FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Vatnajökulsþjóðgarður

by Guðbrandur Þorkell Guðbra

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Vatnajökulsþjóðgarður

This topic contains 96 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson Jóhannes þ Jóhannesson 21 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 03.04.2004 at 09:02 #194133
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member

    Í Mogga dagsins er verið að fjalla um tillögur nefndar varðandi s.n. Vatnajökulsþjóðgarð, þar sem m.a. er vitnað í dr. Árna Bragason hjá Umhverfisstofnun um tillögur einhverrar nefndar um þau mál. Þar eru m.a. tillögur um takmörkun og jafnvel algjört bann við umferð vélknúinna ökutækja á Öræfajökli og sérstaklega Hvannadalshnjúk, Skeiðarárjökli og Eyjabakkajökli. Eru einhverjir í okkar hópi sem vita eitthvað meira um þetta? Umhverfisnefndin okkar eru mjög virk og við treystum á að það ágæta fólk sem hana skipar fylgist með málinu.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 61 through 80 (of 96 total)
← 1 … 3 4 5 →
  • Author
    Replies
  • 05.04.2004 at 15:59 #495429
    Profile photo of Olgeir Örlygsson
    Olgeir Örlygsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 343

    Sælir

    Ekki er gott þegar hlutirnir eru bannaðir.

    Eitt fór ég að spá í. Nú eru margar af þeim lengri gönguferðum sem farnar eru um hálendið bundnar við trússbíl sem flytur nesti og farangur…ætli að það séu eitthvað heilagari jeppar en aðrir ?

    Sennilega kæmi bann vélknúinna ökutækja jafn illa við gangandi ferðamenn og akandi.

    Einnig finnst mér grundvallar munur á umhverfisverndarsinnum og umhverfisÖFGAverndarsinnum

    Kveðja O.Ö.





    05.04.2004 at 15:59 #502752
    Profile photo of Olgeir Örlygsson
    Olgeir Örlygsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 343

    Sælir

    Ekki er gott þegar hlutirnir eru bannaðir.

    Eitt fór ég að spá í. Nú eru margar af þeim lengri gönguferðum sem farnar eru um hálendið bundnar við trússbíl sem flytur nesti og farangur…ætli að það séu eitthvað heilagari jeppar en aðrir ?

    Sennilega kæmi bann vélknúinna ökutækja jafn illa við gangandi ferðamenn og akandi.

    Einnig finnst mér grundvallar munur á umhverfisverndarsinnum og umhverfisÖFGAverndarsinnum

    Kveðja O.Ö.





    05.04.2004 at 17:13 #495433
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Slælir félagar. Datt í hug að leyfa ykkur að sjá bréf mitt til ráð"herrans".

    Kv
    Palli

    Sæl Siv.

    Eins og þú hefur væntanlega orðið var við erum við jeppamenn ekki hressir með þær tillögur sem hafa heyrst um lokun umferðar um hluta Vatnajökuls. Ég er einn af þeim fjölmörgu (eða örfáu, eftir því hvernig horft er á hlutina) sem hafa verið að ferðast um Vatnajökul síðustu ár og fer ætíð 2 – 4 sinnum um jökulinn á hverju ári. Tel mig vera mikinn umhverfissinna og tek mikið tillit til annara ferðalanga, þá sjaldan sem maður rekst á þá á þessum stóra skafli okkar, sama hvernig þeir ferðast. Aldrei hef ég rekist á gangandi mann á jökli, en varð var við einn sofandi í skálanum á Grímsfjalli um daginn, en félagar mínir fóru á móti honum kvöldið áður, er hann var að bugast af þreytu upp síðustu brekkurnar upp að skálunum. Hann varð af skiljanlegum ástæðum mjög glaður með þessa aðstoð og má ímynda sér að hann hafi verið sáttur við að það voru fleiri en hann á þessum frábæra en jafnframt óhugnalega stað. Örsjaldan hef ég séð vélsleðamenn á þessum ferðum mínum, einna helst í kringum skálana og á þessum helstu leiðum um jökulinn sjálfan. Bíla sér maður kannski oftast og mest þessa sem eru að ferðast með manni og sjálfsögðu sér maður aðra bíla við skálana á kvöldin.

