Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Vatnajökulsþjóðgarður
This topic contains 96 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 20 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.04.2004 at 09:02 #194133
Í Mogga dagsins er verið að fjalla um tillögur nefndar varðandi s.n. Vatnajökulsþjóðgarð, þar sem m.a. er vitnað í dr. Árna Bragason hjá Umhverfisstofnun um tillögur einhverrar nefndar um þau mál. Þar eru m.a. tillögur um takmörkun og jafnvel algjört bann við umferð vélknúinna ökutækja á Öræfajökli og sérstaklega Hvannadalshnjúk, Skeiðarárjökli og Eyjabakkajökli. Eru einhverjir í okkar hópi sem vita eitthvað meira um þetta? Umhverfisnefndin okkar eru mjög virk og við treystum á að það ágæta fólk sem hana skipar fylgist með málinu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.04.2004 at 12:10 #495351
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það fer ekki milli mála að menn hafa ákveðnar skoðanir. Í mínum huga er stór munur á þessu máli og málefnum Snæfellsjökuls, svona u.þ.b. sami munur og er á stærð þessara jökla. Eina skipti sem ég hef gengið á Snæfellsjökul hét ég mér því að gera það aldrei aftur, hefði eins getað gengið eftir miðeyjunni á Miklubraut. Reyndar var það aðallega vélsleðaumferð þann daginn. Ég sé því ekkert að því að þar sé eitthvað skipulag í gangi. Hins vegar held ég að það sé rétt sem einhver sagði hérna að líkurnar á að göngumenn á Vatnajökli verði varir við bíla eru ekki miklar og þó göngumenn sjái bíla álengdar er það varla til að eyðileggja daginn.
Það sem skiptir máli er hvernig við getum best haft áhrif á hvernig lög og reglur um þjóðgarðinn verða þegar upp er staðið. Þetta sem nú er komið fram er ekki reglugerðin sjálf, heldur tillaga sem nefndin leggur fyrir umhverfisráðherra. Ráðuneytið vinnur svo væntanlega lagafrumvarpið sem ráherra leggur fyrir Alþingi. Við áttum ekki fulltrúa í þessari nefnd (það var að vísu einhver frá ?frjálsum félagasamtökum?, en ég veit ekki til þess að sú manneskja hafi verið í sambandi við klúbbinn), en klúbburinn getur sent formlega athugasemd við tillögurnar og skýrt út hvernig við myndum vilja hafa þetta. Það gerum við hins vegar ekki fyrr en við sjáum sjálfar tillögurnar. T.d. gæti verið gagnlegt að vita hvað rök eru fyrir þessu, hvers vegna er miðað við 1. apríl o.s.frv. Maður hrekur ekki rök án þess að sjá þau og því getur klúbburinn ekki brugðist formlega við fyrr en tillögurnar hafa verið kynntar. Sjálfsagt er hægt að hafa okkar athugasemdir margvíslegar, bara spurningin hvernig við getum haft mest áhrif.
Fín hugmynd að sem flestir félagsmenn sendi Siv póst og segi sína skoðun, atkvæðafjöldi er nú alltaf rök sem pólitíkusar skilja, en stjórn klúbbsins þarf að rökstyðja vel þær athugasemdir sem lagðar eru fram ef við viljum að á þær verði hlustað.
P.s. Ofsi, af því þú nefnir að Landsvirkjun drekki gömlum leiðum þá veistu hvernig það er, þá erum við að tala um pólitík og klúbburinn má því ekki skipta sér af því sem LV gerir eins og hefur komið fram í ýmsum spjallþráðum. En ég veit að vísu ekki hver er munurinn.
Kv – Skúli
04.04.2004 at 12:10 #502679
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það fer ekki milli mála að menn hafa ákveðnar skoðanir. Í mínum huga er stór munur á þessu máli og málefnum Snæfellsjökuls, svona u.þ.b. sami munur og er á stærð þessara jökla. Eina skipti sem ég hef gengið á Snæfellsjökul hét ég mér því að gera það aldrei aftur, hefði eins getað gengið eftir miðeyjunni á Miklubraut. Reyndar var það aðallega vélsleðaumferð þann daginn. Ég sé því ekkert að því að þar sé eitthvað skipulag í gangi. Hins vegar held ég að það sé rétt sem einhver sagði hérna að líkurnar á að göngumenn á Vatnajökli verði varir við bíla eru ekki miklar og þó göngumenn sjái bíla álengdar er það varla til að eyðileggja daginn.
