Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Vatnajökulsþjóðgarður
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
03.11.2006 at 19:34 #198879
Hvað segja menn um þetta?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.11.2006 at 19:54 #566426
Ég hef alltaf verið þeirra skoðunar að stofnun þjóðgarða þjóni engum tilgangi, nema þeim kannski að þjóðgörðum fylgir aragrúi að höftum,bönnum og reglugerðum sem takmarka fólki aðgang að svæðinu.
Kv.
Glanni
03.11.2006 at 20:21 #566428Sæll Glanni
Ég og mínir höfum notað mikið Þingvallaþjóðgarðinn, ég tel hann gott dæmi um þjóðgarð sem hefur heppnast, maður getur tjaldað og stundað veiðina og allir ánægðir.
03.11.2006 at 20:32 #566430ég held nú að ekki sé raunhæft að bera þetta saman enda hinmin og haf á milli þessara garða að öllu leiti
03.11.2006 at 20:46 #566432Einhverra hluta vegna tókst mér ekki að opna skýrsluna en miðað við þær hugmyndir sem ég sá síðast um þennan þjóðgarð finnst mér helstu gallarnir á þessum hugmyndum að þjóðgarðurinn er ekki nógu stór. Það er vegna þess að þjóðgarðsmörkin eru látin sneiða framhjá Langasjó og Skjálfandafljóti og þannig komið í veg fyrir að þjóðgarðurinn gegni sínu mikilvægasta hlutverki sem er að vernda náttúruna fyrir skemmdum. Það er nefnilega ekki tilviljun að mörkin eru sett svona, það er gagngert gert til að þessi þjóðgarðsstofnun standi ekki í vegi fyrir að þessi náttúrufyrirbæri séu eyðilögð.
Kosturinn við þjóðgarða er að þarna er verið að taka frá svæði fyrir ferðafólk sem vill njóta náttúrunnar. Það virkar nátturúlega ekki þegar sneitt er framhjá þeim svæðum sem hætta er á að verði stútað.
Í einhverri skýrslu sem ég sá voru líka einhverjar vegagerðarhugmyndir sem mér leist ekkert alltof vel á. Hugmyndin á bak við þjóðgarða er ágæt en framkvæmd þeirra er stundum ekki eins góð. Stundum galli á þjóðgörðum að þeim fylgir einhver svona láglendisvæðing með malbiki og uppbyggðum vegum og eiginlega er þetta í þversögn við tilganginn. Það er líka í þversögn við tilgang þjóðgarða þegar óþarfa hömlur eru settar á ferðalög eins og gert er með tímabundnu banni við akstri á Skeiðarárjökli, enginn tilgangur sem réttlætir það bann.Kv – Skúli
03.11.2006 at 21:45 #566434Gundur, hefðir þú ekki alveg eins geta tjaldað og veitt og gert þótt að þetta væri ekki þjóðgarður?
Landslagið breytist ekki þó að þjóðgarðsstimpillinn sé settur á það.
Kv.
Glanni
03.11.2006 at 21:52 #566436Það er nú eitt og annað sem stingur í augu við lestur þessara skýrslu. Og ef ég nefni aðeins nokkur atriði.
Fjármögnun þjóðgarðsins:
1 Fjármögnun með aðgangsgjöldum ??????
2 Með styrkjum frá Alkoa og Landsvirkjun, félagasamtökum og einstaklingum.Fleira var nokkuð merkilegt, það hlýtur að vera ætlun þerra sem að þessari skýrslu unnu. Að vernda þjóðgarðinn á einhvern hátt. Því skýtur það skökku við að hefja uppbyggingu á 11 þjónustustöðum fyrir landverði, og ætla sér að malbika alla vegi innan þjóðgarðsins í framtíðinni, byggja göngubrýr og leggja merkta göngustíga þvers og kruss um garðinn. Þetta myndi ég flokka undir lálendisvæðingu.
Einnig er lagt til að uppbyggður vegur verði lagður inn í Jökulheima og inn að Brúarjökli.
Hvað finnst mönnum um vegalagningu inn að Brúarjökli frá Kárahnjúkum. Er kannski einhver önnur leið hentugri eða hvað.Gott komentið hjá þér Glanni með tjöldinn, nú getur Gundur væntanlega ekki tjaldað hvar sem er.
