Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Varðandi hæð á framljósum
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 15 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.04.2008 at 17:20 #202362
Sælir
Var að pæla í því hvernig þið útbúið framljósin á stóru bílunum. Er með hummer sem að fékk ekki skoðun því framljósin voru í of mikilli hæð. Bíllin er á 40″ dekkjum.
Minnir að skoðunarkallin hafi sagt að framljósin megi ekki vera hærri en 1.30, hvernig er þetta á t.d 54″ bílunum ?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.04.2008 at 20:41 #621722
má vera mest 1,35m í mitt ljós það er örugglega hægt að finna lögin herna á vefnum ef vel er gáð
28.04.2008 at 22:23 #621724Það er 135 í efri brún ljóss og auk þess meiga ljós ekki vera innar en 40 eða 45 cm frá ytri brún ökutækis.
Menn hafa leyst þetta á ýmsan hátt – en það verður að setja önnur ljós neðar á bílinn og tengja þau við aðalljósarofann. Einnig að blinda orginal ljósin. Sumir hafa sloppið með að taka perurnar úr á meðan að aðrir hafa verið skikkaðir í að hylja þau með hlífum.
Nýu aðalljósin verða að vera viðurkennd sem slík – E merkt minnir mig að það sé kallað.
Benni
29.04.2008 at 08:54 #621726þetta er í 7. kafla, frekar aftarlega í honum.
07.203 Breytt bifreið.
(1) Hæð aðalljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1350 mm.
(2) Hæð bakkljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1650 mm.
(3) Breytt torfærubifreið má vera búin tveimur ljóskösturum sem mega vera tengdir stöðuljóskerum um eigin rofa og samtengdir gaumljósi í mælaborði.
annars er linkurinn á [url=http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/1c51168352e9a43a00256a07003476be/5690ea9f117f81b000256d1d004903cf?OpenDocument:3icmnwlj][b:3icmnwlj]reglugerðina er hér[/b:3icmnwlj][/url:3icmnwlj]
kveðja
Helgi Biering
nýbúinn að berjast í gegnum þetta reglugerðar fár v. vitlauss litar á framljósum
29.04.2008 at 15:45 #621728Ok, skoðunarkallin setti athugasemd á þetta þegar bíllin var á orginal dekkjunum, var að setja 40" dekk undir og nú mælist frá gólfi í mitt ljós 1320mm..
29.04.2008 at 17:44 #621730sælir
ég lenti í vandræðum með þetta þegar ég fór með minn í breytingaskoðun fyrir 44" en það er eins og mig minni að þeir hafi mælt í neðri brún ljóssins !
Ég myndi hringja upp eftir og kanna þetta vel áður en þú leggur í hann, betra að ná þessu í gegn í fyrstu umferð í stað þess að þeir þurfi að mæla þetta í bak og fyrir í endurskoðun …..
kv
Agnar
29.04.2008 at 21:25 #621732er með plagg sem ég fékk hjá aðalskoðun í hafnarfirði (Allt í gegn hf) og á því stendur að mesta hæð upp yfir (sem sagt í efri brún aðalljósa) aðalljós sé 137 cm.
getur einhver sagt mér hvernig stendur á þessum 2 cm mun, í reglugerðinni og svo á þessum pésa ???
29.04.2008 at 21:52 #621734Nú veit ég ekki, dagljós (liður 5) og aðalljós ætti það ekki að vera það sama?
(4) Breiddarljós.
Litur: Skal vera hvítur á framvísandi ljósum en rauður á afturvísandi ljósum. Heimilt er að á ökutæki frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada sé litur framvísandi breiddarljósa rauðgulur.
Dreifing: Ljós skal vera sýnilegt a.m.k. 5° upp fyrir og a.m.k. 20° niður fyrir ljóskerið og a.m.k. 80° út fyrir ljóskerið.
Staðsetning: Ljósker skulu vera staðsett svo hátt sem hægt er með tilliti til ákvæða um breiddarstaðsetningu og samhverfu. Þau skulu vera eins nálægt ystu brún ökutækis og hægt er. Ljóskerið má þó ekki vera innar en 400 mm frá ystu brún.
Fram- og afturvísandi breiddarljósker mega vera sambyggð í einu ljóskeri ef ákvæði um dreifingu ljóssins eru uppfyllt. Framvísandi ljósker skulu ekki vera lægri en efri brún framrúðu.
(5) Dagljós.
Skilgreining: Dagljós koma í stað aðalljósa þegar hvorki er skuggsýnt né skyggni lélegt. Sem ljósker fyrir dagljós má nota aðalljósker, aðalljósker með lækkaðri spennu, þokuljósker eða sérstök dagljósker með viðurkenningarnúmeri.
Litur: Skal vera hvítur eða gulur.
