This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Eiríksson 17 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Í fyrsta skipti á ævinni á ég nú asískan jeppa og hef janfnvel hugsað mér að reyna hann til fjalla. Eins og gefur að skilja er eitt það fyrsta sem mér er kemur í hug öflugt dráttartóg til að félagarnir geti nú dregið mig þegar áhuginn ber drifgetuna ofurliði og ég sit gikkfastur í einhverjum skaflinum. Fyrsta spurning er því þessi;
Hvar fær maður virkilega mikið sveran teygjuspotta á besta verði í dag?Næsta spurning snýr að felgum, undir þessum bíl er Toyota framhásing, hún ásamt breytingunni á bílnum er lítið hrifin af miklu ,,backspace“. Ég er að velta fyrir mér að breikka felgur undir gripinn og vantar gott hráefni. 15 tommu felgur sem eru með innan við 10cm backspace en sæmilega voldugri miðju.
Hér í eina tíð voru original Landcruiser (jafnvel hilux) felgur t.d mjög fínar í svona dæmi, en þær eru varla finnanlegar í dag? Einhverjar hugmyndir hvar væri best að bera niður? Eða luma 4×4 félagar á einhverju sem kæmi til greina?Þriðja spurningin er fremur þreytandi – hvar fær maður aftur-bremsudælur úr Subaru (með handbremsunni í) í dag?
Fjórða spurningin er sínu mikilvægust – Willysinn var hressastur á fjöllum með kassa af Miller bak við sæti, hvað virkar á þessa asísku trukka?
Með fyrirfram þökk.
Óli
You must be logged in to reply to this topic.