FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

VARÚÐ

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › VARÚÐ

This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Friðrik H. Friðriksson Friðrik H. Friðriksson 18 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.09.2006 at 21:00 #198585
    Profile photo of
    Anonymous

    Hérna er smá dæmi um það hversu varasamt það getur verið að vera jeppamaður í dag á tímum móðursýki, vanþekkingar öfga. Þetta er skrifa svona til þess að varpa á það ljósi hversu flókið lífið er í dag

    Mér datt svona í hug að taka dæmi af því, ef nýliði í jeppamennsku ætlaði í ferð um hálendið. Og gerum ráð fyrir því að essi ferðalangur vilji vera löglegur. Og leiti því upplýsinga, hvar hann má aka. Gerum ráð fyrir því að hann ætli í Setrið úr Reykjarvík. Og hann fari Kjalveg-Ásgarðaleið og Illahraunsleið. Á föstudegi. Á laugardeginum fer hann rúnt í nágrenni Setursins og byrji á því að aka upp á hæðina ofan við Setrið og svo heldur hann út á Fjórðungssand og að Sóleyjarhöfðavaði og yfir að Páfagarði. Á baka leiðinni ekur hann að gatnamótum Gljúfurleitaleiðar og síðan Fjórðungssand og framhjá vörðunni Kjartanskryppu. Og nyrðri leiðina um Fjórðungssand. Á laugardeginu ekur hann Klakksleið heim. En ákveður að koma við og skoða hvernig gengur með uppbyggingu torfskálans í Fosslækjarveri. Síðan er ekið sem leið liggur niður Hrunamannaafrétt og til byggða.

    Ef þessi einstaklingur myndi hringja í lögregluna á Selfossi og spyrja ráða. Þá fengi hann að öllum líkindum sömu svör og ég. Þú mátt bara aka þær leiðir sem Vegagerðin samþykkir. ( hér er að öllum líkindum átt við F-vegi ) ég ákvað að sleppa löngu innleggi mínu um upplýsingar löggæslunnar um hvar má aka og hvar ekki. En fyrir utan þessar upplýsingar var fátt um svör. Og ekki tekið undir það þegar ég benti á að umferðarlöginn skilgreindu vegi.

    Snúum okkur nú að ferðalangnum. Hann lætur sig hafa það að aka Illahraunsleið og ætti að vera nokkur hólpinn á þeirri leið þar sem leiðin rataði einhvernvegin inn á kort LMÍ.
    Hann kemst því í Setrið skammlaust. Laugardagsrúnturinn er hinsvegar stórhættulegur. Því hann byrjar á því að aka slóðann ofann við Setrið og er þar kol ólöglegur. Síðan heldur hann út á Fjórðungssand og ekur Þingmannaleiðina og er því aftur ólöglegur. Hann kemur inn á Tjarnaversleið sem er ekki F-leið en á korti og er hann því á gráu svæði. Þegar ferðalangurinn ekur yfir Þjórsá á Sóleyjarhöfða er hann aftur ólöglegur, því þar er hann ekki á F-vegi og utan við kort LMÍ og hann er einnig ólöglegur þegar hann kemur að skálanum Páfagarði, þeirra Áshreppinga.
    Á leiðinni til baka er ferðalangurinn svo heppinn að aka vestustu leiðina um sandinn og fer því með Innri Setu og er því á slóð á korti en ekki F-merktri. Á Sunnudeginum ákveður ferðalangurinn að aka Klakinn enda hefur hann heyrt að sú leið hafi verið ekinn í tugi ára, hann er nokkuð löglegur inn að Kisu, því sá hluti leiðarinnar er á kortum LMÍ. ( en þegar einhver ferlari LMÍ hefur verið þarna á ferð. Einhvern tímann þá hefur hann ekki komist einu sinni að Kisu fyrir aulaskap. En ferðalangur okkar kemst yfir Kisu og inn Kisubotna og upp úr botnunum, Og er því karlinn orðinn kolólöglegur þarna ofan við botnana. Á stikaðri slóðinni. Og þar kemur einmitt þyrlan að honum á slóðinni og við stiku. Punktur er tekinn í þyrlunni sem lendir 200 metrum frá ferðalangnum. Og eru hnitin af rúnnuð svona til þess að auðvelda skrifin, enda 14 fjandans tölur sem þyrfti annars að skrifa. Enda skiptir nákvæmnin ekki miklu máli. Því þarna er hvort eð ekki merkt slóð á 20-30 km kafla. Ferðalangurinn nær því ekki að fara niður í Fosslækjarver til þess að brjóta af sér þar einnig. Það verður annars forvitnilegt að fylgjast með uppbyggingu torfskálans þar, fyrst það er ólöglegt að aka þangað. En það er spurning með undanþágur eða kannski að koma upp undanþágu nefnd. Þar sem við getum sótt um að fá að aka áfram þær leiðir sem ekna hafa verið frá upphafi bílaaldar.