Það sem skiptir máli er hvernig við getum best haft áhrif á hvernig lög og reglur um þjóðgarðinn verða þegar upp er staðið. Þetta sem nú er komið fram er ekki reglugerðin sjálf, heldur tillaga sem nefndin leggur fyrir umhverfisráðherra. Ráðuneytið vinnur svo væntanlega lagafrumvarpið sem ráherra leggur fyrir Alþingi. Við áttum ekki fulltrúa í þessari nefnd (það var að vísu einhver frá ?frjálsum félagasamtökum?, en ég veit ekki til þess að sú manneskja hafi verið í sambandi við klúbbinn), en klúbburinn getur sent formlega athugasemd við tillögurnar og skýrt út hvernig við myndum vilja hafa þetta. Það gerum við hins vegar ekki fyrr en við sjáum sjálfar tillögurnar. T.d. gæti verið gagnlegt að vita hvað rök eru fyrir þessu, hvers vegna er miðað við 1. apríl o.s.frv. Maður hrekur ekki rök án þess að sjá þau og því getur klúbburinn ekki brugðist formlega við fyrr en tillögurnar hafa verið kynntar. Sjálfsagt er hægt að hafa okkar athugasemdir margvíslegar, bara spurningin hvernig við getum haft mest áhrif.
Fín hugmynd að sem flestir félagsmenn sendi Siv póst og segi sína skoðun, atkvæðafjöldi er nú alltaf rök sem pólitíkusar skilja, en stjórn klúbbsins þarf að rökstyðja vel þær athugasemdir sem lagðar eru fram ef við viljum að á þær verði hlustað.
P.s. Ofsi, af því þú nefnir að Landsvirkjun drekki gömlum leiðum þá veistu hvernig það er, þá erum við að tala um pólitík og klúbburinn má því ekki skipta sér af því sem LV gerir eins og hefur komið fram í ýmsum spjallþráðum. En ég veit að vísu ekki hver er munurinn.
Kv – Skúli
04.04.2004 at 12:24 #495355Þær tillögur að reglum um akstur á Vatnajökli sem hér eru á
dagskrá, eru mikil framför miðað við núgildandi reglur, því [url=http://www.natturuvernd.is/3_Fridlysingar/Tjodgardar/Jokulsargljufur/3_2_1_Regluged_Skaftafell.htm:250gmrhp]reglugerðinn um þjóðgarðinn[/url:250gmrhp] bannar allan akstur á jökli í þjóðgarðinum en Grímsfjall, Grímsvötn, allur Skeiðarárjökull og Hermannaskarð, eru innan þjóðgarðsins.Þrátt fyrir þetta er ég á þeirri skoðun við við eigum ekki að sætta okkur við neitt aksturbann á Vatnajökli, nú er rétti tíminn til að hafa samband við umhverfisráðherrann og gera grein fyrir afstöðu okkar. Ég hvet menn til að fylgja fordæmi Ásgeirs.
Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem ferðast um Vatnajökull eru Íslendingar sem ferðast á jeppum. Það er líka nokkur hópur sem gengur á Öræfajökul á vorin. Það er þó ekki minsta þörf á að takmarka ferðafrelsi á þessum slóðum, því jökullinn er stór og ferðamennirnir eru mjög fáir. Mest notaða gönguleiðin á Hnjúkinn, Virkistjökulsleiðin liggur um svæði sem jeppar komast ekki um, því er ekki möguleiki á árekstrum þar.
Í þessum tillögum að reglum felst tilefnislaus mismunun eftir ferðamáta, sem stangast á við stjórnarskrá og góða stjórnsýsluhætti.