    Get með engu móti skilið það að þessir örfáu sem hafa þrek til að ganga á jökla eigi að hafa þann sérrétt umfram aðra að mega fara á jökla. Ég er td þannig gerður að geta ekki og nenna ekki að ganga alla leið frá sjávarmáli uppá Hvannadalshnjúk. Miklu frekar vill ég fara uppá jökulinn t.d. uppí Hermannaskarð og ganga þaðan á Hnjúkinn. Þetta hef ég td reynt oft síðustu ár en aldrei komist, aðstæður, snjóalög, veður og tími hafa komið í veg fyrir það. Tel ég mig vera svona meðalmann í jeppaferðamennskunni og því varla verið mikið fyrir þeim aðilum sem eru að ganga á Hnjúkinn. Það sama má segja af félögum mínum, við bara sjáum ekki hvers vegna á að hefta umferð um jökulinn. Umferðin er einfaldlega það lítil, að vandamálin eru í raun engin þess vegna.

    Allt snýst þetta nefnilega um tillitsemi. Ef það eru skíðamenn á ferðinni er maður nokkuð viss um að þeir vilja ekki mikið af okkur jeppafólkinu að segja, nema að eitthvað sé að og hópurinn þurfi hjálp. Sjálfsögð kurteisi er að senda einn út hópnum og láta vita af sér og skiptast á upplýsingum um ferðaáætlun, gististaði og fl. Síðan bara láta sig hverfa eitthvað út í buskann, því nóg pláss er fyrir alla þarna uppi. Ég get nefnt sem dæmi ef einn bíll verður viðskila við hópinn í góðu veðri og er orðinn 2 – 4 km á eftir hinum, verður maður ekki mikið var við hávaða frá þeim bíl, er maður bíður í góða veðrinu eftir þessum aðila. Ein lítil þúst í fjarska sem þokast nær og heyrir maður fyrst í bílnum er hann á eftir einhverja tugi metra í hópinn. Í vondum verðum skiptir þetta ekki neinu máli, ekkert heyrist, ekkert sést og enginn verður var við neitt veðursins vegna.

    Eðlilegasti hluturinn í þessu öllu saman er að góð stjórn komist á umferð um jökulinn og sjálfsögðu á félag eins og Ferðaklúbburinn 4×4 að koma að slíkri undirbúningsvinnu.

    Ég skora á þig að kynna þér sjónarmið allra í þessu viðkvæma máli, svo allir megi sáttir við una.

    Bestu kveðjur.

    Páll Halldór Halldórsson





    05.04.2004 at 17:13 #502755
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Slælir félagar. Datt í hug að leyfa ykkur að sjá bréf mitt til ráð"herrans".

    Kv
    Palli

    Sæl Siv.

    Eins og þú hefur væntanlega orðið var við erum við jeppamenn ekki hressir með þær tillögur sem hafa heyrst um lokun umferðar um hluta Vatnajökuls. Ég er einn af þeim fjölmörgu (eða örfáu, eftir því hvernig horft er á hlutina) sem hafa verið að ferðast um Vatnajökul síðustu ár og fer ætíð 2 – 4 sinnum um jökulinn á hverju ári. Tel mig vera mikinn umhverfissinna og tek mikið tillit til annara ferðalanga, þá sjaldan sem maður rekst á þá á þessum stóra skafli okkar, sama hvernig þeir ferðast. Aldrei hef ég rekist á gangandi mann á jökli, en varð var við einn sofandi í skálanum á Grímsfjalli um daginn, en félagar mínir fóru á móti honum kvöldið áður, er hann var að bugast af þreytu upp síðustu brekkurnar upp að skálunum. Hann varð af skiljanlegum ástæðum mjög glaður með þessa aðstoð og má ímynda sér að hann hafi verið sáttur við að það voru fleiri en hann á þessum frábæra en jafnframt óhugnalega stað. Örsjaldan hef ég séð vélsleðamenn á þessum ferðum mínum, einna helst í kringum skálana og á þessum helstu leiðum um jökulinn sjálfan. Bíla sér maður kannski oftast og mest þessa sem eru að ferðast með manni og sjálfsögðu sér maður aðra bíla við skálana á kvöldin.