    . ( hér er að öllum líkindum átt við F-vegi ) Ef honum dytti í hug að spyrja um aðrar slóðir þá væri lítið um svör. Ég spurði því hvort ég mætti ekki aka slóðir sem eknar hefðu verð í tugi ára. Svarið var nokkurn veginn á þessa leið. Þú getur ekki ekið leið sem einhverjir 15 jeppar hafa ekið, það væri svipað og það að halda það að fyrst einhverjir væru búnir að mann 15 sinnum þá mættir þú berja manninn einnig. Einhvernvegin voru umræðurnar á þessu plani og upplýsingarnar svipað litlar og ég hefði hringt í hárgreiðslustofu. Einnig var spurt að því hvaða gögn væru höfð til hliðsjónar í eftirlitsferðum þyrlanna þegar þær væru í eftirlitsferðum. Enginn svör fengust við því, þrátt fyrir að um það hafi verið spurt í tvígang. En allavega fengust þau svör að það væri á könnu Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan segir hinsvegar að þeir séu bara vertakar og geri það sem þeim er sagt. ( skrítið ). Flestum spurningum mínum var svarað með hálfgerðum útúrsnúningi og óþolinmæði. Takk fyrir upplýsingarnar.

    Af þessu má ráða að það er varasamt að fara í Setrið og ætti Litlanefnd því að fara varlega

  • Creator
    Topic
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)
  • Author
    Replies
  • 21.09.2006 at 22:05 #560972
    Profile photo of Sölvi Oddsson
    Sölvi Oddsson
    Participant
    • Umræður: 23
    • Svör: 93

    Í framhaldi af þessu finnst mér rétt að benda þeim óheppnu ferðalöngum, sem hafa orðið sér úti um kortin góðu frá LMÍ, að vegum og kortum ber ekki alveg saman. Nú er úr vöndu að ráða gott fólk. Á að fylgja slóðinni á kortinu eða landinu? Ef ferðalanginum nýja er gert að fylgja ALLTAF veginum á kortinu er ég hræddur um að það myndu verða til ákaflega margir nýjir slóðar og slóðir. Einnig er það mjög misjafnt hvaða slóðar eru á hvaða kortum (bæði útgáfum eftir árum og mismunandi skölum).

    væri ekki rétt að vera í sambandi við þetta ágæta sýslumannsembætti áður en lagt er af stað og leita ráða.

    Sölvi





    21.09.2006 at 23:09 #560974
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Það gæti verið hugmynd að hringja í sýslumanninn fyrir hverja ferð, en gallinn væri sá að þá færum við aldrei úr bænum, allavega ekki lengra en á Selfoss því í ansi mörgum tilfellum er ekki hægt að komast á ákvörðunarstað, miðað við þetta sjónarmið. En það hýtur að vera skylda þeirra að gefa upp nákvæmlega hvaða kort og hvaða útgáfu þeir miða við, það er ekki nóg að segja kort LMI vegna þess að þau eru mörg og mismunandi. Miðað við sum þessara korta er t.d. ekki vegur að ýmsum skálum og því líklega rétt að loka þeim þar sem rekstrargrundvöllur þeirra er hruninn ef þetta á að gilda.
    Og svo er auðvitað hárrétt að kortin eru ekki alltaf rétt þannig að þá versnar í því.
    Kv – Skúli





    21.09.2006 at 23:45 #560976
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Nú er þetta bara ekki spurning lengur, nú gefum við út okkar eigin kort og það strax….

    Benni





    21.09.2006 at 23:58 #560978
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Ofsi skrifar: "jeppamaður í dag á tímum móðursýki, vanþekkingar öfga".

