This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Páll Björnsson 18 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Er með LC120 35″ Diesel og er svona farinn að huga að ferðalögum sumarsins.
Hef sérstakar áhyggjur af akstri yfir ár og þá mest hvað varðar að missa vatn inn á loftinntak.
Veit að loftinntak er innan brettis hægra megin, í svona þokkalegu „skjóli“ en er að velta fyrir mér hversu miklar áhyggjur maður þarf að hafa af því að missa vatn í þetta og hvað hægt er að gera á þessum bíl á einfaldan hátt til að gera þetta öruggara og mann sjálfan rólegri í svona vatnaakstri
Var með annan bíl áður þar sem ég var búinn að græða sjálfur álbarka á loftinntakið sem ég tengdi fyrir akstur yfir ár og lagðist inn að hvalbak, ásamt því að ég lokað fyrir aðalinntakið þannig að hann drægi loftið inn um barkann, en spurning hvort það er góð leið og hvort hún gengur á þessum bíl?
Palli
You must be logged in to reply to this topic.