Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vatnsinnsprautun
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by AGNAR E JÓNSSON 22 years ago.
-
CreatorTopic
-
24.01.2003 at 10:45 #192046
Getur einhver frætt mig um vatnsinnsprautun fyrir bílvélar hvernig virkar þetta og afhverju gefur þetta meira afl?
Virkar vatnsinnsprautun bara með túrbínu eða Blower
Virkar vatnsinnsprautun jafnt á bensín sem dísel?
Ef þetta er borðleggjandi dæmi um ódyra aflaukningu af hverju er þetta þá ekki í öðrum hverjum bíl?
Er þetta kanski viðkvæmur búnaður? (ég geri mér allavegna grein fyrir því að vatn og frost virka ílla saman)
Má kanski blanda einverju í vatnið svo að það þoli frostið án þess að það komi niður á virkninni á búnaðarinns?
Takk fyrir og snjókveðjur
Bóndinn
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.01.2003 at 11:19 #466920
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ástæðan fyrir því að þetta gefur auka-kraft á bensínmótor
er að þjappan hækkar þegar vatnið fer inn í brunarímið
því eins og allir vita þá hefur vatn ekki þá eiginleika
lofts að þjappast saman við þrýsting. Þessi aðferð var eitthvað notuð á flugvéla-mótora á stríðsárunum til að fá
auka kraft þegar mikið lá við.
Þetta gengur hinsvegar alls ekki á dísel-vél, ef vatn fer inn á dísel mótor þá gefur sig yfirleitt eitthvað,
stimplar brotna eða stimpilstangir bogna, því þar
er þjappan tvöfalt meiri en í bensín-vél
24.01.2003 at 11:52 #466922
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir jeppafélagar.
Þessi búnaður virkar þannig að vatni er sprautað inn í sprengirýmið í mjög litlu magni og þegar sprengingin verður
sýður vatnið og verður að gufu, vatn er þeim eiginleikum búið að þegar það breytist í gufu 1700 faldast rúmmálið
og það gefur augaleið að sprengingin verður töluvert mikið
kraftmeiri. Með það í huga hve mikið rúmmálið eykst við sprenginguna sést að þetta verður að vera rosalega lítið magn af vatni.
Ég veit að þetta er til á diesel vélar og ég veit um eitt sett sem var til á 6,2L GM vél, það þarf sérstakt millihedd
á vélina og að mig minnir er á þessu hitari til að koma vatninu í eitthvert kjörhitastig sem ég bara man ekki hvað er.Kveðja
Gunnar Már
24.01.2003 at 12:03 #466924Blessaður.
Þetta er nú heldur mikil einföldun hjá G7729. Það er ekki verið að tala um að fylla vélina af vatni, heldur er spautað með háum þrýsting litlu magni.
Vatnsinnsprautunin gerir aðallega þetta:
Hún kælir blönduna í brunahólfinu og kemur því í veg fyrir forsprengingar, mishita í brunahólfinu (hot spot) og bætir brunann á allan hátt. Á bensínvél má líkja áhrifunum við að nota bensín með hærra oktangildi.
Við lækkun hitastigs í brunahólfinu fellur þrístíngur líka. Því er óhætt í flestum tilfellum að hækka þjöppu eða auka við blástur túrbínu, og dæla því meira lofti og eldsneiti inn á vélina.
Aukið loft + eldsneyti = meiri kraftur)
Þetta virkar jafnt á bensín og dísel vélum.Hefur þú ekki annars tekið eftir því að bílar eru kraftmeiri í fínni rigningu en í þurru veðri?
Vatnið er ástæðan.Ég er ekki viss um af hverju maður heyrir ekkert um að menn séu að prófa þetta. Ég hef hugsað um það sjálfur, en ekki gert meira en að hugsa. Ég geri ráð fyrir að það sé í lagi að blanda vatnið með einhverju sem ekki frýs, en hef þó ekki kynnt mér það. En er það nokkuð vandamál þó það frjósi? Þiðnar ekki fljótlega í húddinu hjá manni, ef forðabúrið er nálægt vélinni?
