Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Vatnajökulsþjóðgarður enn
This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 20 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.05.2004 at 12:48 #194398
Nú var þessi ágæta nefnd að skila áliti til umhverfisráðherra um Vatnajökulsþjóðgarðinn væntanlega. Mikil hamingja, mikil gleði. Hvernig líst okkur svo á þetta félagar góðir?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.05.2004 at 14:05 #503087
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það sem þarna var á ferðinni var nefnd sem hafði það hlutverk að fjalla um þjóðgarð norðan Vatnajökuls, en hann mun væntanlega renna inn í Vatnajökulsþjóðgarð ef/þegar það kemur til. Þetta er semsagt ekki sama nefnd og var í fréttum fyrir nokkrum vikum og vildi setja akstursbönnin sem frægt varð. Ég hef reyndar ekki lesið skýrsluna en hún er kominn á vefinn hjá ráðuneytinu. Ég held ég fari rétt með að í þessum tillögum eru ekki neinar tillögur um takmarkanir á frelsi til að ferðast á eigin vegum, allavega kom það ekki fram í kynningu á þessu. Það jákvæða sem ég sé hins vegar í þessu er að með þessu er komið í veg fyrir að uppbyggð hraðbraut verði lögð þvert í gegnum þetta svæði, en slíkar hugmyndir hafa verið uppi. Það eru hins vegar einhverjar hugmyndir um vegabætur á meginleiðum í gegnum þjóðgarðinn, sem myndu þá verða látnar fylgja landslaginu, en að því mér hefur skilist tók nefndin ekki afstöðu til þess hvort ætti að vera bundið slitlag á þeim.
Þarna kemur semsagt ekki svar við því hvort tekið verði tillit til athugasemda okkar við hugmyndir um akstursbann á ákveðnum svæðum á jöklinum frá apríl til sept. sem er kannski stóra áhyggjuefnið í þessu.
Eiginlega finnst mér verst í þessum tillögum að þjóðgarðurinn sé ekki stærri. Frá upphaflegu hugmyndunum er búið að taka sneið af honum að vestan verðu vegna hugmynda um að tengibraut yfir Sprengisand yðri látin liggja austan við Skjálfandafljót. Þar með færi vænn biti af þessu svæði (í hunds kjaft ef menn vilja orða það svo) og skáli Eyfirðinga á Réttartorfu gæti breyst í hamborgarasjoppu.
Kv – Skúli
25.05.2004 at 21:36 #503091Sæll SkuliH.
Nú ertu orðinn formaður Ferðaklúbbsins 4×4 og óska ég þér til hamingju með það. Þú hefur samfara þessu meiri/aðrar skyldur í opinberri umræðu en áður. Í öllum guðslifandibænum vaknaðu nú upp af Þyrnirósasvefni ykkar eik, enda eruð þið löngu búnir að sofa yfir ykkur í þessu efni. Það er einfaldlega svo að allar hugmyndir um fyrirbærið "þjóðgarð" eru til þess fallnar að skerða rétt/möguleika okkar jeppamanna til að ferðast á þeim svæðum sem undir slík svæði fara. Þetta er hin dapurlega staðreynd í raun, þrátt fyrir að allir sem mæla fyrirbærinu bót segi það gert til að "auka rétt og aðgengi almennings að svæðinu…" Ég spyr þá: Hvað er að aðgengi fólks að Vatnajökli í dag? Ekki verð ég var við að nokkrum sé meinuð för um þann jökul sem á annað borð fer eftir almennum lögum þessa lands!
Ég vek enn og aftur athygli á þeirri dapurlegu staðreynd að allur akstur vélknúinna ökutækja á Snæfellsjökli (Snæfellsjökulsþjóðgarði) er nú bannaður og um leið þeim varnaðarorðum að menn taki ekki copy/paste þá reglugerð og láti hana flæða yfir alla aðra komandi jökulþjóðgarða landsins.
Merkilegt að þjóðgarðsvörðurinn í Snæfellsjökulsþjóðgarði gerði sér ekki einu sinni sjálfur grein fyrir merkingu reglaugerðarinnar um þjóðgarðinn hans á fundi hjá klúbbnum um árið. Þau ákvæði eru hins vegar tiltölulega aðgengileg öllum þeim sem skilja ritað mál.
