á 1900 snúningum eða svo, en þar fyrir neðan er hún andskotann ekkert að gera. Ég var á sínum tíma með ARB-túrbínu frá Bílabúð Benna við 2,8 Toyota mótor, hún var að vísu talsvert fyrirferðarmeiri, en kom miklu fyrr inn og maður vissi lítið af turbine-lag. En þar kom líka til sögunnar front-mounted cooler, sem var ansi vel stór. Málið var hinsvegar, að hann var það fyrirferðarmikill fyrir framan vatnskassann, að honum hætti til að "svelta" vatnskassann í þungu færi, að maður tali nú ekki um í logni eða með vindinn í bakið. Manni finnst vökvakældur cooler ansi áhugavert project og fróðlegt að fylgjast með reynslu manna af þessu. Eina sem mér kemur í hug sem þyrfti aukalega að huga að er það, að fleirri slöngur og lengri lagnir fyrir kælivökva þýða að þeim þyrfti að fylgjast vel með gagnvart leka og slíku. En það er nú ekki neitt til að fæla mann alvarlega frá.
01.07.2006 at 11:56 #555588það þarf að setja element fyrir framan vatnskasan á vatnskælda intercooler,og það eru meiri töp í kælingunni á loftinu.
Kveðja Magnús
01.07.2006 at 19:27 #555590er það?kannast ekki við þennan kraftmun nema sýður sé.En það er eflaust betra að vera með sem stærstan kúler (loft)og meira búst í leiðinni-þessi munur á afgashita Benni minn hlýtur af stafa af því að hanga á eftir þér stundum!(mjög sjaldan)
kv tt
01.07.2006 at 21:24 #555592Það sem að Hafsteinn setti inn hérna frá Grand National T-Type spjallinu segir eiginlega allt sem segja þarf.
Vatnskældi coolerinn hefur mikinn massa sem gerir hann mjög góðan þangað til hann hefur tekið í sig varma, hann hefur ekki eins mikla getu til þess að losna við allan varmann út úr kerfinu.
Gott system í kvartmílu, ekki eins gott uppi á jökli þar sem að botngjöf varir lengur en nokkrar sekúndur í einu.
Og ef þú skoðar rúmtak röranna og berð við rúmtak vélarinnar þá má sjá að það tekur engan svaka tíma að fylla þessi rör á meðan þau eru ekki höfð alltof sver.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.