FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Varahlutaverð í Bilanausti.

by Sölvi Oddsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Varahlutaverð í Bilanausti.

This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigurþór Ragnarsson Sigurþór Ragnarsson 22 years ago.

  • Creator
    Topic
  • 15.04.2003 at 11:24 #192489
    Profile photo of Sölvi Oddsson
    Sölvi Oddsson
    Participant

    Ég var vanur að skreppa í Bílanaust til að kaupa hitt og þetta í bílinn minn. En eftir síðustu heimsókn til þeirra get ég ekki orða bundist lengur. Mig vantaði kapal í spil, 50 kvaðröt og skó á hann. Metrinn kostaði 1690 kr. en ég þorði ekki að athuga hvað skórnir kostuðu. Ég ætlaði að kaupa 9 metra (tengi að aftan líka) sem hefðu gert 15210 kr + skóna sem átti eftir að kaupa. Í heildsölu ekki langt þar frá fékkst kapallinn á 3500 með skónum (10 metrar). Kerti í 2,4 toyota kosta eitthvað um 550 kr/stk en í toyota kosta þau rúmar 400 kr/stk. Svipað með lok og þræði. Framljós ca 4700 í P.Samuelson en um 5800 í B.
    Einnig ætlaði ég að breyta dempurum hjá mér, taka augað af og setja pinna í stað þess. Pinninn 2600 kr/stk. gúmmíið 900 kr/stk, skinnan 900 kr/stk sem gera þá 12.400 kr fyrir utan rærnar á tvo dempara. Sem er svipað og einn nýr.
    Nú er svo komið að ég er farinn að taka á mig krók frekar en hitt þegar Bílanaust er í nágrenninu.

    Gaman væri að heyra frá Bílanaustmönnum hvort hlutirnir þeirra séu svona miklu betri að það skýri þennan mikla verðmun.

    kv
    Sölvi

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 25 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 15.04.2003 at 13:14 #472492
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Í eina tíð var það stefna Bílanaust að vera með varahlutina ódýrari en annars staðar og stóðu ágætlega við það. Ég sannprófaði það nokkrum sinnum í denn þegar mig vantaði eitthvað og verslaði við þá í samræmi við það, en alveg örugglega ekki vegna gæða. Nýir eigendur hafa kannski mótað nýja stefnu í þessu, en ef svo er hlýtur það að grafa fljótt undan þeim. Líklega rétt að hringja nokkur símtöl áður en maður verslar þarna næst.
    Kv – Skúli





    15.04.2003 at 13:28 #472494
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það er ekki nýtilkomið að það sé dýrt að versla í Bílanausti. Þetta er ennþá tilfinnalegra eftir að þeir yfirtóku flesta samkeppnisaðilana einsog Háberg og Fjöðrina.
    Þetta þýðir þó ekki að menn eigi að versla við umboðin, því þau stunda það flest að vera með allt aðra álagningu á því sem líklegt er að fáist annarsstaðar en því sem menn verða að kaupa af þeim.
    Þess vegna er mikilvægt að menn versli annarstaðar eins og kostur er, því ef samkeppnin hverfur þá mun varahlutaverð hjá umboðunum snarhækka.
    Ég kaupi bremsuhluti í Stillingu, legur og þess háttar í SKF eða Fálkanum o.s.frv.





    15.04.2003 at 13:28 #472496
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    ég ætlaði að kaupa framljós í bílanaust
    kostaði þar 14400 en í umboði 12.220

    vil ég benda mönnum á að versla annarstaðar
    og sneiða hjá þessu fyrirtæki.

    bílanaust er ekki sama fyrirtæki og það var hér
    fyrir nokkrum árum hvað verð varðar…..
    kk
    Pæji





    15.04.2003 at 16:01 #472498
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    það sem kom fram hjá EIK er kanski rétt í hans tilfelli en hjá mér 50cm bremsurör beint svart 950kr hjá stillingu en hjá P.Samúels (Toyota)430kr sérpantað í flugi (ryðvarið kótað)
    kv gunni frændi





    15.04.2003 at 16:16 #472500
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég var að uppgötva nýja búð sem selur m .a. bremsu varahluti, púst, kúppl.hluta og eflaust eitthvað fleira ,á nokkuð góðu verði. a.m.k voru bremsuklossar sem ég keypti helmingi ódýrari þar heldur en hjá umboðinu en um gæðin skal ég ekki segja ,en vert að skoða. Verslunin heitir Varahlutalagerinn og er á Smiðjuvegi 4a.