Ég vek athygli á málflutningi ólsarans um þau mál er varða skipulag og nýtingu miðhálendisins, enda mælir hann þar af reynslu sem hann hefur hlotið í samstarfi við öfgafólk.
Ferðakveðja,
BÞV
26.05.2004 at 00:13 #503095
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já mig grunaði nú að við værum ekki sammála þarna. Þetta er hins vegar ósköp einfalt Björn, ef fram væri komin reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð þar sem akstur væri bannaður eða háður leyfum væri ég, eik og flest annað ferðafólk á móti því en ef það er ekki, né nein önnur grein sem takmarkar ferðalög, þá horfir málið allt öðru vísi við. Það að landslag þessa tiltekna svæðis þarna fyrir norðan Vatnajökul fái að vera laust við uppbyggða vegi eins og sumir vilja fá þarna (eða önnur stórfelld mannvirki) finnst mér vera töluvert gott mál, allavega fyrir þá sem hafa áhuga á að ferðast um rauverulegar óbyggðir. Ég geri mér grein fyrir að þetta skapar Landsvirkjun ákveðið óhagræði og einhverjir þarna fyrir austan verða fyrir vonbrigðum, en samviskuleysi mitt gerir það að verkum að mér er slétt sama, fyrir mig skiptir meira máli að hafa þetta svæði áfram náttúrulegt.
Af því þú nefnir skyldur í opinberri umræðu, þá skal taka fram að hér á heimavelli klúbbsins skrifa ég undir eigin nafni og tjái mig því sennilega sterkar en þar sem ég væri titlaður sem formaður klúbbsins. Hins vegar tók klúbburinn afstöðu með þeirri hugmynd að Vatnajökull verði þjóðgarður árið 2000, þá undir forystu Þórarins Guðmundssonar. Þar kom ég hvergi nærri, enda var ég þá býsna óvirkur félagi, en hins vegar vitnuðum við til þeirrar yfirlýsingu á fundi með ráðherra á dögunum. Án þess að ég hafi undir undir höndum gögn um þessa yfirlýsingu frá 2000, aðra en Farið (bls. 35), þá finnst mér ekki ólíklegt að hugsunin þar hafi verið sú að með þessu aukast líkur á að sú náttúra sem við erum að sækja fái frið fyrir skemmdum t.d. af völdum mannvirkjagerðar.
Ólsarinn hefur örugglega mikið til síns máls varðandi öfgafólk (ætlarðu að fara að etja okkur saman!!!). Okkur stafar örugglega ákveðin hætta af þeim eins og sást í tillögunum sem komu fram fyrr í vetur. Ég leyfi mér hins vegar að vera bjartsýnn á að okkur hafi tekist að hafa áhrif á afstöðu núverandi umhverfisráðherra til þess máls og trúverðugleiki öfgamanna sé ekki mikill. Gleymum því hins vegar ekki að okkur og okkar sporti stafar ekki síður ógn af sífelldri sókn til láglendisvæðingar hálendisins eins og ágætur maður orðaði það svo snilldarlega hérna á vefnum. Þar eru dæmin ansi mörg, Þórsmerkurvegurinn, Sprengisandur, Kjölur, Stórisandur og Blöndalsvegur, jafnvel Fjallabak er ekki óhult hvorki fyrir vegagerð né vikjanaframkvæmdum. Það er því gott mál að þarna eigi að afmarka ákveðið svæði sem fái að vera í friði, þó það hefði óneitanlega mátt ná alveg austur að Skjálfandafljóti.
Kv – Skúli
26.05.2004 at 08:49 #503099Eins og ég hef skilið umræðuna þá er allur akstur vélknúinna ökutækja bannaður í Snæfellsjökulsþjóðgarði nema með leyfi þjóðgarðsvarðar, nú hann leyfir akstur og ekki hef ég heirt um neitt vesen þar. Til hvers þá að hafa þessa klausu inni? Svo kemur öfgamaður sem þjóðgarðsvörður og ákveður að framfylgja þessu banni? Hann hefur fulla heimild til þess. Annað mál ef slys, tjón eða árekstur verður á svæði það sem umferð ökutækja er bönnuð hvað segja þá tryggingarfélögin? Væru þau ekki í fullum rétti til að neita að bæta tjónið þar sem það varð á svæði þar sem akstur er bannaður? og hvar er leyfið? Hefur þjóðgarðsvörðurinn í Snæfellsjökulsgarði gefið út skriflegt leyfi?