    Algjörlega sammála.

    Í fyrsta lagi tel ég alrangt af okkur að samsinna þeim öfgum að utanvegaakstur sé glæpur. Landspjöll af völdum aksturs utanvega ættu hins að teljast til afbrota. Ferðamenn á vélknúnum ökutækjum virðast þurfa að mæta allt öðrum mælikvarða í þessum efnum heldur allir aðrir, svo sem orkufyrirtæki, verktakar, bændur osfr. Ég hafna þeim rökum að nauðsynlegt sé að ofurbanna til að losna við að framfylgja hóflegum reglum á eðliegan hátt.

    Eftir það sem ég sá á ferðalögum mínum um landið í sumar tel ég umfjöllun um utanvegakastur í sumar vera hálfgerða móðursýki. Spjöll af völdum torfæurhjóla virðast t.d. vera frekar staðbundin en ekki jafn víðtæk og ætla má af umræðunni. Ég sá víða merki á vegum um ferðir vélhjóla en landspjöll sá ég ekki.

    Vanþekking kemur fram hjá þeim sem apa móðursýkina hver eftir öðrum og kjafta upp ímyndaðar afleiðingar utanvegaaksturs án þess að hafa séð þetta með eigin augum.

    Og öfgarnar birtast í ofurbanni, andstyggilegri beitingu lögregluvalds og eftirliti á þyrlum.

    Við lifum á tímum frelsis og framtaks einstaklingsins. Meirihluti virðist vera á því að einstaklingum (einkafyrirtækjum/markaðnum) sé treystandi fyrir öllum auðævum þjóðarinnar, NEMA að jeppamönnum er ekki treystandi til að meta hvar sé óhætt að aka. Þá kemur forneskjuleg forsjárhyggjan fram, að mínu mati algjörlega úr takt við annað í þjóðfélaginu.

    Snorri Ingimarsson
    R16





    21.09.2006 at 23:59 #560980
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Hann er og hefur alltaf verið til vandræða þessi sýslumaður.
    Þegar hann yfirgaf vestfirði fyrir nokrum árum heldu fjölmargir á vestfjörðum veislu í nokkra daga.Sjálfur þekki ég marga á suðurlandinu þar sem ég bjó þar sjálfur í mörg ár og hitti ég ekki einn mann sem var ánægður að heyra að þessi maður væri kominn til starfa í þetta umdæmi,hann væri betur geymdur fyrir vestan áfram.
    Hann er líklega eini sýslumaðurinn á landinu sem reynir við öll hugsanleg tækifæri að gjamma í fjölmiðlum um hvað hann sé æðislegur og duglegur.
    T.d í vor kom hann í utvarpi og sjónvarpi og talaði um plágu á selfossi, glæpagengi væru að reykspóla á bílum sínum út um allan bæ og hann skildi gera allt sem í sínu valdi stæði að svifta þessa menn ökuréttindum,common hvað með það þó menn séu að reykspóla? Hver hefur ekki gert það? Líklega ekki hann? Minnimáttar kenndin er þvílík! Hvernig var svo dómurinn sem féll á mannin sem rakst eitthvað utan í Ólaf Helga fyrir ekki löngu síðan að félag lögreglumann sáu sig knúna til að lýsa undrun sinni að einhver skildi fá slíkan dóm fyrir jafn ómerkilegt brot og ef sömu reglur giltu um lögregluna þá myndu hálfur miðbærinn um helgar vera með svona dóm á bakinu.
    Honum getur ekki verið vært í þessu starfi þegar fólkið er á móti honum vegna valdhroka sem hann þjáist svo greinilega af.
    Hver rekur sýslumenn?þ.e.a.s segir þeim upp?

    Kveðja,





    22.09.2006 at 00:07 #560982
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Sammála Snorra, ég tek ekki þátt í þessari móður sýki og þess vegna verður þessi límmiði sem ég fékk sendan heim um daginn hvergi settur, nema þá kannski í ruslið.
    Það er nefnilega þannig að jeppamenn eru sjálfum sér verstir, alltaf hrópandi úlfur úlfur yfir einhverju sem þeir hafa ekki einu sinni kynnt sér. þ.e upphefja sjálfan sig á kostnað annara.
    Kv.
    Glanni





    22.09.2006 at 00:55 #560984
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Ég verð nú að upplýsa það að ég hikaði við að líma límmiða með nefndu slagorði á minn bíl. Sérstaklega í ljós umræðunnar í sumar og ofstækis sem hefur dunið yfir okkur.

