This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Lúther Gestsson 18 years ago.
-
Topic
-
Ég var að heyra í Eyþóri í Trúðagenginu og hann er ásamt þremur öðrum bílum á leið í Setrið.
Hann sagði að Kjalvegur væri mjög mikið sundurgrafinn eftir vatnavexti undanfarið og víða væru djúpir skurðir sem gætu valdið miklu tjóni ef menn lenda illa í þeim og þeir sjást örugglega illa þegar farið er að skyggja. Þeir reyndur að hlaða steinum til að vara menn við.
Þannig að fariði varlega á fjöllum þessa dagana þar sem ástandið er örugglega svona víðar en á Kili.
Annars var svo til enginn snjór hjá þeim þegar ég talaði við þá – þá voru þeir staddir við Kerlingafjallaafleggjara.
Benni
You must be logged in to reply to this topic.