-Einar
04.04.2004 at 12:24 #502683Þær tillögur að reglum um akstur á Vatnajökli sem hér eru á
dagskrá, eru mikil framför miðað við núgildandi reglur, því [url=http://www.natturuvernd.is/3_Fridlysingar/Tjodgardar/Jokulsargljufur/3_2_1_Regluged_Skaftafell.htm:250gmrhp]reglugerðinn um þjóðgarðinn[/url:250gmrhp] bannar allan akstur á jökli í þjóðgarðinum en Grímsfjall, Grímsvötn, allur Skeiðarárjökull og Hermannaskarð, eru innan þjóðgarðsins.Þrátt fyrir þetta er ég á þeirri skoðun við við eigum ekki að sætta okkur við neitt aksturbann á Vatnajökli, nú er rétti tíminn til að hafa samband við umhverfisráðherrann og gera grein fyrir afstöðu okkar. Ég hvet menn til að fylgja fordæmi Ásgeirs.
Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem ferðast um Vatnajökull eru Íslendingar sem ferðast á jeppum. Það er líka nokkur hópur sem gengur á Öræfajökul á vorin. Það er þó ekki minsta þörf á að takmarka ferðafrelsi á þessum slóðum, því jökullinn er stór og ferðamennirnir eru mjög fáir. Mest notaða gönguleiðin á Hnjúkinn, Virkistjökulsleiðin liggur um svæði sem jeppar komast ekki um, því er ekki möguleiki á árekstrum þar.
Í þessum tillögum að reglum felst tilefnislaus mismunun eftir ferðamáta, sem stangast á við stjórnarskrá og góða stjórnsýsluhætti.
-Einar
04.04.2004 at 12:45 #495359mér finnst réttast að setja mailið hennar Sifjar á aðalsíðu F4x4 og hvetja alla félagsmenn til að senda henni mail og mótmæla þessu rugli, ekki þó neinar hótanir eða blótsyrðingar allavegana þá er ég búinn að senda henni.
Marteinn R-2444
04.04.2004 at 12:45 #502687mér finnst réttast að setja mailið hennar Sifjar á aðalsíðu F4x4 og hvetja alla félagsmenn til að senda henni mail og mótmæla þessu rugli, ekki þó neinar hótanir eða blótsyrðingar allavegana þá er ég búinn að senda henni.
Marteinn R-2444
04.04.2004 at 13:25 #495363á morgun að Hotel Loftleiðum er ekki rétt að ræða þessa hluti aðeins þar. Einu lagnar mig að skjóta hér inn, mér finnst að þegar ræddar eru svona friðanir þá sé það alltaf í eina áttina þ.e. að friða, að loka, að banna, þetta er allt undirbúið og unnið af fólki með einhverkonar "gráðu" úr skóla og á blússandi launum hjá ráðum,nefndum ofl ofl ! er ekki réttlátt að svona hlutir séu settir upp í báðar áttir eða allar áttir á ég þar við að það séu einnig hópar með einhverkonar "gráðu" en tala fyrir munn þeirra sem langar að ferðast öðruvísi en hinir, er nokkuð sem segir að umhverfisráðuneyti og því tengt eigi bara að fjalla um lokanir eða boð og bönn, é ger nokkuð viss um að á flesta þá staði sem nú er verið að loka á og marga aðra hefur bíllinn ásamt ferðafólki innanborðs komið löngu á undan þeim gangandi…þetta eru hlutir sem við verðum að passa að séu ekki settir upp á þann hátt að við sem ferðumst mikið á bílum séu ekki notaðir sem anti-náttúruferðamenn á íslenska náttúru og erlenda ferðamenn….
