Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Vatnajökulsþjóðgarður
This topic contains 96 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 20 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.04.2004 at 09:02 #194133
Í Mogga dagsins er verið að fjalla um tillögur nefndar varðandi s.n. Vatnajökulsþjóðgarð, þar sem m.a. er vitnað í dr. Árna Bragason hjá Umhverfisstofnun um tillögur einhverrar nefndar um þau mál. Þar eru m.a. tillögur um takmörkun og jafnvel algjört bann við umferð vélknúinna ökutækja á Öræfajökli og sérstaklega Hvannadalshnjúk, Skeiðarárjökli og Eyjabakkajökli. Eru einhverjir í okkar hópi sem vita eitthvað meira um þetta? Umhverfisnefndin okkar eru mjög virk og við treystum á að það ágæta fólk sem hana skipar fylgist með málinu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.04.2004 at 13:38 #495311
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég heyrði þetta einmitt í útvarpsfréttum í vikunni og hringdi í Árna. Það er í sjálfu sér ekki mikið meiri upplýsingar að hafa en þetta fyrr en umhverfisráðherra kynnir skýrsluna formlega. Skv. tillögunum eru þessar lokanir bundnar við tiltekið tímabil á sumrin og þá þann tíma sem mest er verið að ganga á þessum leiðum. En við verðum einfaldlega að bíða eftir kynningunni með að koma með formlegar athugasemdir til ráðherra.
Skúli H.
03.04.2004 at 13:38 #502637
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég heyrði þetta einmitt í útvarpsfréttum í vikunni og hringdi í Árna. Það er í sjálfu sér ekki mikið meiri upplýsingar að hafa en þetta fyrr en umhverfisráðherra kynnir skýrsluna formlega. Skv. tillögunum eru þessar lokanir bundnar við tiltekið tímabil á sumrin og þá þann tíma sem mest er verið að ganga á þessum leiðum. En við verðum einfaldlega að bíða eftir kynningunni með að koma með formlegar athugasemdir til ráðherra.
Skúli H.
03.04.2004 at 13:51 #495316hérna….ef þessi umhverfisfriðun jökla og fleyra kemst á þá er það ekki aftur tekið, skil ekki af hverju göngufólk þarf að hafa sérsvæði útaf fyrir sig eins og á jöklum, ég geng mikið sjálfur og bílar trufla mig ekki neitt frekar en flugvél eða landverðir…tel þetta gerræðislegt að vinna svona og það á launum hjá almenningi í landinu…ég segi nei takk…stopp á þetta…
JS
ps: Vantar ekki ráðuneyti fyrir þá sem vilja um frjálst höfuð strjúka í þessu landi án alls þessa skrifræðis og gerræðis
03.04.2004 at 13:51 #502644hérna….ef þessi umhverfisfriðun jökla og fleyra kemst á þá er það ekki aftur tekið, skil ekki af hverju göngufólk þarf að hafa sérsvæði útaf fyrir sig eins og á jöklum, ég geng mikið sjálfur og bílar trufla mig ekki neitt frekar en flugvél eða landverðir…tel þetta gerræðislegt að vinna svona og það á launum hjá almenningi í landinu…ég segi nei takk…stopp á þetta…
JS
ps: Vantar ekki ráðuneyti fyrir þá sem vilja um frjálst höfuð strjúka í þessu landi án alls þessa skrifræðis og gerræðis
03.04.2004 at 23:10 #495319Þetta átti víst að fara hér.
Já, þar kom að því. Eftir stanslausan áróður "nátturuverndarsinna" er Vatnajökulsþjóðgarður að verða að veruleika, með þeim annmörkum þó að akstur um hann verður takmarkaður. Ákveðinn svæði núna á ákveðnum tíma, reyndar besta ferðatímanum að mínu mati og það án nokkurs samráðs við okkar ágæta klúbb, eftir minni bestu vissu.
Það vekur furðu mína að þessi frétt skuli ekki verða tilefni meiri umræðu á hér á vefnum, og ég varð satt að segja hissa á að lesa viðbrögð Skúla við þessari frétt. hann tók upp símann og hringdi í Árna Bragason, og segir okkur svo að það þýði ekkert að gera neinar athugasemdir fyrr en eftir að ráðherra er búinn að kynna málið. Ég hvet nú bara alla til að senda umhverfisráðherra póst nú þegar og mótmæla þessu harðlega.