    15.04.2003 at 18:30 #472502
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég starfaði nú eitt sinn hjá þessu ágæta fyrirtæki og skil mjög vel hvað þið euð að meina þetta er nokkuð sem ég heyrði á hverjum degi. Mér finnst ekkert skrítið að nýja nafnið sé DÝRANAUST sem er bein merking í hið háa vöruverð.

    Kveðja
    Siggi





    15.04.2003 at 19:35 #472504
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Sælir strákar.

    Eruð þið nokkuð komnir út á hálan ís?

    Ég ætla ekki að reyna að neita því að varahlutaverð hefur hækkað. En mín reynsla er greinilega ekki sú sama og ykkar.

    Ég á gamal Toyotu ’84 módel með díselvél. Það litla sem ég hef þurft að kaupa í hana kostar í Bílanaust ca. 30-50% af verði sömu hluta hjá Toyota. Mest munar þó á glóðarkertum. Ég man ekki tölurnar, en munurinn er mikill. Annað sem mig hefur vantað eru tímareim, vatnsdæla og annað smálegt.

    Og ekki er ég hissa á þessu með 50q vírinn. Auðvitað er hann miklu ódýrari í heildsölu sem flytur hann inn sjálf, en hjá smásöluaðila sem kaupir hann hjá heildsölunni. Er örugglega um samskonar kapal að ræða? Hann getur líka verið misjafn þó sverleikinn sé sá sami. Og fer maður ekki í rafmagnsverslanir til að kaupa rafmagnsdót? Maður kaupir allavega ekki kúplingsdiska í rafvöruverslunum, þó þeir gætu eflaust reddað því.

    Ég held það þurfi að gæta sanngirni í þessu eins og öðru.

    Og áður en einhver spyr. Nei, ég hef engra hagsmuna að gæta.

    Kv.
    Emil





    15.04.2003 at 23:21 #472506
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir þjáningabræður! Já því miður hefur stefna Bílanausts breyst til hins verra í verðgeiranum. Það borgar sig að leita og geri ég það alltaf. Ég hef nú samt fengið hluti þar ódýrara en á öðrum stöðum svo sem Stillingu, Heklu, SKF og víðar. "Jeppi" sagði hér frá Varahlutalagernum, en það var allavega þannig hjá þeim að ef þú finnur sambærilegann hlut annars staðar, þá endurgreiða þeir þér mismuninn. Það gerist ekki oft enda eru þeir með mjög góð verð og sístækkandi lager. VINN EKKI ÞAR. Líka má nefna GS-varahluti, Bíláttan o.v., annars er bara að hringja út um allt. En án gríns eru þessi verð, sérstaklega á aukahlutum, alveg út í Hróa.

    Maður fer að fara að frumkvæði Hafnfirðinga; og taka með sér stiga út í búð!!!!!!

    Magnús
    R-2136





    16.04.2003 at 09:47 #472508
    Profile photo of Sölvi Oddsson
    Sölvi Oddsson
    Participant
    • Umræður: 23
    • Svör: 93

    Sæll Sölvi

    Það er lengi hægt að bera saman verð í þessum bransa og komast að ýmsum niðurstöðum, ég ætla að reyna að nefna nokkra hluti sem vert er að taka fram.

    a)Þessi kapall hjá okkur er ekki seldur í heildsölu hjá okkur heldur aðeins í metravís í smásölu, að auki er kapallinn með sérvalinni kápu sem á þola vel frost og olíu etc. við værum væntanlega heldur sterkari á þessu svelli ef við værum stórtækari í innflutningi á svona kapli. Nokkuð öruggt má telja að okkar innkaupsverð sé umtalsvert of hátt og er gott að fá svona ábendingu þar um.

    b)Kerti í Toyota 2,4 eru til í Bílanaust frá NGK á kr. 550 kr. en þau eru líka til frá Bosch (WR8D+) og kosta þar kr. 331 þarna áttu skýran valkost sem er mun ódýrari en umboðið og er toppvara.

    c) Varðandi ljósin þá eru oft til ljós frá Hella og Bosch eða frá asíu og þarna hefur þú hitt á dýrari valkost. Mér þykir ljósið hjá Toyota hins vegar vera á fínu verði.

    d) Þetta með varahluti í dempara er ekki óvenjulegt, það má benda á að slípirokkur sem kostar 10,000 hann kostar 22,000 ef hann er keyptur í hlutum.