Kveðja,
Emil.P.s. Það má finna fullt af upplýsingum um þetta á netinu.
24.01.2003 at 12:46 #466926Hér eru nokkrar slóðir sem ég fann í fljótheitum.
[url=http://www.aquamist.co.uk/:2pwwl12m]Slóð 1[/url:2pwwl12m]
[url=http://http://www.se-r.net/about/200sx/scc/feb99/water_injection.html/:2pwwl12m]Slóð 2[/url:2pwwl12m]
[url=http://www.racetep.com/wik.html#faq/:2pwwl12m]Slóð 3[/url:2pwwl12m]
[url=http://www.rallycars.com/Cars/WaterInjection.html/:2pwwl12m]Slóð 4[/url:2pwwl12m]
[url=http://homepage.swissonline.ch/3000gt/water_injection.html/:2pwwl12m]Slóð 5[/url:2pwwl12m]Það má örugglega finna miklu fleiri.
Emil.
24.01.2003 at 12:49 #466928Það eru greinilega einhverjar villur í þessum slóðum mínum.
Trúlega er auka skástrik aftan við þær.sorrý
Emil
24.01.2003 at 13:09 #466930Sælir
Ég held nú að mestu áhrifin verði vegna þennslunar þegar vatnið breytist í gufu (vegna hita í brunahólfi, en þetta gerist við mun meiri hita en 100°c vegna þrýstings í brunahólfi) enda 1700 faldar það rúmmál sitt þá og það hefur mikil áhrif á kraft vegna þrýstiaukningar ofaná stimpil.
Ég man eftir þessu þessu á subaru sem var að keppa hér í rally.
Svo hef ég heyrt að þetta var sett á Volvo B-20 sem var í willys sem keppti í torfærunni.
Einnig held ég að þetta hafi verið græjað á Fiat twin cam 2000.Kveðja O.Ö.
24.01.2003 at 13:10 #466932Sælir.
Þessi tækni er ennþá notuð í flugvélum og eru t.d. Metro vélar Flugfélags Íslands með þennan útbúnað, þetta er bara notað í takeoffinu þegar vélin er mjög þung.Vatnsinnsprautuninn gefur mikinn extra kraft og slítur túrbínunum hratt í hlutfalli við það. Til að auka frostþol er vatnið blandað með alcoholi, en í fluginu er þetta kallað alcoholWater injection.
Kv: Kátur
24.01.2003 at 16:08 #466934Sælir allir.
Strákar, ég vil endilega benda ykkur á að lesa grein sem er
[url=http://www.highpower.freeserve.co.uk/water.htm:3jmruhuc]að finna hér.[/url:3jmruhuc] Hún útskírir vel hvernig vatnsinnsprautun virkar, og hversvegna. Eins og fram kemur þar eru áhrifin fyrst og fremst kæling í sprengihólfinu, og í framhaldi af því að minna fer fyrir köldu lofti en heitu, að hægt er að koma meira eldsneyti inn í vélina.Þið bendið á að vatn þenjist út 1700 sinnum við að breytast í gufu, og mér dettur ekki í hug að efast um það. En hversu mikið haldið þið að bensín eða díselgufa þenjist út við sprengingu?
Emil.
24.01.2003 at 16:42 #466936Það er bruni í vélum en ekki sprenging!!!!!!!!!
24.01.2003 at 16:43 #466938Það er rétt hjá Emil, að það skptir ekki hvort það er vatn aðrar lofttegundir sem þenjast út í brunahólfi vélarinnar. Raunar er stór hluti af því gasi sem myndar við bennslu á olíu eða bensíni, vatnsgufa. Við þann hita og þrýsting sem er í brunahólfi vélar, er munur á rúmáli vatns og gufu miklu minni en 1:1700.