Ég man nú eftir því að í umræðu hér á vefnum um málefni Snæfellsjökuls og þjóðgarðsins þar, að Skúli hringdi þá einnig í Árna Bragason og var þess fullviss að ef til takmarkana á akstri á ákveðnum svæðum þar yrði að ræða yrði það gert í samráði við Ferðaklúbbinn. Því miður hef ég ekki þessa trú á þessum eflaust ágæta embætismanni.
Nú ætla ég ekkert að aftaka það að það gæti verið ásættanlegt að takmarka akstur á einhverjum svæðum á Vatnajökli vegna gönguferða, en nefna dagsetninguna 1. apríl í því sambandi hljómar afar illa. Apríl og maí eru oft skemmtilegustu mánuðurnir á þessum svæðum, og þá er slæmt að geta ekki farið þar sem mann langar til að fara.
Hins vegar er það ljóst í mínum huga að þetta er einungis fyrsta skrefið í svona takmörkunum, hér þarf að stíga fast á bremsuna og láta strax í sér heyra, bæði einstakir félagsmenn og klúbburinn í heild. Í það minnsta eigum við að mótmæla tímasetningunni og nefna frekar 1. júní, ef það á yfirhöfuð að taka undir þetta.
kv.
Eiríkur
03.04.2004 at 23:10 #502648Þetta átti víst að fara hér.
Já, þar kom að því. Eftir stanslausan áróður "nátturuverndarsinna" er Vatnajökulsþjóðgarður að verða að veruleika, með þeim annmörkum þó að akstur um hann verður takmarkaður. Ákveðinn svæði núna á ákveðnum tíma, reyndar besta ferðatímanum að mínu mati og það án nokkurs samráðs við okkar ágæta klúbb, eftir minni bestu vissu.
Það vekur furðu mína að þessi frétt skuli ekki verða tilefni meiri umræðu á hér á vefnum, og ég varð satt að segja hissa á að lesa viðbrögð Skúla við þessari frétt. hann tók upp símann og hringdi í Árna Bragason, og segir okkur svo að það þýði ekkert að gera neinar athugasemdir fyrr en eftir að ráðherra er búinn að kynna málið. Ég hvet nú bara alla til að senda umhverfisráðherra póst nú þegar og mótmæla þessu harðlega.
Ég man nú eftir því að í umræðu hér á vefnum um málefni Snæfellsjökuls og þjóðgarðsins þar, að Skúli hringdi þá einnig í Árna Bragason og var þess fullviss að ef til takmarkana á akstri á ákveðnum svæðum þar yrði að ræða yrði það gert í samráði við Ferðaklúbbinn. Því miður hef ég ekki þessa trú á þessum eflaust ágæta embætismanni.
Nú ætla ég ekkert að aftaka það að það gæti verið ásættanlegt að takmarka akstur á einhverjum svæðum á Vatnajökli vegna gönguferða, en nefna dagsetninguna 1. apríl í því sambandi hljómar afar illa. Apríl og maí eru oft skemmtilegustu mánuðurnir á þessum svæðum, og þá er slæmt að geta ekki farið þar sem mann langar til að fara.
Hins vegar er það ljóst í mínum huga að þetta er einungis fyrsta skrefið í svona takmörkunum, hér þarf að stíga fast á bremsuna og láta strax í sér heyra, bæði einstakir félagsmenn og klúbburinn í heild. Í það minnsta eigum við að mótmæla tímasetningunni og nefna frekar 1. júní, ef það á yfirhöfuð að taka undir þetta.
kv.
Eiríkur
03.04.2004 at 23:31 #495324Ég bara spyr af hverju í fjandanum þarf að takmarka umferð vélknúna ökutækja einn einasta dag á Vatnajökli.
Ég sé bara enga ástæðu til þess. Og við eigum bara ekki að sætta okkur við að tekinn verði af okkur ein einasta mínúta. Við þurfum að fara að snúa bökum saman og fá til þess liðveisli LÍF og allra þeirra aðilla sem hagsmuni hafa af þessu. Það er kannski tími til kominn að þessi klúbbur verði hagsmunagæsluklúbbur jeppamanna. Ég vill bara minna menn á það að Landsvirkjunn drekkir gömlum þjóðleiðum, klúbbar skella skálum í lás, veiðimenn og hestamenn eignast fleiri og fleiri skála sem þeir læsa. Þjóðgörðum og Friðlöndum fjölga. Og Friðlöndinn eru orðinn milli 30-40 og þar eru sumstaðar öll umferð bönnuð nema fyrir fáa útvalda gæðinga. Munið Indjánana þeir gerðu lítið, nú búa þeir á vendarsvæðum. Eigum við að sætta okkur við það að fá fáein leiksvæði í framtíðinni. Og Hreppstjóra sonur það sitja ekki kommonistar við völd í dag, þó svo mætti halda.
