This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Óskarsson 17 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sæl verið þið.
Ég er með Hilux 98 módel og er að fara að setja í hann fartölvuborð og var að spá í það hvernig þið hilux menn farið að. Ég er búinn að sjá nokkrar útfærslur af þessu. Menn hafa verið að taka RAM kúlu út úr innréttingu undir útvarpi. Svo hef ég séð menn nota sleðafestingarnar á farþegasætinu og fleira. Mig vantar einhverjar hugmyndir um hvernig best er að fara að þessu.
Ég er með VHF stöðina mína undir útvarpinu og þar af leiðandi er ég með lítið pláss til að útbúa festingu bak við innréttinguna og koma henni þar út.Getið þið, Hilux menn, sýnt mér kannski nokkrar myndir af ykkar útfærslum til að gefa mér hugmynd um hvað ég er að fara að vaða út í? Megið endilega henda myndum inn á birkiro@gmail.com ef þið eigið einhverjar
Með fyrirfram þökkum
Birkir Óskarsson
Vesturlandsdeild F4x4
You must be logged in to reply to this topic.