FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Vantar upplýsingar breyta Wrangler

by Ragnar Rafn Eðvaldsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vantar upplýsingar breyta Wrangler

This topic contains 3 replies, has 3 voices, and was last updated by Profile photo of Ragnar Rafn Eðvaldsson Ragnar Rafn Eðvaldsson 10 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 28.01.2015 at 10:58 #776350
    Profile photo of Ragnar Rafn Eðvaldsson
    Ragnar Rafn Eðvaldsson
    Participant

    Góðan daginn

     

    Ég er að fara að hækka Wrangler sem ég er með og hugmyndinn er sú að byrja á því að setja fjaðrirnar upp á hásinguna.

     

    Hvað er helst að varast í svoan máli og hvar er helst að fá það sem til þarf?

  • Creator
    Topic
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)
  • Author
    Replies
  • 28.01.2015 at 12:31 #776351
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Það sem þarf að varast í svona máli er tvíverknaður :)

    Ef þú ert að fara í ómældan kostnað og fyrirhöfn við upphækkun og breytingar, þá skaltu ekki fara út í sama kostnaðinn tvisvar.

    Settu hann á almennilega fjöðrun strax. Gorma eða loftpúða.

    Flatjárn notar maður til að smíða úr, ekki í fjaðrir.





    28.01.2015 at 15:38 #776353
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Sælir,

    Til hamingju að eiga Wrangler, það eru forréttindi útaf fyrir sig.

    Þetta var líka fyrsta breyting á mínum , að setja fjaðrirnar ofan á hásingu.

    Það fyrsta sem þarf að gera er að hafa sætið fyrir fjaðrirnar sirka 50% lengra en það er núna undir hásingunni, þetta hjálpar aðeins við uppásnúningin sem verður við inngjöf og bremsu.

    Uppásnúningurinn verður vandamál að aftan við þessa aðgerð. Ég setti stífu sem byrjaði undir fjaðrahengslinu að framanverðu að aftan og sú stífa endaði undir hásingunni. Þetta kom í veg fyrir uppásnúningin þegar maður gaf í.

    Annað er að stýrisstöngin að framan mun líklegast rekast í fjaðrirnar,  mig minnir að þú þurfir drop pitman arm, eða síkkaðan stýrisarm til að laga þetta.

    Drifskaftið að aftan þolir þetta líka ekki. Þú verður líklegast að kaupa þér SYE,  eða slip yoke eliminator, sem styttir millikassann að aftan og þá er hægt að lengja drifskaftið að aftan til að þola þessa nýju staðsetningu á hásingunni sem er neðar. Það er hægt að lækka millikassa plötuna til að minnka þessi áhrif en verður þó alltaf aðeins tæpt.

    Það allt hefur áhrif á það hvernig þú síðan ákveður hallann á afturhásingunni svo að drifskaftið víbri ekki.  Allir SYE hafa síðan drifskaft sem er með tvöföldum lið. Þá er hallinn á afturhásingunni  hafður sirka 2-3 gráður niður  frá því að beina beint upp í drifskaftið. Semsagt þarf að halla hásingunni upp á við.

    Að framan er mjög sniðugt ef menn nenna, að breyta fjaðrafestingunum þannig að fasti punkturinn í fjaðrafestingunum verði að framan eftir breytinguna. og sá lausi verði að aftan. Það gefur mun betri föðrun. Ástæðan fyrir því er að þá fjaðrar hásingin örlítið afturábak sem míkir höggið fyrir bílinn.

    Annars er þetta nokkuð einfalt :)

    Ef þú ætlar ekki hærra en 35″ dekk , myndi ég frekar mæla með að þú myndir láta valsa fjaðrirnar hjá þér og síðan að lengja fjaðrahengslin um 50%, það ásamt köntum+úrklippingu.  gefur nægilegt lift fyrir 35″ dekk.

    Annað líka sniðugt er að boddýhækka hann um 50-60mm, það gefur líka næga hækkun fyrir 35″ dekk.

    Þetta er þó ekki algjör tvíverknaður því þú losnar við að þurfa kaupa fleiri stífur og gorma og síðan að skera grindina í sundur fyrir gormum og annað meiriháttar vesen við gormafjöðrun , þó svo að hún sé alltaf skárra skref. Allt sem þú þarft að kaupa við þessa breytingu nýtist í framtíðar fjöðrunum, ef menn hafa ekki á móti smá vinnu.

    Ég byrjaði  í

    1. fjaðrir upp á

    2. gorma afturfjöðrun

    3. fram gormafjöðrun

    4. ný aftur gormafjöðrun

    5. ný fram gormafjöðrun.

    6. ný coilover bypass fram og afturfjöðrun.

    Gangi þér vel.

    kv

    Gunnar





    29.01.2015 at 09:28 #776378
    Profile photo of Ragnar Rafn Eðvaldsson
    Ragnar Rafn Eðvaldsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Sæll Gunnar

    Þakka þér fyrir greinar gott svara.

    Planið hjá mér er að setja hann á 38″. Ætla að hafa hann á fjöðrum til að byrja með og svo kemur „alvöru“ fjöðrun við betra tækifæri.

    Ég hef ekkert á móti smá vinnu svo þetta verður bara gaman og þessar upplýsingar frá þér gera mér hlutina mun auðveldari. Svo núna er komið að því hjá manni að drífa sig í að byrja á þessu verkefni.

    Bestu þakkir.

    Ragnar Rafn





  • Author
    Replies
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.