This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 16 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Ég var að uppfæra Garmin Mapsource því ég var að lenda í vandræðum með að lesa track frá ferðavélinni minni inn á heimavélina. Við það að uppfæra í 6.14.1 úr 6.13.7 þá fór Íslandskortið í steik (teygðist lárétt eins og sjá má hér neðar) og teikningin á kortinu og öll vinnsla varð skelfilega hæg. Uppfærslan er síðan 18. júlí þannig að ég er með fyrstu mönnum að uppfæra væntanlega.
Það var ekki nokkur leið að bakka með uppfærsluna og þurfti ég því að henda Mapsource út og setja inn af upprunalega disknum aftur. Þegar ég síðan ætlaði að uppfæra í 6.13.7 (næst nýjustu útgáfuna) þá var hana hvergi að finna á Garmin vefnum. En eftir smá leit á Google fann ég uppfærsluna vel falda á vef Garmin.
Ég er með spræka vél með XP sem keyrði Íslandskortið hratt og örugglega áður en ég uppfærði en eftir uppfærsluna í 6.14.1 var kortið ónothæft með öllu. Ekki nóg með það að kortið sé illa teygt heldur urðu allir vegir gulir og hurfu inn í bakgrunninn auk annarra vandamála.
Af öllum sólarmerkjum er þessi nýjasta útgáfa (6.14.1) líklega ætluð fyrir tölvur með Vista stýrikerfi en Garmin tekur fram að XP sé enn stutt en ekki Windows 2000 og eldri stýrikerfi.
Hér er slóð á sama vandamál í UK. Skrollið niður á miðja síðu þar sem myndin af Englandi er. Þetta er ss. ekki vandamál sem ég einn er að lenda í heldur eitthvað víðtækara. Það væri gaman ef Garmin umboðið myndi prófa þessa uppfærslu bæði fyrir XP og Vista og kommentera á málið hér.
Til samanburðar við óskapnaðinn hér ofar má sjá hér fyrir neðan hvernig Ísland lítur út í útgáfu 6.13.7.
You must be logged in to reply to this topic.