This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Olgeir Engilbertsson 17 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.04.2006 at 19:29 #197725
Þarf ekki að stofna vatnadeild innan klúbbsins? Meðal verkefna væri að fara þessi gömlu vöð og grafa upp menn sem eitthvað vita um þetta. Safna saman á einn stað sem mestum fróðleik. T.d. gæti Olgeir í Nefsholti tekið Hlyn og fleiri í smá kennslustund um Bjallavað.
Til er talsvert af myndum af trukkum á kafi en lítill texti við þær. Ein þessara mynda er af Bedford Bjarna í Túni á kafi í Krossá. Rétt sést í hornið á stýrishúsinu. Farþegarnir komust út um lúgu á farþegahúsinu og upp á eyri í ánni. Þangað voru þeir sóttir á hestum frá Stóru-Mörk og var faðir minn með í þeirri ferð. Bergur Sæmundsson frændi minn (frá Stóru-Mörk)keypti bílinn af Bjarna og gerði út í mörg ár. Gaman væri að hafa upp á þessari mynd og fleirum.
Kv. Árni Alf.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.04.2006 at 23:33 #548970
Sæll Árni. Ekki ætla ég að kalla mig sérstakan vatnamann . Þekki best Jökulgilskvíslina en ég hef gaman af svona ýmsum fróðleik um vöð og margt fleira sem tengist hálendinu. Bjallavað fannst á síðasta áratug 19. aldar og tíndist þegar Hófsvað fannst. Væri vissulega gaman að kanna það að vori eða hausti þegar lítið er í ánni . Kvíslarvað var notað um aldir og notuðu "Vatnakarlar " það í Veiðivatnaferðum fram yfir aldamót. Nú er það komið undir lónið. Sveinn Pálsson læknir fór það á heimleið í leiðangrinum til Vatna 1795 en hann fór Tangavað á leið innúr og svo Trippavað en þar skall næstum yfir hestana. Guðmundur Jónasson fór fyrst yfir á Tangavaði á Vatnaljót sínum 1949 held ég ,en nú er það komið undir Sultartangalónið .
Sigurður frá Laug og félagar ferjuðu svo Gamla Ford á bát yfir ána í Haldinu 1932 þegar þeir voru að undirbúa Sprengisandsferðina og keyrðu svo inn að Helliskvísl í heimleiðinni fyrstur bíla . Svo fóru þeir norður Sprengisand á bílnum 1933. Sveinn Pálsson segir að hafi verið vað með klapparbotni austan undir Snjóöldu en þeir höfðu ekki tíma til að fara þar. Þegar Þorvaldur Thoroddsen fór þar yfir um öld seinna var þar bullandi sandbleytaog illfært.
Þegar línan frá Sigöldu austur á Síðu var sett upp 1983 var búið til vað á Tungnaá austan við Ljótapoll og þar fóru menn á bílum og vinnuvélum til að stytta sér leið og var slóð að vaðinu frá brúnni á Jökulgilskvíslinni út eftir aurunum og þar var hætta á sandbleytu .Þarna fóru fjallmenn í 2. leit haustið 1983 yfir á Hilux og Willis á leiðinni að smala við Veiðivötnin og gekk vel .Ég á myndir af þeim í ánni og set þær inn þegar ég er búinn að læra það . Árið eftir var þarna 1.80 m. djúpt og alófært. Þetta er nú orðið gott að sinni . Kv. Olgeir
10.04.2006 at 23:43 #548972Því má bæta við að Tangavað er núna á þurru fyrir neðan Sultartangalón. Ef skoðuð eru gömul 50.000 kort má sjá hvar vaðið er. (var)
Hlynur
11.04.2006 at 00:05 #548974Sælir. Það er trúlega rétt að vaðið sjálft sé áþurru en lónið lokar allavega leiðinni . Ég kom að Tangavaði 1963 þega Halldór Eyjólfsson var að ferja jeppa þar yfir á Reo Studebaker trukk og mér sýndist vatnið um það bil yfir hjólin .Ég hef heyrt að áin hafi verið þarna 300 metra breið . Einn ónefndur maður sjóðrakur á Austin Gypsy jeppa nennti ekki að bíða eftir flutningi og breiddi Álafossteppi yfir vélina og keyrði svo yfir og hrakti töluvert undan straum og kom í land nokkru neðan við réttan stað . Það var myndskeið frá þessari ferjumennsku í sjónvarpsmynd eftir Svisslending í sjónvarpinu í haust eða vetur. Kv. Olgeir
11.04.2006 at 09:59 #548976Gaman að fá þennan fróðleik um Tungnaánna. Ég hef trú á að menn hafi nú meiri áhuga á svona vatnasulli en fram hefur komið. Verst hvað menn eru orðnir ragir í vötnum á þessum fínu jeppadruslum sínum.
