Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Vatnajökulsþjóðgarður verndaráætlun
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Ómar Örn Hannesson 14 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.05.2010 at 13:09 #212831
Nú hefur stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs auglyst tillögu að verndaráætlun:http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/starfsemi/a-dofinni/nr/236
Mikið er boð og bönn í þessu plaggi og minnir helst á umgengnisreglur fyrir börn hjá fínni frú sem safnar kristal.
Umræðan um verndaráætlunina virðist að komast í gang, enda mikilvægt mál fyrir alla hér á landi sem stunda ferðamennsku.
Á Eyjunni hefur Soffía Sigurðardóttir skrifað ágætis pistil http://blog.eyjan.is/fia/2010/05/21/vonarskard/ og kommenaði ég og fleiri við hennar skrif http://blog.eyjan.is/fia/2010/05/21/vonarskard/#comments
Fleiri hafa fjallað um málið og í MBL.is kom grein um málið: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/21/bara_gongufolk_en_hvorki_hesta_ne_jeppa/ en þar er talað við Skúla H Skúlason og Önnu Kristínu Ólafsdóttur, formann stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, en hún segir: “ að þau sjónarmið hafi komið fram í stjórninni að ef umferð væri leyfð, væri skaðinn skeður. Svæðið væri fyrst og fremst göngusvæði og stjórn þjóðgarðsins þyrfti ávallt að vega og meta þarfir mismunandi hópa. Þarna væri mikil umferð göngufólks og svæðið væri þar að auki viðkvæmt. „Ef við ætluðum að halda þessu friðuðu frá umferð og vernda gróðurfarið þarna, þá varð að taka af skarið. Stundum eru málamiðlanir ekki mögulegar“
Þetta eru miklar fullyrðingar og vekja þessi orð hennar furðu í huga mér, hvað er manneskjan að meina?
Páll Ásger hefur einn lyst stig fylgjandi lokun Vonarskarðs: http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2010/04/21/strik-i-sandinn/ en hann treystir sér ekki í rökræður við Skúla H Skúlason og fleiri:http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2010/04/21/strik-i-sandinn/#comments enda hefur Páll ásgeir haft allt aðra skoðun til skamms tíma: http://www.ferdamalastofa.is/upload/files/pall_asgeir.pdf Þarna segir Páll Ásger m.a: „Það kemur aldrei neinn í Vonarskarð nema fáeinir jeppamenn í hálfgerðu leyfisleysi og mótorhjólamenn í algerri óþökk því að eftirsóttustu stöðunum er enginn vegur“ Þetta er í algjörri andstæðu við það sem hann og Anna Krisín seigja í dag. Einnig sagði hann: „Þarna vantar ekkert nema svolítinn vegarspotta, nokkur skilti, góðan skála, salernisaðstöðu, góða stíflu í lækinn til að búa til stórkostlegusta villibað á Íslandi og þá mætti taka þarna á móti þúsundum ferðamanna á hverju einasta ári og létta álaginu af öðrum stöðum til mótvægis.“ Þetta er í algjörri andstæðu við það sem þetta fólk seigir í dag, en veröldin er stundum öfugsnúinn og þarf skynsamt fólk til að snúa ofan af þessar vitleysu.
kveðja Dagur -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.05.2010 at 20:22 #694370
Góð samantekt hjá þér Dagur – ætti að hjápa okkur öllum að fá þónokkra yfirsýn um málefni Vatnajökulsþjóðgarðs.
Kveðja Didda
25.05.2010 at 00:53 #694372
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Persónulega hef ég enga reynslu af ferðalögum um Vonarskarð. Hins vegar verð ég að segja að þessi tillaga virkar mjög gerræðisleg og út í hött ef samhengi er beitt á hlutina. Það er engu líkara en að umferð jeppa sé brennimerkt sem skaðleg ef fyrir utan þjóðveg no. 1.
Það er alveg rétt að margir jeppamenn ullu skaða á umhverfi fyrir ca. 25 árum síðan(alls ekki allir, þetta var í árdaga nútíma jeppamennsku og margir kunnu ekki óskrifaðar umgengnisreglur). Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og flestir ef ekki allir jeppamenn þekkja réttindi sín og skyldur gagnvart umhverfinu. Ég merki þetta vel af Kjalvegi(ég ólst nánast upp á Kjalvegi) og umgengni þar um. Fyrir 20-25 árum voru allir sandhólar og brekkur útspóluð eftir jeppa meðfram Kjalvegi. Svoleiðislagað sést tæpast í dag, hrósa ber því sem vel er gert.
