This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Halldór Örn Gunnarsson 21 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Í gegnum tíðina hefur ég lesið ófáa auglýsinguna undir „jeppar“ eða „varahlutir“ hvort sem er í smáauglýsingum dagblaða eða á innlendum sem erlendum vefsíðum. Eitt er það sem angrar mig afskaplega á íslenskum vettvangi og ég hef aldrei skilið en það er sú viðleitni að gefa ekki upp verð á bílum sem eru til sölu. Hvað halda menn að þeir græði á því? Hvurskonar ranghugmyndir eru það að halda að þeir fái hærra verð með því að blaðra í síma? Ef menn ösnuðust nú til að gefa upp u.þ.b. verðið sem þeir vilja fá fyrir bílinn þá losna þeir við óþarfa blaður við menn sem voru ekki að sækjast eftir bíl í þessum verðflokki. Nú getur verið að menn sækist eftir slíku þvaðri en þá má benda á spjallrásir líkt og þessa sem ég er að misnota til gufuaftöppunar eða hreinlega að gera vefsíðu um sjálfan sig og bílinn…
You must be logged in to reply to this topic.