This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Magnússon 17 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Ágætu félagsmenn
Í vefnefndina vantar framboð og leitum við til ykkar sem hafið þekkingu á tölvumálum, kunnið til verka í forritun og hafið áhuga á að starfa fyrir klúbbinn. Verkefni vefnefndarinnar snúa m.a. að viðhaldi og gerð nýjunga á þeim hluta klúbbsins sem er hvað mest áberandi út á við, vefsíðunni. Síðasta ár hafa verið unnar nokkrar lagfæringar á vefnum. Framundan eru ýmis verkefni t.d. sem snúa að félagatali klúbbsins þmt. meiri sjálfvirkni fyrir notendur, GPS gagnabanki, Wiki lausnir og að sjálfsögðu vinna við að auka afköst og hraða á vefsíðunni. Þess má geta að vefurinn keyrir á MySQL gagnagrunni og er forritaður í Microsoft .NET.
Seta í vefnefnd er frábær leið til að kynnast fólkinu í klúbbnum og við stefnum að því að nefndin ferðist líka saman á komandi starfsári, svo starfið er ekki aðeins fólgið í að grúfa sig yfir lyklaborðin.
Vefnefnd hvetur félagsmenn með tækni- og forritunarþekkingu til að bjóða sig fram. Hafið samband við vefnefnd@f4x4.is
X-4×4, Vefnefnd
You must be logged in to reply to this topic.