Kannski er þetta fólk með einhverja mynd fasta í kollinum frá því fyrir mörgum árum síðan, eða þá með einhverjar annarlegar kenndir. Ég veit ekki. Þetta minnir samt ansi mikið á verndaráætlanir frá því fyrir áratugum síðan þegar fjárgirðingar áttu að stöðva sandfok. Það gekk náttúrulega ekki eftir í sjálfu sér, en gagnrýni á þær framkvæmdir fékk aldrei neina umfjöllun þar sem árangurinn var takmarkaður….peningaausturinn sem fór í það var aldrei settur í neitt endurmat.
kkv
Grímur
26.05.2010 at 10:37 #694374Allir áhugaaðilar um hagsmunabaráttu ferðafólks
Nú er verndaráætlunin um Vatnajökulsþjóðgarð komin út og er opin fyrir athugasemdir til 24. júní 2010. Þeir sem vilja standa vörð um ferðafrelsi verða núna að standa saman og koma í veg fyrir lokanir á mörgum ferðaleiðum. Þar má t.d. nefna Vonarskarð, Vigrafellsleið, Tungnáröræfi og Jökulheimasvæðið.
Ferðaklúbburinn 4×4 er að undirbúa að gefa út umfjöllun um þessar leiðir í aukablaði með dagblaði til að sýna hinum venjulega íslenska ferðamanni hvað verið er að gera. Þetta snýst nefnilega eins og hefur komið fram í þessu spjalli, fyrst og fremst um réttindi hins almenna íslendings um að geta ferðast um landið sitt. Ég hef ekki komið á alla þessa stað og mig langar að geta farið þarna án þess að þurfa að ganga tugi kílómetra. Í minni fjöldskyldu eru bæði fatlaðir, aldraðir og börn sem líka vilja eiga möguleika á að geta séð þessa staði, en verndaráætlunin kemur í veg fyrir það að óbreyttu.
Ég tek undir með Ofsa vini mínum og Degi að baráttuaðferðir okkar mætti vera öflugri, en áhugi fyrir þessari baráttu virðist því miður vera allt of lítill. Þess vegna eiga örugglega margir eftir vakna við vondan draum í framtíðinni þegar þeir átta sig á þeim takmörkunum sem við verður að eiga varðandi ferðafrelsi að óbreyttu.
Við megum samt ekki gleyma að í flestum ef ekki öllum þjóðgörðum í Noregi, Kanada og Bandaríkjunum er nánast allt bannað, meira segja að aka á snjó. Sem betur fer er umræðan um verndaráætlum um Vatnajökulsþjóðgarð á skynsamlegra plani en þetta og þar er fekar allt leyft nema það sé bannað. Þessi staða er betri hjá okkur hér á íslandi vegna baráttu fjölmargra aðila og þar á meðal Ferðaklúbbsins 4×4. Við eigum mikið að þakka mönnum eins og Ofsa og ættum að berjast fyrir því að stytta af honum verði sett upp í Vatnajökulsþjóðgarði til að fólk viti hverjum það eigi að þakka stóran hluta af sínu ferðafrelsi.
Verndaráætlunin um Vatnajökulsþjóðgarð er bara byrjunin á því að hamla aðgengi, við eigum eftir að standa í þessari baráttu næstu áratugina.
Vinsamlega hafið samband við mig ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessi aukablöð sem stefnt er að gefa út fyrir 10. júní. Síminn er 6611900 og póstfangið er gudmundur.kristinsson@gmail.com
Guðmundur G. Kristinsson
Ritstjóri Ferðafrelsis F4x4
Sími 6611900
gudmundur.kristinsson@gmail.com
26.05.2010 at 11:21 #694376Finnst þetta frábært framtak hjá Ferðafrelsisnefndinni, um að gera að setja þetta á mannamál og helst myndrænt t.d. á korti þannig að sem flestir geri sér grein fyrir því hvað verið er að leggja til og hafi þá betri forsendur til að koma með efnislegar athugasemdir. Það er mjög mikilvægt að sem flest félög og ekki síst einstaklingar sendi inn sitt álit á því sem er lagt til þarna.
Takk fyrir og bestu kveðjur, Atli
28.05.2010 at 11:43 #694378Hvar eru þúsundir okkar félagsmanna í umræðunni um verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð. Það á að loka fullt af fallegum leiðum og svæðum og það virðist engir nema gamlir baráttujaxlar til margra ára hafa skoðun á þessu. Hvernig væri að styðja við bakið þessu frábæra baráttufólki okkar til áratuga og taka þátt í umræðunni. Enn betra væri að fletta upp í myndasafninu og senda okkur myndir frá þessum fallegu leiðum og svæðum til að birta í Ferðafrelsisblaðinu okkar. Við höfum bara nokkra daga til að klára þetta baráttublað okkar fyrir ferðafrelsinu.
Maður les hér á spjallinu umræðu í mörgum blaðsíðum um stundum afskaplega fánýt málefni, en þegar kemur að stórum málum eins og skerðingu á ferðafrelsi, ER UMRÆÐAN ENGIN!! [b:xxhobg4d]UST og Umhverfisráðuneyti lesa spjallið okkar daglega [/b:xxhobg4d]og hafa sjálfsagt myndað sér skoðun um að [b:xxhobg4d]þessar lokanir skipti okkur litlu máli.[/b:xxhobg4d] Allavega eru mjög fáir að fjalla um þetta hjá okkur. Við berum ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum um að standa vörð um ferðafrelsið og knýja fram eðilega umgengni um landið okkar.