Það væri verðugt verkefni (og klúbbnum til sóma) að kíkja á eitthvað af þessum vöðum t.d. í Tungnaánni og stefna á ferð þegar (ef) fer að kólna í haust. Draga með okkur nokkra vaska öldunga og hafa góða ferð. í millitíðinni geta menn lesið allt sem þeir komast yfir hvort sem það er rangt eða rétt og reynt að safna myndum. Vötnin eru mörg og vöðin enn fleiri. Af nógu er að taka.
Endilega komið með fleiri sögur af einhverju slarki í vötnum hvaðan sem er af landinu.
Kv. Árni Alf.
11.04.2006 at 10:05 #548978Miðað við þann fróðleik sem komið hefur fram í pistlunum hér að ofan þá tek ég undir með Árna og segi það væri vel þess virði að leita uppi þessar fornu vatnaslóðir og koma þeim á kort og eiga,Þetta er fróðleikur sem ekki má tapast og ferðir hafa nú verið gerðar af minna tilefni.
Ég væri til í svona ferð í haust.Klakinn
11.04.2006 at 17:32 #548980Ég hef mjög gaman af svona fróð leik og þætti það enn betra ef maður kæmist yfir bækur um þessi efni ! En þá spyr ég hvar kemst maður yfir bækur um þessi efni ? Ég væri þakklátur fyrir það ef einhver myndi nú vera svo góður að setja ínn nokkra titla og höfunda svo að maður gæti farið í Bókasafnið og leitað!!! með fyrirfram þökk.
Kalli grúskari
11.04.2006 at 20:32 #548982Hljóta nú að vera mér fróðari menn í hvaða bækur skal leita. Kem samt hér með hugmyndir.
Hálendið heillar, Loftur Guðmundsson. Talsvert af lýsingum af vatnaslarki frumherjanna í bílabransanum.
Vatns er þörf, Sigurjón Rist. Ágæt lýsing á Hófsvaði og fróðleikur um straumvötn og jökulvötn að sumar og vetrarlagi.
Göngur og Réttir. Eitthvað má þar finna í annars mörgum bókum.
Saga Landpóstanna. Einkum er þar að finna lýsingar á glímu manna og hesta við jökulvötn.
Árbók FÍ 1996. Áhugaverð lýsing á för vörðuhleðslumanna á hestum yfir Þjórsá í foráttuvexti á Sóleyjarhöfðavaði.Kv. Árni Alf.
11.04.2006 at 20:50 #548984Þakka þér fyrir Árni minn þetta ætti að duga í fyrstu atrennu í bókasafnið.
kv:Kalli bókaormur
11.04.2006 at 21:04 #548986Í Árbók F.Í. 1967 er frásögn af fyrstu bílferð, sem vitað er um að hafi verið farin norðan Hofsjökuls og heitir sá kafli "Eyfirðingavegur" en sú leið var þekkt til forna og lá upp úr innanverðum Eyjafjarðardal og áfram til vesturs og kom saman við aðrar leiðir á Kili.
11.04.2006 at 21:41 #548988Árni kom með ábendingu um Hamragarðaheiði sem bendir til, að hann vill hafa hlutina á hreinu. En má þá benda honum á, hvernig orðið á beygist með ákveðnum greini. Sem sagt: Áin, um ána, frá ánni, til árinnar. Þannig skrifar maður og segir Tungnaána, en ekki Tungnaánna, eins og honum varð óvart á.
Og þegar minnst er á vöð þá vil ég benda mönnum á heimasíðu Gísla Ólafs Péturssonar (GÓP) þar sem finna má ágætt vaðatal, ef mig rangminnir ekki.
11.04.2006 at 22:45 #548990Vigfús, þar er hvað bestu upplýsingar um vöð í íslandi á einum stað.
11.04.2006 at 23:31 #548992Sælir. Það er gaman hvað þið félagar hafið gaman af þessum fróðleik. Ég á næstum allar Árbækur Ferðafélagsins frá upphafi og þær eru margar með góðum lýsingum af hálendinu . Í Árbókum 1950 og 1951 eru lýsingar á fyrstu ferðum á bílum bæði norðan Hofsjökuls og um Vatnahjalla og erfiðri ferð fyrir sunnan Hofsjökul . 1960 er bókin um Suðurjökla , 1976 un Syðra Fjallabak og 1967 um Sprengisand . Í Dynskógum ársriti Vestur skaftfellinga 1997 er saga Brans Stefánssonar ( Vatna Brands ) með afar miklum fróðleik um upphaf bílferða yfir sunnlensk vötn . Fyrsta sérleifisferð hans frá Reykjavík að Klaustri tók 13 tíma. Í seinni hluta bókarinnar er góð lýsing á fyrstu ferð á bílum Fjallabaksleið Nyrðri 1946. Þetta er eiguleg bók. Síðan kom út um miðja síðustu öld fjögurra binda safn af ferðasögum , hrakningasögum og lýsingar ferðaleiða um hálendið . Höfundar voru Pálmi Hannesson rektor og Jón Eyþórsson veðurfræðingur og heitir ritsafnið Hrakningar og heiðavegir. Alveg frábært rit fyrir þá sem hafa áhuga á ferðasögum og fjallaleiðum.