    Þetta með að skrifa svona sögur á vefinn áður en skýringar liggja fyrir finnst mér afar döpur vinnubrögð en reikna samt með því að aðrir meðlimir klúbbsins hafi betri reynslu af okkur en sú sem þú lýsir hér. Ég bendi líka á að klúbburinn nýtur verulegra afslátta fyrir sína félaga hér í Bílanaust og í því ljósi hefði nú verið sanngjarnt að leita okkar álits.

    Að lokum þetta: Bílanaust er með á lagerskrá yfir 90,000 vörunúmer og selur fyrir 1,5 milljarða á ári hverju og ég get fyrstur manna staðfest það að á stundum sleppa í gegn hjá okkur verð sem við betri skoðun eru ekki okkar bestu verð, við tökum öllum ábendingum þar um með þökkum og vonumst eftir þinni aðstoð áfram í þeim efnum.

    Kveðja

    Hermann Guðmundsson
    Framkvæmdastjóri
    Bílanaust hf.





    17.04.2003 at 00:07 #472510
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    í dag verslaði ég bremsuklossa í Musso 97 í Stillingu 4700kr. En 8000 OG EITTHVAÐ Í BÍLANAUST.





    17.04.2003 at 01:37 #472512
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Þú hefur líka eflaust fengið rétt afgreitt í Stillingu en hefðirðu farið í bílanaust þá hefðirðu byrjað á því að fá kveikjulok í Skoda Favorit í stærri pakkanum. Svo hefðirðu komið daginn eftir kolbrjálaður í skapinu og skipt þessu fyrir það sem þú hélst að væri rétt vara en fékst þá hjólalegu í Kawasaki 1100 en varst svo forsjáll að opna pakkann fyrir utan, rífa það sem var eftir af hári af skallanum, henda hjólalegunni í pirruðu afgreiðsludömuna sem var svikin um kaffitíman sinn og urrar bara þegar þú færð endurgreitt afþví að tölvukerfið er svo gamallt og hægvirkt. Og svo hefðirðu endað á því að fara í Stillingu og fá klossana í merktum kassa og allt gott með bros á vör og nýja hárkollu.





    22.04.2003 at 13:12 #472514
    Profile photo of Kjartan Gunnsteinsson
    Kjartan Gunnsteinsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 312

    Ég vil biðja menn að gæta hófs í skrifum hér á spjallinu og missa sig ekki í svívirðingar og ærumeiðingar.

    Bílanaust á ekki skilið af okkur, félögum í Ferðaklúbbnum, svona skrif og skítkast.
    Bílanaust hefur stutt dyggilega við bakið á Klúbbnum með ýmisskonar styrkjum.
    Einnig fá félagsmenn þar verulegan afslátt, sem jafnast á við afslátt sem stærstu fyrirtæki fá.

    Kæru félagar og aðrir sem skrifa hér á spjallinu:
    Gætum hófs og verum málefnalegir. Missum okkur ekki í skrif af því tagi, sem hefur verið á þessum þræði.

    Kjartan





    22.04.2003 at 14:32 #472516
    Profile photo of Smári
    Smári
    Member
    • Umræður: 8
    • Svör: 48

    Þetta er greinilega hættuleg verslun, með þessi líka verð ???
    Ef mér líkar ekki verðið/þjónustan, sama í hvaða verslun það er, þá versla ég ekki hjá viðkomandi. Svo er þetta náttúrulega spurning um verð og þjónustu, og menn þurfa að athuga að það er þjónusta að eiga hlutinn til þó svo að verðið á honum sé ekki þeim að skapi. Ef menn eru svona hundóánægðir með Bílanaust þá versla þeir bara hjá öðrum. Ég ætla bara að halda áfram að hringja í þá aðila sem mögulega geta selt mér það sem ég þarf og kaupa það svo hjá þeim sem er ódýrastur.
    Smári