    Get með engu móti skilið það að þessir örfáu sem hafa þrek til að ganga á jökla eigi að hafa þann sérrétt umfram aðra að mega fara á jökla. Ég er td þannig gerður að geta ekki og nenna ekki að ganga alla leið frá sjávarmáli uppá Hvannadalshnjúk. Miklu frekar vill ég fara uppá jökulinn t.d. uppí Hermannaskarð og ganga þaðan á Hnjúkinn. Þetta hef ég td reynt oft síðustu ár en aldrei komist, aðstæður, snjóalög, veður og tími hafa komið í veg fyrir það. Tel ég mig vera svona meðalmann í jeppaferðamennskunni og því varla verið mikið fyrir þeim aðilum sem eru að ganga á Hnjúkinn. Það sama má segja af félögum mínum, við bara sjáum ekki hvers vegna á að hefta umferð um jökulinn. Umferðin er einfaldlega það lítil, að vandamálin eru í raun engin þess vegna.

    Allt snýst þetta nefnilega um tillitsemi. Ef það eru skíðamenn á ferðinni er maður nokkuð viss um að þeir vilja ekki mikið af okkur jeppafólkinu að segja, nema að eitthvað sé að og hópurinn þurfi hjálp. Sjálfsögð kurteisi er að senda einn út hópnum og láta vita af sér og skiptast á upplýsingum um ferðaáætlun, gististaði og fl. Síðan bara láta sig hverfa eitthvað út í buskann, því nóg pláss er fyrir alla þarna uppi. Ég get nefnt sem dæmi ef einn bíll verður viðskila við hópinn í góðu veðri og er orðinn 2 – 4 km á eftir hinum, verður maður ekki mikið var við hávaða frá þeim bíl, er maður bíður í góða veðrinu eftir þessum aðila. Ein lítil þúst í fjarska sem þokast nær og heyrir maður fyrst í bílnum er hann á eftir einhverja tugi metra í hópinn. Í vondum verðum skiptir þetta ekki neinu máli, ekkert heyrist, ekkert sést og enginn verður var við neitt veðursins vegna.

    Eðlilegasti hluturinn í þessu öllu saman er að góð stjórn komist á umferð um jökulinn og sjálfsögðu á félag eins og Ferðaklúbburinn 4×4 að koma að slíkri undirbúningsvinnu.

    Ég skora á þig að kynna þér sjónarmið allra í þessu viðkvæma máli, svo allir megi sáttir við una.

    Bestu kveðjur.

    Páll Halldór Halldórsson





    05.04.2004 at 17:55 #495436
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Flott bréf Palli, nokkuð vel orðað og málefnalegt. Einmitt eins og svona bréf eiga að vera til að tekið sé mark á þeim.

    Skrifum sem flest, EN, vöndum okkur og verum málefnaleg.

    Sing





    05.04.2004 at 17:55 #502759
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Flott bréf Palli, nokkuð vel orðað og málefnalegt. Einmitt eins og svona bréf eiga að vera til að tekið sé mark á þeim.

    Skrifum sem flest, EN, vöndum okkur og verum málefnaleg.

    Sing





    05.04.2004 at 19:21 #495441
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Flott hjá þér Palli minn, væri ekki ráð að dreifa svipuðu bréfi á alla þingmenn, ráðuneytisstjóra og aðra sem málið varðar. Svo er að senda sendinefndina á Styrmir, og ég vona svo að Snorri fari ekki í sögubækurnar sem fyrst og seinasti jeppakallinn á Vatnajökli.
    Jón Snæland.





    05.04.2004 at 19:21 #502764
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Flott hjá þér Palli minn, væri ekki ráð að dreifa svipuðu bréfi á alla þingmenn, ráðuneytisstjóra og aðra sem málið varðar. Svo er að senda sendinefndina á Styrmir, og ég vona svo að Snorri fari ekki í sögubækurnar sem fyrst og seinasti jeppakallinn á Vatnajökli.
    Jón Snæland.





    05.04.2004 at 19:21 #495447
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Sammála síðasta ræðumanni.

    Ég held við höfum fulla ástæðu til að vera bjartsýnir, þessar hugmyndir um mismunun eru afturganga tillagna sem dagaði uppi fyrir nokkrum árum. Þegar ég spurði Einar Sveinbjörnsson þáverandi aðstoðarmann um þessar hugmyndir fyrir tveim árum, þá sagði hann að málið væri dautt, og kannaðist ekki við að þær tengdust stofnun þjóðgarðsins.

    -Einar





    05.04.2004 at 19:21 #502771
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Sammála síðasta ræðumanni.

    Ég held við höfum fulla ástæðu til að vera bjartsýnir, þessar hugmyndir um mismunun eru afturganga tillagna sem dagaði uppi fyrir nokkrum árum. Þegar ég spurði Einar Sveinbjörnsson þáverandi aðstoðarmann um þessar hugmyndir fyrir tveim árum, þá sagði hann að málið væri dautt, og kannaðist ekki við að þær tengdust stofnun þjóðgarðsins.

