This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Páll Halldór Halldórsson 21 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.04.2003 at 00:54 #192521
AnonymousHvernig getur maður sagt sig úr 4×4 klúbbnum ef einhver getur svarað mér?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.04.2003 at 01:02 #472770
Þú einfaldlega hættir að borga myndi ég halda.
24.04.2003 at 05:16 #472772HVAÐ GERÐIST NÚ!!
Ég fylgdist nú aðeins með þínum skrifum þínum hér fyrir nokkrum vikum síðan, og vonaði að allt hefði endað vel??
Eitt get ég sagt þér Flippi, ég hef verið í þessum klúbbi í mörg ár, stundum hef ég fengið svör sem mér hefur mislíkað við í mínum skrifum.
En oft hef ég líka þurft að skrifa til að biðja um leiðbeiningar og þá hefur sjaldan staðið á svari.
Einnig hef ég þurft að kalla eftir aðstoð þar sem ég og félagar höfum lent í klandri og þá hefur ekki verið talið eftir sér að mæta með suðugræjur til að hægt væri að bjarga túr, og mörg önnur dæmi á ég til. Það sem þér kannski vantar
er að hætta að eltast við leiðinlega einstaklinga og sega einfaldlega "VIÐ"P.S. ástæðan fyrir mínum skrifum svona seint(04.15) er einmitt sú að við vorum að koma heim eftir að félagar
höfðu þurft á aðstoð að halda.Flippi ég vil að þú blandir ekki leiðinlegum vinum þínum við þennan klúbb og ef svo leiðinlega vill til að þessir leiðinlegu vinir þínir eru í þessum klúbb þá talaðu bara við næstu menn!!
Kærar kv. Lúther
24.04.2003 at 11:36 #472774Ef maður þarf að skæla er best að fá sér góðan snítiklút og þerra tárin í hann. Það þýðir ekkert að vera að væla á netinu og vonast til að einhver vorkenni manni.
25.04.2003 at 00:03 #472776
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hef ekkert að gera í klúbbinn leingur er buinn að missa teinið í ár og er að selja bílinn svo ég hef ekkert hér að gera leingur allavega ekki strax svo ég hef áhveðið að hætta bara í klúbbnum en takk fyrir svörin ég hef ekki enþá feingið að vita hverni ég seigi mig úr klúbbnum!?
25.04.2003 at 00:27 #472778
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hefur hvarflað að þér að tala við stjórnarmenn klúbbsins?
bara svona hugmynd… það er örugglega fljótlegra að tala við þá en að sóa tímanum í að kvarta hér
25.04.2003 at 00:29 #472780
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er búinn að tala við þá hef ekkert svar feingið svo er ég ekkert að kvarta hér eða væla!
25.04.2003 at 14:05 #472782Hvað er þetta, má Flippi ekki hætta í kluúbbnum ef hann vill? Ef hann á ekki jeppa og hefur lítin eða engan áhuga sé ég enga ástæðu fyrir því af hverju hann ætti að vera áfram í klúbbnum.
Ég mæli með því að þú talir við stjórnina. Ef þú hættir bara að borga félagsgjöldin án þess að segja þig úr klúbbnum skapar það smá vesen fyrir gjaldkerann. Þá þarf hann að vera með þig á "svarta listanum" og senda þér gíróseðla og svoleiðis (held ég).
Freyr
25.04.2003 at 15:51 #472784
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er mitt álit að menn eigi ekki að geta hætt bara sí svona án þess að leggja fram nákvæma skýrslu um ástæður. Þessi skýrsla ætti að fara fyrir nefnd og þar yrði kosið um það á fundi hvort "Flippi", í þessu tilfelli, fái að segja sig úr klúbbnum. Ökuskýrteinisleysi eða jeppaleysi eru ekki nægar ástæður að mínu mati.
Mit toghilsen , Patrolman.
26.04.2003 at 21:49 #472786
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það kemur eingum við afhverju ég vill hætta í klúbbnum og ég þarf ekki að skrifa neina skýrslu né að útskýra fyrir ykkur afhverju ég vill hætta ég vil hætta í klúbbnum og það kemur það eingum við ég vill bara fá uppl hvernig ég hætti í klúbbnum ekkert annað! p.s er búinn að senda mail til stjórnarinnar og ekkert svar feingið……….
29.04.2003 at 09:11 #472788Mér finnst alveg með ólíkindum að Flippi geti ekki sagt sig úr klúbbnum ef hann vill. Er það að ganga í klúbbinn ævilöng skuldbinding?
Mér finnst sérstaklega þessi hugmynd um að útskýra fyrir stjórninni af hverju hann vill hætta út í hött. Það er ekki eins og það sé stór skaði fyrir klúbbinn að missa einn meðlim.
Einhversstaðar sá ég þá kenningu að ánægður kúnni(meðlimur) færi þér fjóra nýja kúnna, hinsvegar taki óánægður kúnni burt 16 viðskiptavini(meðlimi).
‘Eg held því að stjórnin eigi aðeins að huigsa sinn gang og þjónusta Flippa eins vel og ef hann væri að ganga í klúbbinn!!!!!
Freyr
29.04.2003 at 09:48 #472790Sælir strákar,
ef satt er þá finnst mér kostulegt ef ekki er hægt bara að segja "Ég er hættur" , ég myndi nú bara hætta að borga og hugsa ekkert um þetta þó það bærist einhver rukkun þá bara að henda henni og hana nú !!!!
Kveðja Hjörtur og jakinn.
29.04.2003 at 09:49 #472792Ef skrif Patrolmans eru skoðuð þá kom ekki stakt orð af viti upp úr honum, og er hann augljóslega að gantast með okkur. Ef menn vilja hætta ú félaginu þurfa þeir að sjálfsögðu ekki að tilgreina ástæður þess af hverju. Og er reyndar virðingarvert að menn láti vita ef þeir vilja hætta í stað þess að sleppa bara að greiða næsta gíróseðil, sem hefur verið nokkuð algeng leið í gegnum tíðina, sem kostar félagið sendingar og prentkostnað.
Kv. Helgi
29.04.2003 at 11:17 #472794Sælir félagar.
Já það er margt skrítið í kýrhausnum. Get staðfest það hér að enginn póstur frá þessum ágæta manni hefur borist stjórn. Skil heldur ekki alveg hvað málið er, maðurinn hættir barasta að vera á þessum vef, hættir að mæta á fundi og borgar ekki næsta gíróseðil. Þá dettur maður bara sjálfkrafa úr félaginu. Ekki er um það að ræða að viðkomandi fái endurgreitt félagsgjaldið. Er þá ekki nær fyrir manninn að fá amk Setrið sent í pósti heim, úr því að hann er búinn að greiða sitt félagsgjald.
Svo væri líka hægt að hringja í félagið á þeim tíma sem starfsmaður er þar til staðar, sem er þrisvar sinnum í viku fyrir hádegi.
Já, menn verða bara að kveikja á sellunni og nota hana rétt.
Kv
Palli.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.