FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Vatnsdæla í Patrol ?

by Sigurður Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vatnsdæla í Patrol ?

This topic contains 30 replies, has 1,656 voices, and was last updated by  Sigurður Magnússon 8 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 08.08.2005 at 19:39 #196141
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Member

    Sælir,

    bíllinn minn hitar sig óeðlilega upp brekkur og ef ekið er hraðar en 95 … (og á móti vindi eins og í gær), en er eðlilegur með vindi, á fjöllum og í innanbæjarsnattinu.

    Án þess að vera búinn að rannsaka þetta mikið meir en að lesa mér til hér á spjallinu, þá langar mig að vita hversu mikið mál er að skipta um vatnsdælu í þessum bílum (2.8 1994 módel).

    Það er búið að fara í heddið – en fyrri eigandi var ekki viss um hvort það hafi verið skipt um vatnsdælu og datt það helst í hug, því hann kannaðist ekki við þetta vandamál …

    kv. Siggi

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 30 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 08.08.2005 at 20:23 #525512
    Profile photo of Bergur Kristinn Guðnason
    Bergur Kristinn Guðnason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 371

    ég mundi nú byrja á að tékka á vatnskassanum því þetta er mun líkara því að hann sé stíflaður eða kælielementið orðið lélegt. Gangi þér vel
    kv Beggi





    08.08.2005 at 20:49 #525514
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Þetta er ekkert svakalegt mál, ég gerði þetta fyrir nokkrum vikum. Neyddist til þess þar sem dælan fór að leka. Eitt sem er leiðinlegt við þetta er að 2-3 boltar sem halda dælunni eru á bak við neðri hlífina á tímareiminni og hún er á bak við sveifarástrissuhjólið. Fáðu lánaða góða dragkló einhverstaðar til að ná trissuhjólinu af. Ég tók reyndar kassann úr til að komast betur að þessu öllu.

    Hérna er þráðurinn þar sem ég spurði út í þetta:

    https://old.f4x4.is/new/forum/?file=bila … ingar/5116

    Skv. bókinni á maður að tappa af kerfinu gegnum krana sem er farþegamegin neðst aftan á kasssanum, slepptu því, tekur óratíma að leka þar út, losaðu frekar hosuna að neðan.

    Meðan þú ert að þessu myndi ég þreifa vel kæliþynnunum á kassanum, þetta molnaði eins og sandur þegar ég skoðaði minn, keypti nýjan á góðu verði hjá stjörnublikk í kópavogi. Grettir vatnskassar eigi líka að vera góðir. Ef þú kaupir nýjan kassa, mundu þá eftir að herða aftöppunarventilinn áður en þú setur spaðann og trektina í.

    Ef þú ferð út í 3ja raða kassa þá þarf að snikka trektina aðeins til. Hún kemst ekki alveg upp að kassanum eins og áður. Ég fékk mér bara aðeins lengri bolta og plastskinnur í byko.

    Borgar sig sennilega að splæsa á nýjan vatnslás í leiðinni.

    Síðast en ekki síst er það viftuspaðakúplingin. Ef þú heyrir ekki í viftunni á snúningi og bíllinn er heitur þá er kúplingin ekki að virka. Mín var ekkert að virka, tók hana af og liðkaði aðeins upp á öxulinn sem er framan á henni (er inni í gorminum). Hún er núna alltaf virk, sem er betra en ekkert (og ódýrara en 30kallinn sem ný kúpling kostar). Reyndar er þetta það sem þú ættir huga að fyrst af öllu, áður en þú rífur kælikerfið í sundur.

    Gangi þér vel

    -haffi





    08.08.2005 at 20:58 #525516
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 705

    Ég prófa að heimsækja þá í Stjörnublikk eða Gretti – væntanlega þarf maður að mæta með kassann í höndunum ? Er hægt að gera einhverjar prófanir annars ??

    Heyri í viftunni? Nú er ég soddan glópur oft, mér finnst ég alltaf heyra eins í vélinni – hvernig hljóði á ég að hlusta eftir ?
    Takk annars fyrir góða yfirferð á þessu – myndirnar sem þú vísar í – í þræðinu – eru ekki lengur virkar, það væri gaman ef hægt væri að laga það ?