    -Einar





    05.04.2004 at 20:55 #495451
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Ég get nú ekki tekið undir bjartsýni Einars Kj. Þar kemur bæði til að þótt nafni hans og vinnufélagi Einar Sveinbj. hafi haft einhver orð einhverntíma um þessi mál, þá má það einu gilda nú, því hann er hættur í ráðuneytinu og kominn aftur á básinn sinn á VÍ. Í öðru lagi þá er núverandi umhverfisráðherra umhugað um að slá einhverjar keilur í þessum Vatnajökulsmálum gagnvart kröfuhörðustu umhverfisfasistunum áður en hún hættir í haust. Siv er jú ekkert að hætta í pólitík og þarf að halda andlitinu, en helstu kremlologar í framsóknarfræðum segja að ráðherravandi frammaranna verði leystur með því að Valgerður frá Lómatjörn verði ambassador í Morge,( en það mun eiginmanni hennar, Arvid Kro, þykja nokkuð góð lausn því hún á að hafa lofað honum að vera ekki nema tiltekinn árafjölda í pólitík og síðan yrði hún að launa honum með því að flytja til Norge að því loknu.)Þá verður Siv víst félagsmálaráðherra en Árni Magn. fer í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Í þriðja lagi er svo viðtakandi umhverfisráðherra, Sigríður Anna, óskrifað blað í mínum huga varðandi hennar afstöðu og ekki veit ég hversu vel hún er upplýst um vetrarferðir. Efa það satt að segja að hún hafi áhuga á þeim málaflokki. Hvað um það, mér þykir hinsvegar það því betri hugmynd sem ég hugsa meir um það að þessir tilteknu félagar okkar tækju það krossmark á sínar herðar að kynna okkar sjónarmið fyrir umhverfisráðherra og ritstjóra Moggans. Allavega treysti ég þeim.





    05.04.2004 at 20:55 #502774
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Ég get nú ekki tekið undir bjartsýni Einars Kj. Þar kemur bæði til að þótt nafni hans og vinnufélagi Einar Sveinbj. hafi haft einhver orð einhverntíma um þessi mál, þá má það einu gilda nú, því hann er hættur í ráðuneytinu og kominn aftur á básinn sinn á VÍ. Í öðru lagi þá er núverandi umhverfisráðherra umhugað um að slá einhverjar keilur í þessum Vatnajökulsmálum gagnvart kröfuhörðustu umhverfisfasistunum áður en hún hættir í haust. Siv er jú ekkert að hætta í pólitík og þarf að halda andlitinu, en helstu kremlologar í framsóknarfræðum segja að ráðherravandi frammaranna verði leystur með því að Valgerður frá Lómatjörn verði ambassador í Morge,( en það mun eiginmanni hennar, Arvid Kro, þykja nokkuð góð lausn því hún á að hafa lofað honum að vera ekki nema tiltekinn árafjölda í pólitík og síðan yrði hún að launa honum með því að flytja til Norge að því loknu.)Þá verður Siv víst félagsmálaráðherra en Árni Magn. fer í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Í þriðja lagi er svo viðtakandi umhverfisráðherra, Sigríður Anna, óskrifað blað í mínum huga varðandi hennar afstöðu og ekki veit ég hversu vel hún er upplýst um vetrarferðir. Efa það satt að segja að hún hafi áhuga á þeim málaflokki. Hvað um það, mér þykir hinsvegar það því betri hugmynd sem ég hugsa meir um það að þessir tilteknu félagar okkar tækju það krossmark á sínar herðar að kynna okkar sjónarmið fyrir umhverfisráðherra og ritstjóra Moggans. Allavega treysti ég þeim.





    05.04.2004 at 22:34 #495455
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Menn voru eitthvað uggandi yfir bréfinu sem ég sendi Siv og héldu kannski að það yrði full harðort en það er nú ekki og því birti ég það hér:

    Góðan dag Siv,
    mig langar sem meðlimi í 4×4 klúbbnum og sem einstaklingi að mótmæla ÖLLUM fyrirhuguðum ráðagerðum um takmörkun og eða bann við akstri vélknúinna ökutækja á jöklum eða nokkrum öðrum þeim stöðum sem við ferðamenn sem kjósum að ferðast um landið á jeppum.