Við megum ekki láta [b:xxhobg4d]STJÓRNVÖLD OG FERÐAÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI STELA FRÁ OKKUR MÖRGUM AF FALLEGUSTU SVÆÐUM Á LANDINU!![/b:xxhobg4d]
Það á að loka Vonarskarði, Vigrafellsleið, Tungnáröræfum, Jökulheimasvæðinu, Heinabergsleið og fleiri svæðum og okkur vantar myndir og ferðasögur NÚNA. Látið í ykkur heyra á spjallinu og sendið efni til Guðmundar í síma 6611900 eða á póstfang gudmundur.kristinsson@gmail.com.
28.05.2010 at 15:49 #694380Það er sorglegt til þess að vita að sennilega hefur einn ofstækisgöngubloggari ( Páll Ásgeir Ásgeirsson) meiri áhrif á lokun slóða og umgengni um hálendið en Ferðaklúbburinn 4×4 með sína 6000 félagsmenn, því lítið heyrist frá þeim bæ.
Kannski ekki undarlegt ef stjórnarmenn eru í ritbanni á öllum vígsstöðum og mega hvergi tjá sig.
Ég myndi vilja sjá Skúla H. og Benna hmm og fleiri góða penna hasla sér völl á Eyjunni, Pressunni og Moggablogginu og koma okkar sjónarmiðum á framfæri.Auk þess legg ég til að stjórnin verði felld. (ekki miklar líkur, þar sem enginn nennir að starfa í félagasamtökum lengur)
Kveðja úr útlegð í Noregi
Heiðar
Ps. Kannski þarf ekki að hafa svo miklar áhyggjur af ferðafrelsinu, þegar verður búið að virkja, Vonarskarðið, Kverkfjöll, Skjálfandafljót, Jökulsá á fjöllum, Kerlingafjöll, Skaftá, Bjallavirkjun, Hrafntinnuskerið, Torfajökulssvæðið og fleira, allt orðið malbikað eins að Kárahnjúkum.
28.05.2010 at 17:36 #694382
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já, þetta er undarleg veröld.
Það er víst í lagi að sökkva tugum ef ekki hundruðum ferkílómetra undir jökulleir í nafni vistvænnar orku(?), en svo er ekki í lagi að leyfa fáeinum bíldósum að skrönglast eftir slóðaræflum að áhugaverðum stöðum sem enn eru ofan vatnslínu.
Það eru ekki nema 10 ár síðan síðasta tilraun var gerð til að sökkva Jökulsánum í Skagafirði undir lón. Einhvern veginn varð ekkert úr því sem betur fer í það skiptið, [b:6n6mmv26]en það var ekki Umhverfisverndar-stjórnsýslunni að þakka.[/b:6n6mmv26] Hins vegar þykir mér ósennilegt að mótorkrossbraut yrði leyfð í lónstæðinu sem þá var til umræðu.
Ummerki um mótorkrossbraut er hægt að laga, [b:6n6mmv26]en ekki milljónir tonna af jökulleir.[/b:6n6mmv26]Ég tek þetta dæmi einungis til áréttingar fáránleikans, það myndi aldrei hvarfla að mér að setja upp mótorkrossbraut í jafn fallegum dölum og í Skagafirði !
Það er bara ekki það sama, Jón eða Séra Jón.
kkv
Grímur
28.05.2010 at 22:20 #694384Nú hef ég aldrei komið í Vonarskarð og þekki ekki aðstæður nema af afspurn. Á kynningarfundi um Vatnajökulsþjóðgarð á Laugalandi í vetur var mikið rætt um vegamál þar og á Jökulheimasvæðinu og víðar. Þar talaði Gísli Ólafur Pétursson af þekkingu um þetta mál en hann vel kunnugur svæðinu sonur Péturs Sumarliðasonar sem var veðurathugunarmaður í Jökulheimum í mörg sumur. Gísli vildi ákveðið halda ákveðnum vegum á svæðinu opnum og sömu skoðun hafði Freyr Jónsson sem gjörþekkir allt svæðið. Heimamenn í Ásahreppi töldu alveg út úr korti að loka Vonarskarði fyrir hestaumferð. Fleiri tóku til máls og tónnin í fundinum var að ganga ekki hart fram í að loka fyrir bílaumferð . Soffía Sigurðardóttir ræddi um reynslu sína og upplifun ferðamanna,en hún hefur verið starfsmaður í Nýjadal nokkur nýliðin ár. Hún telur að sárlega vanti þjónustu í Vonarskarði fyrir göngufólk ,svo sem kammra eða einhverskonar þjónustuhús. Þar er ekkert fjarskiftasamband nema með gerfihnattasíma .Það fer að verða spurning hvort einhver gamall eins og ég eða hreyfihamlaður fer í mál og lætur reyna á hvort svona hindranir á aðgengi standist jafnræðisreglu. Ég vil bara koma þessum punktum á framfæri og vona að málið fái farsælan endi. Með kveðju Olgeir
16.06.2010 at 19:20 #694386Setti athugasemd inn á sjallið hjá Páli Ásgeiri:
[url:llh5w0sj]http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2010/06/14/motmaelabref/#comments[/url:llh5w0sj]
Páll Ásgeir Ásgeirsson
blogg á eyjan.isForsíða Um ← Skýrsla úr Þórsmörk Þórsmörk rís úr öskunni →
Mótmælabréf
14.6 2010 | 09:48 | 4 ummæli
Á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs liggur nú frammi tillaga að verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn. Öllum er heimilt að senda inn athugasemdir við tillöguna og skal það gert fyrir 24. júní n.k. Senda má athugasemdir í snigilpósti á skrifstofu garðsins á Klapparstíg 25-27 eða senda þær í tölvupósti á sogv@vjp.is.
