FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Vatnajökulsþjóðgarður

by Skúli Haukur Skúlason

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Vatnajökulsþjóðgarður

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Skúli Haukur Skúlason Skúli Haukur Skúlason 18 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 17.03.2007 at 22:06 #199947
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant

    Á dagskrá þingisins núna í kvöld er frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð og má fastlega gera ráð fyrir að það verði samþykkt með áorðnum breytingum frá umhverfisnefnd Alþingis. Uppaflegt frumvarp er að finna á vef Alþingis og sömuleiðis Breytingatillögur umhverfisnefndar.
    .
    Í breytingatillögunum felst að við erum að ná í gegn nokkrum mikilvægum breytingum sem var að finna í athugasemdum SAMÚT, 4×4 og fleiri félögum innan SAMÚT (FÍ, Útivist, Jörfí svo nokkur séu nefnd).
    Í fyrsta lagi og veigamest er að útivistarsamtök fá fullgilda fulltrúa í allar svæðastjórnir en þjóðgarðinum er skipti í fjögur svæði sem hvert um sig hefur sína stjórn. Í þessum svæðisstjórnum eru 3 fulltrúar sveitarfélaga á hverju svæði, 1 frá ferðamálasamtökum á svæðinu, 1 frá umhverfisverndarsamtökum og 1 frá útivistarsamtökum. Í breytingatillögunni er okkar fulltrúa semsagt bætt við þarna. Þetta er mikilvægt þar sem í svæðaráðum eru unnar tillögur að verndaráætlunum og þaðan koma því tillögur er varða umgengnisrétt almennings og starfsemi útivistarfélaga á hverju svæði fyrir sig. Auk þess fáum við áheyrnarfulltrúa í yfirstjórn þjóðgarðsins. Þessi fulltrúi hefur málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðarétt. Þrátt fyrir að þessi fulltrúi hafi ekki atkvæðarétt er hann okkur mjög mikilvægur þar sem hann gefur okkur tækifæri til að koma sjónarmiðum ferðafólks á framfæri innan stjórnar. Við getum semsagt haft áhrif á reglur og ákvarðanir um þjóðgarðinn á öllum stigum en það held ég að sé í fyrsta sinn sem við erum í slíkri stöðu. Hingað til höfum við í besta falli fengið reglugerðir til umsagnar á lokastigi.
    Á 15 gr. sem fjallar um umferð í þjóðgarðinum eru ekki miklar breytingar í orðum en þó er einu orði breytt sem skiptir miklu máli. Þar var í upphaflegu frumvarpi talað um ‘vetrarakstursleiðir‘ en núna er talað um ‘vetraraksturssvæði‘. Þetta er í samræmi við breytingatillögu Jörfí. Á mannamáli þá þýðir þetta að frumvarpið var lagt upp þannig að utan jökla væri heimilt að aka á snjó og frosinni jörð á eftir ákveðnum leiðum en núna er akstur leyfður á ákveðnum svæðum. Fyrri útgáfan var auðvitað alveg fatal vitleysa, en sú síðari þýðir að þjóðgarðsstjórn getur undanskilin ákveðin svæði akstri, svipað og er með Hvannadalshnjúk, Öræfajökul og Skeiðarárjökul í dag (bannið er bundið tímabilum nema á Hnjúkinn gildir það allt árið). Þarna reynir á fulltrúa okkar í stjórnunum. Það verða vafalaust einhver bönn og persónulega get ég verið sáttur við bann á Öræfajökli eftir 1. maí þegar mesta traffíkin er af gangandi fólki á Hjúkinn (þ.e. þá útfærslu á því banni sem Samút lagði til á sínum tíma) og ég held að það sé ekki hægt að afneita öllum aksturstakmörkunum. En þau þurfa að hafa einhvern raunsæjan tilgang, annað hvort til að vernda náttúruna eða til að koma í veg fyrir árekstra milli ferðahópa (og í síðara tilfellinu þarf að taka tillit til þarfa allra, ekki bara göngumanna). Hægt er að hugsa sér bann við akstri í náttúruverndarskyni t.d. ofan í sjálfum Hveradölunum í Kverkfjöllum þar sem jarðhiti gerir jarðveginn gljúpan allt árið, enda held ég að engum hugsandi jeppamanni dytti í hug að aka þar. En aðalmálið er að fulltrúar okkar í stjórnunum þurfa hér að tryggja að við og önnur útivistarsamtök fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um allar hugsanlegar lokanir.
    Þriðja breytingin sem skiptir okkur máli er í 19.gr. laganna sem fjallar um kærurétt, en skv. breytingunni fá útivistarfélög kærurétt gagnvart ákvörðunum sem þjóðgarðsyfirvöld taka. Kærurétt hafa þeir aðilar sem hafa svokallaða lögvarða hagsmuni og eru þeir tilgreindir í greinni. Í upphafi voru útivistarfélög ekki tilgreind þar en breytingatillagan bætir þar úr.
    Við gerðum líka athugasemd við 21. gr sem fjallar um gjaldtöku þar sem segir að það megi taka gjald af gestum fyrir veitta þjónustu og aðgang að þjóðgarðinum. Okkar tillaga var að aðeins mætti taka gjald fyrir veitta þjónustu en ekki fyrir það eitt að njóta náttúrunnar í garðinum (glápgjald). Á þessu fengum við ekki breytingu þannig að ráðherra getur sett í reglugerð aðgangsgjald. Þarna reynir þá enn og aftur á fulltrúa okkar í stjórnum að standa vörðinn. Þó fulltrúinn í yfirstjórninni hafi ekki atkvæðarétt, þá hefur hann 16 félagasamtök að baki sér með líklega um 30.000 félagsmenn og þessi hópur getur alveg beitt þrýstingi ef okkur sýnist svo.
    Svo vona ég bara að þessi þjóðgarðsstofnun verði til þess að tryggja verndun náttúrunnar á svæðinu fyrir skemmandi framkvæmdum, spilli ekki ferðavenjum á svæðinu sem áratuga hefð er fyrir en auki í einhverju ánægju ferðafólks og þurrki burt bannið við akstri á Skeiðarárjökli sem gerir ekkert annað en spilla ímynd þjóðgarða á Íslandi. Núna verður tækifæri til að stoppa þá vitleysu í hugsanlegri endurfæðingu.
    Kveðja
    Skúli
    umhverfisnefnd 4×4 og fulltrúi í SAMÚT