    Það er nóg pláss fyrir alla og aldrei hef ég orðið vitni að neinskonar árekstrum á hálendi íslands hvorki bíla,gangandi manna eða neins annars.
    Reyndar hef ég aldrei orðið vitni að því að sjá gangandi mann á hálendinu á þeim tíma sem ég ferðast að undaskildu einu skipti og þá fengu erlendir gönguskíðamenn far með mér til byggða orðnir frekar kaldir og matarlitlir.

    Það er hégómi einn ef einhverjum finnst það ekki viðunandi sjá td.bílför í snjó einhverstaðar á gönguför sinni eða heyra í bíl í fjarska einhverstaðar.

    Við byggjum ekki þetta samfélag upp með boðum og bönnum.

    Kveðja, með von um að þú takir þessi mótmæli mín til greina.

    Halldór Sveinsson.





    05.04.2004 at 22:34 #502779
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Menn voru eitthvað uggandi yfir bréfinu sem ég sendi Siv og héldu kannski að það yrði full harðort en það er nú ekki og því birti ég það hér:

    Góðan dag Siv,
    mig langar sem meðlimi í 4×4 klúbbnum og sem einstaklingi að mótmæla ÖLLUM fyrirhuguðum ráðagerðum um takmörkun og eða bann við akstri vélknúinna ökutækja á jöklum eða nokkrum öðrum þeim stöðum sem við ferðamenn sem kjósum að ferðast um landið á jeppum.

    Það er nóg pláss fyrir alla og aldrei hef ég orðið vitni að neinskonar árekstrum á hálendi íslands hvorki bíla,gangandi manna eða neins annars.
    Reyndar hef ég aldrei orðið vitni að því að sjá gangandi mann á hálendinu á þeim tíma sem ég ferðast að undaskildu einu skipti og þá fengu erlendir gönguskíðamenn far með mér til byggða orðnir frekar kaldir og matarlitlir.

    Það er hégómi einn ef einhverjum finnst það ekki viðunandi sjá td.bílför í snjó einhverstaðar á gönguför sinni eða heyra í bíl í fjarska einhverstaðar.

    Við byggjum ekki þetta samfélag upp með boðum og bönnum.

    Kveðja, með von um að þú takir þessi mótmæli mín til greina.

    Halldór Sveinsson.





    05.04.2004 at 22:38 #495459
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    þetta bréf sendi ég í gærkvöldi og hvet alla til að gera það sama.

    Glanni





    05.04.2004 at 22:38 #502783
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    þetta bréf sendi ég í gærkvöldi og hvet alla til að gera það sama.

    Glanni





    06.04.2004 at 10:29 #495461
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    A tilkynningunni á forsíðunni er búið að lista upp nokkrar röksemdir gegn þessum fyrirhuguðu lokunum. Menn geta notað punkta úr því í póst til ráðherra eða þess vegna kóperað i heild sinni yfir i póstinn, eftir því sem hentar. Eins er auðvitað fullt af góðum punktum hér í þessum þræði.

    En um að gera að sem flestir sendi póst, þarf ekki að vera langt, bara að ráðherra finni fyrir fjöldanum.

    Kv – Skúli





    06.04.2004 at 10:29 #502787
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    A tilkynningunni á forsíðunni er búið að lista upp nokkrar röksemdir gegn þessum fyrirhuguðu lokunum. Menn geta notað punkta úr því í póst til ráðherra eða þess vegna kóperað i heild sinni yfir i póstinn, eftir því sem hentar. Eins er auðvitað fullt af góðum punktum hér í þessum þræði.

    En um að gera að sem flestir sendi póst, þarf ekki að vera langt, bara að ráðherra finni fyrir fjöldanum.

    Kv – Skúli





    07.04.2004 at 12:11 #495465
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ég ætlaði bara að hvetja menn til að halda áfram að senda bréf á umhverfisráðherra.

    Ég var að enda við að senda henni bréf og við verðum að halda áfram að dæla á hana okkar skoðunum á þessu máli.

    Öðruvísi breytum við engu…

    Kveðja
    Benni





    07.04.2004 at 12:11 #502790
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ég ætlaði bara að hvetja menn til að halda áfram að senda bréf á umhverfisráðherra.

    Ég var að enda við að senda henni bréf og við verðum að halda áfram að dæla á hana okkar skoðunum á þessu máli.

    Öðruvísi breytum við engu…

    Kveðja
    Benni





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 61 through 80 (of 96 total)
← 1 … 3 4 5 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.