    Siggi





    08.08.2005 at 21:05 #525518
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Linkurinn fyrir myndirnar ætti að virka núna.

    Ég veit ekki hvort þeir geti eitthvað prófað kassann. En þeir taka hann upp í nýjan (skilyrði), því þeir endurnýta endana.

    -haffi





    08.08.2005 at 21:18 #525520
    Profile photo of Snorri Freyr Ásgeirsson
    Snorri Freyr Ásgeirsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 486

    Þú getur prufað kúplinguna með því t.d að halda við hana þegar startað er og ef þú átt erfitt með að halda spaðanum kjurrum þá myndi ég kíkja á kúplinguna, svona var mér kennt þetta .

    Kv
    Snorri Freyr





    10.08.2005 at 10:44 #525522
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 705

    ég sá að það pípaði út þar sem efri slangan tengist við vélina – hárfínt … en snarversnaði eftir að slangan hafði verið hrist. Komin ný klemma – svo nú er bara eftir að dobbel tjékka.

    Viftuspaðann gat ég auðveldlega haldið við … þannig að kúplingin er í lagi ?

    Annað mál, þegar ég tek tappann af vatnskassanum þá er eins og það sé einskonar smurolíufeiti á honum (dökk feiti eða olía), ég hreinsaði þetta í burtu en það kom aftur – einhverjar hugmyndir um hvað í veröldinni þetta getur verið ?

    kv. Siggi





    10.08.2005 at 11:40 #525524
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Bíllinn minn hita sig óeðlilega + smuolía í vatnskassanum = vandræði.

    Ef það kemur olía eða loft í vatnskassann þíðir það oftast að heddpakning sér farinn eða í versta falli heddið. Ég ætla ekki að mála skrattann á vegginn fyrir þig Siggi en þetta er í flestum tilfellum leiðindar staðreyndir sem maður verður að horfast í augun við.

    Vona að ég hafi rangt fyrir mér.

    kv. vals.





    10.08.2005 at 12:29 #525526
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 705

    áhyggjur af að þetta geti verið rétt hjá þér Vals.

    Nú er það spurning, bíllinn er keyptur í maí, búið að keyra hann 6-7 þús. kílómetra – á maður einhverja kröfu á fyrri eiganda ? (ef maður gefur sér að hið versta sé málið).

    Auðvitað var ég fullfljótur að fagna :-(

    Siggi

    p.s. bíllinn var keyptur vegna þess að það var búið að fara í heddið…





    10.08.2005 at 15:03 #525528
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 705

    var viturlegt – en ekki gleðilegt.

    Pakkningin er að öllum líkindum farin að gefa sig þ.a. viturlegast er að setja bílinn inn á gólf til þeirra – og vona að það sé bara hún.

    Áætluð viðgerð er 120 – 130 þús ef það er bara pakkningin, 100 þús í viðbót ef heddið er farið (hedd + að flytja dótið á milli).
    Þetta er ekki alveg að passa inn í heimilisbókhaldið :(

    Nú er að sjá hversu göfugur fyrri eigandi er, mér þykir þetta helst til stutt ending m.v. stærð viðgerðarinnar – og að þetta hafi verið frá…

    Takk fyrir hjálpina,
    Siggi





    10.08.2005 at 15:43 #525530
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Sæll Siggi, þar sem ég hafði rétt fyrir mér kemur önnur ráðlegging.
    Ef þú ætlar að hafa möguleika að fá aðstoð frá fyrri eiganda, hvort sem er í vinnuframlagi eða fjármunum, skaltu hafa samband við hann áður en þú keyrir bílinn inn á gólf hjá Vélarlandi.
    Það er stutt síðan ég seldi bíl og að mér vitanlega var bíllinn í topp standi. Upp kom bilun sem skilgreind er sem falinn galli, þó að ég gat með engu móti vitað af honum. Gert var við bilunina og þá var haft samband við mig og ætlast til að ég greiddi reikninginn eða allavega stærst hluta hans. Það er skemmst frá því að segja að ég varð æfur vegna þess að ég er fullfær um að gera við þessa tilteknu bilun sjálfur og var ekki tilbúinn að borga köllum út í bæ fyrir það.
    Svo hafðu samband við fyrrieigandi ef þú ætlar að eiga séns á bótum.
    kv.vals.