Til þess að sem mest sátt ríki um starfsemi þjóðgarðsins ættu sem flestir að nýta sér þennan rétt til athugasemda. Eftir 24. júní missa menn eiginlega líka réttinn til þess að vera með nöldur út í starfsemi þjóðgarðsins hafi þeir ekki sent formlegar athugasemdir.
Sjálfur hefi ég nýtt mér þennan rétt og sent athugasemd vegna fyrirhugaðs sumaraksturs upp á jökul úr Skyndidal um Lambatungnajökul. Einnig mótmælti ég stjórnlausri vegagerð og náttúruspjöllum við vegagerð upp úr Hoffellsdal í átt að jökulrönd við Goðahrygg þar sem landeigendur vaða yfir hvað sem fyrir verður án nokkurra rannsókna eða mats. Þar er um að ræða vinnubrögð sem þjóðgarðurinn getur að óbreyttu ekki tekið þátt í án þess að brjóta sín eigin lög en hin umdeilda vegagerð er einmitt komin að þjóðgarðsmörkum.
Ég vona að stjórn þjóðgarðsins taki athugasemdir mínar til greina og veit að margir aðrir hafa mótmælt á svipuðum nótum. Nýtum rétt okkar, lesið tillöguna á vef þjóðgarðsins og sendið athugasemdir áður en það verður of seint.Flokkar: Óflokkað | Facebook
Ummæli (4)
Bæring // 14.6 2010 kl. 21:11Þú ert faggi. Þetta er það eina sem mér dettur í hug þegar ég rekst á pósta frá þér. Mér fynnst sorglegt og er varla að trúa því að ætlunin sé að loka svæðum á íslandi, nema fyrir einhverjum útvöldum, þegar ég nota orðið útvalinn vil ég meina það að það er afskaplega þröngur hópur á íslandi sem getur gengið þessar vegalengdir, ég tel mig vera alveg temmilega frískann, en ef mig langar að sjá umrædd svæði á næstu 12-15 árum þá þyrfti ég að velja um það að fara einn í göngutúr eða verja sumarfríinu með börnunum mínum, En myndi ég samt vilja fara með börnin mín inná þessi svæði ef einhver umferð gönguhópa verður þarna, vill maður vera á ferðinni þarna eftir segjum 3 ár þegar enginn ökutæki hafa fengið að fara þarna um, eða ætlar þú að flytja inn sjerba frá Nepal til að trítla með ruslið og skítinn til byggða. Ekki að mig langi í eithvað skítkast eða hártoganir við þig en ég sé bara ekki hvernig þetta á að ganga upp og ég vil meina að umferð þarna leggist nánast af. En það er kanski draumurinn.
Kveðja Bæring
Bæring // 14.6 2010 kl. 23:52það er verður eiginlega að útskíra orðið faggi örlítið. svona til að fyrirbyggja misskilning og of mikil leiðindi.
Faggi er einhver sem tekur ekki tillit til annara og fær sínu framm, með yfirgangi og frekju, svo ofaná er nánast hægt að setja samasem merki við fagga og 15 ára gelgju, sem gerir allt til að fá athyggli og er hvött áfram af vinum sínum.
t.d. vil ég meina að Orkuveita Reykjavíkur sé Faggi, þeyr eiðilögðu Hellisheiðina, tóku allann sjarma af henni! Malbikuðu hana en þeir reyndu svo að redda þessu með því að leggja reiðvegi um svæðið, áður var þarna talsverð umferð af göngu og jeppafólki, en núna sér maður ekki sálu þarna, ég hef t.d. aldrei séð neinn á þessum reiðvegum.
Og fyrir utan að þeir eru búnir að eigna sér Hellisheiðina með skiltum þar sem talað er um lokað svæði eða eithvað álíka ömurlegt.Þetta er akkúrat hin leiðin á móti þessum friðunum sem þú ert að mæla svo vel með.