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 17.03.2007 at 22:35 #585020
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ég tek undir það með Skúla að það að SAMÚT hafi fengið fulltrúa í svæðisráð og áheyrnafulltrúa í aðalstjórn er mjög mikilvægur áfangi, þó svo að betra hefði verið að hafa atkvæðisrétt.

    Nú þegar hefur verið samið um það innan SAMÚT að Ferðafélag Íslands fái þrjá af fjórum fulltrúum í svæðisráðum og líklegast að JÖRFI fái þann fjórða. Það verður því krafa okkar í 4×4 að fulltrúinn í aðalstjórn verð frá 4×4. Enda slíkt eðlilegt þar sem að umferð Jeppa um þjóðgarðin er gríðarlega mikil og hagsmunir okkar mjög miklir á svæðinu. Sérstaklega þar sem að ekki tókst að koma í veg fyrir möguleg akstursbönn á ákveðnum svæðum.

    Vissulega er það þó kostur að það skildi takast að koma í veg fyir þá vitleysu að skilgreina ákveðnar akstursleiðir en í staðin eru þetta aksturssvæði. En því miður þá er ég nú ekki alveg jafn ánægðpur með þetta og Skúli því að ég lít á þetta sem möguleika á akstursbanni á stórum svæðum – en ekki á hinn veginn.

    Þess vegna er alveg kristaltært að 4×4 verður að eiga fulltrúa inni í þessari stjórn til að gæta okkar hagsmuna – sem eru gríðarlegir.

    En að öðru leiti en þessu þá held ég að þessi þjóðgarður sé hið besta mál og í raun mikil framför fyrir okkur sem viljum halda hálendinu okkar að sem mestu ósnortnu til að geta notið þess áfram.

