Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Vatnajökulsþjóðgarður
This topic contains 96 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 20 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.04.2004 at 09:02 #194133
Í Mogga dagsins er verið að fjalla um tillögur nefndar varðandi s.n. Vatnajökulsþjóðgarð, þar sem m.a. er vitnað í dr. Árna Bragason hjá Umhverfisstofnun um tillögur einhverrar nefndar um þau mál. Þar eru m.a. tillögur um takmörkun og jafnvel algjört bann við umferð vélknúinna ökutækja á Öræfajökli og sérstaklega Hvannadalshnjúk, Skeiðarárjökli og Eyjabakkajökli. Eru einhverjir í okkar hópi sem vita eitthvað meira um þetta? Umhverfisnefndin okkar eru mjög virk og við treystum á að það ágæta fólk sem hana skipar fylgist með málinu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.04.2004 at 21:30 #495390
Ég er kominn á þá skoðun að 4×4 eigi að panti viðtal hjá umhverfisráðherra til að koma okkar skoðunum á framfæri. Það er ágætur aðgangur að ráðherrum og þingmönnum í þessi landi og ættum að nýta okkur allar smugur sem við getum til að beita þrýsting. Til að byrja með væri sterkur leikur ef 4×4 sendi frá sér fréttatilkynnigu um þetta mál, og reifaði okkar hlið á þessu máli. Í öllu falli verðum við að gera eitthvað.
Hlynur
04.04.2004 at 21:30 #502716Ég er kominn á þá skoðun að 4×4 eigi að panti viðtal hjá umhverfisráðherra til að koma okkar skoðunum á framfæri. Það er ágætur aðgangur að ráðherrum og þingmönnum í þessi landi og ættum að nýta okkur allar smugur sem við getum til að beita þrýsting. Til að byrja með væri sterkur leikur ef 4×4 sendi frá sér fréttatilkynnigu um þetta mál, og reifaði okkar hlið á þessu máli. Í öllu falli verðum við að gera eitthvað.
Hlynur
04.04.2004 at 21:32 #495394Ég læt mér í léttu rúmi liggja þótt Skúli telji mig grunnhygginn (Einfaldur, vitgrannur.)Íslensk orðabók, önnur útgáfa, ritstj. Árni Böðvarsson, 1985)
Þau orð hanns finnst mér lýsa honum öllu betur en mér.
Það er yfir höfð ekki háttur skynsamra manna að kalla þá heimskingja sem hafa aðrar skoðanir en maður sjálfur.
Ef Skúli sér framtíðina í því að vinna með kerfinu í stað þess að mótmæla því, og fá kannski 100m hér og 50m þar, þá er það hanns skoðun sem ég virði þótt ég sé henni ekki sammála og ég dæmi hann alls ekki heimskingja, þó hann sé mér ósammála mér.
Send við þær skoðanir sem ég setti fram í pistli hér ofar.Eyjakveðja HarSv.
04.04.2004 at 21:32 #502718Ég læt mér í léttu rúmi liggja þótt Skúli telji mig grunnhygginn (Einfaldur, vitgrannur.)Íslensk orðabók, önnur útgáfa, ritstj. Árni Böðvarsson, 1985)
Þau orð hanns finnst mér lýsa honum öllu betur en mér.
Það er yfir höfð ekki háttur skynsamra manna að kalla þá heimskingja sem hafa aðrar skoðanir en maður sjálfur.
Ef Skúli sér framtíðina í því að vinna með kerfinu í stað þess að mótmæla því, og fá kannski 100m hér og 50m þar, þá er það hanns skoðun sem ég virði þótt ég sé henni ekki sammála og ég dæmi hann alls ekki heimskingja, þó hann sé mér ósammála mér.
Send við þær skoðanir sem ég setti fram í pistli hér ofar.Eyjakveðja HarSv.