kveðja
Jon
04.04.2004 at 13:25 #502691á morgun að Hotel Loftleiðum er ekki rétt að ræða þessa hluti aðeins þar. Einu lagnar mig að skjóta hér inn, mér finnst að þegar ræddar eru svona friðanir þá sé það alltaf í eina áttina þ.e. að friða, að loka, að banna, þetta er allt undirbúið og unnið af fólki með einhverkonar "gráðu" úr skóla og á blússandi launum hjá ráðum,nefndum ofl ofl ! er ekki réttlátt að svona hlutir séu settir upp í báðar áttir eða allar áttir á ég þar við að það séu einnig hópar með einhverkonar "gráðu" en tala fyrir munn þeirra sem langar að ferðast öðruvísi en hinir, er nokkuð sem segir að umhverfisráðuneyti og því tengt eigi bara að fjalla um lokanir eða boð og bönn, é ger nokkuð viss um að á flesta þá staði sem nú er verið að loka á og marga aðra hefur bíllinn ásamt ferðafólki innanborðs komið löngu á undan þeim gangandi…þetta eru hlutir sem við verðum að passa að séu ekki settir upp á þann hátt að við sem ferðumst mikið á bílum séu ekki notaðir sem anti-náttúruferðamenn á íslenska náttúru og erlenda ferðamenn….
kveðja
Jon
04.04.2004 at 13:54 #495366
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fynnst alltaf vanta að gera greinarmun á "Náttúruverndarsinnum" og "Náttúrufriðunarsinnum" sem vilja helst eftir því sem mér fynnst að landið sé bara skoðað á póstkortum.
04.04.2004 at 13:54 #502695
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fynnst alltaf vanta að gera greinarmun á "Náttúruverndarsinnum" og "Náttúrufriðunarsinnum" sem vilja helst eftir því sem mér fynnst að landið sé bara skoðað á póstkortum.
04.04.2004 at 14:38 #495370Sammála.
Í það minnsta tel ég mig vera mikinn náttúruverndarsinna en ekki náttúrufriðarsinna, í það minnsta ekki öfgamann í þá átt. Líklega er svo um flesta eða alla jeppaferðamenn. Í það minnsta þeir sem ferðast eitthvað að ráði og hafa kynnst landinu.
Orðið náttúruverndarsinni er miklu betra sem orð yfir okkar viðhorf heldur en öfgamannanna. Etv hafa einhverjir góð orð á takteinum til að nota yfir öfgamennina?
Sing
04.04.2004 at 14:38 #502699Sammála.
Í það minnsta tel ég mig vera mikinn náttúruverndarsinna en ekki náttúrufriðarsinna, í það minnsta ekki öfgamann í þá átt. Líklega er svo um flesta eða alla jeppaferðamenn. Í það minnsta þeir sem ferðast eitthvað að ráði og hafa kynnst landinu.
Orðið náttúruverndarsinni er miklu betra sem orð yfir okkar viðhorf heldur en öfgamannanna. Etv hafa einhverjir góð orð á takteinum til að nota yfir öfgamennina?
Sing
04.04.2004 at 16:57 #495373Varðandi þetta, eins og margt annað, siglum við hraðbyri inní það sem kallað hefur verið "norska stefnan", þ.e.a.s. það er allt bannað sem ekki er leyft.
Núna bitnar þetta beint á okkur, þ.e. félögum í 4×4, og þessvegna látum við það okkur einhveju varða, en hvar sem borið er niður í þjóðfélaginu er það sama uppi á teningnum, þ.e. ofstjórnun. Má í því sambandi benda á tilraun stjórnvalda til að draga úr óhóflegri þenslu heilbrigðiskerfisin, þar sem menn hafa átölulaust komist upp með að kalla þetta niðurskurð,þrátt fyrir að einungis sé stefnt að því að kostnaður við heilbrigðiskerfið aukist ekki "nema" um 9 miljarða á þessu ári! Það er nefnilega svo auðvelt og ódýrt að slá sig til riddara með því að segja "og hvað ef þú yrðir nú veikur?"
Þetta var nú smá útúrdúr sem vísar til meintrar ofstjórnunar í þjóðfélaginu.
Ein meginorsök ofstjórnunarinnar er sú að nú á tímum komast þeir einir til valda sem stjórnmálaflokkarnir ala upp í allskonar ungliðahreifingum allt frá 14 ára aldri og hafa því enga msjálfstæða skoðun, aðeins skoðun flokksins.
Þessi galli lýðræðisins veldur því að alltof margir undirmálsmenn (þingmenn, ráðherrar) komast til valda.