    Hugmyndin að miðanum er hins vegar góð og markmiðið göfugt.

    Ég er bara svo gersamlega á móti því að allur akstur utan ferla (þeirra einu sem þóknanlegir eru misgóðum sýslumönnum) sé bannaður.

    Ég hefði frekar viljað sjá svona miða með textanum: "Ég veld ekki landsjöllum á mínum jeppa"

    Þrátt fyrir þetta með miðann tel ég að f4x4 verði að halda áfram á sömu braut og halda uppi jákvæðum áróðri gegn landspjöllum á jeppum. Slík vinna hefur verið eitt að aðalsmerkjum f4x4 frá upphafi og hefur skilað okkur miklum árangri í að verja ferðafrelsið.

    En nú syrtir í álinn og ég tel að við ættum að reyna að færa "landamærin" í umræðunni inn á skynsamlegra svæði. Það er: Að utanvega akstur eigi rétt á sér þar sem hann veldur ekki spjöllum. Og hætta að ssmsinna þeirri firru að allur akstur jeppamanna utan vega sé glæpur.

    Ég tel að þetta snúist orðið um grundvallaratriði sem hefur einkennt ferðamennsku á Íslandi: Frelsið.
    Við erum að missa ferðafrelsið.

    Það leiðir hugann að því hversu margir hagsmunaaðilar myndu vilja sjá höft á ferðafrelsi á ýmsum sviðum til að skara eld að eigin köku eða einfalda eigin tilveru á einhvern hátt (sbr yfirvöld). Þeir geta verið þónokkrir. Við þurfum greinilega að spyrna við fótum, ekki bara stjórn f4x4 og nefndir, við þurfum öll að stilla saman strengi okkar og boða málstaðinn á öllum vígtöðvum. Allt frá kaffistofum á vinnustað og upp í fjölmiðla eftir því sem tækifæri gefast.

    Snorri
    R16





    22.09.2006 at 07:21 #560986
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Nú hefur láðst að setja inn leiðina norður frá Hófsvaði inn á 1:250.000 kort LMÍ´
    Hvað gera 44 tommu ferðalangarnir þá um næstu helgi. Snú þeir þá við, á norðurbakkanum. Hvað gerir Litlanefndin á helginni, taka þeir séns á því að aka Klakkinn eða hætta sér út á Fjórðungssand og hætta á það að aka rangann slóða um sandinn, og vera því utanvega. T,d ef þeir lenda inn á stikaðri Þingmannaleiðinni ólöglegu. Eða senda fararstjórnar póst á Ólaf Helga og fá úr því skorið hvort um glæpsamlegar leiðir sé að ræða. Mun Hlynur taka séns á því að aka norður fyrir Tungnaá. Með þá von í brjósti að 56 ára hefðarréttur um akstur, muni hjálpa sér ef þyrlan tæki þá.
    Hvað gera eigendur Gásagusts, Páfagarðs, Landakots og skálanna undir Björnsfelli og margra annarra, fyrst það láðist að teika slóða inn að skálunum. Eru skálarnir falir fyrir 1 krónu stykkið.
    Hvað með samlíkinguna á þessum gjörningum og ég benti á í öðrum þræði. Þetta er af svipuðum toga og það ef almennir bílistar fengju ekki að vita af því hver væri hámarkshraðinn á almennum vegur og það væri geðþótta ákvörðun lögreglunar hverju sinni hversu hratt mætti aka. Það er greinilegt að 1984 er komið til að vera.





