This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Magnússon 20 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Jæja ég skellti mér í Grímsvötn á fimmtudaginn. Þurfti reyndar að snúa við á leiðinni og skutlast heim eftir öðrum dekkjum. Lungamjúku dekkin voru ekki að gera það þannig að ég fór upp í Bílabúð Benna og keypti ausur. Þetta eru eitthvað svipuð dekk og þeir eru að nota í torfærunni. Hafa reyndar fæstir afl í að snúa þeim. Hvað um það, það var ekki vandamál að komast að jöklinum á þessum dekkjum. Alltaf þegar krapapittur var framundan gaf ég bara hálfa gjöf og aflið dugði til að bíllinn planaði á vatninu. Lenti einu sinni í því að gefa of mikið inn og þá náði ég illa að stýra því framhjólin voru nánast á lofti. Þetta er svo sem ekkert merkilegt nema vegna þess að Ferozugæinn sem ég dróg um daginn heimtaði að koma með (nokkurs konar skaðabætur). Mikið helvíti var mannfílan leiðileg en ég lét mig hafa það. Að sjálfsögðu vildi ég ekki leyfa honum að sitja í Pattanum þannig að ég dróg hann á eftir mér. Eina vandamálið er að ég týndi honum einhvers staðar á leiðinni. Ef þið rekist á Ferózulúða með spotta bundinn utan um mittið, látið mig endilega vita.
Togkveðja, Patrolman.
You must be logged in to reply to this topic.