Kveðja Bæring
Páll Ásgeir // 15.6 2010 kl. 08:19Bæring sem skrifar hér að ofan hefur að jafnaði notað felunafnið „bazzi“ en stígur hér hálft skref í átt til tjáningar undir fullu nafni. Því ber að fagna.
Fullt nafn hans mun vera Bæring Jóhann Björgvinsson, rafvirki Klyfjaseli 23. Bæring er áhugasamur ferðamaður, að sögn ættaður úr Skálmardal á Barðaströnd og segist á feisbók vera starfsmaður Mjólkursamsölunnar.Bæring virðist eiga erfitt með að þola þá sem hann telur ósammála sér og grípur því til persónulegra svívirðinga. Almennt finnst mér slíkt ekki svaravert og síst fallið til þeirrar uppbyggilegu umræðu og sáttar sem menn eins og Bæring segjast stundum vilja taka þátt í.
Sérstaklega vekja upphafsorð fyrri athugasemdarinnar athygli þar sem Bæring kýs að kalla greinarhöfund fagga sem almennt er notað um þá sem eru samkynhneigðir eða sérstaklega huglausir nema það tvennt fari saman. Þetta val Bæring staðfestir vilja hans til málefnalegra umræðna enda hnykkir hann á því síðar í færslunni með því að segjast vilja forðast skítkast og hártoganir. Heimatilbúnar útskýringar á merkingu orðsins í seinni færslunni gætu verið fyndnar ef þær væru betur stafsettar en svo flýgur hver sem hann er fiðraður.
Að svo komnu máli vil ég engar ályktanir draga um kynhneigð Bærings né hugprýði af skrifum hans þótt hann standi vissulega vel til höggsins.
Ég vil hvetja Bæring til þess að lesa færsluna aftur og leita sér aðstoðar þegar hann rekst á eitthvað sem hann skilur ekki. Best væri auðvitað ef hann réðist í að lesa hina eiginlegu tillögu að verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs sem er í rauninni umfjöllunarefni færslunnar. En líklega er það til of mikils mælst.
Dagur Bragason // 16.6 2010 kl. 01:57Ég hvet alla landsmenn til að kynna sér þessa tillögur að vernaráætlun Vatnaökulsþjóðgarðs. http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/st … nni/nr/236 Þetta plagg er með ólíkindum og andstætt venjum í Íslensku þjóðfélagi. Þarna er farið fram á að fólki sé stórlega mismunað eftir getu til ferðalaga og einum ferðamáta á kostnað annars.
Ekki eru það náttúruverndarrök sem liggja að baki heldur óþol óskilgreinds hóps, sem ekki má sjá eða heyra í vélknúnu ökutæki.
Ekki eru allar tillögunar í þessa átt og má reisa „loftnet“ hvar sem er í þjóðgarðinum þótt þessi loftnet eru með díselvél, oftast án hljókúts, og þurfa reglulega olíu sem ekki er flutt nema á olíubílum.
Þarna er verið að tala um svokölluð víðerni, en upphafið þessu hugtaki er að finna í Bandaríkjunum og eru kölluð Vilderness og lagasetningin kölluð Vilderness act frá 1964. Þar voru tekin frá óbyggð svæði og það stærsta í Alaska og er um 15% af heildar flatamáli þess ríkis en önnur ríki tóku frá friðuð svæði og eru þau öll innan við 1% að flatarmáli hvers ríkis.
Mjög stífar reglur gilda um þessi svæði og á ummerki mansins að vera í algjöu lágmarki innan þessara vilderness svæða. Settar voru stífar reglur þar sem allir vegir, skálar og önnur mannvirki vou bönnuð og stífar umgengnisreglur þar sem óheimilt var að mynda gönguslóða og reiðhjól voru bönnuð. Ef fólk fékk leyfi að ganga um þessi svæði var því óheimilt að ganga hvert á eftir öðru, heldur þurfti hver að ganga sýna leið svo ekki mynduðust stígar. Þetta þótti ofsalega fín hugmynd hjá nokkrum sem vildu hafa miðhálndi Íslands útaf fyrir sig og þingnefnd undir formennsku hestakonunar Kristínar Halldórsdóttur bræddi saman texta um ósnortin víðerni sem áttu að vera allt að 64% á öllu landinu. Þessi víðerni áttu að vera minnstst 25 ferkílometrar og áttu vegir, rafmagnslínur og stæri mannvirki ekki að vera inni á þessum svæðum. Allt vélknúið átti að vera bannað og einnig girðingar. Skálar áttu á fá að standa og tækjabúnaður þeirra.
Ferðamaður átti að geta fundið sig einan á stóru svæði án truflunar frá öðrum, svo framanlega sem hann lítur ekki til himins, enda er enn heimil flugumferð yfir Íslandi.
