This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Sölvi Oddsson 17 years, 3 months ago.
-
Topic
-
þegar ég skemmdi allt framhjóladótið á 80krúser varð mér um og ó þegar ég talaði við umboðið, og fékk að vita verðið á varahlutum. Kemur svo sem ekki á óvart heldur. Svo ég fékk aðila sem ég hef verið í sambandi við í japan til kíkja á verðin þar. Það sem ég hef fengið frá honum til þessa hefur verið amk 50% ódýrara en hjá umboðinu og allt niður i að vera 30% af umboðsverði. þetta er með flutningi og tollum.
ég er að fá núna sendingu í 80 krúser (stúta, öxlulenda ofl) og verðin eru ekki til að barma sér yfir.
þessi aðlili virðist geta útvegað allt í japanska bíla. fékk meðal annars hjá honum þó nokkuð af dóti í mösdu rx 7 með góðum árangri. þannig að fyrir þá sem hafa smá biðlund(10-14 dagar) gæti þetta verið gott mótvægi við IH og Heklu.
það fylgir þó böggull skammrifi og hann er sá að menn þurfa að vera með partanúmer á því sem þeir ætla að fá. og einnig þetta er ekki verðkönnunuarþjónusta.
Ég er tilbúinn til að koma pöntunum áfram ef menn hafa unnið heimavinnuna sjáfir. hugsanlegt er að aðstoða við að finna upplýsingar og sjá um pöntunarferlið gegn mjög vægu gjaldi.
En fyrst um sinn vorum við sammála um að ég væri sía fyrir hann því það er meira en nóg að gera.
kv
Sölvi
solvi@visir.is
You must be logged in to reply to this topic.