Síðan eyða þessir undirmálsmenn starfsævinni í að reysa sér minnisvarða í formi misgáfulegra lagasetninga, t.d. í formi lagasetningar um Vatnajökulsþjóðgarð.
Samt sem áður er lýðræðið skásta stjórnskipulagið, eða hvað? Anarkismi???Eyjakveðja, HarSv.
04.04.2004 at 16:57 #502701Varðandi þetta, eins og margt annað, siglum við hraðbyri inní það sem kallað hefur verið "norska stefnan", þ.e.a.s. það er allt bannað sem ekki er leyft.
Núna bitnar þetta beint á okkur, þ.e. félögum í 4×4, og þessvegna látum við það okkur einhveju varða, en hvar sem borið er niður í þjóðfélaginu er það sama uppi á teningnum, þ.e. ofstjórnun. Má í því sambandi benda á tilraun stjórnvalda til að draga úr óhóflegri þenslu heilbrigðiskerfisin, þar sem menn hafa átölulaust komist upp með að kalla þetta niðurskurð,þrátt fyrir að einungis sé stefnt að því að kostnaður við heilbrigðiskerfið aukist ekki "nema" um 9 miljarða á þessu ári! Það er nefnilega svo auðvelt og ódýrt að slá sig til riddara með því að segja "og hvað ef þú yrðir nú veikur?"
Þetta var nú smá útúrdúr sem vísar til meintrar ofstjórnunar í þjóðfélaginu.
Ein meginorsök ofstjórnunarinnar er sú að nú á tímum komast þeir einir til valda sem stjórnmálaflokkarnir ala upp í allskonar ungliðahreifingum allt frá 14 ára aldri og hafa því enga msjálfstæða skoðun, aðeins skoðun flokksins.
Þessi galli lýðræðisins veldur því að alltof margir undirmálsmenn (þingmenn, ráðherrar) komast til valda.
Síðan eyða þessir undirmálsmenn starfsævinni í að reysa sér minnisvarða í formi misgáfulegra lagasetninga, t.d. í formi lagasetningar um Vatnajökulsþjóðgarð.
Samt sem áður er lýðræðið skásta stjórnskipulagið, eða hvað? Anarkismi???Eyjakveðja, HarSv.
04.04.2004 at 18:29 #495377
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það má sjá töluvert samhengi milli þessara tillagna miðað við þær fréttir sem eru af þeim og svo hvernig nefndin er skipuð. Í þessari nefnd voru einkum fulltrúar heimamanna og ferðaþjónustu á hverju svæði fyrir sig. Til þess að móta frumvarpið endanlega hlýtur að þurfa að taka tillit til allra sem málið varða, þ.m.t. þeirra sem ferðast á jeppum. Okkar krafa hlýtur að vera annars vegar að takmarkanir og bönn séu ekki sett að ástæðulausu og svo hins vegar að jafnt sé tekið mið af sjónarmiðum okkar sem annrra. Það að miða banntímann við 1. apríl finnst mér t.d. bera vott um að hlutirnir eru ekki skoðaðir frá öllum sjónarhornum. Á þeim tíma er ekki mikil umferð göngufólks á Öræfajökli en besti tími þeirra sem þar ferðast akandi. Bann frá t.d. 1. júní finndist mér skiljanlegra, enda er þá mun meiri umferð göngufólks. Sérstaklega skiljanlegt ef menn vilja losna við færiböndin á þeim tíma. Bann við akstri á Skeiðarárjökli skiptir kannski ekki við fyrstu sýn miklu máli, en er að því ég best fæ séð ástæðulaus þar sem jökullinn er mjög sjaldan fær bílum. Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru með skipulagðar gönguferðir þarna yfir úr Núpsstaðarskóg og yfir í Skaftafell og sjálfsagt er þessi hugmynd tilkomin þess vegna. En ég efa það að nokkur göngumaður hafi nokkru sinni séð jeppa álengdar í þeim ferðum. Þá sjaldan sem færi gefst á að keyra niður Skeiðarárjökul, er missir af því ef það er bannað.