Allt átti að miðast við að gangandi og ríðandi fengju að fara um þessi ósnornu Víðerni, en ekki akandi. Vissar undanþágur þurfi að hafa tilækar, enda eru skálar ekki reistir og ekki hey flutt án véknúinna ökutækja ásamt trússi og öðru tilherandi.
Þarna var "ég“ hugsunin í algleymingi og ekkert tekið tillit til þeirra sem ekki eru á hestum og þeirra sem ekki geta gengi um landið þvert.
Þessi tillaga að vernaráætlun Vatajökulþjóðgarðs stríðir alvarlega gegn hefðbundnum ferðalögum Íslendinga um þetta landsvæði. Fjölskildufólk verður útilokað frá stórum landsvæðum, fötluðum er eingöngu tryggt aðgengi að salernum, en ekki náttúrunni. Allir aðrir en þrautþjálfaðir göngumenn fá ekki aðgang eins og hefur verið.
Páll Ásgeir nefndi í fyrri pósti að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs væri ekki til að viðhalda óbreyttu ástandi, heldur til að breyta því.
Við hvern er hann að berjast? Er hann að berjast gegn virkjunarfyrirtækjum? Nei öll hugsanlg virkunarsvæði eru ekki innan þjóðgarðs. Er hann að berjast fyrir náttúrunni? Það er spurning sem ég vildi sjá hann svara, en flestar lokanir innan Vanajökulsþjóðarðs, eru ekki náttúrunnar vegna heldur vegna þeyrrar tiktúru einhverra sem ekki vilja sjá eða heyra í öðru ferðafólki og er þá ekki auðveldast að úthýsa ökutækjum?
Hvert markmið stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs?
1. grein laga um Vatnajökulþjógarð nefnir auðvelda aðgengi almennings, en meginmarkmið tllögu að vernaráætlun virðist vera að takmaka aðgengi almennings.
Tekið er sérstakelga fram i upptalningu skála innan Vatnajökulsþjóðgarðs, í hvaða skála almennini heimil gisting. Má þá skilja þetta þannig að ef ekki er nefnd heimil gising, þá er gisting óheimil?
Rita ummæli
24.06.2010 at 02:44 #694388Páll Ásgeir Ásgeirsson
blogg á eyjan.isForsíða Um ← Þórsmörk rís úr öskunni
Vinsældaveiðar
22.6 2010 | 22:12 | 4 ummæli
Í tilefni þess að mótmælafrestur við tillögu að verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs er að renna út þann 24. júní n.k vil ég taka fram eftirtalin atriði:
Mér finnst ekki rétt að heimila akstur á jökul úr Hoffellsdal og Skyndidal og hef mótmælt því með formlegum hætti. Í framhaldinu væri rétt að bæta Goðahnjúkum og Goðahrygg á listann yfir þau svæði á Vatnajökli þar sem akstur er ekki leyfður.
Mér finnst tillagan um bann við sumarakstri gegnum Vonarskarð ganga of skammt. Rétt væri að loka ökuslóðum fyrir norðan Jökulheima og koma þannig í veg fyrir akstur norður með jöklinum.
Ég sé ekkert athugavert við að loka bílslóðinni inn Heinabergsdal og veit fyrir víst að þegar fjallað var um lokun Vikrafellsleiðar á fundum hreyfði enginn mótmælum. Sú lokun má því fortakslaust standa.
Ekkert væri athugavert að loka mun fleiri slóðum á svæðinu milli Köldukvíslar og Tungnaár. Líklega mun skipulag sem verið er að vinna á svæðinu taka til þeirra leiða sem liggja utan þjóðgarðsins.Mér finnst að loka ætti hinum svokallaða Styrkvegasjóði og koma þannig í veg fyrir að ráðherrar og þingmenn geti hyglað tækjaóðum frændum sínum og vinum heima í héraði til vegagerðar utan eftirlits og mats.
Mér finnst réttur fólks til mótmæla vera afar mikilvægur og hvet alla til þess að senda formleg mótmæli á sogv@vjp.is. fyrir 24. júní. Ég hef miklu meiri trú á vel rökstuddum mótmælum en póstkortabunkum og háværum hvatningarhrópum sem ákafir stuðningsmenn beina hver að öðrum í hita leiksins.
Ég birti skoðanir mínar ekki opinberlega til að afla mér vinsælda eða til að hækka gengi mitt í augum annarra. Af sjálfu leiðir að mér er nákvæmlega sama hvað öðrum finnst.
Spyrjum að leikslokum.Flokkar: Óflokkað | Facebook
Ummæli (4)
Kristófer Már Kristinsson // 22.6 2010 kl. 23:49Heill Páll, hvað áttu við með ,, að ráðherrar og þingmenn geti hyglað tækjaóðum frændum sínum og vinum heima í héraði til vegagerðar utan eftirlits og mats.“ Þetta virðist vera alvarleg ásökun?