Staðsetning: Ljósker skulu vera framan á ökutæki og vísa fram. Hæð skal vera á milli 250 mm og 1500 mm. Fjarlægð ljóskera frá ystu brún má mest vera 400 mm og a.m.k. 600 mm skulu vera á milli þeirra. Ákvæði um fjarlægð frá ystu brún þurfa ekki að vera uppfyllt ef framvísandi stöðuljósker eru samtengd dagljóskerum.
Ljósstyrkur: Sérstakt viðurkennt dagljósker skal hafa ljósstyrk á milli 400 cd og 1200 cd við ljóskerið. Spenna á lágljóskerum fyrir lækkaða spennu skal vera a.m.k. 11 V við fulla hleðsluspennu 12 V kerfis en samsvarandi 22 V fyrir 24 V kerfi.
Tenging: Ljós má kvikna sjálfkrafa af völdum lykilrofa, hreyfils sem gangsettur hefur verið (hleðsla, smurþrýstingur), hreyfingu ökutækis eða gírskiptingu. Sérstök dagljós skulu kvikna sjálfkrafa.
Ljóskerin skulu tengd afturvísandi stöðuljóskerum en mega einnig vera tengd framvísandi stöðuljóskerum.
Ljósker fyrir dagljós skulu þannig tengd að þau slokkni sjálfkrafa þegar kveikt er á stöðuljósum eða aðalljósum.
Stærð: Lýsandi flötur ljóskers skal vera a.m.k. 40 cm².
30.04.2008 at 16:49 #621736já þetta voru 137 cm, það passar. Kannski misminnir mig að um neðri brún hafi verið að ræða.
kveðja
Agnar
01.03.2009 at 00:04 #621738Mig langar að vekja þennan þráð aðeins aftur. Ég er búinn að nota leitina en finn ekki svarið.
Spurningin er varðandi hámarkshæð aðalljósa (1350mm), hvernig er því háttað hjá (örugglega) mörgum 44" breyttum sem og hærri jeppum? Nú hljóta aðalljósin að vera hærri en leyfileg mörk á þessum bílum ??
Ég er búinn að setja 41" undir hjá mér en ég lét breytingarskoða bílinn áður en þau fóru undir. Þá mældist 1300mm upp í aðalljós á 35". Nú hefur (ætti) bíllinn að vera ca. 3" hærri ( 76,2mm) þannig að hæðin er komin yfir leyfileg mörk (hef ekki enn mælt þetta).
Er horft framhjá þessu í skoðun eða er eitthvað trix til að komast í gegn ?
01.03.2009 at 01:38 #621740bragi það er rangt hjá þér að bíllin hækki um 3"
við breytingu frá 41 til 44" hann hækkar bara um
helminginn eða 1,5"
kveðja siggi
01.03.2009 at 10:54 #621742Ef háttvirtur héráundanskrifari hefði lesið póstinn sem hann svaraði hefði hann séð að þar var rætt um bíl sem fór af 35 þumlungum upp á 41. Það reiknast færustu stærðfræðingum til að vera hækkun upp á u.þ.b. 6 þumlunga, miðað við breidd þumalfingurs Hinriks 8. Þeir sömu fræðingar tóku svo þessa sex og deildu með tveimur og fengu út þrjá sem var útkoman úr dæmi Braga.
Að sönnu er það trúlega rétt að bíll sem fer af 41 tommu á 44 hækki um 1,5 tommur en það er allt annað dæmi sem hvergi kom fram hjá Braga.
03.03.2009 at 00:07 #621744Ég fór út og mældi 1350mm nákvæmlega hjá mér (41").
En enn hef ég ekki fengið svar við því ef hæð er meiri? Hvað er gert í því ?Bragi – sem gæti vilja stækka dekkin seinna
03.03.2009 at 10:03 #621746Eina sem hægt er að gera, er að lækka bílinn og skera meira úr, eða að setja önnur ljós sem hafa allavegana lágan geisla sem sitja neðar og eru aðalljós í stað orginal ljósanna.
En þá verður að aftengja lága geislann og færa hann niður í nýju ljósin, tengingavinnan er svosem minnsta málið. Aðalega að finna ljós sem maður getur sætt sig við sem ökuljós.
.
kkv, Úlfr
E-1851
03.03.2009 at 10:20 #621748en það má auðvitað sækja sér lausn í [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/6055/50219:9tdcfonw]heim skordýranna[/url:9tdcfonw].
03.03.2009 at 10:34 #621750Já, þetta er ákveðin lausn. En samt ekki. Glöggir einstaklingar taka eftir að ljósin eru ofar en dekkin.
Hvað standa 54" dekk í?
Ef við tökum stíft mál, 54×25,4=1371,6mm
Ljósin eru c.a. 140mm á hæð og væri því 1372,6+140=1511,6mm upp í efri brún ljóss.
151,16cm ef þið viljið það frekar.
.
Jæja, ég ætla að hætta að vera leiðinlegur, því ég er sjálfum mér verstur og alls enginn engill.
.
kkv, Úlfr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.