15.11.2006 at 12:30 #566438Maður situr eftir með óbragð í munni eftir þessa lesningu. Alveg stórmerkileg í raun. Það skín í gegnum þessa skýrslu að það er ekki verndun svæðisins sem er höfuðmarkmiðið heldur kapitalístisk sjónarmið. Að auka traffíkina á svæðinu og græða á því peninga. Allt á kostnað náttúrunnar.
Kostnaður við uppbyggingu er áætlaður 1150 milljónir. Rætt um að láta Alcoa og Landsvirkjun taka þátt í honum. Áætluð áhrif stofnunar þjóðgarðsins eru tekjuaukning upp á 3-4 milljarða á ári í formi aukinna tekna af ferðaþjónustu. Hver er hinn raunverulegur tilgangur með þessu ?
Er hann að malbika veganet í nágrenni þjóðgarðsins. Í farmtíðinni má svo sjá fyrir sér að þeir banni almenna umferð um svæðið, raði fólki í rútur í þjónustumiðstöðvunum, rúnti með það eftir þessum vegum og helypi því út á völdum stöðum. Er þetta það sem við viljum ? Svona er þetta víðast hvar erlendis þar sem umferð ferðamanna er mikil í þjóðgörðum.
Ég segi nei og mér finnst að 4×4 og LÍV eigi að tjá sig efnislega í sameiningu um þessa skýrslu opinberlega áður en þetta verður að lögum. Það sem gerist næst er að umferð okkar sem ökum sleðum og jeppum á fjöllum verður takmörkuð á öllu þessu svæði líkt og í nágrenni Öræfajökuls. Síðan verður aðgengið heft smátt og smátt, þar til lokað verður á okkur í skjóli þess að þetta er friðlýst svæði, heilagur þjóðgarður.
Það þarf nýja hugsun í þessi þjóðgarðsmál. Þjóðgarðar eiga að vera opnir öllum og það á ekki að skerða ferðafrelsi einstaklingins og binda það við tvo jafnfljóta svo lengi sem hann er ekki að valda sjöllum á umhverfinu.
Við vitum að bætt aðgengi þýðir bara aukin umferð og meiri átroðsla.
Veit einhver fyrir hvaða samtök Ingólfur Ágeir Jóhannesson er, sem er nefndur fulltrúi frjálsra félagasamtaka.
15.11.2006 at 13:16 #566440er skráður til heimilis á Akureyri og er titlaður mentunarfræðinugur. Það er alltaf skemmtilegt að frétta af því að hinir og þessir séu fulltrúar okkar hér og þar. Þó svo við vitum ekki haus né sporð á þeim. maður fyllist þvílíkri öryggis tilfinningu að vita af þessum fulltrúum eða hvað.
15.11.2006 at 14:42 #566442Til upplýsingar um það hver er svo kallaði fulltrúi okkar í nefnd um Vatnajökulsþjóðgarðar. Þá heitir fulltrúinn Ingólfur Ásgeir Jóhannesson eins og ofangreinir og er hann formaður félags sem heitir Samtök un náttúruvernd á norðurlandi. Þetta er svona örfélag með rétt rúmlega 50 félagsmönnum. Félagið er aðili að batteríi sem kallast Samstarfsyfirlýsing umhverfisráðuneytisins og frjálsrafélagasamtaka. Og er fundað tvisvar á ári á þeim vettvangi. Hér að neðan getur að líta fyrsta hluta laga umrædds félags, og geri ég athugasemdir við grein 2. Þar sem mér finnst að formaðurinn hafi farið fram úr sjálfum sér með því að geta lagt nafn sitt við Þjóðgarðsskírslunni, þar sem aðal markmiðið er að lálendisvæða þjóðgarðinn. Fyrir neðan löginn er upptalning á félögunum sem eiga aðild að yfirlýsingunni og set ég stórt spurningarmerki við vægi félagatölur á bak við hin ýmsu félagasamtök. En þarna er t,d Samút talinn upp sem einn aðili og væri í raun eðlilegar að þarna væru félögin inni hvert á sínum forsemdu enda félagar á bakvið Samút vafalaust í kringum 20.000 en með sama vægi og örfélag með handfylli félagsmanna. Þetta er svosem ekkert nýtt fyrir okkur en vert umhugsunar, þegar við erum með fulltrúa í einhverju að hann sé beinlínis á annarri skoðun en megin þorri jeppamanna. Nánari upplýsingar á vefslóðinni http://www.ismennt.is
Félagslög SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi
1. Heiti félagsins er: Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN). Aðsetur og varnarþing er á Akureyri. Félagssvæðið er Norðurland.