    22.09.2006 at 08:23 #560988
    Profile photo of Sölvi Oddsson
    Sölvi Oddsson
    Participant
    • Umræður: 23
    • Svör: 93

    Það er sorglegt frá því að segja "að kort landmælinga eru ekki nothæf til eins eða neins og hafa ekki nokkurt lagalegt gildi" svo vitnað sé í orð ágæts manns, Odds Sigurðssonar, sem lengi hefur barist við þessa stofnun með það fyrir augum að þeir lagi kortin sem þeir hafa verið að gefa út.
    Svo ég held að þessir strákar sem voru teknir um daginn þurfi ekki að hafa nokkurar áhyggjur af framhaldinu og við hinir ættum að halda okkar striki óháð því hvað þessi ágæti sýslumaður er að sprikla. Ég amk hygg á eina góða ferð meðfram vestanverðum Vatnajökli í haust, frá Langasjó og norður, og ætla að leggja fram ferðaplan hjá sýsla ásamt tímaáætlun svo hann geti látið heimsækja mig og þurfi ekki að eyða meiru í þyrlu en nauðsyn krefur.

    S





    22.09.2006 at 09:12 #560990
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Þetta er vel orðað hjá þér Snorri.
    Rót vandans í mínum huga er, að það er alltaf verið að auka aðgengi ferðamanna að landinu með betri vegum o.þ.h
    Því fleiri sem eru á ferðinni hafa fleiri skoðanir eða öllu heldur ranghugmyndir hvað má og hvað ekki.
    Og eftir því sem umferðin eykst, aukast líkurnar á landspjöllum.
    Reglur og boð og bönn eru ekki af hinu góða og hafa reglur aldrei stoppað menn í að brjóta þær ef þeim sýnist, sama hvaða nafni þær nefnast og í hvaða tilgangi þær eru settar.
    Ég held að við ættum að hunsa þennan sýslumann algjörlega, allavega kem ég aldrei til að byðja um leyfi til að ferðast um landið mitt þó ég komi til með brjóta einhverjar reglur þá verður bara að hafa það.
    Kv.
    Glanni





    22.09.2006 at 10:01 #560992
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Eins og kom fram á öðrum þræði í gær, sem Ofsi stofnaði til um þessi mál, þá er deginum ljósara að kort Landmælinga geta ekki verið talin fyrir dómi nægilega traustur grunnur til að byggja dóma á, því Landmælingar hafa aldrei fengið það verkefni að skilgreina leyfilegar slóðir á kortum sínum. Til þess að kortin geti skoðast sem slíkur gagnagrunnur, þarf að vera til lagagrunnur fyrir því, sem er ekki til í dag, og auk þess þyrfti að ganga frá því með formlegum hætti og tilheyrandi undirbúningsvinnu að löggilda einhverja tiltekna útgáfu korta til þessara hluta. Rolling Stones aðdáendur geta aldrei vænst þess að geðþóttaákvarðanir þeirra jafngildi lögum og fái staðist fyrir dómi. Eða ég vona allavega að íslenska dómskerfið sé ekki komið á það stig enn.





    22.09.2006 at 11:06 #560994
    Profile photo of Þorvarður Hjalti Magnússon
    Þorvarður Hjalti Magnússon
    Participant
    • Umræður: 23
    • Svör: 170

    Tek undir með þér Snorri.

    Ég held að allir séu sammála um að við viljum ganga vel um landið okkar og viljum ekki landspjöll. Það er það sem reglur og lög um akstur utan vega eiga að segja til um. Lög og reglugerðir sem eru þannig úr garði gerð að ekki er mögulegt fyrir venjulegt skynsamt fólk að fara eftir, eru ekki til neins. Þannig finnst mér ástandið vera orðið núna.
    Fram til 1999 var að mig minnir í náttúruverndarlögum bannað að aka utan vega þar sem landspjöll geta hlotist af.. Þetta hefur að mínu mati dugað vel, og hefur krafið ferðafólk til að íhuga havð er verið að gera hverju sinni.
    Í náttúruverndarlögum frá 1999 er búið að þrengja verulega að ferðafólki og er nú hægt , í skjóli laga, að koma heiðvirðu og reynslumiklu ferðafólki sem ekki má vamm sitt vita í þessum málum. í veruleg vandræði fyrir akstur utan vega, og það jafnvel án þess að vikomandi sé valdur að landspjöllum.

    Sennilega gæti margumræddur sýslumaður á Selfossi ,skv. Þessu: http://www.logreglan.is/upload/files/Yf … og-reg.pdf, komið lögum yfir flesta sem fara í Þórsmörk ef hagræða þarf akstursleið yfir vatnsföllin á þeirri leið.