Ps. Fyrir alla muni að skrifa skýringar með myndunum sem settar eru á síðuna það gefur þeim aukið gild sérstaklega þegar frá líður. Með kveðju Olgeir
12.04.2006 at 08:37 #548994Eitthvað er manni nú farið að förlast þegar kemur að blessuðu minninu. Hvað með það, sýnir sig vel á þessu sem komið er fram að það þyrfti að koma upp skrá um hvar lýsingar af svaðilförum í vötnum (og fleiru) má finna í bókum og blöðum.
Það er hins vegar á heildina litið mjög lítið af þessum lýsingum og ónákvæmar á stundum. Auðvitað gleymdi ég að nefna GÓP síðuna sem allir ættu að vita af.
Okkur vantar hins vegar miklu meiri og tæmandi upplýsingar. Safna sem mestum upplýsingum frá þeim sem enn eru á lífi og vita eitthvað, safna gömlum myndum texta þær. Síðast en ekki síst að og fara sjálfir þessir vöð og "documentera" ferðirnar með myndum og texta. Hér bíður mikið og skemmtilegt verkefni.
Svona vatnaslark geta nefnilega verið fjandi skemmtilegar ferðir.
Kv. Árni Alf.
12.04.2006 at 11:48 #548996Er einhver til í að setja inn slóðina á þessa ágætu síðu, af einhverjum ástæðum tekst mér ekki að gúgla hana.
12.04.2006 at 11:51 #548998vonandi erum við að tala um sama [url=http://www.gopfrettir.net/:53qr5395]GÓP (http://www.gopfrettir.net/)[/url:53qr5395].
12.04.2006 at 12:44 #549000Sælir. Ég nefndi ekki GÓP síðuna þar sem búið var að benda á hana .Þar er meðal annars mikill og fróðlegur Jökulheimaannáll, en faðir Gísla var nokkur sumur veðurathugunarmaður í Jökulheimum. Ég gleymdi að minnast á ritsafnið Göngur og réttir sem kom út um og fyrir 1950 . Þar er nánast öllu hálendinu lýst af kunnugust og eða ritfærustu mönnum þess tíma . Landmannaafréttur og fl. afréttir á Suðurlandi er í 1. bindi.
Ég set svo slóð á mjög fróðlega og fjölbreytta síðu Smára og Nínu en þau eru búin að vera með Rútubúðina í Landmannalaugum nokkur undanfarin ár. Þar settu þau inn á annað hundrað gamlar myndir frá mér undir Olgeirs gallerí. KV. Olgeir
http://www.landmannalaugar.info/Pages/L … garIsl.htm
12.04.2006 at 16:01 #549002Kærar þakkir fyrir slóðina. Þetta er aldeilis gullnáma fyrir dellufólk eins og undirritaðan.
kv.
12.04.2006 at 16:06 #549004Mögnuð síða, meira að segja ráð til að hreinsa kalkútfellingar í sturtuklefum. Ein með öllu.
-haffi
14.10.2007 at 23:13 #549006Best að vekja upp eitt lík.
Vorum tveir félagar að þvælast aðeins um uppsveitir suðurlands, og höfðum smá tíma til að leita að Tangavaði. Eftir símtöl við heimamenn, sem farið hafa vaðið, þegar enn var vatn í því, teljum við okkur hafa fundið það. Þetta svæði er allt í drasli eftir virkjunarframkvæmdir, en ef menn nenna aðeins að spá í hlutina er hægt að finna vaðið. Eins komum við í fyrsta skipti í Sultartanga, sem margir telja að sé undir vatni, en það er hann ekki, og verður að teljast sem náttúruperla, sem kemur gríðarlega á óvart. Alltaf er það jafn magnað hvað svæði sem maður telur sig þekkja vel, getur komið manni á óvart.
Hlynur
20.10.2007 at 10:41 #549008Sælt veri fólkið. Í gær var ég spurður um nöfn á nokkrum fossum í Tungnaá og langar að varpa þeirri spurningu hér upp. Maríufoss er nálægt vatnshæðarmælinum. Fleiri fossar og/eða flúðir eru móts við Vestur Bjallana .Ekki hef ég heyrt nafn á fossinum móts við pípuhliðið. Tungnárfellsfoss er neðan við Bjallavað og Hnubbafossar eru aðeins ofan við Sigöldulónið. Áður en Sultartangastíflan kom féll Tungnaáin í Þjórsá um Ármótafoss og var Tungnaáin oft meiri. Eins og Hlynur segir er endinn á Sultartanganum og Tangavaðið á þurru . Hrauneyjafoss er nánast vatnslaus og eins Sigöldufossinn. Í þeim er lekavatn unan stíflunum. Nokkrar myndir úr 44 tommu ferðinni eru í myndasafninu undir Weapon-vatnasull. Kv. Olgeir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.