2. Markmið samtakanna er verndun náttúrulegs umhverfis á láði og legi, jurta- og dýralífs, og skynsamleg nýting náttúruauðlinda, landslýð til heilla í nútíð og framtíð.
( hérna skítur það skökku við að formaður félagsins getir skrifað undir skírslu um Vatnajökulsþjóðgarð, þar sem eitt af stóru markmiðunum er að laga vegi, malbika, stika, brúa, leggja göngustíga, stækka skála og stefna að aukinni umferð um svæðið sem mun skapa meiri átroðning )
3. Að ofangreindum markmiðum skal unnið í samræmi við gildandi lög og í samvinnu við alla sem hafa náttúruvernd á stefnuskrá sinni. Starfsemi samtakanna skal grundvallast á vísindalegri þekkingu, eftir því sem framast er unnt.
4. Verkefni samtakanna eru m.a. að:
a. fræða um náttúruna og verndun hennar,
b. stuðla að öflun þekkingar um sama efni með heimildasöfnun og rannsóknum,
c. fylgjast með hvers konar hættum sem náttúrunni eru búnar af mannlegum inngripum og vekja athygli á þeim,
d. stuðla að því að allir hafi sem best skilyrði til að umgangast náttúruna án þess að spilla henni,
e. beita sér fyrir friðlýsingu staða, svæða, jurta eða dýra, einkum þeirra sem eru mikilvæg fyrir viðhald náttúrunnar eða auðlinda hennar, hafa sérstaka fræðilega þýðingu, eða teljast sérstaklega fögur eða athyglisverð, og
f. vernda atvinnu- og menningarsögulegar minjar.
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Samstarfsyfirlýsing umhverfisráðuneytisins og frjálsra félagasamtaka.
Reykjavík, 20. mars 2001Félag um verndun hálendis
Fuglaverndarfélag Íslands Austurlands
Hið íslenska náttúrufræðifélag
Landvernd
Náttúruverndarfélag Suðuvesturlands
Náttúruverndarsamtök Austurlands – NAUST
Náttúruverndarsamtök Íslands
Náttúruverndarsamtök Vesturlands
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi – SUNN
Sól í Hvalfirði
Umhverfisverndarsamtök Íslands
og
Umhverfisráðherra
síðan hafa bæst við
Samtök útivistarfélaga – SAMÚT
Skóræktarfélag Íslands
15.11.2006 at 21:21 #566444Er ekki kominn tími til að skrifa greinar um þetta málefni í blöðin. Það er umræða um þetta í gangi í þjóðfélaginu núna og það er ekki búið að taka þetta fyrir á Alþingi. Það er bullandi pólitík í þessu og óþolandi að horfa upp á það hvernig Umhverfisráðuneytið er að stýra þessu verkefni. Menn eru á alröngum forsendum í þessu og fleiri sambærilegum verkefnum. Við þurfum ekki fleiri hraðbrautir upp á hálendið, fleiri þjónustumiðstöðvar og meiri umferð ferðamanna. Ég er algerlega Þeirrar skoðunar að þá að vera erfitt að komast upp á hálendið og það á að vera æfintýabragur yfir þessu. Og síðast en ekki síst, þetta á að vera dýrt. Það er það sem fólk sækist eftir. Ekki að sitja í rútu á hraðbraut og hlusta á spólu sem lýsir því sem fyrir augu ber fyrir utan gluggann. Þessi massatúrismi er bull og þjónar engum nema flugfélögum og gistirýmiseigendum. Við getum leikandi haft alveg sömu tekjur af þessu með færra fólki. Það gerum við með því að halda þessu eins og þetta er í dag og reyna að hafa meiri tekjur af þeim sem koma í stað þess að fókusera á fjöldann. Látum rödd okkar hljóma.
15.11.2006 at 23:12 #566446hafa menn almennt rennt í gegnum þessa vittleysu. eða er mönnum bara alveg sama.
15.11.2006 at 23:28 #566448Hvert er álit umhverfisnefndar 4×4 á skírslunni.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.