Það hefur ekkert upp á sig að meðhöndla þetta út frá einhverjum grunnhyggnum kenningum um óvinveitta embættismannastétt og stuttbuxnalið stjórnmálaflokkanna eða öðrum samsæriskenningum. Svoleiðis nálgun á málið skilar því einu að við náum engum breytingum í gegn. Árangursríkara að skoða rök og mótrök og leggja fram rökstuddar tillögur.
Kv – Skúli
04.04.2004 at 18:29 #502705
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það má sjá töluvert samhengi milli þessara tillagna miðað við þær fréttir sem eru af þeim og svo hvernig nefndin er skipuð. Í þessari nefnd voru einkum fulltrúar heimamanna og ferðaþjónustu á hverju svæði fyrir sig. Til þess að móta frumvarpið endanlega hlýtur að þurfa að taka tillit til allra sem málið varða, þ.m.t. þeirra sem ferðast á jeppum. Okkar krafa hlýtur að vera annars vegar að takmarkanir og bönn séu ekki sett að ástæðulausu og svo hins vegar að jafnt sé tekið mið af sjónarmiðum okkar sem annrra. Það að miða banntímann við 1. apríl finnst mér t.d. bera vott um að hlutirnir eru ekki skoðaðir frá öllum sjónarhornum. Á þeim tíma er ekki mikil umferð göngufólks á Öræfajökli en besti tími þeirra sem þar ferðast akandi. Bann frá t.d. 1. júní finndist mér skiljanlegra, enda er þá mun meiri umferð göngufólks. Sérstaklega skiljanlegt ef menn vilja losna við færiböndin á þeim tíma. Bann við akstri á Skeiðarárjökli skiptir kannski ekki við fyrstu sýn miklu máli, en er að því ég best fæ séð ástæðulaus þar sem jökullinn er mjög sjaldan fær bílum. Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru með skipulagðar gönguferðir þarna yfir úr Núpsstaðarskóg og yfir í Skaftafell og sjálfsagt er þessi hugmynd tilkomin þess vegna. En ég efa það að nokkur göngumaður hafi nokkru sinni séð jeppa álengdar í þeim ferðum. Þá sjaldan sem færi gefst á að keyra niður Skeiðarárjökul, er missir af því ef það er bannað.
Það hefur ekkert upp á sig að meðhöndla þetta út frá einhverjum grunnhyggnum kenningum um óvinveitta embættismannastétt og stuttbuxnalið stjórnmálaflokkanna eða öðrum samsæriskenningum. Svoleiðis nálgun á málið skilar því einu að við náum engum breytingum í gegn. Árangursríkara að skoða rök og mótrök og leggja fram rökstuddar tillögur.
Kv – Skúli
04.04.2004 at 20:50 #495381Það er ekki oft sem ég tek undir með Ofsa af öllu hjarta en það geri ég nú,þetta með að banna frjálsa umferð um jökla og hálendi er hrein og klár aðför að okkur sem höfum stundað ferðir um þessi svæði og það er ljóst að þegar þessir hlutir eru ákveðnir af nefndum sem að mestu eru skipaðar heimamönnum og ferðaþjónustuaðilum á viðkomandi svæðum,ja þá fer svona
Það augljóst að heimamenn vilja sitja einir að þessum svæðum til þess að auka umsetningu og innkomu með því að hafa einkarétt á að fara inn á þessi svæði.
