This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurþór Ragnarsson 21 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Ég var vanur að skreppa í Bílanaust til að kaupa hitt og þetta í bílinn minn. En eftir síðustu heimsókn til þeirra get ég ekki orða bundist lengur. Mig vantaði kapal í spil, 50 kvaðröt og skó á hann. Metrinn kostaði 1690 kr. en ég þorði ekki að athuga hvað skórnir kostuðu. Ég ætlaði að kaupa 9 metra (tengi að aftan líka) sem hefðu gert 15210 kr + skóna sem átti eftir að kaupa. Í heildsölu ekki langt þar frá fékkst kapallinn á 3500 með skónum (10 metrar). Kerti í 2,4 toyota kosta eitthvað um 550 kr/stk en í toyota kosta þau rúmar 400 kr/stk. Svipað með lok og þræði. Framljós ca 4700 í P.Samuelson en um 5800 í B.
Einnig ætlaði ég að breyta dempurum hjá mér, taka augað af og setja pinna í stað þess. Pinninn 2600 kr/stk. gúmmíið 900 kr/stk, skinnan 900 kr/stk sem gera þá 12.400 kr fyrir utan rærnar á tvo dempara. Sem er svipað og einn nýr.
Nú er svo komið að ég er farinn að taka á mig krók frekar en hitt þegar Bílanaust er í nágrenninu.Gaman væri að heyra frá Bílanaustmönnum hvort hlutirnir þeirra séu svona miklu betri að það skýri þennan mikla verðmun.
kv
Sölvi
You must be logged in to reply to this topic.