This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Friðrik H. Friðriksson 18 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Hérna er smá dæmi um það hversu varasamt það getur verið að vera jeppamaður í dag á tímum móðursýki, vanþekkingar öfga. Þetta er skrifa svona til þess að varpa á það ljósi hversu flókið lífið er í dag
Mér datt svona í hug að taka dæmi af því, ef nýliði í jeppamennsku ætlaði í ferð um hálendið. Og gerum ráð fyrir því að essi ferðalangur vilji vera löglegur. Og leiti því upplýsinga, hvar hann má aka. Gerum ráð fyrir því að hann ætli í Setrið úr Reykjarvík. Og hann fari Kjalveg-Ásgarðaleið og Illahraunsleið. Á föstudegi. Á laugardeginum fer hann rúnt í nágrenni Setursins og byrji á því að aka upp á hæðina ofan við Setrið og svo heldur hann út á Fjórðungssand og að Sóleyjarhöfðavaði og yfir að Páfagarði. Á baka leiðinni ekur hann að gatnamótum Gljúfurleitaleiðar og síðan Fjórðungssand og framhjá vörðunni Kjartanskryppu. Og nyrðri leiðina um Fjórðungssand. Á laugardeginu ekur hann Klakksleið heim. En ákveður að koma við og skoða hvernig gengur með uppbyggingu torfskálans í Fosslækjarveri. Síðan er ekið sem leið liggur niður Hrunamannaafrétt og til byggða.
Ef þessi einstaklingur myndi hringja í lögregluna á Selfossi og spyrja ráða. Þá fengi hann að öllum líkindum sömu svör og ég. Þú mátt bara aka þær leiðir sem Vegagerðin samþykkir. ( hér er að öllum líkindum átt við F-vegi ) ég ákvað að sleppa löngu innleggi mínu um upplýsingar löggæslunnar um hvar má aka og hvar ekki. En fyrir utan þessar upplýsingar var fátt um svör. Og ekki tekið undir það þegar ég benti á að umferðarlöginn skilgreindu vegi.
Snúum okkur nú að ferðalangnum. Hann lætur sig hafa það að aka Illahraunsleið og ætti að vera nokkur hólpinn á þeirri leið þar sem leiðin rataði einhvernvegin inn á kort LMÍ.
Hann kemst því í Setrið skammlaust. Laugardagsrúnturinn er hinsvegar stórhættulegur. Því hann byrjar á því að aka slóðann ofann við Setrið og er þar kol ólöglegur. Síðan heldur hann út á Fjórðungssand og ekur Þingmannaleiðina og er því aftur ólöglegur. Hann kemur inn á Tjarnaversleið sem er ekki F-leið en á korti og er hann því á gráu svæði. Þegar ferðalangurinn ekur yfir Þjórsá á Sóleyjarhöfða er hann aftur ólöglegur, því þar er hann ekki á F-vegi og utan við kort LMÍ og hann er einnig ólöglegur þegar hann kemur að skálanum Páfagarði, þeirra Áshreppinga.
Á leiðinni til baka er ferðalangurinn svo heppinn að aka vestustu leiðina um sandinn og fer því með Innri Setu og er því á slóð á korti en ekki F-merktri. Á Sunnudeginum ákveður ferðalangurinn að aka Klakinn enda hefur hann heyrt að sú leið hafi verið ekinn í tugi ára, hann er nokkuð löglegur inn að Kisu, því sá hluti leiðarinnar er á kortum LMÍ. ( en þegar einhver ferlari LMÍ hefur verið þarna á ferð. Einhvern tímann þá hefur hann ekki komist einu sinni að Kisu fyrir aulaskap. En ferðalangur okkar kemst yfir Kisu og inn Kisubotna og upp úr botnunum, Og er því karlinn orðinn kolólöglegur þarna ofan við botnana. Á stikaðri slóðinni. Og þar kemur einmitt þyrlan að honum á slóðinni og við stiku. Punktur er tekinn í þyrlunni sem lendir 200 metrum frá ferðalangnum. Og eru hnitin af rúnnuð svona til þess að auðvelda skrifin, enda 14 fjandans tölur sem þyrfti annars að skrifa. Enda skiptir nákvæmnin ekki miklu máli. Því þarna er hvort eð ekki merkt slóð á 20-30 km kafla. Ferðalangurinn nær því ekki að fara niður í Fosslækjarver til þess að brjóta af sér þar einnig. Það verður annars forvitnilegt að fylgjast með uppbyggingu torfskálans þar, fyrst það er ólöglegt að aka þangað. En það er spurning með undanþágur eða kannski að koma upp undanþágu nefnd. Þar sem við getum sótt um að fá að aka áfram þær leiðir sem ekna hafa verið frá upphafi bílaaldar.. ( hér er að öllum líkindum átt við F-vegi ) Ef honum dytti í hug að spyrja um aðrar slóðir þá væri lítið um svör. Ég spurði því hvort ég mætti ekki aka slóðir sem eknar hefðu verð í tugi ára. Svarið var nokkurn veginn á þessa leið. Þú getur ekki ekið leið sem einhverjir 15 jeppar hafa ekið, það væri svipað og það að halda það að fyrst einhverjir væru búnir að mann 15 sinnum þá mættir þú berja manninn einnig. Einhvernvegin voru umræðurnar á þessu plani og upplýsingarnar svipað litlar og ég hefði hringt í hárgreiðslustofu. Einnig var spurt að því hvaða gögn væru höfð til hliðsjónar í eftirlitsferðum þyrlanna þegar þær væru í eftirlitsferðum. Enginn svör fengust við því, þrátt fyrir að um það hafi verið spurt í tvígang. En allavega fengust þau svör að það væri á könnu Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan segir hinsvegar að þeir séu bara vertakar og geri það sem þeim er sagt. ( skrítið ). Flestum spurningum mínum var svarað með hálfgerðum útúrsnúningi og óþolinmæði. Takk fyrir upplýsingarnar.
Af þessu má ráða að það er varasamt að fara í Setrið og ætti Litlanefnd því að fara varlega
You must be logged in to reply to this topic.