    22.04.2003 at 17:29 #472518
    Profile photo of Valdimar Nielsen
    Valdimar Nielsen
    Member
    • Umræður: 31
    • Svör: 253

    Háæruverðugi Kjartan,

    ég get ekki séð að hér fyrir ofan sé verið að meiða æru eins eða neins og enga svívirðinguna sé ég. Fyrir utan þetta augljósa grín hjá Stebba (það má grínast ennþá, er það ekki? ) þá virðast þetta bara vera skoðanaskipti hjá mönnum um verð hjá einni af varahlutaverslunum landsins.

    Mönnum hlýtur að vera frjálst að tjá skoðanir sínar á þessum opinbera vettvangi án þess að formaður félagsins sem heldur úti síðunni geri tilraun til að ritskoða það sem hér kemur fram. Er ekki hugmyndin með með þessu vefspjalli að menn skiptist einmitt á skoðunum ? Ættu menn kannski að senda póstinn til þín frekar og þú getur sent hann áfram á síðuna ef skoðanirnar gagnrýna ekki þau fyrirtæki sem styðja við klúbbinn á ýmsan hátt ?
    Má maður þá ekki gagnrýna Skeljung eða Radíóþjónustu Sigga Harðar ? (Ekki svo að skilja að ég þurfi eitthvað að gagnrýna þessi fyrirtæki)

    Auðvitað eiga menn að reyna að vera sem mest málefnalegir en það er líka það sem menn eru að gera með því að gagnrýna verð á því sem þeir þurfa að kaupa. Allir gagnrýna verð á bensíni, því ekki að gagnrýna varahlutaverð ? Menn gagnrýndu mikið verð á jeppadekkjum fyrir nokkrum mánuðum, það var allt í góðu og hjálpaði örugglega til að seljendur lækkuðu verð sitt nokkrum dögum/vikum seinna.

    Ekki misskilja starf formanns og halda að ritskoðun á vefspjallinu og vald yfir skrifum manna falli þar undir.

    Gagnrýniskveðjur,
    Valdi





    22.04.2003 at 18:02 #472520
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Menn verða að vera á verði gagnvart okrurum.
    Kúpling í Pattann minn kostaði 21.808.- í Fálkanum, en rúm 40.000.- í Bilana-usti. Þetta er sama vara, diskur, pressa og lega.
    Þeir eru á verði…fyrir sig.
    Smá 4×4 afsláttur er ágætis gulrót til þess að sauðsvartur almúginn haldi að þetta séu bisnessmenn að gera góðverk. En staðreyndin er sú að því miður er Bilana-ust að þróast úr varahlutabúð í stofnun.

    kv,
    Rún. Sig.





    22.04.2003 at 20:55 #472522
    Profile photo of AGNAR E JÓNSSON
    AGNAR E JÓNSSON
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 153

    mjög nýlega leituðu við eftir verði á kúplingu í nissan jeppa (patról) það reyndist vera hagstæðast í bílanaust að öllum öðrum ólöstuðum bremsuklossa í pajeró hef ég fundið á besta verði í bílanaust en alla þessa hluti er hægt að fá á mjög mismunandi verðum allstaðar því finnst mér hæpin mórall
    að taka eitt fyrirtæki fyrir hér á vefnum.
    kveðja .Agnar





    23.04.2003 at 01:28 #472524
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Skítt með verðlagninguna, það er bara lágmarkskrafa af mér sem neytanda að fá rétt afgreitt í allavegna tíunda hvert skipti sem maður verslar þarna. Sumt er dýrara og annað ódýrara þannig er það nú bara en það er kanski ekki gott hlutfall þar á milli hjá Bílanaust.





    23.04.2003 at 08:58 #472526
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Sæll Valdi og þið hinir.

    Eftir að hafa lesið þennan þráð, finnst mér að menn séu aðeins að tapa sér. Get engan veginn lesið það úr skrifum formanns að hann sé að reyna að ritstýra spjallinu, heldur að menn tapi sér ekki í skrifum. Eins og sést hefur á spjallinu er oft á tíðum misvitrir menn að tjá sig, jafnvel í bræði og það er þeim mönnum ekki til framdráttar.