    Lög og reglugerðir setja fólki skorður,
    Sennilega hafa allt of margir atvinnu af því að búa til lög og reglugerðir , og það sem verra er, þetta heldur áfram og alltaf þarf að setja fleiri reglur svo þetta folk missi ekki vinnuna.
    Það voru til góðar lög sem gerðu það sem þurfti.
    Það skiptir ekki máli hvort utanvega akstur er bannaður, eða harðbannauð eða þá Svakalega mikið harð bannaður. Það sem gildir er hugarfar þeirra sem eru á ferð um landið og reglugerðarfargan breytir engu þar um.

    Það er augljóst að Ferðaklúbburinn þarf að bretta upp ermarnar og vinna að endurheimt ferðafrelsis landsmanna um eigið land.

    Úr náttúruverndarlögum:

    17. gr. Akstur utan vega.
    Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin.
    Umhverfisráðherra kveður, að fengnum tillögum [Umhverfisstofnunar],1) í reglugerð2) á um aðrar undanþágur frá banni skv. 1. málsl. 1. mgr., m.a. vegna starfa manna við landbúnað, landmælingar, línu- og vegalagnir og rannsóknir. Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum [Umhverfisstofnunar],1) takmarkað eða bannað akstur á jöklum og á snjó þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð.
    Ólögmætur akstur utan vega varðar refsingu, sbr. 76. gr.

    Hjalti R-14





    22.09.2006 at 17:23 #560996
    Profile photo of Ólafur A. Hallgrímsson
    Ólafur A. Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 385

    Nú er það svo að ekki eru allar upplýsinga, trökk, inn á vef kori LMI á vegi, sem voru trakkaðar af og á kostnað sveitarfélaga og set LMI.

    Á mínu heima svæði vantar nokkra vegi sem eru á framfæri sveitarfélagsins og eru flokkaðir sem Styrkvergir af vegagerðinni einnig vantar mikið notaðan raflínuveg.
    Óli Hall





    22.09.2006 at 20:06 #560998
    Profile photo of Karl Guðnason
    Karl Guðnason
    Member
    • Umræður: 28
    • Svör: 1154

    Alveg er undarlegt að þegar Snorri Ingimars opnar munninn (pikkar á tölvuna) þá er ég svo svakalega sammála og er ég mjög sáttur við það að lesa svona pisla sem ég hef ekki hæfileika til að skrifa sjálfur og vona að það sé tekið mark á hans skrifum því þar fer greinilega maður sem veit sínu viti! þetta er góð umræða sem Ofsi kom af stað og ég vona að ráðamenn (og konur)þessa lands lesi þetta af alvöru og sjái þörfina á heilstæðum gagna grunni yfir götur og slóða á þessu landi og "heilbrigðra" reglna um ferðamennsku á landi voru svo hægt sé að ferðast óttalaust og með góða samvisku hvert sem er.
    kv:Kalli slóðalausi





    22.09.2006 at 21:27 #561000
    Profile photo of Friðrik H. Friðriksson
    Friðrik H. Friðriksson
    Participant
    • Umræður: 18
    • Svör: 122

    Tek hjartanlega undir það sem hér kemur fram að eftirlit, aðgerðir og svör opinberra aðila virðast, samkvæmt þessu, öfga- og ofstopakennd og umfram það sem stundum er kennt við almenna skynsemi, enda skynsemi kannski ekkert almenn lengur? Í mínu tilfelli fékk þessi ágæti "hvítþvotta-miði" far með öðrum úrgangi, enda er ég einn þeirra sem tel þróun mála bera vott um vænisýki, sem er kannski að verða almennari í okkar þjóðfélagi en skynsemi (almenn skynsemi er e.t.v. að breytast í almenna vænisýki?).

    Svo má nú jafnvel benda þessum opinberu aðilum á að þeir séu á ákaflega hálum ís sjálfir, t.a.m. gagnvart samkeppnislögum og hugsanlega einnig öðrum lögum og reglum.
    Það er nú kannski önnur saga en hvað sem öðru líður þarf að koma í veg fyrir viðlíka rök- og vitleysu og hér hefur verið lýst.

    Ég vil þó líkt og aðrir taka það skýrt fram að landsspjöll eru óásættanleg og koma svona vitleysisgangi í rauninni lítið við.





  • Author
    Replies
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.