FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Vatnavextir

by Skúli Haukur Skúlason

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Vatnavextir

This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson Jack Hrafnkell Daníelsson 19 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 29.07.2005 at 13:11 #196122
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant

    Ég var að heyra í Jóni Ofsa sem er á leið í Illugaver og hann vildi koma því á framfæri að honum sýnist jökulár sem hafa verið á vegi hans vera býsna vatnsmiklar. Rétt að hafa það í huga í ferðum helgarinnar og stíla inn á að vera snemma á ferð í ánnum. Ég hef líka haft spurnir af því að árnar inn í Mörk séu sæmilega sprækar að sjá.
    Kv – Skúli

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)
  • Author
    Replies
  • 29.07.2005 at 13:56 #525264
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það er svo lítið vatnahjarta í Jóni, að hann lokar augunum þegar hann fer yfir Elliðaárnar á brú. Maður blæs á svona hræðsluáróður frá hræðslupúkanum sem þorði ekki að vera lengur í bænum, útaf hugsanlegum mótmælum.

    Góðar stundir





    29.07.2005 at 15:10 #525266
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Þó að Hlynur blæs sig út af jökulvatni þá er það staðreynd að allt að sjö vélar drukku af mikið af þessum vökva á leið í Þórsmörk í síðustu viku. Ekki var vitað um alvarleika drykjunar í hverju tilfelli fyrir sig en hér voru mis stórir bílar á ferð og mis vanir bílstjórar.
    Spakir menn sögðu að þessa viku hefði að jafnvirði tveggja 44" Patrola runnið í Markarfljót í þessum óhöppum eða glannaskap.
    Svo elskurnar farið varlega á vegum og fljótum hvar sem þið komið til með að ferðast.

    kv. vals.





    29.07.2005 at 15:29 #525268
    Profile photo of Lárus Elíasson
    Lárus Elíasson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 408

    Þegar maður finnur mörkin (of djúpt) þá er það of seint.

    Meðal lítt breyttra kafbáta við Steinholtsá var VW Tourec.

    Aldrei of varlega farið með dýrt dót.

    l.





    29.07.2005 at 15:42 #525270
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Þessum bíl var ekið af afli í ána og það var ekki verið að pæla því hvort hann kæmi heill eða ónýtur úr ánni aftur.
    Framleiðendur bílsins voru að taka upp Auglýsingar og fóru með 8 bíla inní þórsmörk og það skipti víst engu máli hvort þeir yrðu skildir eftir ónýtir eða hvort hægt væri að keyra þá til baka í bæinn.
    Þetta hef ég eftir mjög svo áreyðanlegum heimildum.
    Þannig að þetta dæmi var ekki Dýrt fyrir eigandann af VW Tourec.
    Þetta var frekar meiri skemmtun fyrir ökumennina
    Kveðja
    JÞJ





    29.07.2005 at 16:51 #525272
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Það er óvíst að vélinn hafi farið í Tourec-num því þegar hann var kominn út í miðja á sló öllu út og loftpúðarnir tæmdust þannig að hann sat flatur í miðri Steinholtsánni og gat sig hvergi hreift í þó nokkuð langann tíma.

    kv. vals.





    29.07.2005 at 16:59 #525274
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Sá einmitt þennan Voffa þarna við Steinholtsá, eiginlega á vitlausum bakka að mínu mati, þ.e. innan við ánna. Var að undrast það hvaða vitleysingur þetta væri.
    En á Defender er ekkert mál að meta vatnið, maður fylgist bara með að vatnsyfirborðið fari ekki yfir ákveðið mark … í mælaborðinu.

    Kv – Skúli





    30.07.2005 at 11:10 #525276
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Hér er verið að vara minni jepa við Lindá, sem hefur hækkað vegna vatnavaxta í Jökulsá á Fjöllum:
    http://www.ust.is/NyttEfni/nr/3231





    30.07.2005 at 15:08 #525278
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það væri flott að fara núna í Jökulheima, skella sér yfir Tungná á Gnapavaði og taka svo Skaftá fyrir innan Langasjó.Það er örugglega flott að sjá hlaupið koma undan jökli, ef það þá kemur.

    Góðar stundir

    ps: á góðum degi er hægt að keyra Skaftá við jökul.





    30.07.2005 at 18:55 #525280
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ég var að koma í bæinn eftir að hafa verið að þvælast um bæði hálendi og láglendi síðustu 10 dagana.

    En mér sýndust allar jökulár sem ég kom að vera vel bólgnar – bæði þær sem farið er yfir á brú á þjóðvegi 1 og eins þær sem urðu á vegi mínum norðan vatnajökuls. M.a. flæddi jökulsá á Fjöllum yfir vegin á nokkrum stöðum í Krepputungu þegar ég fór þar um – einnig vantaði bara meter eða svo í að jökulsá á Brú næði upp undir brúnna við Kárahnjúka þegar ég fór þar yfir.

    Þannig að sennilega er mikið vatn allstaðar.

    Benni





    30.07.2005 at 19:05 #525282
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ertu búinn að leggja Pæjuni í venjulega stæðið upp á höfða, þar sem henni er vanalega lagt eftir að hafa verið meira en 3 daga í notkun ???

    Bara svona að spögulera

    Góðar stundir





    30.07.2005 at 21:12 #525284
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Nei nú var bara lagt heima – allavega svona til að taka úr honum farangurinn, en hvur veit nema ég lendi í vandræðum á Skólavörðustígnum eftir helgi og þurfi að fara uppeftir….. :-)

    BM





    30.07.2005 at 21:24 #525286
    Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson
    Jack Hrafnkell Daníelsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 728

    á morgunn. Farið úr Borgarnesi upp á Uxahryggi þaðan yfir á Kjöl, niður í Langadal þaðan í Skagafjörð upp í Laugafell og svo í Öskju og svæðið þar í kring. Spurning með hvort það er vit að fara úr Herðubreiðarlindum í Snæfell?
    væri ekki verra að vita af einhverjum félögum á flakki á þessum slóðum næstu tvo til þrjá daga ef svo ber undir.
    Borgarfjarðarmóri er kominn á nýja gorma að aftan og uppsrkrúfaður að framan og með algerlega breytta akstureiginleika mér til mikillar ánægju.
    vonast til að sjá einhverja á ferðinni. Verð með kveikt á VHF eins og venjulega.





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.