    10.08.2005 at 16:41 #525532
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 705

    – sjálfsögð kurteisi og allt það, auk þess sem hann vinnur á vélaverkstæði (að því er mér skildist), að þá gæti þetta akkúrat verið eitthvað sem lægi betur við höggi – t.d. að taka vinnulið.

    ég var búinn að senda honum póst … var ekki alveg nógu kátur og hress til að hringja í hann … og bíð eftir því að hann jafni sig – enda á ég ekki von á öðru en hann þurfi þess líka :-)

    kv. Siggi





    12.08.2005 at 13:08 #525534
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 705

    Þekkja menn hvaða kröfu hægt er að gera til fyrri eiganda bíls þegar viðlíka kemur upp og gerðist hjá mér?

    Sagan: Bíllinn er keyptur í maí árg. 1994 kaupverð 1 millj. stgr., keyrður 309 þús., hedd, túrbína og kassi upptekin, sagt frá því að hann hreyfði olíu og því þyrfti að fylgjast með henni.
    ca. 3 mánuðum seinna fer heddpakkning (akstur 6þús. km.).

    Ég reikna með að maðurinn hafi ekki verið að ljúga, enda sennilega auðvelt að komast að því þegar heddið verður tekið af. Hann telur sig ekki þurfa að koma neitt nærri þessu þar sem 1. þetta er nú 11 ára gamall bíll 2. þekkt vandamál með þessa bíla. Niðurstaða samtals okkar var að honum kæmi þetta ekkert við.

    Gott þætti mér að fá innlegg í þetta og jafnvel leiðbeiningar um hvernig best er að sækja svona mál ef einhver kann og hæft er.

    Klausan sem seldi mér bílinn:

    "Sá auglýsingu frá þér þarsem þú ert að leita að breyttum 38" breyttum bíl. Það vill svo til að ég gæti átt eitt stk handa þér. Er með Nissan Patrole bifreið sem ég hef hugsað mér að selja sem er breyttur fyrir 38", búin að lækka hlutföll, og yfirfara undirvagnin það er að segja þegar ég setti lægri hlutföll skipti ég um legur á pinion en aðrar legur voru í lagi, einnig er búið að skipta um allar fóðringar. Það er búið að taka gírkassan, túrbínu og mótor til syndanna. Bíllin er á lítið slitnum microskornum mödder og var hann auglýstur með mynd í laugardags fréttablaðinu."

    SummC fínn bíll að öllu leyti – nema í dag :(

    kv. Siggi





    12.08.2005 at 21:29 #525536
    Profile photo of Jón Snæbjörnsson
    Jón Snæbjörnsson
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 661

    ég er nú aldeilis hissa á að Lúther taki ekki þá í þessum þræði, átti hann ekki plat "vatnsdælu" hér áður nema að sú var á einhverskonar hjólum, svona Lúther dældu nú úr viskubr ? eða hvað það nú nefnist á þér 😉

    kv
    js





    22.08.2005 at 18:45 #525538
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 705

    … engin hefur þorað að tjá sig um þetta ? {Lúther er sennilega í fýlu út í mig af því ég keypti ekki bílinn hans 😮 }

    Herlegheitin eru komin á götuna aftur, vinsamleg og góð þjónusta hjá Vélalandi – enda kostaði þetta sitt, 216 þús. með f4x4 afslætti.

    Dísur voru orginal (er það ekki kyndugt, 315þúskm ?), renna þurfti ventla – svo lét ég skipta um tímareim, strekkjara og vatnsdælu.
    Dýr vélaþvottur þarna :-)

    Siggi





    22.08.2005 at 20:50 #525540
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Og er hitamælirinn rólegri? Mér sýnist þú hafa sloppið vel, maður hefur heyrt um 400+þ upptektir. Þú gerðir eitthvað í málinu í tíma.

    Annars er frasinn "búið að fara í vél og kassa" mjög teygjanlegur. Best að fá að vita hvað var nákvæmlega gert og hvenær (km).

    Annars tilhamingju með upptektina.