Ég talaði um þessa hluti í vetur að við yrðum að vera með í ráðum þegar svona ákvarðanir eru teknar,og virkja samtakamátt 4×4 í þessu máli,núna þegar lætin í kringum landaréttarmálin hjaðna er nokkuð ljóst að það fjölgar merkingum "öll umferð vélknúinna ökutækja bönnuð"
Hvað varðar Öræfajökul veit ég að það hefur angrað viðkomandi ferðaþjónustubændur umferð annara en þeirra sem eru á þeirra vegum,en það ma´líka vera ljóst að lokun skála vegna umgegni hefur ekki verið okkur til hróss og má bæta þar um,en bágt á ég samt með að trúa að það séu aðilar innan okkar samtaka sem eru þar að verki,það eru ekki mörg ár síðan einn aðili í ferðaþjónustu gerði út á að gista í gangnamannakofum og björgunarskýlum og var sú umgengni ekki til sóma,kanske svona tilvik séu að hluta til örsök fyrir þessum bönnum.Berjums fyrir rétti okkar til þess að ferðast um okkar eigið land frjálsir eins og verið hefur,hefðir geta verið fordæmisgefandi líka í þessum mmálum
04.04.2004 at 20:50 #502709Það er ekki oft sem ég tek undir með Ofsa af öllu hjarta en það geri ég nú,þetta með að banna frjálsa umferð um jökla og hálendi er hrein og klár aðför að okkur sem höfum stundað ferðir um þessi svæði og það er ljóst að þegar þessir hlutir eru ákveðnir af nefndum sem að mestu eru skipaðar heimamönnum og ferðaþjónustuaðilum á viðkomandi svæðum,ja þá fer svona
Það augljóst að heimamenn vilja sitja einir að þessum svæðum til þess að auka umsetningu og innkomu með því að hafa einkarétt á að fara inn á þessi svæði.
Ég talaði um þessa hluti í vetur að við yrðum að vera með í ráðum þegar svona ákvarðanir eru teknar,og virkja samtakamátt 4×4 í þessu máli,núna þegar lætin í kringum landaréttarmálin hjaðna er nokkuð ljóst að það fjölgar merkingum "öll umferð vélknúinna ökutækja bönnuð"
Hvað varðar Öræfajökul veit ég að það hefur angrað viðkomandi ferðaþjónustubændur umferð annara en þeirra sem eru á þeirra vegum,en það ma´líka vera ljóst að lokun skála vegna umgegni hefur ekki verið okkur til hróss og má bæta þar um,en bágt á ég samt með að trúa að það séu aðilar innan okkar samtaka sem eru þar að verki,það eru ekki mörg ár síðan einn aðili í ferðaþjónustu gerði út á að gista í gangnamannakofum og björgunarskýlum og var sú umgengni ekki til sóma,kanske svona tilvik séu að hluta til örsök fyrir þessum bönnum.Berjums fyrir rétti okkar til þess að ferðast um okkar eigið land frjálsir eins og verið hefur,hefðir geta verið fordæmisgefandi líka í þessum mmálum
04.04.2004 at 21:12 #495385Það er efalaust rétt hjá Skúla H. að ef við eigum að ná því fram að hlustað sé á okkur verðum við að tala við þá sem taka ákvarðanir með yfirvegun og rökum. Stóryrðaflaumur og skammir skila okkur ekki árangri. Hitt er svo annað mál, að margt af þessu öfgaliði sem nær best augum og eyrum fjölmiðlanna, hefur einmitt komist upp með að beita órökstuddum fullyrðingum og alhæfingum í áróðri sínum og oft og tíðum hreinum blekkingum. Um það má rekja fjölmörg dæmi þótt ég sleppi því hér. Svona er það þó því miður orðið í okkar þjóðfélagi; sá sem fyrir árás verður þarf að verja sig með varúð, svo hann verði ekki sekur dæmdur. Árásarmaðurinn virðist alltaf hafa meiri rétt.
04.04.2004 at 21:12 #502713Það er efalaust rétt hjá Skúla H. að ef við eigum að ná því fram að hlustað sé á okkur verðum við að tala við þá sem taka ákvarðanir með yfirvegun og rökum. Stóryrðaflaumur og skammir skila okkur ekki árangri. Hitt er svo annað mál, að margt af þessu öfgaliði sem nær best augum og eyrum fjölmiðlanna, hefur einmitt komist upp með að beita órökstuddum fullyrðingum og alhæfingum í áróðri sínum og oft og tíðum hreinum blekkingum. Um það má rekja fjölmörg dæmi þótt ég sleppi því hér. Svona er það þó því miður orðið í okkar þjóðfélagi; sá sem fyrir árás verður þarf að verja sig með varúð, svo hann verði ekki sekur dæmdur. Árásarmaðurinn virðist alltaf hafa meiri rétt.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.