24.01.2003 at 18:43 #466940Ford,
Ef þú kveikir í bensín/dísel gufu undir gífurlegum þrýstingi eins og er í brunahólfi bílvélar, hvað gerist? Brennur það hægt og rólega, eða verður sprenging? Ef vélin þín er að snúast 3000 snúninga á mínútu, eru það 50 hringir á sek. Það þýðir að hver snúningur tekur 0,2 sek. Er ekki óhætt að kalla það sprengingu? Ég man heldur ekki betur en að við notum gerð véla sem kallast sprengihreyfill, eða Internal-combustion engine á útlensku.
Emil
24.01.2003 at 23:40 #466942
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vatnið breytir brunaferlinu og minnkar hættu á forkveikingu. Mér skilst að ef sprengingin sé skoðuð á sveiflusjá, þá lækki hámarksþrýstingurinn eða standi í stað en bólgni út, það er að segja tíminn sem sprengingin varir og ýtir stimplinum niður lengist. Vélarnar eru einnig afar hreinar, það hverfur allt sót af stimplum og úr sprengihólfi. Smá tilvitnun í Turbochargers by Hugh McInnes
BMEP(BrakeMeanEffectivePressure) at ecomical mixture of 87octan was 168psi. By enriching the mixture the BMEP could be stepped up to237psi By introduction of water, it could be further stepped up to 290psi and the fuel air ratio could be reduced. With water injection no appreciable advantage was found from the use of overrich fuel air mixture. It will be noted that total specific consumption of liquid fuel plus water is not so very much greater than when running on a very rich mixture of fuel alone. The slope of the curve of maximum cylinder pressure is interesting in that after the injection of water, it no longer rose but even tended very slightly to fall and the same applied to the gross heat flow to the cooling water.
Water is usually combined with methanol up to 50-50 to increase the volatility of the injected mixture and therefore its cooling effect, to add part fuel instead of all water for further horsepower increase.
If injection does not take place below 5psi boost there will usually not be any loss of power due to the cooling effect. It should be noted that engines equipped with water injection will be unusually free from carbon when torn down for repair.
Kv. Kolli
25.01.2003 at 01:11 #466944Smá svona innskot.
Bruni er þegar efni oxast eins og þegar bensín brennur og líka þegar járn ryðgar eða ál tærist. Ál duft sem kemst í snertingu við súrefni springur(ef það myndaðist í loftfyrðu umhverfi) en gengur snöggt í samband við súrefni á þess að þú sjáir það þegur þú sverfur það með þjöl.
Sprenging eru þegar einhvað þennst mikið út á stuttum tíma. Til dæmis verður gufusprenging ef þú hitar vatn með fljótandi málmi.
Í stuttu máli:
Bruni = oxun
Sprenging = Snögg þennsla efnis
Kveðja Fastur
ps. Við að hafa vatnið í sprengihólfinu eykst þrýstingurinn en hitinn minnkar. Við viljum meiri óreyðu(þrýsting) í brunahólfið.
25.01.2003 at 18:27 #466946
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Á þess að ég þræta fyrir þessar annars ágætu kenningar er þetta þá ekki bara spurning um að þegar vatnið sýður þá eykst súrefnið í brunahólfinu sem gerir það að verkum að auka má bensín ínn í brunahólfið svo blandan sé rétt og þar fáum við aðal aflið en vissulega er þennsla og kæling við uppgufunina sem eykur aflið líka, en ef menn halda að þetta sé eingöngu til að kæla blönduna af hverju þá ekki bara millikælir?
25.01.2003 at 18:28 #466948
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Á þess að ég þræta fyrir þessar annars ágætu kenningar er þetta þá ekki bara spurning um að þegar vatnið sýður þá eykst súrefnið í brunahólfinu sem gerir það að verkum að auka má bensín ínn í brunahólfið svo blandan sé rétt og þar fáum við aðal aflið en vissulega er þennsla og kæling við uppgufunina sem eykur aflið líka, en ef menn halda að þetta sé eingöngu til að kæla blönduna af hverju þá ekki bara millikælir?
25.01.2003 at 19:43 #466950virðist mjög athyglisvert efni. veit einhver um hvað mikla aflaukningu er að ræða. er þessi búnaður til sölu hér á landi.
bless agnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.