04.04.2004 at 21:48 #495397svona til fróðleiks er hér síða þar sem ferðir á Hvannadalshnjúk og Öræfajökul eru auglýstar á tímabilinum Mars-Maí og þar kemur líka fram hverijir eru samstarfsaðilar(Jöklaferðir)http://www.hofsnes.com/tours/jeepskiing.htm Það segir kanske sitt um þetta mál
Klakinn
04.04.2004 at 21:48 #502721svona til fróðleiks er hér síða þar sem ferðir á Hvannadalshnjúk og Öræfajökul eru auglýstar á tímabilinum Mars-Maí og þar kemur líka fram hverijir eru samstarfsaðilar(Jöklaferðir)http://www.hofsnes.com/tours/jeepskiing.htm Það segir kanske sitt um þetta mál
Klakinn
04.04.2004 at 22:04 #495401
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Bið Harald afsökunar á óheppilegu orðavali. Það var ekki ætlun mín að segja hann grunnhygginn mann eða einfaldan, það var slæmt og rangt orðaval. Mín meining var og er að samsæriskenningar sem skjóta alltaf upp kollinum í þessum umræðum, séu sem slíkar heldur grunnar og lítt ígrundaðar. Þessi mynd af andstæðingum okkar sem illum öflum með þau langtímamarkmið að útrýma jeppum og jeppamönnum í nafni náttúrufasisma, ég er nokkuð viss um að það er ekki það sem býr hér að baki, frekar um að ræða þröngsýni eða þekkingarleysi á ferðalögum á jeppum. Með því taldi ég mig ekki vera að setja fram neina greiningu á Haraldi eða öðrum einstaklingum sem hér hafa tjáð sig. En grunnhyggni var ekki rétta orðið hér og biðst ég afsökunar á því.
En það versta við þessar kenningar er að ef við ætlum að nálgast þessi mál með þær að leiðarljósi, verður það í besta falli til þess að enginn nennir að hlusta á okkur í þessu máli og í versta falli skaðar það ímynd félagsins til frambúðar. Þær raunar loka okkur inn í þröngsýnum hugsanagangi.
Kv – Skúli
04.04.2004 at 22:04 #502725
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Bið Harald afsökunar á óheppilegu orðavali. Það var ekki ætlun mín að segja hann grunnhygginn mann eða einfaldan, það var slæmt og rangt orðaval. Mín meining var og er að samsæriskenningar sem skjóta alltaf upp kollinum í þessum umræðum, séu sem slíkar heldur grunnar og lítt ígrundaðar. Þessi mynd af andstæðingum okkar sem illum öflum með þau langtímamarkmið að útrýma jeppum og jeppamönnum í nafni náttúrufasisma, ég er nokkuð viss um að það er ekki það sem býr hér að baki, frekar um að ræða þröngsýni eða þekkingarleysi á ferðalögum á jeppum. Með því taldi ég mig ekki vera að setja fram neina greiningu á Haraldi eða öðrum einstaklingum sem hér hafa tjáð sig. En grunnhyggni var ekki rétta orðið hér og biðst ég afsökunar á því.
En það versta við þessar kenningar er að ef við ætlum að nálgast þessi mál með þær að leiðarljósi, verður það í besta falli til þess að enginn nennir að hlusta á okkur í þessu máli og í versta falli skaðar það ímynd félagsins til frambúðar. Þær raunar loka okkur inn í þröngsýnum hugsanagangi.
Kv – Skúli
05.04.2004 at 00:14 #495405Þakka þér Skúli, virði þínar skoðanir og að mörgu leiti sammála þér, en stend þó við það sem ég sagði áður.
05.04.2004 at 00:14 #502728Þakka þér Skúli, virði þínar skoðanir og að mörgu leiti sammála þér, en stend þó við það sem ég sagði áður.
05.04.2004 at 07:01 #495409Nú held ég að hann Skúli minn sé á leiðinni í pólitík, svei mér þá. Hann er orðinn svo diplomatiskur að manni verður barasta um og ó!
En hvað um það. Þótt hann Skúli sé góðgjarn maður og ætli engum manni illt, þá verð ég nú að segja það eins og er, að ég held hann hafi enn ekki kynnst mannlegu eðli nægilega vel ef hann er viss um að tilteknir ráðamenn í embættismannastétt sem og pólitíkusar og sjálfskipaðir "náttúruverndarsinnar" hafi ekki í huga að banna umferð vélknúinna ökutækja. Því miður verð ég að hryggja bæði hann og aðra með því, að fjölmargir þeirra einstaklinga, sem í dag hafa mikil áhrif á þessu sviði, hafa tjáð sig í ræðu og riti, einkasamtölum, blaðagreinum og á margan annan hátt skýrt og greinilega þannig að það getur ekki misskilist, að þetta er einfaldlega þeirra lokatakmark; að banna alla umferð vélknúinna farartækja á öræfum og jöklum landsins, sem og koma í veg fyrir alla mannvirkjagerð. Ég tel reyndar víst að Skúli H viti þetta allt saman, hann er bara svo klókur að hans ætlun er að halda umræðunni hér utan við plan stóryrða og fúkyrðaflaums, eins og okkur mörgum hættir til að nota þegar skapið hleypur með okkur í gönur. Þess vegna held ég að Skúli sé á leiðinni í pólitík! Gott mál ef við eignumst nú borgarfulltrúa eða þingmann.
