This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Trausti Kári Hansson 13 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Ég var í rólegheitunum að taka bensín á vinnubílinn hjá mér í Skógarhlíðinni hjá Skeljungi þegar að díseldæluhausinn yfirgaf sæti sitt án þess að komið væri við hann og skall hann í hliðina á bílnum hjá mér og smá dæld og rispa kom. Ég fór og spjallaði við vaktformanninn og tók hann niður nafn mitt og síma. En svo liðu dagar og ekki nein viðbrögð hvorki frá þeim né tryggingarfélaginu þeirra. Þá fór ég út á örkina og eftir langa þrautargöngu að fá botn í þetta þá var mér tjáð að Skeljungur væri ekki tryggður fyrir þessu og upp sit ég með þessa dæld vegna þess að samkvæmt þeirra sögn þá hefur sá sem notaði dæluna á undan mér gengið illa frá hausnum. Mér er svo sem nokk sama um þetta, enda er bílinn hjá mér hvorki nýr né á leið í fegurðarsamkeppni, en það hefði getað verið einhver á góðum og dýrum bíl sem varð þolandi í þessu og sá hefði setið uppi með dágott tjón. Ég verð nú að viðurkennað að ég er hissa á fyrirtæki eins og Skeljungi að sýna mér fingurinn, en þetta er þeirra stefna. Ég er hættur viðskiptum við þetta félag og það er þeirra tap, því ég er með 2 bíla og hef verslað drjúgt hjá þessu félagi.
Þannig að ég hvet alla til þess að sýna þessu áðgát og vona að Skeljungur endurskoði stefnu sína í svona málum.Kveðja Ragnar Björnsson
You must be logged in to reply to this topic.