Jón Snæland.
03.04.2004 at 23:31 #502652Ég bara spyr af hverju í fjandanum þarf að takmarka umferð vélknúna ökutækja einn einasta dag á Vatnajökli.
Ég sé bara enga ástæðu til þess. Og við eigum bara ekki að sætta okkur við að tekinn verði af okkur ein einasta mínúta. Við þurfum að fara að snúa bökum saman og fá til þess liðveisli LÍF og allra þeirra aðilla sem hagsmuni hafa af þessu. Það er kannski tími til kominn að þessi klúbbur verði hagsmunagæsluklúbbur jeppamanna. Ég vill bara minna menn á það að Landsvirkjunn drekkir gömlum þjóðleiðum, klúbbar skella skálum í lás, veiðimenn og hestamenn eignast fleiri og fleiri skála sem þeir læsa. Þjóðgörðum og Friðlöndum fjölga. Og Friðlöndinn eru orðinn milli 30-40 og þar eru sumstaðar öll umferð bönnuð nema fyrir fáa útvalda gæðinga. Munið Indjánana þeir gerðu lítið, nú búa þeir á vendarsvæðum. Eigum við að sætta okkur við það að fá fáein leiksvæði í framtíðinni. Og Hreppstjóra sonur það sitja ekki kommonistar við völd í dag, þó svo mætti halda.
Jón Snæland.
04.04.2004 at 00:17 #495327Hvernig heldurðu að ástandið væri ef kommarnir væru í stjórn? þá værum við allir á súbaró djöstí það er jú 4X4 er það ekki? fullgott undir ykkur!!!
Það er sem ég segi Það eru nefndirnar og ráðin öll sem eru stofnuð fyrir allan andskotan sem þessir "öfgagrænu" fá að sitja í vegna þess menn héldu að þeir gætu ekki gert neitt af sér þar.
það er þannig sem þetta er keyrt í gegn það eru einhverjir "sérfræðingar" fengnir til að segja álit sitt og skila greinagerðum um málið og ég hef illan grun að sumir þessara sérfræðinga komi einmitt úr okkar röðum ,virðast bara geta hringt í einhverja vitleysinga og steypt og ruglað endalaust…..JAAAá blessaður ha já hafa samband þegar búið er keyra þetta í gegn já já ggeri það blesssaður.Við jeppamenn sem erum rauverulegir jeppamenn í klúbbnum 4X4 eigum að gefa út skíra stefnu hvað við viljum að gert sé svo ekki verði frekari takmarkanir á ferðafrelsi okkar.
Glanni.
04.04.2004 at 00:17 #502656Hvernig heldurðu að ástandið væri ef kommarnir væru í stjórn? þá værum við allir á súbaró djöstí það er jú 4X4 er það ekki? fullgott undir ykkur!!!
Það er sem ég segi Það eru nefndirnar og ráðin öll sem eru stofnuð fyrir allan andskotan sem þessir "öfgagrænu" fá að sitja í vegna þess menn héldu að þeir gætu ekki gert neitt af sér þar.
það er þannig sem þetta er keyrt í gegn það eru einhverjir "sérfræðingar" fengnir til að segja álit sitt og skila greinagerðum um málið og ég hef illan grun að sumir þessara sérfræðinga komi einmitt úr okkar röðum ,virðast bara geta hringt í einhverja vitleysinga og steypt og ruglað endalaust…..JAAAá blessaður ha já hafa samband þegar búið er keyra þetta í gegn já já ggeri það blesssaður.Við jeppamenn sem erum rauverulegir jeppamenn í klúbbnum 4X4 eigum að gefa út skíra stefnu hvað við viljum að gert sé svo ekki verði frekari takmarkanir á ferðafrelsi okkar.
Glanni.
04.04.2004 at 00:24 #495331Við eigum ekki udnir nokkrum kringumstæðum að sætta okkur við aksursbann á Öræfajökli. Reynsla okkar frá árdögum 4×4 er sí að ekki þýðir neitt annað en að láta heyra í sér og taka ekki mark á sefandi embættismönnum sem reyna að kaupa sér tíma til að koma gerræðislergu reglum svo langt að of seint er að gera nokkuð, með því að biðja menn að vera hæga og óttast ekki. NEI, látum í okkur heyra og látum finna fyrir okkur í umræðunni.