Snorri Ingimarsson // 23.6 2010 kl. 00:05Með framangreindri verndaráætlun er hart sótt að frelsi annara en útvalinna ferðamanna, þ.e. fullfrísks fólks á besta aldri. Innsiglað með því að gera einstaklingum erfiðara fyrir heldur en þeim sem kaupa ferðir hjá ferðafélögum.
Sjálfsagt er að mótmæla en útilokað er að allir þeir sem er gersamlega ofboðið finni tíma til að setja fram ritgerðir á hálfgerðu lögfræðimáli. Þar koma póstkortin að góðum notum fyrir þá sem eru sammála texta þeirra.
Mér finnst því ekki rétt að gera lítið úr þessari aðferð til að koma á betra lýðræði. Hún er eina leið mikils fjölda til að opinbera skoðun sína en því miður er mikill plagsiður hér á landi að tala niður aðferðir og persónur þeirra sem eru á öndverðum meiði.
Ég veit að það bullsýður á mörgum, þar á meðal miklum náttúruunnendum sem ferðast hafa akandi og gengið um af mikilli virðingu um landið um áratugi. Þessu fólki finnst að sér vegið og ég fékk eftirfarandi í tölvupósti í dag: „Gangi eftir að loka akstursleiðum fyrir almennum ferðamönnum en leyfa umferð vegna atvinnustarfsemi þá virðist þetta vera frekar verndaráætlun um völd og peninga frekar en Verndaráætlum um Vatnajökulsþjóðgarð.“
Sjáfum finnst mér til dæmis alveg galið að loka Vonarskarði fyrir bílaumferð og tel það dæmi sýna einna best hvaða ofstæki og hatur er komið í gang hjá ráðamönnum gegn öllu sem knúið er af vél.
Svo vil ég upplýsa hér að mér er kunnugt um að hið svokallaða samráð sem ráðamenn halda mjög á lofti hefur verið meira í orði en á borði og engu líkara en að frjálsum útivistarsamtökum hafi verið haldið eftir mætti frá samráði.
Ég var áskrifandi að frábæru tímariti sem hét Útivera. Nú er farið að gefa blaðið út aftur en fyrsta tölublaðið er mikið breytt. Ég fekk blaðið sent ásamt feitum gíróseðli, ég er greinilega talinn áskrifandi enn. Þrátt fyrir yfirlýsta ritstjórnarstefnu um að öllum tegundum ferðamannsku verið gerð skil, fann ég lítið eða ekkert um vélknúin feraðlög í þessu blaði. Ég veit ekki betur en að Páll Ásgeir Ásgeirsson sé þarna í ritstjórn og vænti þá ekki mikillar umfjöllunar um vélknúin ferðalög. Sem er miður því að ég hef mikinn áhuga á útivistartímariti sem gerði öllum jafnt undir höfði og væri án öfga og fordóma. Verð því líklega að segja þessari áskrift upp.
Páll Ásgeir // 23.6 2010 kl. 08:53Svar til Kristófers:
Styrkvegasjóður er einskonar skúffusjóður sem Vegagerðin ræður yfir. Úr honum er hent milljón hér og milljón þar með milligöngu þingmanna á atkvæðaveiðum. Nær undantekningarlaust er um að ræða vegarstubba sem landeigendur eru að leggja sjálfir og eru utan allra áætlana. Nýlegt dæmi er um vegagerð á Hoffellsdal þar sem þessi sjóður styrkti landeigendur til óhæfuverka án mats eða undirbúnings.
Þú getur fengið nánari upplýsingar um starfsemi sjóðsins hjá Vegagerðinni eða í samgönguráðuneytinu.
Páll Ásgeir // 23.6 2010 kl. 11:19Svar til Snorra:
Útivera hefur komið út samtals í nærri sjö ár. Ég var ritstjóri blaðsins um tæplega eins árs skeið og sit í ritnefnd fyrir núverandi eiganda sem er fjölmiðlafyrirtækið Athygli.
Ef Snorri vill sniðganga blaðið vegna skoðana minna á náttúruvernd eða skorti á fylgispekt við jeppamenn er hann frjáls að því en mér finnst ekki mikil reisn yfir hótunum af þessu tagi.
Dagur Bragason // 24.6 2010 kl. 02:06Niðurlag greinar Páls Ásgeirs finnst mér nokkuð merkilegt:
„Ég birti skoðanir mínar ekki opinberlega til að afla mér vinsælda eða til að hækka gengi mitt í augum annarra. Af sjálfu leiðir að mér er nákvæmlega sama hvað öðrum finnst.“
Hann hefur lýst sig andvígan því að bílum verði leyftað aka Vonarskarðið nýlega hér á Eyjublogginu: http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2010/04 … /#comments en í erindi hanns á ferðamálaráðstefnu: http://www.ferdamalastofa.is/upload/fil … asgeir.pdf segir hann þetta um Vonarskarðið: „Sá sem stendur á hlaðinu í Snapadal í Vonarskarði hefur Bárðarbungu að bæjarfjalli. Það kemur aldrei neinn í Vonarskarð nema fáeinir jeppamenn í hálfgerðu leyfisleysi og mótorhjólamenn í algerri óþökk því að eftirsóttustu stöðunum er enginn vegur.