05.04.2004 at 07:01 #502732Nú held ég að hann Skúli minn sé á leiðinni í pólitík, svei mér þá. Hann er orðinn svo diplomatiskur að manni verður barasta um og ó!
En hvað um það. Þótt hann Skúli sé góðgjarn maður og ætli engum manni illt, þá verð ég nú að segja það eins og er, að ég held hann hafi enn ekki kynnst mannlegu eðli nægilega vel ef hann er viss um að tilteknir ráðamenn í embættismannastétt sem og pólitíkusar og sjálfskipaðir "náttúruverndarsinnar" hafi ekki í huga að banna umferð vélknúinna ökutækja. Því miður verð ég að hryggja bæði hann og aðra með því, að fjölmargir þeirra einstaklinga, sem í dag hafa mikil áhrif á þessu sviði, hafa tjáð sig í ræðu og riti, einkasamtölum, blaðagreinum og á margan annan hátt skýrt og greinilega þannig að það getur ekki misskilist, að þetta er einfaldlega þeirra lokatakmark; að banna alla umferð vélknúinna farartækja á öræfum og jöklum landsins, sem og koma í veg fyrir alla mannvirkjagerð. Ég tel reyndar víst að Skúli H viti þetta allt saman, hann er bara svo klókur að hans ætlun er að halda umræðunni hér utan við plan stóryrða og fúkyrðaflaums, eins og okkur mörgum hættir til að nota þegar skapið hleypur með okkur í gönur. Þess vegna held ég að Skúli sé á leiðinni í pólitík! Gott mál ef við eignumst nú borgarfulltrúa eða þingmann.
05.04.2004 at 13:05 #495413Við erum svo miklir nátturuverndarsinnar, er það ekki??
Nýtt frumvarp, aðeins meðlimir í viðurkenndum akstursklúbb sem gefur sig út fyrir að hafa móðir nátturu í öndvegi meiga fara á jökulinn. Það væri samt hugmynd!! við gefum okkur nú út fyrir að vera sinnaðir nátturinni. Og kunnum að aka eftir því (allavega flestir okkar)En margir virðast nú ekki kunna á jökulinn, og hrækjir hann sumum af sér eins og flugu af hrossi með tilheyrandi veltum og kútagangi!!
En vatnajökull er hálfgert mekka fyrir okkur jeppamennina en margur músliminn hefur troðist undir á leið sinni til mekka og átt afturkvæmt heim.Og svona til að vera ekki málefnalegur langar mér að seigja Sif þú ert óttalegur kjáni greyið mitt!!
Umhverfisráðherra sem lætur sökkva umhverfi!!!!U go girl!!!
kveðja Benni
05.04.2004 at 13:05 #502735Við erum svo miklir nátturuverndarsinnar, er það ekki??
Nýtt frumvarp, aðeins meðlimir í viðurkenndum akstursklúbb sem gefur sig út fyrir að hafa móðir nátturu í öndvegi meiga fara á jökulinn. Það væri samt hugmynd!! við gefum okkur nú út fyrir að vera sinnaðir nátturinni. Og kunnum að aka eftir því (allavega flestir okkar)En margir virðast nú ekki kunna á jökulinn, og hrækjir hann sumum af sér eins og flugu af hrossi með tilheyrandi veltum og kútagangi!!
En vatnajökull er hálfgert mekka fyrir okkur jeppamennina en margur músliminn hefur troðist undir á leið sinni til mekka og átt afturkvæmt heim.Og svona til að vera ekki málefnalegur langar mér að seigja Sif þú ert óttalegur kjáni greyið mitt!!