Hér er eitt innlegg: Er það stefna yfirvalda að einungis þeir sem fullfrískir eru og auk þess hálfgerðir ofurmenn eigi að geta farið á eigin vegum á Öræfajökul? Hvað með þá sem geta ekki gengið sjálfir upp þessa 2.000 metra hækkun, mega þeir ekki njóta Öræfajökuls nema um hávetur?
Ætla mætti að þeir sem fjalla um þetta hafi aldrei kynnst víðáttum Vatnajökuls og/eða Öræfajökuls. Þetta er nú ekki eins og að jeppar og göngumenn séu þarna í einni kös.
Snorri Ingimarsson
R16.
04.04.2004 at 00:24 #502660Við eigum ekki udnir nokkrum kringumstæðum að sætta okkur við aksursbann á Öræfajökli. Reynsla okkar frá árdögum 4×4 er sí að ekki þýðir neitt annað en að láta heyra í sér og taka ekki mark á sefandi embættismönnum sem reyna að kaupa sér tíma til að koma gerræðislergu reglum svo langt að of seint er að gera nokkuð, með því að biðja menn að vera hæga og óttast ekki. NEI, látum í okkur heyra og látum finna fyrir okkur í umræðunni.
Hér er eitt innlegg: Er það stefna yfirvalda að einungis þeir sem fullfrískir eru og auk þess hálfgerðir ofurmenn eigi að geta farið á eigin vegum á Öræfajökul? Hvað með þá sem geta ekki gengið sjálfir upp þessa 2.000 metra hækkun, mega þeir ekki njóta Öræfajökuls nema um hávetur?
Ætla mætti að þeir sem fjalla um þetta hafi aldrei kynnst víðáttum Vatnajökuls og/eða Öræfajökuls. Þetta er nú ekki eins og að jeppar og göngumenn séu þarna í einni kös.
Snorri Ingimarsson
R16.
04.04.2004 at 00:46 #495335
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Skildi það vera algengt að ferðamenn á jeppum séu að rekast á gangandi fólk á Vatnajökli, Bíll á jöklinum virkar eins og sandkorn á maga snjókarls, stærð jökulsins er þvílík að það er hreint bull að vera að banna þessu fáu ökutæki sem fara þarna um, væri ekki ráð að fá þann sem leggur fram þetta frumvarp að láta fylgja með útreikninga á líkum þess að verða var við jeppa á á svæðinu. Ég held að menn séu hræddastir við túrista hópa á vélsleðum . Ef menn eru að setja þetta bann til að forðast hávaðamengun, þá held ég að það ætti freka að banna flug yfir jökulinn.
04.04.2004 at 00:46 #502664
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Skildi það vera algengt að ferðamenn á jeppum séu að rekast á gangandi fólk á Vatnajökli, Bíll á jöklinum virkar eins og sandkorn á maga snjókarls, stærð jökulsins er þvílík að það er hreint bull að vera að banna þessu fáu ökutæki sem fara þarna um, væri ekki ráð að fá þann sem leggur fram þetta frumvarp að láta fylgja með útreikninga á líkum þess að verða var við jeppa á á svæðinu. Ég held að menn séu hræddastir við túrista hópa á vélsleðum . Ef menn eru að setja þetta bann til að forðast hávaðamengun, þá held ég að það ætti freka að banna flug yfir jökulinn.
04.04.2004 at 01:20 #495339Maður er ekki alveg að skilja hvað er í gangi hjá þessum jólasveinum í grænu.
Ég held að þeim væru nær að horfa eitthvað annað,að fara að banna keyrslu sem hefur verið stunduð í tugi ára og segja ja það er búið að loka- gengur ekki.
Það er spurning um hvort maður sé ekki hreinlega uppi á röngum tíma miðað við þá dellu sem er orðin í gangi hér á landinu.
Hvað verður það næsta sem þeim dettur í hug,ég held að það sé kominn tími fyrir alla jeppaunnendur að hóa sig saman við rætur Vatnajökulls og mótmæla.
Jóhannes
R-3257
04.04.2004 at 01:20 #502668Maður er ekki alveg að skilja hvað er í gangi hjá þessum jólasveinum í grænu.
Ég held að þeim væru nær að horfa eitthvað annað,að fara að banna keyrslu sem hefur verið stunduð í tugi ára og segja ja það er búið að loka- gengur ekki.
Það er spurning um hvort maður sé ekki hreinlega uppi á röngum tíma miðað við þá dellu sem er orðin í gangi hér á landinu.
