This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Olgeir Engilbertsson 16 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Fyrirgefið að ég skuli koma svona askvaðandi inn og trufla umræðuna um sterka felgubolta og slökkvitæki en ég bara verða að fá að bulla aðeins, enda verið sveltur frá netsambandi lengi.
Ég er búinn að vera á smá ferðalagi í sumar og það er nú alltaf þannig að það vakna hjá manni fjölda spurninga um eitt og annað í svona ferðum. Nú var mér t,d hugleikinn Vatnajökulsþjóðgarður, sem mér hefur alltaf þótt með eindæmum heimskulegur gjörningur og verður allur sá pakki heimskulegri eftir sem á liður og bullið nær lengra. Þó svo að náttúruvendaræjatollar haldi vart vatni yfir bullinu. Ég ætla nú ekki að fjalla um reglugerðina að þessu sinni. Heldur frekar lálendisvæðinguna og forgangsröðina í þjóðfélaginu. Nú þegar stóri draumurinn varð að veruleika ( Vatnajökulsþjóðgarður ) þá þarf að fara að láta hendur standa fram úr ermum, t,d með opnun skrifstofu í Reykjarvík þó svo að þaðan sé langt í þjóðgarðinn. Síðan er ráðið starfslið sem dreift verður út og suður og líklega verða nokkur hundruð manns komnir til starfa í þjóðgarðinum áður en menn ná að snúa sér við. Með tilheyrandi kostnaði og afskiptasemi af almennum ferðamönnum.
Þegar ég var í Hrafnkelsdal þá sagði mér vertinn á Aðalbóli. Að hann væri orðin ferðaþjónustu bóndi og til stæði að gera Aðalból að svona jaðar þjónustumiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðar. Og síðan ætti að leggja nýjan veg inn Hrafnkellsdal og upp á hálendið. Ég sá strax fyrir mér að þetta myndi kosta hellin af peningum og sá ekki heldur fyrir mér þörfina á einhverju upplýsingasetri þarna þar sem ekki væri svo langt í Möðrudal þar sem enn ein þjónustumiðstöð hrífuliðsins á að vera. Það sem mér fannst líka sérkennilegt við þetta allt saman var að á sama tíma og ég heyrði af þessum dýru áformum. Þá varð mér hugsað til allra einbreiðu brúnna á þjóðvegum landsins og malarvegunum vítt og breytt. Í einfeldni minni fannst mér einhvernvegin að það þyrfti að hafa forgang frekar en þessar skýja borgir.
You must be logged in to reply to this topic.