Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › vantar hjálp vegna brotins fram gorms
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórir Karlsson 15 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.06.2009 at 10:14 #204559
Góðan dag
er einhver hérna inni sem mundi vilja eða treystir sér til að hjálpa mér að sjóða brotin fram gorm?
kv
ÞórirKarls -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.06.2009 at 11:05 #648954
ég get ekki annað en mælst til þess að þú skiptir um gorminn, fremur en að sjóða hann. Fjaðrastál er einstaklega viðkvæmt fyrir svona aðgerðum. Ég myndi amk frekar skipta um hann og geta treyst á nýjan (gamlan) gorm heldur en soðinn gorm…
Annars voru vörubílaverkstæði í því að sjóða fjaðrablöð, sennilega einvherjir þarna úti sem vita hvar þekking og græjur til slíkra verka eru.En eins og ég segi, ef þú vilt treysta á gorminn, skiptu honum út.
kkv, Úlfr
E-1851
10.06.2009 at 15:03 #648956já takk fyrir það
málið er að ég finn þetta hvergi á partasölum og þetta er ekki til nýtt í landinu…. þannig að ég var að vona að það væri hægt að gera eitthvað svona rétt á meðan að maður býður eftir sendingunni.kv
ÞórirKarls
10.06.2009 at 15:47 #648958hvurslags eiginlega fornaldargorm ertu með fyrst ekki er hægt að finna sæmilegt replace?
en ef þú skiptir báðum út fyrir svipaða gorma?
hvurskonar traktor keyrirðu eiginlega um á ?
10.06.2009 at 18:42 #648960kíktu í bsa á smiðjuverginum… þeir eiga fullt af gerðum af gormum, ættað úr landrover. þeir voru alls ekki dýrir þegar ég keipti í bílinn minn…
en að sjóða saman gorma er ekki vænlegt til árangurs.
10.06.2009 at 18:57 #648962ég er með 2003 módel af Ford Windstar
kv
ÞórirKarls
10.06.2009 at 19:15 #648964jæja strákar .. verum soltið jákvæðir á þessum erfiðu tímum sem við erum að ganga í gegnum…
svona er málið
Brimborg getur pantað gorma 44þús stk… og ef ég fer í nýjan gorm verð ég að skipta báðu megin svo það sé eitthvað vit í þessu svo það er 88þús kall .. nú þá spyr maður sig hvað er mikið aftir af demparanum væri ekki gáfulegast að skipta um hvoru tveggja ef maður fer í þetta á annað borð ? þá er settið (gormur og dempari í uniti) á rétt tæpar 80þús hjá brimborg og nær 85hjá Benna svo það gerir ca 170þús undir bílinn sem dáltið miklir peningar.. nú ég er búin að finna þetta á netinu og er að panta þetta í gegnum bróðir minn sem býr í usa og þá kostar undir bílinn 45 – 50þús (bæði hægri og vinstri) og þá er það hingað komið fyrir 90 – 100þús svo þetta er bara spurning hvort ekki sé hægt að gera eitthvað rétt á meðan maður býður ???
gormurinn er hvort eð er ónýtur sona (brotinn fyrir miðju) svo er engin sem vill spreyta sig á …. og hvað svo ef þetta virkaði þó ekki væri nema í skamman tíma ??
kv
ÞórirKarls
10.06.2009 at 19:59 #648966Ég hef reyndar aldrei soðið saman gorm(væri samt bara gaman að prufa) en að sjóða saman fjaðrablað er ekkert mál bara næsta þráðsuða er málið en svo er bara að leifa dótinu að kólna hægt helst að pakka því inn í steinull eða þessháttar.Hef gert þetta nokkrum sinnum auðvitað brotnar þetta einhvern tíman aftur en er á meðan er og stundum bara lengi.Blessaður láttu bara vaða það brotnar þá bara aftur.
10.06.2009 at 21:56 #648968Ég myndi miklu frekar reyna að finna svipaðan gorm og troða honum í tímabundið. Bara fara á partasölur og bera saman.
-haffi
11.06.2009 at 10:50 #648970já takk fyrir þetta … fínt spjall þetta
það eru ca 3 vikur þangað til ég fæ nýju gormana svo ég ætla að nota tíman til að leita betur í notuðu.. en bróðir minn segir mér að hann hafi oft soðið saman gorma á árunum 80 – 85 þá hafi hann oft keypt smá tíma með því að sjóða þá saman sjálfur …. og ástæðan fyrir því að ég fæ hann ekki til að gera þetta er sú að hann býr erlendis
uppskrift frá honum : slípa vel brotið svo ekki sé nein óslétta eða pollar og hann mælir með að notaður sé ryðfrír þráður (en samt ætti góður suðumaður vel að geta notað venjulegan þráð) og svo er að hita gorminn (eða eitthvað í kringum suðuna) upp í 700 – 800 gráður og láta svo kólna hægt og eins og kemur fram að neðan jafnvel veja í steinull .kv
ÞórirKarls
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.