    -haffi





    27.08.2005 at 22:38 #525542
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 705

    gráta.

    Renndum í Þórsmörk til að fá okkur vínarbrauð og hittum skemmtilega á afmæli Útivistar – og fengum heitt kakó og meððí…

    Bíllinn allur annar, flaug upp skíðaskálabrekkuna og hitinn til friðs (steig aðeins þarna – en eðlilega held ég).

    Kominn á þjóðveg aftur sæl og glöð eftir átið, á furðumiklum hraða m.v. Patrol, músíkin í botni og þá heyrðist eitthvurt klangklang, lækkað í Bowie og gírað niður – við það jókst klangklang-ið og skyndilega snarbremsaði bíllinn og einhverjir málmhlutir skutust undan bílnum reykur og olía – og gat á blokkinni.

    400 kílómetrum eftir viðgerð – nú er maður bara leiður :(

    Ég vona að Vélaland kunni að kippa þessu farsællega í liðinn – án frekarri fjárhagsáreynslu fyrir mig … hvað getur hafa gerst ?? Hiti og olíuþrýstingur voru í góðu lagi, krafturinn aldrei verið meiri ?!?

    Siggi





    27.08.2005 at 23:58 #525544
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Ekki eru þettar góðar fréttir af þér siggi minn,maður er hreinlega kjaftstopp yfir þessum ógöngum þínum með þennan patrol.Þeir í vélalandi hljóta að kippa þessu í lag fyrir þig strax eftir helgi,ekki gott að segja hvað hefur gerst en þó gæti verið að það hafi verið sprunga einhver staðar og hún síðan gefið sig með þessum afleiðingum.

    Mitsu,samúðar
    Kveðja
    Jóhannes





    28.08.2005 at 12:23 #525546
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Það virðist oft vera þannig að þegar eitthvað byrja endar það með ósköpum. Á skrifum þína að dæma þá gerðu Vélarlandsmenn ekki við bilunina, ef það er olía í vatnskassanum þarf hún að komast þangað og er það oftast í gegnum sprungu á heddi eða í slífunum í blokkinni. Eins og þú segir, þeir slípuðu ventla, skiptu um tímareim og vatnsdælu og eitthvað slíkt. En þeir fundu ekki sprunguna, hvar sem hún var, ef þeir trukkuðu heddið og engin sprunga var þar hlýtur hún að hafa verið í blokkinni. -heyrðist eitthvurt klangklang-, það er alveg ljóst að stangir eða jafnvel sveifarás er brotinn og er það örugglega afleiðing að áður nefndu vandræðum sem þú hefur verið í, en þeir sem tóku upp herlegheitin gátu ekki greinnt. Það kæmi mér verulega á óvart ef vélarlandsmenn tækju þetta á sig en þetta þíðir að vélinn er ónýt og þú verður að fá þér nýja eða notaða.

    Þetta eru mínar vangaveltur byggðar á lýsingum þínum en geta vissulega verið rangar, en ég vona að skellurinn verði ekki stór þó að mig gruni það.

    Samúðar kveðjur vals.





    28.08.2005 at 13:30 #525548
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    sælir
    Leiðinlegt að heyra þessi tíðindi. Verðið sem Siggi greiddi bendir til þess að hann hafir láta skipta um heddið þannig að þetta bendir nú allt í átt að blokkinni.
    Ef eitthvað er farið í kjallaranum þá langar mig bara að benda þér á að það er mun hagkvæmara að kaupa bara aðra vél heldur en að láta taka þetta allt upp (hálf milljón). Ættir að geta fengið vél á 200-250 þús kr. Bendi einnig á að þú getur notað 2.8 l vél úr nýja boddýinu líka, sleppir bara tölvudótinu og notar gamla olíuverkið.
    Gangi þér vel og vonandi er þetta ekki blokkin.
    kveðja
    Agnar





    28.08.2005 at 18:08 #525550
    Profile photo of Guðmundur Magni Helgason
    Guðmundur Magni Helgason
    Participant
    • Umræður: 82
    • Svör: 767

    Ég hugsa að vélalandsmenn ábyrgist þetta ekki, þeir voru bara að gera við heddið…





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 30 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.