    Sjáðu td þettta:

    "vil ég benda mönnum á að versla annarstaðar
    og sneiða hjá þessu fyrirtæki"

    Þessi skrif dæma sig sjálf og hefði þessi ágæti maður að anda í poka í tvær mínútur og skrifa svo. Einnig hefur hann á öðrum þræði verið með svipuð skrif sem varla eru svaraverð, enda hefur hann ekki fengið neitt svar þar enn.

    Eflaust eru há verð í þessari verslun og örugglega er hægt að finna mjög lág verð líka. Sem betur fer fyrir alla aðila er eðlileg samkeppni á þessum markaði, svo fólk hefur val, án þess að þurfa að setja þræði sem þessa í gang.

    Vil minna menn á að Bílanaust bauð okkur félagsmönnum í heimsókn til sín í des sl, þar sem rúmlega 400 manns mættu og þáðu veitingar, sem heppnaðist mjög vel að flestu leiti. Ekki hefur verið talað um eftirmála þess kvölds ! Nei og þar megum við svo sannarlega skammast okkar. Þar voru nokkrir aðilar hnuplandi vörum um leið og þeir þáðu bjór og snittur. Þetta er til skammar og einnig það að menn hengu þarna inni til miðnættis, þrátt fyrir að boðið væri auglýst frá 18 – 21 (ef ég man rétt). Það skal tekið skýrt fram að ég vinn ekki í Bílanaust, en sjaldan hef ég skammast mín meira á ævinni en fyrir suma félagsmenn í klúbbnum þetta kvöld.

    Óska ég öllum gleðilegs sumars og sérstaklega starfsfólki Bílanausts.

    Kv
    Palli.





    23.04.2003 at 09:00 #472528
    Profile photo of Kjartan Gunnsteinsson
    Kjartan Gunnsteinsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 312

    Ég þakka gagnrínina, öll gagnríni er til góðs.
    Ferðaklúbburinn 4×4 er hagsmunafélag jeppamanna og stjórn félagsins fer með mál þess milli aðalfunda. Mú er það eitt af hagsmunamálum jeppamanna að fá afslátt hjá ýmsum fyrirtækjum tengdum þessu áhugamáli okkar.
    Það er oft á tíðum ekki auðvelt að telja fyrirtæki á að gefa okkur afslátt eða styrkja okkur.

    Þegar menn ráðast að einu af þessum fyrirtækjum með svívirðingum, finnst mér rétt að biðja þá um að gæta hófs. Mér finnst það vera svívirðingar að uppnefna fyrirtækið með td. "Dýranaust" og "Svíðingsnaust", eins og fram kom hér að ofan.
    Ég lít ekki á það sem ritskoðun. Ef mönnum finnst þetta vera ritskoðun, bið ég velvirðingar á því.

    Ég ætla ekki að tjá mig um varahlutaverð í Bílanaust, en ég hringi yfirleitt á 2 – 3 staði og kanna verð áður en ég kaupi varahluti.

    M.b.k.
    Kjartan





    23.04.2003 at 09:34 #472530
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ja ljótt er að heyra! Menn dæma sig með framkomu sinni, en verra er þegar okkar ágæta félag fær á sig ljótan stimpil vegna atferlis einstakra manna.

    Ég held hins vegar að það sé ekkert að því að menn spái hérna í verðlagningu þeirra fyrirtækja sem selja vörur tengda sportinu, hvort sem það eru varahlutir eða annað. Höfum svona óformlegt verðlagseftirlit, það hlýtur að virka vel á verðsamkeppni þessara verslana. En það er auðvitað hægt að gera það án einhverra svívirðinga eða stóryrða. Og það er heldur ekkert að því að formaður félagsins blandi sér í umræðuna og bendi mönnum á að gæta að orðum sínum. Vek líka athygli á því að framkvæmdastjóri Bílanaust fær hér ágætt tækifæri til að svara fyrir sig (gegum upphafsmann þráðsins!).
    Kv – Skúli H.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 25 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.