    Benni





    17.03.2007 at 23:46 #585022
    Profile photo of Þorsteinn I. Víglundsson
    Þorsteinn I. Víglundsson
    Member
    • Umræður: 8
    • Svör: 102

    Rétt í Þessu (23.3x)var verið að greiða atkvæði um lögin og vísa þeim til þriðju umræðu. Atkvæði voru 53 til 56 samhljóða um mismunandi greinar laganna. Umhverfisráðherra óskaði þingheimi og Íslendingum til hamingju með þjóðgarðinn sem er greinilega að verða að veruleika.





    18.03.2007 at 08:21 #585024
    Profile photo of Þorsteinn I. Víglundsson
    Þorsteinn I. Víglundsson
    Member
    • Umræður: 8
    • Svör: 102

    Lögin um Vatnajökulsþjóðgarð fóru ekki í lokaatkvæðagreiðslu í gær. Mikil færibandavinna var í gangi, en mörg lög náðust ekki í gegn.
    Það virðist vera mikill stuðningur við lögin og allir sem voru í þingsal voru fylgjandi þeim. Umhverfisnefnd var jafnframt samstíga. Við verðum bara að vona að lögin verði samþykkt á næsta þingi án þess að staða okkar versni.





    18.03.2007 at 18:57 #585026
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Frumvarpið er orðið að [url=http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=133&mnr=395:4dwtsqqu][b:4dwtsqqu]lögum[/b:4dwtsqqu][/url:4dwtsqqu] á Alþingi.
    Allir viðstaddir þingmenn
    [url=http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=36973:4dwtsqqu][b:4dwtsqqu]samþykktu[/b:4dwtsqqu][/url:4dwtsqqu] frumvarpið.





    18.03.2007 at 20:08 #585028
    Profile photo of Þorsteinn I. Víglundsson
    Þorsteinn I. Víglundsson
    Member
    • Umræður: 8
    • Svör: 102

    Sæll Dagur,
    Þú sérð í gegnum holt og hæðir. Þetta var ekki komið inn í morgun (gert 20:01 í kvöld), greinilega mikið að gerast hjá öllum riturum þingsins. Þetta er ekki einu sinni komið inn í skrá yfir nýsamþykkt lög, hvernig fannstu þetta?
    Nú er að tryggja okkar stöðu og okkar málefni innan þjóðgarðsins!





    18.03.2007 at 21:52 #585030
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Sæll þorsteinn.
    Þú finnur þetta í gegnum linkinn á umhverfisnefnd Alþingis.
    Eitt vakti sérstaklega athygli mína eða hvað 3 umræðan og athvæðagreiðslan tók langan tíma, eða frá 23:56 til 23:56 og er ég ekki viss um að áhorfandi hefði tekið eftir henni að hún hefði farið fram.

    Kveðja Dagur





    18.03.2007 at 22:33 #585032
    Profile photo of Karl Guðnason
    Karl Guðnason
    Member
    • Umræður: 28
    • Svör: 1154

    Dagur það er ekkert að gera annað enn að hætta að kjósa þessa falsara, þetta fólk gerir ekkert gott nema fyrir peninga, svo ég segji hættum að kjósa og flytjum til útlanda.
    kv:Kalli búinnaðgefastuppáþessupakkimargsvikinn





    18.03.2007 at 22:53 #585034
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ef afköst Alþingis væri alltaf jafn rosaleg og þessa síðustu daga væri skelfilegt að búa á Íslandi, þá væri hreinlega búið að setja lög um allt. En ég er í sjálfu sér feginn að þetta fór í gegn núna en lenti ekki í frestun, því næst hefði verið komið nýtt þing, ný umhverfisnefnd og (hugsanlega) nýr umhverfisráðherra og við hugsanlega orðið að byrja allt upp á nýtt. En auðvitað var búið að ræða þetta í þaula og ekkert annað eftir en að stimpla það samþykkt.
    Kv – Skúli





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.