Umhverfisráðherra sem lætur sökkva umhverfi!!!!U go girl!!!
kveðja Benni
05.04.2004 at 13:30 #495417
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í leiðara Morgunblaðisins í dag er fjallað um Vatnajökulsþjóðgarð og þar segir sá ágæti ritstjóri (eða líklega aðstoðarritstjóri): ?Ein af þeim tillögum er sú, að umferð vélknúinna farartækja verði bönnuð á Hvannadalshnjúk. Það er auðvitað sjálfsagt að verða við þeim tillögum. Vélknúnum farartækjum fylgir drasl og óþrifnaður. Það getur varla verið að það sé eftirsóknarvert, að Hvannadalshnjúkur verði fórnarlamb þeirra einkena okkar ?nútímamenningar?.?
Hvernig skilgreinum við þetta viðhorf! Ég held að þetta sé lýsandi fyrir fordóma og þekkingarleysi á jeppaferðamennsku, eða ég vona að það sé rétt hjá mér að þetta sé ekki raunsönn lýsing á umgengni þeirra sem ferðast á vélknúnum farartækjum. Kannski lýsir þetta umgengni viðkomandi ritstjóra þegar hann ferðast um landið, best að fullyrða ekkert um það!
Kv – Skúli
05.04.2004 at 13:30 #502740
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í leiðara Morgunblaðisins í dag er fjallað um Vatnajökulsþjóðgarð og þar segir sá ágæti ritstjóri (eða líklega aðstoðarritstjóri): ?Ein af þeim tillögum er sú, að umferð vélknúinna farartækja verði bönnuð á Hvannadalshnjúk. Það er auðvitað sjálfsagt að verða við þeim tillögum. Vélknúnum farartækjum fylgir drasl og óþrifnaður. Það getur varla verið að það sé eftirsóknarvert, að Hvannadalshnjúkur verði fórnarlamb þeirra einkena okkar ?nútímamenningar?.?
Hvernig skilgreinum við þetta viðhorf! Ég held að þetta sé lýsandi fyrir fordóma og þekkingarleysi á jeppaferðamennsku, eða ég vona að það sé rétt hjá mér að þetta sé ekki raunsönn lýsing á umgengni þeirra sem ferðast á vélknúnum farartækjum. Kannski lýsir þetta umgengni viðkomandi ritstjóra þegar hann ferðast um landið, best að fullyrða ekkert um það!
Kv – Skúli
05.04.2004 at 13:38 #495421Sæll Skúli
Ég sendi ritstjórum mbl.is athugasemdir varðandi leiðarann í morgun, bæði þetta með ruslið og einnig þá fullyrðingu þeirra að vænta megi að tillögum þjóðgarðsnefndarinnar verði vel tekið. Fékk svar þar sem þeir óskuðu eftir að fá að hafa samband og koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Nú er bara að týna til sem flest rök í málinu. Öll aðstoð vel þegin.
kv.
Eiríkur
05.04.2004 at 13:38 #502744Sæll Skúli
Ég sendi ritstjórum mbl.is athugasemdir varðandi leiðarann í morgun, bæði þetta með ruslið og einnig þá fullyrðingu þeirra að vænta megi að tillögum þjóðgarðsnefndarinnar verði vel tekið. Fékk svar þar sem þeir óskuðu eftir að fá að hafa samband og koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Nú er bara að týna til sem flest rök í málinu. Öll aðstoð vel þegin.
kv.
Eiríkur
05.04.2004 at 15:58 #495425Mæli með að þeim Skúla H., Snorra Ingimars og Einari Kj. verði falið ásamt formanni að fara á fund Styrmis og skýra okkar sjónarmið. Ekki það, Styrmir er annálaður þverhaus og ef hann hefur tekið eitthvað í sig gæti ekki sjálfur fjandinn haft hann ofan af því. En ég held það sé sterkt að senda þessa einstaklinga vegna þess að hann getur ekki talað niður til þeirra á þeim grundvelli að þetta sé einhver ómenntaður strákaskríll.
05.04.2004 at 15:58 #502748Mæli með að þeim Skúla H., Snorra Ingimars og Einari Kj. verði falið ásamt formanni að fara á fund Styrmis og skýra okkar sjónarmið. Ekki það, Styrmir er annálaður þverhaus og ef hann hefur tekið eitthvað í sig gæti ekki sjálfur fjandinn haft hann ofan af því. En ég held það sé sterkt að senda þessa einstaklinga vegna þess að hann getur ekki talað niður til þeirra á þeim grundvelli að þetta sé einhver ómenntaður strákaskríll.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.