Hvað verður það næsta sem þeim dettur í hug,ég held að það sé kominn tími fyrir alla jeppaunnendur að hóa sig saman við rætur Vatnajökulls og mótmæla.
Jóhannes
R-3257
04.04.2004 at 01:26 #495343Ég skora á ykkur alla að senda henni Sif okkar Friðleifs email siv@althingi.is ég er búinn að gera það og ég vona að ég verði ekki sá eini því annars tekur hún ekkert mark á mér!
kv, Ásgeir
04.04.2004 at 01:26 #502672Ég skora á ykkur alla að senda henni Sif okkar Friðleifs email siv@althingi.is ég er búinn að gera það og ég vona að ég verði ekki sá eini því annars tekur hún ekkert mark á mér!
kv, Ásgeir
04.04.2004 at 11:21 #495347Mér verður oft hugsað til allra þeirra skrítnu og stundum óhugnanlegu sjónarmiða sem ég kynntist meðan ég starfaði í svokallaðri Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins. Það kom á fund nefndarinnar fólk sem taldi sig vera fulltrúa hinna margvíslegustu "hagsmuna". Á þessum vettvangi vil ég ekki nafngreina neinn, enda þjónar það ekki neinum tilgangi. En það kom þarna við sögu fólk, sem hafði þá bjargföstu trú að það bæri að banna alla umferð vélknúinna farartækja innan þess svæðis, sem nefndin hafði til umfjöllunar. Með það í huga að sumt af þessu fólki er í dag í áhrifastöðum, bæði sem embættismenn og stjórnmálamenn, og hefur með orðum sínum og gerðum mikil áhrif á ákvarðanatöku í þessum efnum, þá óttast ég það mjög, að þess sé ekki langt að bíða að tiltekin skref verði tekin í þessa átt, því það er sjónarmið margra þeirra að "sigur" vinnist með mörgum smáum "landvinningum". Til áherslu á kröfur sínar notar það svo "virt erlend náttúruverndarsamtök", sem í flestum tilvikum er samheiti öfgasamtaka, sem vinna að því leynt og ljóst t.d. að taka fyrir fiskveiðar í atvinnuskyni. Við erum svona rétt að byrja að kynnast þessu liði, íslendingar, og áhrifamætti þeirra. Þótt það sé annað mál, mætti stundum kanna hvaðan fjármagn þessara samtaka er runnið. Viðskipti eru nefnilega viðskipti og þar gildir einu hvert meðalið er sé árangri á annað borð náð. Já, eins og Ásgeir talar um, sendum umhverfisráðherra póst, sem allra flest okkar.
kv. Þorkell G. K 650
04.04.2004 at 11:21 #502675Mér verður oft hugsað til allra þeirra skrítnu og stundum óhugnanlegu sjónarmiða sem ég kynntist meðan ég starfaði í svokallaðri Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins. Það kom á fund nefndarinnar fólk sem taldi sig vera fulltrúa hinna margvíslegustu "hagsmuna". Á þessum vettvangi vil ég ekki nafngreina neinn, enda þjónar það ekki neinum tilgangi. En það kom þarna við sögu fólk, sem hafði þá bjargföstu trú að það bæri að banna alla umferð vélknúinna farartækja innan þess svæðis, sem nefndin hafði til umfjöllunar. Með það í huga að sumt af þessu fólki er í dag í áhrifastöðum, bæði sem embættismenn og stjórnmálamenn, og hefur með orðum sínum og gerðum mikil áhrif á ákvarðanatöku í þessum efnum, þá óttast ég það mjög, að þess sé ekki langt að bíða að tiltekin skref verði tekin í þessa átt, því það er sjónarmið margra þeirra að "sigur" vinnist með mörgum smáum "landvinningum". Til áherslu á kröfur sínar notar það svo "virt erlend náttúruverndarsamtök", sem í flestum tilvikum er samheiti öfgasamtaka, sem vinna að því leynt og ljóst t.d. að taka fyrir fiskveiðar í atvinnuskyni. Við erum svona rétt að byrja að kynnast þessu liði, íslendingar, og áhrifamætti þeirra. Þótt það sé annað mál, mætti stundum kanna hvaðan fjármagn þessara samtaka er runnið. Viðskipti eru nefnilega viðskipti og þar gildir einu hvert meðalið er sé árangri á annað borð náð. Já, eins og Ásgeir talar um, sendum umhverfisráðherra póst, sem allra flest okkar.
kv. Þorkell G. K 650
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.