Það er góður vegur en ómerktur að Valahnúkum en þaðan eru um það bil 2-3 km að heita læknum og í fjallinu þar fyrir ofan er hverasvæðið.
Þarna vantar ekkert nema svolítinn vegarspotta, nokkur skilti, góðan skála, salernisaðstöðu, góða stíflu í lækinn til að búa til stórkostlegusta villibað á Íslandi og þá mætti taka þarna á móti þúsundum ferðamanna á hverju einasta ári og létta álaginu af öðrum stöðum til mótvægis.
Mér skilst að Vonarskarð sé innan vébanda hins nýstofnaða Vatnajökulsþjóðgarðs svo ég geri ekki ráð fyrir að neitt af þessu gerist á mínum líftíma. Reyndar á ég ekki von á að neitt gerist annað en að ástandið haldist óbreytt og staðurinn haldi áfram að keppa í flokki óuppgötvaðra leyndarmála. Ég get ekki séð að Vonarskarð myndi missa neitt af töfrum sínum þótt þangað kæmu 50 þúsund manns á ári. Þvert á móti.“
Hvað hefur breyst? En í millitíðinni gerðist hann atvinnuleiðsögumaður og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands. Þarna eru komið hagsmunatengsl og vill ekki atvinnuleiðsögumaður í gönguferðum ekki tryggja sýn forréttindi fram yfir aðra sem ferðast á hálendi Íslands?
Kveðja Dagur BragasonUmmælin þín bíða samþykkis.
Rita ummæli
24.06.2010 at 20:27 #694390Mig langar aðeins að blanda mér í þessa umræðu um verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Ég hef mikinn áhuga á að ferðast um Ísland og fer ég ýmist gangandi, akandi á jeppa og á mótorhjóli. Ein regla gildir hjá mér og það er að aka ekki utan vega.
Eitt ber þó að nefna áður en lengra er haldið að hvort sem fólk er gangandi, á ferð á bíl, á mótorhjóli eða hesti að þegar farið er utanvega þá er jarðvegurinn skemmdur. Því getur enginn neitað.
Skemmdir þessar eru misjafnlega miklar en skemmdir samt sem áður.Umræðurnar sem ég hef lesið fara margar hverjar út í það að vera skítkast á milli aðila sem vilja banna allt nema göngufólk og þeirra sem vilja ferðast um á vélknúnum ökutækjum.
Ég get ekki séð hvaða máli það skiptir hvernig menn kjósa að ferðast um landið svo lengi sem þeir fara eftir þeim lögum og reglum sem hér gilda.Þegar kemur að verndaráætluninni verð ég að segja að mér finnst of langt gengið að loka þeim slóðum sem nefndir hafa verið. Margir hverjir af þeim hafa verið eknir í tugi ára og ég get ekki séð hvaða tilgangi það þjónar að banna umferð um þessar vegi annan en að vernda vegina.
Ennfremur finnst mér stórskrýtið að leyfa ferðaþjónustufyrirtækjum að fara um þessa vegi með trúss fyrir sína kúnna á meðan hinn almenni göngumaður má ekki láta trússa fyrir sig. Þetta kalla ég mismunun og á ekki að lýðast hér.
Samkvæmt áætluninni er tilgangurinn meðal annars að veita fólki tækifæri til að njóta fjölbreyttrar útivistar en ég spyr hvernig er það hægt ef banna á öllum nema ákveðnum hóp að ferðast um viss svæði.
Er þetta ekki gagnstætt hlutverki áætlunarinnar?Annað sem ég vill nefna og hefur verið nefnt áður er sú staðreynda að ekki er öllum kleyft að ferðast um landið fótgangandi. Þetta á sérstaklega við um eldra fólk, börn og fatlaða.
Er rétt að þessir aðilar geti ekki ferðast um landið á vélknúnum farartækjum þar sem eru slóðar til að njóta þeirrar náttúru sem gangandi fólk fær að njóta?Umhverfisvernd á ekki að snúast um boð og bönn heldur um skynsamlegan aðgang að náttúru landsins. Í stað þess að banna umferð vélknúinna ökutækja um slóða sem eknir hafa verið áratugum saman ætti frekar að búa svo um hlutina að öruggst sé hvar slóðinn liggur. Þetta felur í sér að merkja þarf slóðann með stikum og inn á kort.
Ef ökumaður veit alltaf hvar hann á að keyra þá eru minni líkur á því að hann fari að finna sér nýja leið.Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðar er alls ekki slæmt plagg en það er á margan hátt gallað plagg sem vert er að bæta úr.
kv.
Ómar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.