En þetta er í stíl við mörg önnur lög í þessu landi.
Kv Lella
26.05.2004 at 17:13 #503103Velkominn á fætur Bjössi, ég þarf ekki lýsa því í smáatriðum hversu smmála ég er þér. En þó leggst núvarandi þingnefnd nokkuð vel í mig þar sem þeir minnast á "hefbundnar landnytjar" það hljómar þó sæmilega. En þeir minnast einnig á " Nánu samstarfi við heimamenn og hluteigandi" það hljóta að vera VIÐ. Þar sem VIÐ nýtum sennilega jökulinn manna mest.
Og nú er bara að leggjast lobbýisma og míga utan í Steingrím J, Össur Skarphéðins, Magnús Jóhannsson, Arnbjörn Sveinsson og Magnús Sveinsson.
Það sem vekur óhug í þessu máli er að fara á eftir mælikvarða U.C.N Alþjóðlegu náttúruvendarsamtökinn um þjóðgarðinn, og við vitum hvernig skilningur pleppana einhverstaðar í mið evrópu er þegar fjallað er um vildmarken, tja svei.
Þingnefndin segir einnig í álitinu að Vatnajökullsþjóðgarður verði með öðrum hætti er hinir þjóðgarðarnir.Jón Snæland.
27.05.2004 at 06:53 #503107Jæja, ég átti nú satt að segja von á meiri umræðu hér í framhaldi af þessari flugeldasýningu Umhverfisráðuneytisins. Held ég verði nú að skjóta því hér inn í, að þótt fasteignasalinn frá Mælifellsá sé öllum púkum stríðnari, þá mun honum ekki takast að etja okkur Skúla saman! Við höldum áfram að hugsa á svipuðum brautum þótt Skúli verði formaður 4×4 um tíma. En það sem mig grunar að felist í "bættu aðgengi almennings" í hugum þessa hóps, sem venjulega mótar flestar tillögur í þessa áttina, þýði að komið verði upp fáum "hraðbrautum" til að komast á tiltekna hluta svæðisins, en öll umferð vélknúinna ökutækja verði síðan beinlínis bönnuð um svæðið. Hægt verði að komast á hvaða fólksbíl sem er á tilteknar "hálendismiðstöðvar" sem verði staðsettar með tilliti til þess að hæfilega langar gönguleiðir séu á milli þeirra. Gísli Gíslason, landslagsarkitekt, sem manna mest mótaði þær hugmyndir, sem lagðar voru til grundvallar að Svæðisskipulagi Miðhálendisins, sem unnið var undir stjórn Skipulagsstofnunar, var síðast þegar ég vissi mjög fastur í þessum hugmyndum. Í svæðisskipulaginu er beinlínis gert ráð fyrir uppbyggðum vegi norður yfir Sprengisand og Kjöl, vegi til norðausturs sunnan við Mývatnssveit af Sprengisandsleið að mig minnir norðan við Fjórðungsöldu. Ég held að ég sé ekki sammála Jóni Snæland um að nefndin telji ferðalög okkar jeppamanna til "hefðbundinna landnytja". Er nokkuð viss að þar er eingöngu verið að tala um sauðfjárbeit og smalamennsku bænda. Við skulum hafa í huga, að þessar hugmyndir þurfa það langa umfjöllun í kerfinu, að það verður næsta ríkisstjórn, sem mun taka ákvarðanir í þessa veru og þá verður Kolla Halldórs orðin umhverfisráðherra. Held endilega að hún sé á móti jeppum og vélsleðum, sé ályktað út af því hvernig hún flytur sitt mál. – En nú held ég að Umhverfisnefndin okkar verði, ásamt með stjórninni, að leggjast yfir þessar hugmyndir, helst fá fund með umtalaðri nefnd og/eða starfsfólki ráðuneytisins og gera svo tillögur og koma með ábendingar út frá okkar hagsmunum. Lobbýisminn er jú það sem gildir, eins og Jón "ofsi" Snæland bendir á.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.